Tíminn - 01.02.1979, Page 6

Tíminn - 01.02.1979, Page 6
6 Fimmtudagur 1. febrúar 1979 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar biaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 125.00. Áskriftargjald kr. 2.500.00 á mánuði. Blaöaprent * Erlent yfirlit Hvað segja Rússar um Bandaríkjaför Tengs? Þeir reyna aö ræða hana I léttum tón Stjórnarráð Islands 75 ára Stjórnarráð íslands á 75 ára afmæli i dag. Stofnun þess er tengd einum mesta stjórnmálalegum at- burði i sögu íslands. Allt of oft gera menn sér ekki fulla grein fyrir þvi, hversu mikill áfangi það var i sjálfstæðisbaráttu íslendinga, þegar stjórnin flutt- ist inn i landið og ráðherra embætti var sett á fót i Reykjavik-Næstum strax fylgdu i kjölfar þess marg- háttaðar umbætur á flestum sviðum þjóðlifsins. Um það vitnar lagasetningin á næstu árum á eftir. Ef til vill hefur það þó reynzt mikilverðast, að Islending- ar voru orðnir miklu betur undir það búnir en ella að mæta þeim vandamálum, sem fylgdu fyrri heimsstyrjöldinni, og þeir urðu að leysa af eigin ramleik, án þess að geta treyst á aðstoð Dana. Sú reynsla hafði leitt það i ljós, að íslendingar væru vel færir um að fara einir með stjórnina. Þetta jók ekki aðeins sjálfstraust þeirra sjálfra, heldur einnig álit Dana á getu íslendinga til að ráða málum sinum, án danskrar forsjár. Þess vegna var næsti áfangi, sem stiginn var með sambandslagasamningunum 1918, stórum auðveldari báðum aðilum en ella. Stjórnarráð íslands er i dag stærri og fjölmennari stofnun en það var fyrir 75 árum. Þar er um eðlilega þróun að ræða. En vel mætti minnast þess á þessum timamótum, að þrátt fyrir mikilvæga forustu þess, sem nær til allra sviða þjóðlifsins, hefur vöxtur þess orðið mun hægari, hvað starfsmannafjölda snertir, en flestra annarra opinberra stofnana. Að vissu leyti stafar þetta af þvi, að viða hefur myndazt heppileg valddreifing sem hefur stuðlað að þvi að valdið drægist ekki óeðlilega mikið i hendur stjórn- arráðsins. í þessu sambandi má t.d. minna á þátt Búnaðarfélags íslands og Fiskifélags íslands i stjórnkerfinu. Þetta nær einnig til landlæknisem- bættisins. Sennilega hefur það verið misráðið, þeg- ar fræðslumálastjóraembættið var lagt niður skyndilega og litt hugsað. Það er hollt fyrir þjóð- félagið og hollt fyrir stjórnarráðið, að ekki dragist þangað of mikið vald og of mikil verkefni, en það hafi þó aðstöðu til að sinna þvi aðhaldi og eftirliti, sem þvi ber að hafa. Þegar litið er til baka yfir þann mikla þátt, sem Stjórnarráð íslands hefur átt i þjóðarsögunni á undangengnum 75 árum,verður ekki annað sagt, en að hann sé þvi til sóma. Oft hefur það að visu eða einstök ráðuneyti eða einstakir embættismenn þess sætt gagnrýni, enda geta flest verk verið umdeilan- leg. En það hefur tryggt vissan stöðugleika og sam- hengi, þegar stjórnarskipti hafa verið tið, og em- bættismenn þess hafa yfirleitt verið hinum pólitisku stjórnendum velviljaðir og ráðhollir. Bak við veggi þess, hefur mikilvægt starf verið unnið, sem al- menningur