Tíminn - 06.01.1979, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.01.1979, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 6. janúar 1979 Minninffarathafnar um Ghou En Lai krafist á veggspjöldum Peking/Reuter — A veggspjöldum í Kína í gær birtust áskoranir um að minnast hátiðlega á mánudaginn með skrúðgöngu að þrjú ár verða þá liðin frá andláti Chou En Lai forsætisráðherra. SöfnuöustmörghundruB manns saman viöveggspjöldin til aö lesa þessar áskoranir og ýmislegt hrós um Chou EnLaisem á slnum tima var helsti talsmaöur þess i Kina aö rjúfa einangrun landsins og taka upp aukin viöskipti viB Vesturlikid svo sem nú hefur gerst og er aö gerast aB þvi er viröist undir öruggri handleiBslu Teng varaforsætisráBherra, en veggspjaldaherferöin i Kina aö undanförnu hefur mjög veriB bendluö viö hann. Chou En Lai var allt aö þvl fall- inn I ónáö 1 Kina er andlát hans bar aB og á einu veggspjaldinu I gær var á þaö minnt aö enginn minnisvaröi er til um Chou En La i en sllka s korti e kki i minningu fallna formannsins, Mao Tse Tung. Eftir andlát ChouEn Lai IKÍna á sínum tfma kom þar til alvar- legra átaka er yfirvöld létu fjar- lægja kransa i minningu hans og voru uppþotin þá harölega for- dæmd en hafa nýlega veriö nefnd upp á nýtt og kölluB byltingartil- raun gegn öfgasinnuöu „fjór- menningunum”. ERLENDAR FRETTIR Umsjón: Kjartan Jónasson Muzorewa segir 2000 skæruliða hafa gengið 1 Uð með sér Salisbury/Reuter—Abel Muzorewa biskup og ráðherra í bráðabirgðastjórn hvítra og svartra í Ródesíu sagði i gær að meira en 2000 skæruliðar hefðu á síðustu 12 dögum lagt niður vopn og gengið í lið með svarta þjóðernis- flokknum sem hann er leiðtogi fyrir. SagBi Muzorewa aö hvltir menn I landinu heföu séö sitt óvænna og fallist á stjórn svartra manna I landinu og aö þessir 2000 skæru- liöar hafi veriö þaö skynsamir aö þeir hafi séö hvenær tlmi var kominn til aB leggja niöur vopnin til aB beita fremur friBsamlegri aöferöum málstaö sinum til stuönings. Bráöabirgöastjórnin I Ródesiu hefur allt slöan hún var sett á laggirnar I mars slöastliönum reynt aö fá skæruliBa sem hafa höfuBstöövar sínar I nágranna- rlkjum Ródeslu til samstarfs á þeim grundvelli sem þegar hefur veriB lagöur aö yfirtöku svartra manna á stjórn landsins á næstu árum. I nóvember siBastliönum sagöi yfirmaöur stjórnarhersins i Ródesiu aB fram til þess tima heföu 2000 skæruliöar gengiB I liö meö bráöabirgöarstjórnar- mönnum. Ef upplýsingar Muzorewa Muzorewa eru réttar hafa aö minnsta kosti 2000 bætst viB siöan. Utan landamæranna dveljast þó ennþá fjölmargir skæruliöar sem ekki treysta bráöabirgöa- stjórninni og álitiö er aö I landinu sjálfu séu um þaö bil 8000 stuön- ingsmenn þeirra eöa skæruliöar. HernaBaryfirvöld I Ródesiu sögöu i gær aö öryggissveitir hersins heföu drepiö þá skæruliöa er báru ábyrgB á moröinu á svissneska rómversk-kaþólska prestinum Martin Holstein sem myrtur var á nýársdag. A stórum svæöum I Ródesiu eru I gildi eins konar herlög þar sem vopnaBir svartir hermenn gæta laga og reglna, og eru margir þeirra sagöir komnir úr rööum skæruliöa en hafa sem sagt skipt um andstæöing. Stóraukin viðskipti Kína og Bretlands — til umræðu á fjórmenningaráðstefnunni svo og önnur stórmál auk persónulegra vandamála leiðtoganna Saint Francois Guadeloupe/Reuter — Fréttir sem berast frá ráðstefnu fjórmenninganna á hitabeltis- eyjunni Guadeloupe, þeirra Carters Bandaríkjafor- seta, Callaghans forsætisráðherra Bretlands, d’Estaing Frakklandsforseta og Schmidt kanslara V-Þýskalands, eru fáar og allar óstaðfestar. Hermt er að Callaghan ætli aö upplýsa leiötogana um mjög auk- in viöskipti Bretlands og Kina og þaö meö aö Bretar hafi fallist á aö selja Kínverjum mjög fullkomnar orustuþótur. Nýupptekiö stjórnmálasam- band Bandarlkjanna og Klna er einnig eitt af meginmálum ráö- stefnunnar og er þaö þess vegna sem Callaghan vill nú koma fram I dagsljósiö meö