Fréttablaðið - 28.10.2006, Qupperneq 105
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
����������
���������
��������������� Senn koma jólin
©
In
te
r I
KE
A
Sy
ste
m
s B
.V
.2
00
6
Virkir dagar
Laugardagur
Sunnudagur
www.IKEA.is
10.00 - 20.00
10.00 - 18.00
12.00 - 18.00
Re
yk
ja
n
es
b
ra
u
t
Sæ
b
ra
u
t
290,-
Grænmetisbuff
með kúskús, grænmeti
og blaðlaukssósu
Lokað hér
Ný verslun
890,-
ISIG jólageit H50 cm
ISIG skreyting
fuglar 2 stk. 790,-
ISIG strástjarna
ýmsar tegundir
ISIG jólaskraut
Ø7 cm 2 stk. 550,-
ISIG skrautsett 53 stk. ýmsar tegundir
ISIG jólaskraut
Ø6 cm 6 stk. 390,-
ISIG jólaskraut
Ø8 cm 2 stk. 790,-
ISIG jólaskraut
H12 cm 2 stk. 790,-
ISIG jólaskraut
6 stk. ýmsar gerðir 390,-
ISIG skrautsett 48 stk.
ýmsar tegundir
ISIG skrautsett 64 stk.
ýmsar tegundir 450,-
ISIG jólaskraut
bjöllur 6 stk. 290,-
ISIG jólaskraut
Ø15 cm 2 stk. 650,-
190,-
890,-
690,-
BESTI VINURINNEINN LÉTTUR, ÍSKALDUR
19. HOLAN!
Mér hefur oft fundist stórfurðu-legt að vera Íslendingur, ekki
út af því að landið er lengst uppi í
Norður-Atlantshafi – ég er bara
ánægður með það – heldur hinu,
hvernig stemmningin er oft á þessu
landi elds og íss. Hvernig umræð-
an er um hluti.
ÞESSI tilfinning hefur jafnvel
gengið svo langt að einu sinni
þurfti ég að keyra út í vegarkant
rétt hjá Smáralind til þess að ná
andanum eftir að hafa hlustað á
útsendingu útvarpsins frá umræðu
um fjölmiðlafrumvarpið alræmda
úr sölum Alþingis. Málflutningur-
inn var svo ótrúlegur að jafnvel
grunnmannréttindi þjóðarinnar
eins og prentfrelsið var allt í einu
léttvægt fundið og komið til álita
að setja takmarkanir á því inn í lög
á Íslandi. Það hefði verið í fyrsta
skipti sem slíkt er gert síðan á mið-
öldum í vestrænu lýðræðisríki.
SPURNINGAR tengdar réttlæti
og mannréttindum hafa einhvern
veginn aldrei náð að bora sig í
gegnum hnausþykka skel íslenskra
stjórnvalda. Fólk af asískum upp-
runa er lokað inni í skóla á Suður-
nesjum eins og ekkert sé meðan
Kínaforseti kemur í heimsókn, eft-
irlaunafrumvarp fyrir ráðherra og
alþingismenn er samið og sam-
þykkt með þvílíkum sérákvæðum
að blautari tusku er varla hægt að
sletta í andlit almennings, öldruð-
um er mokað inn í fjölbýli í stórum
stíl og lífeyrisgreiðslur þeirra
skattlagðar í botn, vissir kaupa-
héðnar eru ákærðir aftur og aftur,
án þess að vera fundnir sekir, á
meðan aðrir sleppa með mafíuósa-
hegðan á sikileyskum mælikvarða
og þurfa varla að svara öðru en
varfærnislegum kurteisispurning-
um – „kaffi eða te?“ – af hendi rík-
issaksóknara.
Í ÞESSU andrúmslofti hefur djúp-
stæð tortryggni grafið um sig á
Íslandi. Sjálfstæðum stofnunum er
ekki treyst, vegna þess að vísbend-
ingarnar um afskipti stjórnmála-
manna af þeim eru of margar og of
sláandi. Þjóðfélagið er orðið sýkt.
Þess vegna hugsa margir til þess
með hryllingi að hér verði stofnuð
leyniþjónusta í ofanálag, ef það er
ekki þegar búið að stofna hana.
NÚ síðast komu sjúkdómsein-
kennin upp á yfirborðið þegar vitn-
isburðir fóru að berast úr öllum
áttum um að símar hefðu verið
hleraðir á Íslandi um árabil. Eitt
einkenni vírussins er að forsætis-
ráðherra rauk til og sagði þessa
vitnisburði vera dæmi um ógeð-
fellda árás á dómsmálaráðherra.
Þarna sjáiði. Spurningar sem varða
grunnmannréttindi fólks og frið-
helgi einkalífs náðu engri athygli
ráðherrans, nema síður sé. Rétt-
lætið mætir fálæti.
ÉG er með eina tillögu að því
hvernig ríkisstjórnin getur áfram
reynt að snúa sig út úr réttlætis-
spurningum um hleranir á líkan
hátt og hún hefur snúið út úr öðrum
réttlætismálum. Hún getur til
dæmis freistað þess að benda á að
íslenska þjóðin hafi alltaf verið
skyggn. Það sé því alkunna að
margir hafi alltaf haft leyniupplýs-
ingar um náungann undir höndum.
Ekki þurfi sérstök hlerunartæki til
þess. Umræðan sé því augljóslega
á villigötum.
Réttlætið