er eðlilega ófróður um. Þess ber vissu- lega að minnast og það ber að þakka á þessum timamótum. Það er ekki úr vegi i þessu sambandi að drepa að- eins á húsnæðismál Stjórnarráðsins. Ef vel ætti að vera, ætti stofnun eins og Stjórnarráðið að vera að öllu leyti i eigin húsnæði. Jónas Jónsson stefndi að • þessu, þegar hann átti frumkvæði að byggingu Arnarhvols og tryggði land við Lækjargötu fyrir Stjórnarráðshús. Bjarni Benediktsson hafði mikinn áhuga á þvi máli, þó að ekkert yrði úr framkvæmd- um. Áður hefur á meiriháttar afmæli stjórnarráðs- ins verið gefið fyrirheit um byggingamál þess. Hvernig væri að hefjast handa i tilefni af afmæli þess nú? Þ-1*- | UM ÞESSAR mundir beinist athygli fjölmiöla um allan heim ekki aö ööru meira en heimsókn Tengs hins kinverska til Banda- rikjanna. Þó mun þessari heim- sókn hvergi veitt meiri athygli en i Moskvu, en valdhafar þar óttast, aö Bandarikjaför Tengs geti leitt tiLsamvinnu Kina og Bandarikjanna gegn Sovét- rikjunum, þrátt fyrir yfirlýsing- ar Carters forseta um hiö gagn- stæöa. Rússneskir fjölmiðlar hafa þó gripiö til þess ráös aö halda ekki uppi höröum ádeilum i sambandi viö feröalag Tengs, heldur reyna aö ræða um þaö I léttum tón. Nokkurt sýnishom um þetta er grein eftir einn af fréttaskýrendum APN, Vitaly Korionov sem Timanum hefur borizt i islenzkri þýöingu. Þykir rétt aö birta hér nokkra kafla úr henni. 1 upphafi greinarinnar segir, aö mikiö óöagot hafi rikt i Washington aö undanförnu. Ræöuritarar hafi keppzt viö aö semja hátiöleg ávörp og sögu- legum staöreyndum hafi veriö hagrætt til aö spilla ekki hátiö- legheitunum. Siöan er vikiö aö þvi, aö bandarisk borgarablöö hafi fram til skamms tima birt heldur ófagrar lýsingar frá Kina. Siðan segir: „En skyndilega breyttist allt eins og töfrasprota heföi veriö veifaö. Mondale, varaforseti Bandarlkjanna staöhæföi þaö I byrjun nýja ársins, aö nú væri að koma dögun nýrra og hag- stæöari tima en nokkru sinni fyrr I sögu kinversk-banda- riskra samskipta. Og Deng Xiaoping sendi Bandarikjafor- seta hjartanlegar kveöjur og sagöi, aö hin nýju samskipti Kina og Bandarikjanna væru „byggö á langtima pólitiskum og hernaöarlegum sjónar- miöum”. Meö tilliti til þessara sjónar- miöa, þá kærarikin tvö sig ekki um aö eyöa tima I „smámuni” eins og Taiwan, heldur veita hvort ööru hagstæöustu kjör sem gilda 1 millirfkja- viöskiptum. Frá þvf hefur nú veriö skýrt i Washington, aö mælikvaröi Carters og reglur varöandi mannréttindi giltu ekki fyrir Kina. Hvaö um milljónir fórnar- lamba gerræöis maóista? Hvaö um þær milljónir manna, sem kúgaöar voru á tfmum „menningarbyltingarinnar”? Slikir „smámunir” skipta engu máli nú i dag. Bandarisk blöö eru full af fyrirsögnum einsog „Kína hall- ar sér aö Bandarikjunum” og „Kina segir: Bandarikjamenn komiö aftur!” Hooverstofnunin, er fæst viö striös-, byltingar- og friöar- rannsóknir, hefur birt rann- sóknarskýrslu um vænlegan árangur af hagnýtingu banda- riskra visinda við ræktun kin- verskra soyjabauna. Vissir aöilar á sviöi