Tíminn - 19.01.1979, Side 3

Tíminn - 19.01.1979, Side 3
Föstudagur 19. janúar 1979 3 Heildarmat allra fasteigna í landinu nemur 1.266,5 milljörðum mat einbýlis- og raðhúsa í Reykjavík hefur hækkað um allt að 90% milli ára SS —Undanfarna daga hafa til- kynningarse&lar um nýtt fast- eignamat, er tók gildi 1. des. s.l., verið sendir fasteigna- eigendum með skattaskýrslum. Seðlarnir eru að þvi leyti frá- brugðnir seðlum siðasta árs að bætt hefur verið sérstökum athugasemdareit aftan á seðil- inn og stærð eignar tilgreind i fermetrum. Fasteignamat rikisins sendir út nokkru fleiri tilkynningarseðla en eigendur fasteigna eru, eða rúmlega 90 þúsund seðla til 65 þúsund eigenda. Niðurstöðutölur fast- eignaskrlr fyrir allt landið eru 1.266.5 milljarðar kr. á móti 846.4 milljörðum 1977. Hefur heildarmat allra fasteigna i landinu þvi hækkað um 49,6% milli ára. Einstakar fasteignir hækka til jafnaðar um 42% en sökum þess að óvenumargar fasteignir voru teknar i fyrsta sinn til mats á siðasta ári er heildarhækkunin nokkuð meiri. Matsverö nýrra fasteigna er 64,6 milljarðar en byggingarkostnaöur þeirra er um 75 milljarðar. I fréttatilkynningu frá Fast- eignamati rikisins sem lögð var fram á blaðamannafundi i gær segir, að þvi sé ekki að leyna aö eigendaskráning Fasteigna- matsins er ekki enn komin i það horf semæskilegt er taliö. Af þeim sökum séu nokkur van- höld á þvi að tekist hafi aö koma seðlum i réttar hendur. bá segir I tilkynningunni aö eigendur þeirra fasteigna utan Reykjavikur sem hafa veriö endurmetnar á siðasta ári geti búist við verulegri hækkun á mati eigna sinna. Fasteingamat þeirra geti allt að tvöfaldast m.a. vegna ósamræmis i mats- aðferðum millimatsmanna ár- anna 1971-1976 og þeirra sam- ræmdu aðferða sem Fasteigna- matið notar i dag. „Vissulega væri æskilegt aö Fasteignamatið hefði afl til að fara hraðar yfir við endurmat þessara eigna, en mannafli og tækjabúnaður leyfir það ekki eins og sakir standa. Hér verður þvi um sinn um óæskilegt mis- ræmi að ræða milli einstakra fasteigna.” Mat einbýlishúsa og raöhúsa i Reykjavik hækkar nokkuö um- fram meðalhækkun. 50-90% hækkun á mati þessara eigna er algeng en sambýlishús meö fáum Tbúðum hækka um 45-50%. Guttormur Sigurbjörnsson forstöðumaður Fasteignamats- Guttormur Sigurbjörnsson forstöðumaður Fasteignamats rfkisins og Stefán Ingólfsson deildartæknifræöingur á blaöamannafundinum I gær. Timamynd — Róbert. ins og Stefán Ingólfsson deildar- tæknifræðingur sögðu að sam- kvæmt lögum frá 1976 bæri að endurmeta fasteignir á 8-10 ára fresti, þannig að um 10% fast- eigna landsmanna væru skoðað- ar á ári hverju. Aöur en lögin 1976 tóku gildi, var matsverö fasteigna einungis 5-6 hluti af gangverði þeirra. Þeir Guttormur og Stefán sögðu að lóöarmatið þyrfti endurskoðunar við, þvi lóðar- mat 1970 heföi að mestu verið framreiknaö. Slik heildar- endurskoðun lóöarmats væri erfiöleikum háö þar sem ekki væri neinn beinn lóðamarkaöur i Reykjavik, 1970 hefðu 5-6 menn unnið viö matiö í u.þ.b. hálft ár, enþaö væru ekkinema 2-3 menn hjá Fasteignamatinu, sem gætu unniðþað verk. Slfk endurskoö- un myndi liklega leiöa til lækk- unar lóöarmats i miöbænum en hækka t.d. viö Suðurlandsbraut, Grensásveg, Armúla og kring- um Hlemm, þar sem viöskipta- áhrifin hefðu aukist til muna á þessu árabili. Til að gefa nokkra hugmynd um fasteignamat einstakra tegunda fasteigna má nefna eftirfarandi dæmi úr Reykjavik. Matstölureru húsa-og lóðamat: Einlyft 200 fm einbýlishús i góðu ástandi i Fossvogi er metið á 31.7 milljónir. Fimm herbergja 110 fm. ibúð i 15 ára blokk i Háaleiti er metin á 14.1 milljón. Þriggja herbergja 85 fm. ibúö i nýlegri blokk i Breiðholti er metin á 11.7 milljónir. Tveggja herbergja 55 fm. ó- samþykkt kjallaraibúð i sænsku timburhúsi frá striðslokum i Vogunum I sæmilegu ástandi er metin á 7,4 milljónir. Gamalt bárujárnsklætt 87 fm. timburhús á hlöönum kjallara viö Grettisgötu i þokkalegu