Tíminn - 19.01.1979, Síða 5

Tíminn - 19.01.1979, Síða 5
Föstudagur 19. janúar 1979 5 Stalín á Akureyri? Leikfélag Akureyrar frumsýnir f kvöld leikrit Vésteins Lúövfkssonar „Stalín er ekki hér”. Leikritiö var frumflutt í Þjóöleikhúsinu í fyrra og vakti talsveröa athygli. Sigmundur örn Arngrfmsson setti leikinn á sviö syöra og er hann einnig leikstjóri uppfærslunnar á Akureyri. Hallmundur Kristinsson geröi leikmynd og Freygeröur Magnúsdóttir búninga. Næstu sýningar veröa á laugardag og sunnudag. Eru nú tvö leikrit á f jölunum hjá LA, en Skugga-Sveinn er enn i fullu fjöri og er aö- sókn góö. A myndinni eru Aöalsteinn Bergdal, sem leikur Stjána og Viöar Eggertsson sem fer meö hlutverk Kalla f „Stalfn er ekki hér”. Olivia Newton-John og John Travolta. Myndatextar með greininni um Grease Höfundar blaöagreina veröa stundum aö sæta þvi aö skrif þeirra taki nokkrum breyting- um frá því aö handrit er lagt inn á ritstjórnarskrifstofur og þar til ritsmlöin birtist á siöum dag- blaös. Oftast eru þessar breyt- ingar þess eölis aö hægt er aö láta þær liggja á milli hluta. 1 gær birtist hér í blaöinu grein um kvikmyndina Grease, sem m.a. fjallaöi um fjármála- lega sjónarspil sem leikiö er i kringum þá mynd og aörar af sama tagi. Þeir myndatextar sem fylgdu frá hendi höfundar undirstrikuöu þetta inntak greinarinnar. Þegar hún hins vegar birtist voru komnir aörir textar sem skrifaöir voru i anda hinnar hvimleiöu stjörnudýrk- unar sem alltof oft einkennir skrif um kvikmyndir og undir- rituöum finnast afskaplega leiöigjörn. Réttir eru textarnir þannig: 1. Myndin af Tom Parker: Tom Parker aö plokka sföasta centiö af bandariskum ungmennum meö þvf aö selja þeim myndir af Elvis Presley. Myndin er tekin 1957. 2. Bjánalegi textfesn „Er ekki Travolta æöislegur” sem fylgdi myndinni af John Travolta átti aövera: Er hann kominn I sama fariö og Elvis Presley? John Travolta f trylltum dansi i Grease. Textinn meö myndinni af Elvis Presley átti aö vera: Lék f 33 kvikmyndum: 4 sæmilegum og 291élegum. Elvis Presley I Love Me Tender .Þetta leiöréttist hér meö. G.K. Skattframtöl: Tölustafur féll niður Frádráttur vegna lífsábyrgöar hundrað og ellefu þúsund og fjögur hundruð I leiöbeiningum um skattfram- töl, sem birtust hér i blaöinu hinn 11. janúar sl., varö meinleg prentvilla. Undir töluliönum V. um frá- dráttarheimildir sagöi f 4. liö (iö- gjald af lifsábyrgö) aö hámarks- frádráttur væri heimilaöur 11.400. Þetta er rangt. Þarna hefur tölustafur falliö niöur, þvi há- marksfrádráttur er 111.400. Lesendur eru beönir vel- viröingar á þessu. „Fámennur öfgahópur, sem dylst undir nafn- inu Starfs- mannafélag Loftleiða” - segir f samþykkt Starfsmannafélags Flugfélags íslands Blaðinu hefur borist samþykkt aðalfundar Starfsmannafélags Flugfélags íslands, en fundurinn var haldinn sl. miðvikudagskvöld. Aöalfundur Starfsmannafélags Flugfélags Islands hf. haldinn 17. janúar 1979 harmar mjög þá óeiningu, sem viröist vera inn- an æöstu stjórnar Flugleiöa hf. og litiö hefur dagsins ljós á siöustu vikum og mánuöum. Einnig lýsir fundurinn and- styggö sinni á þeim ódrengilegu og ómaklegu ásökunum, sem beint hefur veriö aö aöalforstjóra Flugleiöa hf., af fámennum öfga- hópum, sem dyljast undir na&ii Starfsmannafélags Loftleiöa hf. Þrátt fyrir nokkuö skiptar skoöanir um ágæti sameiningar Flugfélags tslands hf. og Loft- leiöa hf. á sinum tima, hafa félagsmenn Starfsmannafélags Flugfélags Islands hf. unniö af einurö og einlægni aö þvi marki aösameiningin yröi hagkvæm frá þjóöhagslegu sjónarmiöi til hags- bóta fyrir hluthafa