Fréttablaðið - 28.10.2006, Síða 93
28. október 2006 LAUGARDAGUR52
utlit@frettabladid.is
MÓÐUR VIKUNNAR
Álfrún fer yfir málin
Spáir þú mikið í tískuna? Já ég
mundi segja það, mér finnst voða
gaman að fallegum hlutum. Svo sem
fötum, fylgihlutum og húsgögnum.
Hvernig myndirðu lýsa stílnum
þínum? Það breytist dag frá degi, en
sitt lítið af hverju.
Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki?
Alexander McQueen, Stella McCartn-
ey, Prada og Lanvin svo eitthvað sé
nefnt.
Flottustu litirnir? Enginn uppáhalds-
litur þannig.
Hvað finnst þér flottast í tískunni
núna? Mér finnst flottast þegar fólk
blandar klæðnaði sínum saman eftir
eigin höfði, óháð tískubólum.
Hverju ertu veikust fyrir? Höttum,
yfirhöfnum og skóm.
Hvaða flík keyptir þú þér síðast?
Hatt frá Hattabúðinni.
Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir
veturinn? Ég ætla að kaupa mér skó
og jakka og sennilega bætist eitthvað
meira við.
Uppáhaldsverslun? Trilogia, Kron-
kron og Designtorget sem því miður
er ekki komin hingað.
Hvað eyðir þú miklum peningum í
föt á mánuði? Ansi miklu, kýs að vita
þá tölu ekki sjálf.
Hvaða flíkur gætir þú ekki verið
án? Sólgleraugna og skónna minna.
Uppáhaldsflík? Kjólarnir mínir.
Hvert myndir þú fara í verslunar-
ferð? Langar að fara til New York og
svo er æði að versla í Barcelona.
Ljótasta flík sem þú hefur keypt
þér? Það mun vera karríguli ógeð-
iskjóllinn sem ég keypti í H&M á
mínum sokkabandsárum. Annars
forðast ég að kaupa ljót föt.
SMEKKURINN ÞÓRHILDUR „TÓTA“ JÓHANNESDÓTTIR HÁRGREIÐSLUKONA
McQueen og McCartney í miklu uppáhaldi
> Mælum með
... buxum frá hönnuðin-
um Jeremy Scott sem á
er stimplað munstur
með frönskum
kartöflum. Þær fást
í Liborius. Kartöflu-
flíkin bæði léttir lund
og heldur á köldum
leggjum hita. Hver
veit nema þær hún sé
kannski æt líka?
Það eru alltaf ákveðin ný æði eða tískubólur sem koma inn þegar árstíðaskipti eiga sér
stað. Þessa stundina eru ökklastíg-
vélin að tröllríða markaðnum og
að venju er maður ekki maður
með mönnum nema festa kaup á
einum slíkum. Fyrir nokkrum
mánuðum síðan höfðum við kallað
þessa týpu af stígvélum ekkert
annað en „stutt stígvél“ því já það
er það sem þetta er, stígvél skorin
við ökkla.
Kosturinn við þessa týpu af
skóm er að þau ganga við allt. Það
er mjög kvenlegt að klæðast kjól,
sokkabuxum og ökklastígvélun-
um. Stígvélin eru nefninlega örlít-
ið hverdagslegri en há hælaðir
skór en þjóna samt sem áður sama
tilgangi.
Einnig eru þessi nýjasta viðbót-
in í skóflóru landsins mjög hent-
ugur við niðurmjóar gallabuxur
þar sem venjuleg stígvél komast
oftast ekki undir buxur með of
þröngum skálmum.
Ef litið er inn í skóverslanir er
mikið úrval til af ökklastígvélum og
því ekki erfitt fyrir hvern og einn
að finna eitthvað við sitt hæfi.
alfrun@frettabladid.is
Nýjasta tískubólan
HVERSDAGS Rennd ökklastígvél
með loðkanti frá Spúttnikk.