eins konar leyni- samninga Bretlandsstjórnar viö Kina um stóraukin viöskipti, hernaöarleg og ööruvlsi. Er full- yrt aö þegar hafi veriö samiö um viöskipti upp á tvær billjónir dollara milli Klna og Bretlands. Callaghan er sagður gera sér grein fyrir aö þetta muni kosta I fyrstu nokkuö stiröari sambúö við Sovétrlkin en á ekki von á aö þaö verði til frambúöar. Auk mjög fullkominna hergagna er sagt aö Bretar séu aö semja viö Kinverja um aö selja þeim tvær stálverk- smiöjur og fjögur orkuver er gangi fyrir kolum. Núverandi viöskipti Klna og Bretlands nema um 200 milljón dollurum en áætlanir rlkjanna hljóða upp á 10 billjónir doilara áriö 1985. Þá segir I öðrum fréttaskeytum um fjórmenningaráöstefnuna aö hún markist nokkuö af efa- semdum um styrk og stööu Bandarlkjanna I heimsstjórnmál- um og þyki þar mesti glansinn farinn af. Ennfremur eru sagöar uppi til- raunir á Guadelopue til aö koma á nánari samskiptum v-þýska kanslarans og Bandarikjaforseta en þeir eru sagöir þekkjast lltiö og litil hlýja sé rikjandi milli þeirra. 40 fangelsaðir fyr- ir skoðanir sínar í Tékkóslóvakíu Prag/Reuter — Starfshópur I Tékkóslóvaklu sem vinnur I þágu þeirra sem þeir állta aö séuofsóttir aö óréttu fyrir skoö- anir sinar og i samræmi viö mannréttindayfirlýsinguna ’77 tilkynnti I gær aö á nýliönu ári heföu 40 manns veriö fangelsaö- ir i Tékkóslóvakiu fyrir skoðan- ir slnar. 1 tilkynningu starfshópsins sagði aö þar af heföu 16 undir- ritaö mannréttindayfirlýsing- una 1977 og flestir hinna m.a. stuölaö aö dreifingu hennar. Þá segir aö umræddum föng- um sé oftast gefiö aö sök aö skrifa og dreifa efni sem sé óhróður um stjórnina, þar á meöal er prentun rita erlendis, neöanjarðarblöö og hljóöupp- tökur á tónlist „neöanjaröar- poppara”. öörum er gefiö aö sök aö skrifa bréf til stjórnar- innar sem fela 1 sér gagnrýni. Starfshópurinn segir aö stjórn- völd veigri sér við aö ofsækja þá sem eru vel þekktir innanlands og erlendis en þungi ofsóknanna færist yfir á róttæka æsku og aöra sem ekki eru nafnkunnug- ir. Verkfalls menn hverfa aftur tíl vinnu í íran Teheran/Reuter — íranskeisari kom i gær til baka úr sólahrings orlofsferð til veiðikofa síns nálægt borginni Jageroud og var þetta i fyrsta skipti um lengri tima sem keisarinn brá sér úr höfuðborginni, Teheran. Ferðaöist keisarinn i þyrlu, enda ekki mjög langt aö fara, en sögumar ganga enn og magnast fremur en hitt um aö keisarinn muni fljótlega bregöa sér úr landi I vetrarorlof til aö auö- velda Shapur Baktiar, nýjum forsætisráöherra Irans aö ná tökum á landsmálum og draga úr deilum og óeiröum I landinu. Vestrænir stjórnarerindrekar i Iran sögöu I gær aö ástandiö i landinu væri meö besta móti miöaö viö óeiröirnar sem nú hafa staöiö I lengri tima, og kváöust þeir bjartsýnir á aö stjórn Baktiar takist aö lægja öldurnar í landinu ef keisarinn fengist til aö bregöa sér úr landi miklar likur taldar á að keisarinn hverfi úr landi um stundarsakir og þá liklega til Evrópu um stundarsakir. Þeir segja ennfremur aö m jög liklegt sé aö keisarinn fari úr landi og þá lik- lega til Evrópu. Búist er viö aö stærsta frétta- blaö írans komi aö nýju út I dag, en það hefur ekki komiö út I tvo mánuöi til aö mótmæla ritskoö- un sem þann tlma hefur staöiö. Baktiar hefur aftur lýst yfir aö engin ritskoöun veröi I landinu. Olluframleiöslan I landinu er aö taka viö sér á ný, enda þótt ekki hafi fengistaöflytja oliu út, og talsmenn Iranska flugfélags- ins sögöu I gær aö þeir reiknuðu meö aö geta hafiö áætlunarflug aö nýju á sunnudaginn en flug félagsins hefur legiö niöri aö undanförnu vegna verkfalla. En jafnvel þó vel horfi nú I bráö segja kunnugir aö andúöin gegn keisaranum hafi magnast svo undanfarna tvo mánuöi aö ekki þurfi nema aö agnarlltil púðurtunna springi til þess aö allt fari í bál og brand aö nýju meöan keisarinn situr enn aö völdum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.