og allt starfs- fólk. Fundurinn væntir þess aö stjórn félagsins geri mögulegt, aö áfram sé starfaö i sama anda. Þaö er skoöun fundarins aö sú óeining sem hér hefur verið rætt um aö framan, stafi aö nokkru af þvi.hvernig eignaraöild aö félag- inu er háttaö, þ.e. aö þrátt fyrir þaö, aö telja megi hluthafa félagsins i nokkrum hundruöum, ráöi nokkrir stórir hluthafar félaginu aö fullu og öllu. Fundurinn skorar þvl á stjórn fyrirtækisins aö tryggja þaö aö Flugleiöir hf. ræki þaö hlutverk. stt, að halda á lofti meö reisn samgöngu- og feröamálum Islendinga svo sem þaö hefur buröi til, jafnframt aö tryggja starfsfólki örugga atvinnu og næstu kynslóöum atvinnutæki- færi” Auglýsið í Tímanum 0 Bankarnir segja stopp hækkunarprósentum á launum vegna umræöna um vlsitölu o.fl. Viö sóttum um 20. og 31. október og óskuöum eftir aö hækkunin gengi I gildi 1. desember. Þaö dróst fram undir árslok aö fá svar, sem þá var neikvætt. Akureyringar sóttu um hækkun 4. október sem gekk I gildi 15. nóvember, þannig aö þessi viö miöun endurskoöunar gjald- skránna viö 1. nóvember er ekki ófrávíkjanleg regla.” Um lækkun hitunarkostnaöar vegna tilkomu Hitaveitu Suöur- nesja sagöi Jóhann: „Við vorum á áramótunum slöustu rétt um 40% af ollu- veröinu. A sama tima er hitunarkostnaöur á Akureyri rétt um 70% af oliuveröinu. Minútulitrinn hjá okkur er á 3.250 kr. en á Akureyri 5.600 kr. Heimtaugagjaldskráin okkar er svipuö og Hitaveitu Reykjavlk- ur, sem er stórt og gamalgróiö fyrirtæki. viö erum allt frá 16% upp I 70% lægri en Akur- V^og eyringar hvaö heimtaugajöldin varöar miöaö við aö hækkunar- breiönin heföi veriö samþykkt Þó aö þaö sé enginn rök- stuöningur I sjálfu sér, þá sýnir þetta, aö þarna er oröinn geysi- legur munur. Við umbeönar gjaldskrárhækkanir myndum viö fara upp I tæp 70% af ollu- veröinu. Miöaö viö óbreytta gjaldskrá veröum viö meö um 411 millljóna rekstrarhalla á þessu ári.” Siðustu fréttir Rétt áður en blaðið fór i prentun fréttist að rikisstjórnin hefði heimilað 51% hækkun á heimtaugargjöldum til Hitaveitu Suðurnesja, sem gildi tekur frá 1. janúar s.l. Útboð Tilboð óskast i gröft og sprengingar fyrir stækkun Blikksmiðjunnar Vogs hf. Auð- brekku 65 Kópavogi. Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkfræðistofunni hf Fellsmúla 26, gegn 25 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opn- uð á sama stað þriðjudaginn 30. janúar kl. 14.00 Almenna verkfræðistofan h.f. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar og sendibifreiðar, ennfremur i nokkrar ógangfærar bifreiðar þ.á.m. sendibifreið og Pick-Up bifreið er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðju- daginn 23. janúar kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i bifreiðasal að Grensásvegi 9, kl. 5. SALA VARNARLIÐSEIGNA Félagsmálaráðuneytið, 16. janúar 1979. Evrópuráðsstyrkir Evrópuráðið veitir styrki til kynnis- dvalar erlendis á árinu 1980 fyrir fólk, sem starfar á ýmsum sviðum félags- mála. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást i félagsmálaráðuneytinu. Umsóknar- frestur er til 1. mars n.k. Eiginmaöur minn, Pétur Pétursson Blönduósi er andaöist laugardaginn 13. janúar s.l. veröur jarösung- inn frá Blönduóskirkju laugardaginn 20. janúar kl. 2 e.h. Fyrir mlna hönd og annarra vandamanna Bergþóra Kristjánsdóttir Móöir okkar og tengdamóöir Guðný Gfsladóttir frá Fróöholtshjáleigu veröur jarösungin frá Oddakirkju laugardaginn 20. janúar n.k. kl. 13.00.Sætaferö veröur frá B.S.I. kl. 10.00 f.h. sama dag. Börn og tengdabörn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.