Tíminn - 06.01.1979, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.01.1979, Blaðsíða 19
Laugardagur 6. janúar 1979 19 flokksstarfið Miðstjórnarfundur S.U.F. verður haldinn dagana 12. og 13. janúar og hefst kl. 16 föstudaginn 12.á Hótel Heklu. Miðstjórnarmenn eru vinsamlega beðnir að tilkynna þátttöku hið fyrsta. O Nýja þotan inni, en nýjar komu um borö á Keflavikurflugvelli. Viö vékum okkur að einni, sem við héldum aö væri að koma um borð, en hún var þá á leið út: „Ætli maður sé ekki búinn aö fljúga nóg i bili”, sagði hún, en tókst þó vel að halda hinu rómaða brosi flugfreyjanna. Var á henni aö heyra aö flugfreyj- urnar hefðu haft fullnóg að gera á leiðinni og að ef til vill þyrftu þær að vera fleiri. Þrjár stöllur, sem voru nýkomnar um borö, virtust lika haldnar dálitlum glimu- skjálfta, sem von er, enda sjálf prófraunin framundan. Þær hafa lokið námskeiði flugfreyja á þessa þotu i Luxemborg og nú hefst alvaran. „Auðvitaö litur þetta allt prýðilega út, en viö get- um ekkert sagt enn þá,” sagði Þóra Kjartansdóttir, flugfreyja, og hinar voru henni sammála um að lofa dag að kvöldi. 20 klukkustundur á Sky- master DC-4 til New York „Nú, auövitað list manni vel á þetta”, sagöi Kristinn Olsen, sem var meöal þeirra, sem komnir voru að fagna þessum nýja far- kosti. „Mér finnst verst aö hafa ekki nógan tima til að skoöa þetta, timinn er svo naumur”, hélt hann áfram, en þotan átti aö leggja af stað til Luxemborgar kl. 8.30, eftir aðeins þriggja stundarfjórðunga viödvöl. „Mér verður hugsaö til þeirrar ferðar, sem tók okkur lengstan tima að fljúga til New York hér á árunum ætli það hafi ekki veriö 1948. Viö millilentum að visu I Goose Bay á Nýfundnalandi, til þess að taka bensin, en alls tók feröin þá 20 klukkustundir. Þá flugum við gamla Skymaster DC-4. Já, farartækin hafa breytst,” sagir Kristinn. Nú er tilkynnt að gestir skuli stiga frá boröi og við þvi er ekkert að segja, þótt sjálfsagt hafi fleir- um en blaöamanninum orðið hugsað á leið niður stigann I kuld- anum, að gaman heföi veriö að geta orðiðum kyrrt og flogið meö. Og hver skyldi svo sem ekki hafa þegið þaö? Jón Baldvins- son sýnir I Norræna húsinu SS — næstkomandi laugardag kl. 16 opnar Jón Baldvinsson mál- verkasýningu I Norræna húsinu. Sýnirhann47 landslagsmyndir og „fantasfur”, allar málaðar i oliu á siöustu 2 árum. Aðgangur aö sýningunni er ókeypis, en hún stendur yfir til 21. janúar og er opin daglega kl. 12-22. Jón Baldvinsson er 51 árs Reykvikingur. Hann hefur áður haldið 6 einkasýningar og tekið þátt i samsýningum 1 Danmörku. Staður hinna vandlátu Lúdó og Stefán Gömlu og nýju dansarnir Stansiaus músik i neöri ui FJOLBREYTTUR MATSEÐILL Borðpantanir i sima 23333 Opið til kl. 2 Spariklæðnaður eingöngu leyfður. Gæöaprófanir á miðstöðvarofnum Iðntæknistofnun Islands hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatil- kynnirigu: Af gefnu tilefni þykir rétt aö upplýsa eftirfarandi. I júní s.l. var gefinn út staðall „Ofnar fyrir miðstöðvar- og hita- veitukerfi, Stálofnar IST 69.1”. 1 staölinum segir m.a.: „Gerðar eru lágmarkskröfur um efni, efnisþykktir, þrýstiþol og suöugæöi. Um hæfni suöu- manna visast til hæfnisvottorða, IBntæknistofnunar tslands (áður Rannsóknastofnunar iðnaðarins). Staðall þessi nær einnig til próf- ana á varmagjöf stálofna”. Alkunna er að staölar eru ekki lög, néhafa þeir lagagildi. Aftur á móti er algengt að byggingaryfir- völd tileinki sér ákveöna staðla, MESSUR Guðsþjónustur i Reykjavikur- prófastsdæmi sunnudaginn 7. janúar 1979. Arbæjarprestakall: Barna- og fjölskyldusamkoma i safnaðarheimili Arbæjar- sóknar kl. 11 árd. Séra Guð- mundur Þorsteinsson. Asprestakall: Messa kl. 2 aö Noröurbrún 1. Eftir messu fundur i safnaöar- félagi Asprestakalls. Kaffi og félagsvist. Séra Grimur Grímsson. Breiöho Itsprest aka 11: Barnaguösþjónusta kl. 11 árd. 1 Breiðholtsskóla. Miðviku- dagur 10. janúar, kvöldsam- koma að Seljabraut 54 kl. 20:30.Séra LárusHalldórsson. Bústaðakirkja: Barnasamkoma kl. 11:00. Guösþjónusta kl. 2:00. Organ- leikari Guöni Þ. Guömunds- son. Séraölafur Skúlason Digranesprestakali: Barnasamkoma i safnaðar- heimilinuviö Bjarnhólastigkl. 