Tíminn - 06.01.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.01.1979, Blaðsíða 9
Laugardagur 6. janúar 1979 9 OOOOOOOOi Dásamleg tilfinnin taka við bikarnum — sagði „íþróttamaður ársins 1978” Skúli Öskarsson „Þetta er fallegra en faliegasti kvenmaður” sagði Skúli um varðlaunagripinn — Þetta er faliegra en fallegasta kona, sagði nýkjör- inn íþróttamaður ársins 1978, Skúli óskarsson, þegar hann tók við hinum glæsilega farandgrip úr hendi Bjarna Felixsonar formanns .Samtaka íþróttafréttamanna. Skúli var kosinn með miklum yfirburðum — hlaut 67 stig af 70 mögulegum og 18 stigum f leiri en næsti maður, sem var óskar Jakobsson. iþróttamaður ársins s.l. tvö ár, Hreinn Halldórsson, varð í þriðja sæti að þessu sinni. — Vissulega kom þessi útnefning manni talsvert á óvart, sagði Skúli, en maður hafði gert sér vonir um að verða á meðal þeirra efstu og það var dásamleg tilfinn- ing að taka við þessum glæsilega grip. — Ég er þess full- viss að þessi útnefning á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir lyftingar almennt. Viö kjöriö flutti Bjarni Felixson ræöu og sagöi m.a. um Skúla: — Iþróttamaöur ársins 1978 er Skúli Óskarsson lyftingamaöur. Skúli er vel aö þessu sæmdarheiti kom- inn. Hann vann silfurverölaun á heimsmeistaramótinu I kraftlyft- ingum f Finnlandi i haust og hann vann einnig silfurverölaun á Evrópumeistaramótinu i Eng- landi i vor. Skúli er þritugur aö aldri, fæddur og uppalinn á Fáskrúösfiröi og hefur alltaf haldiö tryggö viö sinar æsku- stöövar og keppir jafnan undir merki Ungmenna- og iþróttafé- lags Austurlands, þótt hann hafi um langt skeiö haft búsetu I Reykjavik. — Skúli er sannur fþróttamaö- ur. Hann hefur lagt mikla rækt viö iþrótta sina og hann er skemmtilegur keppnismaöur sem unniö hefur hylli áhorfenda bæöi innanlands og utan. Hann er kappsfullur, ákafur og fylginn sér, en hann er samur og jafn i meöbyr sem mótbyr. Hann er drengur góöur. Bjarni Felixsson, formaöur Samtaka Iþróttafréttamanna afhendir Skúla Óskarssyni, fþróttamanni árs- ins 1978, hinn eftirsótta farandgrip (Timamynd Tryggvi) — Ég er ekki aöeins ánægöur fyrir mitt leyti, sagöi Skúli, held- ur einnig fyrir hönd UIA þvi ég hef alltaf keppt fyrir þá. — Þaö sem nú er framundan er fyrst og fremst Evrópumeistara- mótiö i mars og þar ætla ég mér aö setja heimsmet i hnébeygju. — Takist þaö ekki hef ég alltaf Noröurlandamótiö til aö stefna aö, sagöi þessi geöþekki og glaö- legi Iþróttamaöur aö lokum. Skúli á enn möguleika á frekari verölaunum, þvi eins og mönnum er kunnugt er árlega kosinn iþróttamaöur Noröurlanda og er iþróttamaöur ársins f hverju Noröurlandanna gjaldgengur I þessa kosningu, sem er á vegum sænska stórfyrirtækisins Volvo. Volvoumboðiö hér á landi, Veltir h/f, haföi allan veg og vanda af hófinu, sem haldiö var til heiöurs iþróttamönnunum og gaf fyrir- tækiö bæöi eignarbikara og bóka- verölaun. Auk þessa mun fyrir- tækiö borga allan kostnaö viö ferö Skúla Óskarssonar þegar fþrótta- maöur Noröurlanda veröur kjör- inn. Er forráöamönnum Veltis hér meö þakkaöur dyggilegur stuöningur. —SSv— Margt frægra kappa var saman komiö I hófinu f gær. Efri röö frá Hreinn Halldórsson, Guömundur Hermannsson, óskar Jakobsson og ardóttir, Skúli Óskarsson, Þórunn Alfreösdóttir og Jón Sigurösson vinstri: Guöni Kjartansson, Erlendur Vaidimarsson, Jón Þ. Ólafsson, Gústaf Agnarsson. Fremri röö f.v.: Hjalti Einarsson, Sigriður Sigurö- (Timamynd Tryggvi) Sterkir Pólverjar fóru létt meö FH í Firðinum Þaö er greinilegt á öllu aö pólska landsliöiö, sem mætir tslendingum f dag er mjög sterkt. 1 gærdag léku Pólverj- arnir æfingaleik viö FH suöur i Hafnarfiröi og unnu stórsigur — sigruöu FH meö 17 marka mun og réöu lögum og lofum allar. timann og höföu FH-ing- ar liliö I þá aö segja. Það er þvi greinilegt á öllu, aö landsliöisins bföur veröugt verkefni um helgina. Pólverj- arnir leika einnig meö okkur I riðli í Baltic-Cup f Danmörku þannig aö leikirnir um helgina eru kærkomin æfing. F(yrri leikurinq hefst í dag kl. I5r.30 i Höllinni og sá sföari á morgun kl. 20. Ekki er aö efa aö margir munu leggja leiö sina i Höllina til aö sjá þessa pólsku snillinga og þá ekki sist snillinginn Jerzy Klempel sem skorar úr öllum mögulegum færum og rúmlega þaö. Landsleikirnir viö Pólverja eru ákaflega mikilvægur þátt- ur i undirbúningi landsliösins fyrir B-keppnina á Spáni i febrúar og gæfi vissulega byr undir báöa vængi ef sigur næö- ist I öörum eða báöum leikjun- um. Ef marka má frammi- stööu landsliösins i vetur gefur hún ekki tilefni til mikillar bjartsýni, en hlutirnir eru á réttri leið og við getum staöið i hvaöa þjóö sem er á góöum degi. —SSv—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.