ástandi er metið á 8,4 milljónir Mat húsa i nágrenni Reykja- vikur er mjög hliöstætt mati húsa i Reykjavik. Lóðamat er þó talsvert hærra i Reykjavik. Sem dæmi um mat fasteigna i byggingu má nefna 200 fm. ein- býlishús einlyft I Fossvogi sem er fokhelt er metið á 19 milljónir og sama hús tilbúiö undir tré- verk 26 milljónir. Þriggja herbergja 85 fm. ibúö I blokk i Breiöholti er metin á 4.5 milljónir fokheld og 9.2 milljónir tilbúin undir tréverk. Frá blaðamannafundi með Félagi Loftleiðaflugmanna slá málum á frest í von um „FIA menn hyggjast að hreppa fleiri stöður” AM — i gær boðaði Félag Loftleiðaflug- manna til blaðamanna- fundar að Hótel Loftleið- um i þeim tilgangi að kynna málstað félagsins i yfirstandandi deilu flugmanna og Flugleiða og enn til þess að leið- rétta sitthvað, sem þeim hefur þótt mistúlkað i fjölmiðlum. A fundinum kom fram að þeir Loftleiðamenn telja sig siður en svo hafa staðiö i vegi fyrir að samkomulag næðist um starfs- aldurslista og ráðningar innan Flugleiöa, en sem kunnugt er hef- ur verið mikið um það rætt, er komið var I veg fyrir að FIA menn fengju tvo menn setta I áhöfn DC-10 þotunnar. Minntu þeir á að viö sameiningu félag- anna heföu þeir mátt þola aö 11 mönnum af flugmönnum Loft- leiða var sagt upp starfi. Þeirra maður heföi og skömmu seinna reynt að sækja um stöðu, sem auglýst var hjá Flugfélagi Islands, en verið hafnað og skömmu siðar var gefinn út listi um skilyröi fyrir ráöningu h já FI, sem greinilega var gerður til þess að útiloka ráðningu þessa eina manns — var sagt að umsækjend- ur skyldu vera á aldrinum 21-30 ára, en umsækjandinn var 31 árs. 6 flugmenn FIA störfuðu hins vegar á vélum Loftleiða, þar á meöal varaformaður FIA, flestir eða allir yfir þritugu. Skjótlega eftir sameiningu flugfélaganna hefðu veriö teknar upp viöræður um starfsaldurs- lista, en þeim viöræðum slitiö skjótt á grundvelli þess, að FI menn vildu láta gilda strax starfsaldur allra flugmanna hjá Flugleiðum, án tillits til fyrri stöðu manna og reynslu á flugvél- um og flugleiðum, en meðal- starfsaldur FI manna er miklu hærri en hjá Loftleiöaflugmönn- um. Hefði slikt þýtt að flestir þeirra hefðu hrapað mikið niður I stöðum og launum, sem þeir hefðu að sjálfsögöu sist getað fellt sig við. Gerö kjarasamninga Loftleiða- flugmanna 1978 tók langan tima og voru haldnir 27 fundir, þar sem mestum tima var varið til þess aö ræða starfsaldursvandamálið. Samningar tókust 20. júni 1978 og þann 13. júli skipaði FLF sina starfsaldursnefnd. Var fundur meö stjórnum FIA og FLF og stjórn Flugleiöa þann 14. júli um það hvernig ræða skyldi starfs- aldursmálin og neituöu FIA menn þá að eiga neinar viöræður um þau. Sú afstaða heföi breytst, þegar Flugleiöir gerðust hluthafi i Arnarflugi, þvf þar þóttust FIA menn eygja von um stöðu. Skipaöi FIA þá sina starfsaldurs- nefnd og var fyrsti fundur i nóvember. Hinn 13. desember náöist svo samkomulag um tillögu um starfsaöferðir nefnda FIA og FLF við sameiningu starfsaldurslistanna og notkun nýs starfsaldurslista geröan eftir ameriskum fyrirmyndum sem þótt hafa gefist vel. 1 tengslum viö þetta gáfú svo Flugleiðir út sérstaka stefnuyfirlýsingu, sem FLF samþykkti óbeytta. Við- brögö FIA, á fundi þess þann 3. janúar, voru hins vegar þau, að félagið hafnaði öllum frekari viðræðum og leysti upp nefnd sina. Heföu þeirra menn þó staðið að tillögunum og orð FIA manna um, að hér hefði komiö inn I mál þeirra tveggja flugmanna sem fara áttu á DC-10 þotuna, hefði hér engu ráöið, þar sem frá þvi vargengiðnokkru áöur. Um þetta leyti heföu kjarasamningar FLF framlengst af sjálfu sér, þar sem þeim var aldrei sagt upp og hlytu þeir þvi að láta sinn starfsaldurs- lista, sem þar er kveöiö á um, gilda óbreyttan. Klofningurinn 1976 Þá komu Loftleiðaflugmenn aö orsökum þess að þeir gengu úr FIA. Kváðust þeir hafa viljaö koma á deildaskiptingu innan félagsins árið 1974, þannig að þeir gætu starfað I friöi aö málum, sem snertu þeirra hagsmuni sér- staklega, en unnið með félaginu að sameiginlegum hags- munamálum. Ekki hefði þetta verið samþykkt og áriö 1975 verið reynt að ganga frekar á hlut Loft- leiðaflugmanna meö þvi aö aðrir stjónarmenn, sem með FI mönn- um, flugmönnum landhelgis- gæslu og fleirum höfðu meirihluta, reyndu að skipa Loft- leiöamönnum fulltrúa, án sam- ráös við þá. Vildu þeir ekki una þessu og gengu af fundi. 