ANN DEMEULEMEESTER Svartir og
támjóir voru málið í þessari sýningu fyrir
veturinn 2006/7.
CHLOE Brún ökklastígvél við svartan og
hvítan fatnað setur sinn svip. Flottir skór
með háum hæl og mörgum spennum.
DÚSKAR Rúskinnsstígvél með loðkanti og
dúskum frá Diane Von Furstenberg.
MARY POPP-
INS Þessir
ökklaskór eru
reimaðir að
framan en þó
með rennilás
á hlið til að
auðvelda
hlutina. Frá
Steinari
Waage.
GLANS-
ANDI
Ökkastígvél
með háum
hæl frá
Bossanova.
VÍNRAUÐIR Jólaskórnir í ár.
Reimd ökklastígvél með
vínrauðu flaueli frá Bianco.
DANS Rúskinnsstígvél frá
Shoe Studio.
KLAUF Fín
ökklastígvél
með hæl
og klauf að
framan frá
Kaupfélaginu.
GRÁ Grá leður-
stígvél frá Steinari
Waage.
Það koma alltaf tímabil í lífi konu þar sem henni finnst hún ekki eiga
nein föt. Þetta kemur fyrir á bestu bæjum og það skiptir engu máli
hversu stór fataskápurinn er. Þessi skelfilegu tímabil gera engin boð
á undan sér heldur skella miskunnarlaust á. Þau koma alltaf með
ákveðnu millibili, að minnsta kosti þrisvar á ári.
Einn af fylgifiskum þessa tímabils er setningin: „Ég á engin föt,“
sögð í svona nettum vælutón. Það ættu flestar konur að kannast við
þetta vandamál sem virðist líka alltaf koma upp á hinum óheppileg-
ustu tímum. Eins og til dæmis þegar maður er að fara út að borða
eða í eitthvert fínt samkvæmi þar sem maður gjörsamlega verður að
koma vel fyrir.
Það sem kemur upp á svona tímabilum er einnig áráttan í ný föt
og allt þetta gamla dót stenst ekki samanburðinn við allar nýjustu
tískubólurnar. Núna eru tískuvöruverslanir að fyllast af nýjum og
girnilegum vörum og vonlítið að reyna að standast þær freistingar.
En auðvitað er ekki hægt að kaupa sér allt í heiminum. Þess í stað er
hægt að fjárfesta í ákveðnum lykilhlutum sem þjóna þeim tilgangi að
flikka upp á fataskápinn og gera gömlu fötin falleg.
Það er skrítið hvað við konur erum miklu sólgnari í tísku en
karlmenn. Ég man þegar ég var í menntaskóla og það voru böll einu
sinni til tvisvar í mánuði. Það var sko algjört tabú fyrir allar stelpur
að fara í einhverju gömlu á ballið. Annaðhvort urðum við að fá
eitthvað lánað hjá vinkonu eða kaupa okkur eitthvað. Strákunum var
alveg sama, þeir bara tóku fram sömu jakkafötin og venjulega,
punktur og basta. Þetta var skemmtilegt tímabil og mikil handagang-
ur í öskjunni fyrir hvert einasta ball hjá öllum stelpum í bekknum á
meðan strákarnir umbáru þessar fataumræður.
Já, það er skrítið að Mars og Venus skuli yfirhöfuð eiga samleið í
þessu lífi. Kærastinn minn lætur sér fátt um finnast í hvert skipti
sem ég segi ofangreinda setningu í vælutóni og horfir á mig eins og
ég sé nýkomin frá tunglinu.
Grátbrosleg tímabil
V
in
n
in
g
ar
v
er
ð
a
af
h
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
er
tu
k
o
m
in
n
í
SM
S
kl
ú
b
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
CROUCHING TIGER,
HIDDEN DRAGON
FRUMSÝND 27. OKTÓBER
SENDU SMS JA JLV Á 19
00
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ B
ÍÓMIÐA!
VINNINGAR ERU BÍÓMI
ÐAR,
DVD MYNDIR OG MARG
T FLEIRA