11. Guðsþjónusta i Kópavogs- kikju kl. 2. Foreldrar ferm- ingarbarna sérstaklega vænst. Séra Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Kl. 11, barnaguðsþjónusta. Skólakór Garöabæjar syngur undir stjórn Guðfinnu Dóru Ölafsdóttur.J Organleikari Marteinn H. Friöriksson. Séra Þórir Stephensen. Messan kl. 2 fellur niður. Feila- og Hólaprestakall: Grensáskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. (Athugið breyttan messutlma, útvarp). Organleikari Jón G. Þórarins- son. Almenn samkoma veröur n.k. f imm tudagskvöld kl. 20:30.. Séra Halldór S. Gröndal. Hallgrimskirkja: Guösþjónusta kl. 11. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Guðsþjónustakl. 14. Séra GIsli MPAUTfitRB RIKISISS M.s. Esja fer frá Reykjavik föstudag- inn 12. þ.m. vestur um land til Akureyrar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Patreksfjörð, (Tálknafjörð og Bfldudal um Patreks- fjörð) Þingeyri, tsafjörð, (Flateyri, Súgandafjörö og Boiungarvik um tsafjörð) Siglufjörð, Akureyri, og Noröurfjörö. Móttaka alla virka daga nema laugardaga til 11. þ.m. einkum staðla er ná til öryggis og gæða mannvirkja eða hluta þeirraog öðlast þeir þá lagagildi. Llklegt má telja að sú verði raunin á einnig hér. Eftirtaldir framleiöendur mið- stöðvarofna hafa sent stofnuninni staðfestar prófanir á varma- afköstum ofna þeirra er fyrirtæk- in selja: Ofnasmiöjan hf, Reykja- vlk, Vélsmiöjan Oddi hf, Akureyri, Runtal-ofnar hf, Reykjavík, Ofnasmiðja Suöur- nesja hf og Ofnasmiðja Norður- lands hf. Tvö fyrst nefndu fyrir- tækin hafa fengiö staöfestar ofiia- tölur. Hin fyrirtækin hafa öll sent inn fullnægjandi prófunargögn fyrir flestar þær ofnategundir er þeir framleiða, en nokkuð skortir þó á hjá sumum þeirra, en mis- mikið þó. Rætt hefur veriö um að IBn- tæknistofnun íslands taki að sér eftirlit með framleiöslugæðum þessarafyrirtadcjaoger sennilegt að samkomulag náist þar um. Fyrirtækiö Skorri hf I Reykja- vik hefur i auglýsingum undan- fariö staðhæft aö þeirra ofnar uppfýlli kröfur islenskra staðla. FS'rirtækinu hefur verið bent á aö okkur sé ókunnugt um að svo sé og þeir þá væntanlega þeir einu er það vita. Jónasson, skólaprestur mess- ar. Þriöjudagur, lesmessa kl. 10:30. Beðið fyrir sjúkum. Séra Karl Sigurbjörnsson. Muniö kirkjuskóla barnanna á laugardögum kl. 2. Landspitalinn: Messa kl. 10. Séra Karl Sigurbjörnsson. Háteigskirkja: Barnaguösþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2.Séra Tóm- as sveinsson Kársnesprestakall: Barnasamkoma i Kársnes- skóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta i Kópavogskirkju kl. 11 árd. Séra Arni Pálsson. Langhoitsprestakall: Barnasamkoma kl. 10:30 árd. Séra Arelius Nielsson. Laugarneskirkja: Barnaguösþjónusta kl. 11. Messa kl. 2, altarisganga. Þriðjudagur 9. janúar, bæna- stund kl. 18. Sóknarprestur. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 10:30. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Guömundur Oskar Olafsson. Scltjarnarnessókn: Barnasamkoma I félagsheim- ilinu kl. 11 árd. Séra Frank M. Halldórsson. Frikirkjan i Reykjavlk: Barnasamkoma kl. 10:30. Messa kl. 2. Organleikari Sigurður Isólfsson. Prestur séra Kristján Róbertsson. PRESTAR halda hádegisfund I Norræna Húsinu mánudag- inn 8. janúar. Jólahappdrætti SUF Vinningar fyrir dag- ana 1-24 desember eru: 1. des. 1957. 2. des. 03098 3. des. 00312 4. des. 00173 5. des. 03869 6. des, 4292 7. des. 01312 8. des. 4557 9. des. 00713 10. des. 01854 1. aukavinningur nr. 04623. 11. des. 1331 12. des. 00005 13. des. 4744 14. des. 3916 15. des. 2251 16. des. 1300 17. des. 4004 2. aukavinningur nr. 3633. 18. des. 4369 19. des. 3417 20. des. 01798 21. des. 350 22. des. 2483 23. des. 4673 24. des. 3546 3. aukavinningur nr. 4812 Vinningar eru afhentir á skrifstofu SUF Rauðarár- stig 18. Simi 24480. Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför eiginmanns mins og fööur okkar ólafs G. ólafssonar Bjarkargötu 7 Patreksfiröi Ólafia Þorgrlmsdóttir, Kjartan ólafsson, Hrafnhiidur ólafsdóttir, Bolli Ólafsson, Jóhann ólafsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og systur Herbjargar Andrésdóttur Kaplaskjólsveg 65. Agúst Haraldsson, Stella Ingvarsdóttir, Guðrún Haraldsdóttir, Einar Guðmundsson, Guðlaug Haraidsdóttir, Garöar Guðjónsson, Elsa Haraldsdóttir, Eggert Konráðsson, Þóra Haraldsdóttir, Sigurbjörn Haraldsson, Siguröur Haraldsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Asa Haraldsdóttir, Jóhann Björnsson, Lára Haraldsdóttir, Fylkir Agústsson, Sigurdls Haraldsdóttir, Magnús Harðarson, barnabörn, Vaigerður Andrésdóttir, Jenslna Andrésdóttir, Fanney Andrésdóttir, Asgeröur Andrésdóttir, Sigriður Andrésdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.