1 umræö- um sem á eftir fóru um deilda- skiptingu innan FIA, kom fram aðstjórn félagsins vildi geta grip- iö inn i mál deildarinnar að vild og fyllti það mælinn. Var FLF stofnað þann 29. 4.1976. Gengu þá öll samskipti flugmanna viöstjón Loftleiða betur en nokkru sinni fyrr og þessi tilhögun hefði reynst mjög vel. Launamunur Mikiö hefur veriö deilt um hvort grundvöllur sé fyrir þeirri algjörulaunajöfnunarstefnu, sem FIA menn halda fram, en þeir fljúga á flugvélum i innanlands- flugi og á minni þotum en FLF menn. Halda þeir fram reglunni um „sömu laun fyrir sömu vinnu,” en FLF menn bentu á það á fundinum I gær að mikill munur væri á ábyrgö sem þvi fylgdi aö fljúga meö 360 manns eða kannske 40. Kvaöst Baldur Odds- son, stjórnarmaður félagsins, sem sjálfur er flugstjóri á DC-8 þotu og á ekki I augsýn að fljúga DC-10 þotu, ekki i vafa um aö DC-10 flugstjórar ættu að hljóta hærri laun. 1 framkvæmd væri þessu og svo háttaö hjá FIA mönnum, sem ekki hafa hrint fram jafnlaunastefnu sinni milli Boeing 727 manna og F-27. Oröum FIA manna um aö Loftleiðaflug- menn hefðu staöiö aö jafnlauna- hugmyndinni, þegar þeir sjálfir voru i félaginu, vildu þeir svara svo að þá hefði munurinn veriö óheyrilega mikill, en nú væri orö- in sú leiðrétting á málunum sem eðlileg mætti teljast. Til dæmis hefðu menn á Boeing 727 haft 74.25% af launum flugmanna á DC-8 árið 1973, en veriö komnir i 93% 1978, sem væri mikil leiðrétt- ing. Sums staðar mætti launa- munur þá vera meiri en náðst hefurfram i samningum, án þess að neinar launalækkanir kæmu til og heföu FIA menn enda veriö sammála um þegar DC-8 þoturn- ar komu að greiöa meira fyrir störfá þeimenF-27ogBoeing 727. I sem stystu máli ætti afkasta- geta flugvélarinnar að ráöa laun- um flugmanna, enda auðséö hvað yrði um innanlandsflugiö, ætti aö greiða þeim mönnum jafn mikið og á stærstu þotum, sem fiytja hundruð farþega. Hvað vakir fyrir FÍA mönnum? FLF menn kváöu FIA menn haga sér sem óþæga krakka i þessum málum, óheilindi þeirra væru augljós i vinnunni að starfs- aldurslistanum og mundi hér miklu ráða óánægja forystu- manna, sem hugöust komast að á DC-10 þotunni og væri nú skamm- ast út i stjórn Flugleiða, sem gert heföi hvað hún gat til þess að koma þvi máli þeirra fram, þótt án árangurs yröi. Nú væri þeim efst i huga aö slá málum á frest, ekki sist þar sem þeir eygðu von um stöðurhjá Arnarflugi og ef til vill stöður á Boeing 727-200 þotu, sem koma kann á næsta sumri. Þeir minntust á plagg frá Starfsmannafél. Loftleiða sem Timinn birti sl. laugardag, þar sem bæöi var mótmælt að nafn Loftleiða væri lagt niöur og vitt valdastaöa Arnar O. Johnsen og kváöust fyrir sittleyti ekkert hafa viö efni hennar aö athuga, þótt ekki væriplaggið frá þeimkomið. Loftleiðir haldi fyrri flugleiðum 1 umræðum um þessi mál hefur komið fram að þar sem FLF menn sitja nú einir aö ferðum til Bandarikjanna, hafa FIA menn krafist aö flugleiðum veröi skipt upp og þeir hafi allt flug til Evrópu annað en til Luxemborg- ar, svo og allt innanlandsflug og leiguflug. Þessu mótmæltu FLF menn harðleg á fundinum og sögðu að eftil kæmi að flugleiöum yrði skipt upp skyldu þeir halda þeim flugleiðum sem þeir höfðu fyrir sameiningu félaganna, svo sem til Noröurlandanna og Bretlands, auk verulegs leigu- flugs. Minntu þeir á að FIA menn heföu i vetur flogið nokkuö bæði til Chicago og New York, og til Chicago i hitteðfyrra, án aögerða FLF, þótt þessu hefi verið mót- mælt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.