viöskipta- lifsins eru einnig ákafir vegna Teng og frú koma til Washington vonarinnar um, aö i vændum séu mjög blómleg kin- versk-bandarisk verslunarviö- skipti. The Wall Street Journal telur, aö bandarisk fyrirtadci geti búist viö mjög miklum hagnaöi af slikum viöskiptum. United States Steel, Kaiser, Alcoa, Joy manufacturing og fleiri bandariskir hringar, sem keppa hver viö annan, hafa sent menn til Kina i von um aö slá keppinauta sína út I baráttunni um kinverska markaöinn”. KORIONOV heldur áfram að rekja þetta og segir: „Fikn bandarisku hringanna hefur aukizt viö þaö, aö Washington Post fullyrti ný- veriö aö liklegt væri aö Kína myndi f anda samvinnunnar viö Bandarikin samþykkja skatta- frumvarp.er tryggöi bandarísk- um olíufyrirtækjum sömuskatt- friöindi og þau njóta um heim allan á kostnaö bandariskra skattgreiöenda. 1 reynd eru bandarisk olfu- fyrirtæki nú farin aö berjast um aö fá bita af kinversku land- grunnssneiöinniþarsem sögö er oliuvon, þótt litil sé. Baráttan hefur harðnaö eftir heimsókn bandariska orkumálaráöherr- ans, James Schlessinger til Kina, en hann hét Kfnverjum aöstoð viö eflingu olfuiönaðar sins. Fjandskapuri garö Sovétrikj- annaer sá „aögöngumiöi” sem kfnverskir leiötogar hyggjast nota til þess aö tryggja sér aö- gang aö samúö og stuöningi hinna herskárri heimsvaldaafla i Bandaríkjunum. Peking- stjórnin bannfærir spennu- slökunarstefnuna, sem Sovét- rikin styðja eindregiö. Maóistar reyna með öllum ráöum aö sannfæra bandariska stjórn- málamenn um, aö upptaka ná- inna tengsla milli Bandarikj- anna og Kina sé i þágu póli- tiskra og hernaðarlegra hags- muna bæði Bandarikjanna og Kfna. Þær hreinskilnu yfirlýsingar, sem birtar voru i áheyrn hóps bandariskra öldungadeildar- þingmanna, sem nýlega eru komnir úr heimsókn frá Kina, segja sina sögu. Deng Ziaoping hvatti löggjafana til þess aö efla „hernaöarlega nærveru” Bandarikjanna i Asiu og á Kyrrahafi og að hjálpa til viö endurvopnun Japans. Hann full- vissaöi þá um, aö Kina „væri reiöubúið til þess að kaupa vopn, ef Bandarikin byöu, þau fram”. öldungadeildarþing- mennirnir voru snortnir af hinni „nýju raunhyggju” Kina gagn- vart Taiwanyer Deng lýsti þvi yfir, aö hann væri ánægöur meö þaö ef Taiwan fengi” svipaöa stööu og Hong Kong og Macao”. KORIONOV heldur þvi fram, að kinverskir leiötogar ræöi öðru visi i sinnhóp. Hann segir: „Aö sjálfsögöu segja maóist- ar allt annaö um Bandarikin i „sinn hóp”. T.d. sagöi Huang Húa, utanrikisráöherra Kina I ræöu er hann hélt yfir fulltrúum frá hernum og starfsliöi utan- rikisráöuneytisins: „Hvaö sem ööru liður, þá eru Bandariki.i risaveldi... Pappírstlgrisdýriö hefur jafnvel kjarnorkutennur. Þess vegna,þótt þaö geti ekki gleypt neinn lifandi, þá getur þaö valdið ugg”. Hvaö Bandarikjamenn varöar, þá kalla þeir einnig hlutina sinum réttu nöfnum, þegar þeir ræöa sin á milli um hinn nýfengna samstarfsaöila, en engu aö siður bæta þeir við: Þvi ekki aö nota Kína, ef þaö býöur svo ákaft fram þjónustu sína? Aætluninni má alltaf breyta á einn eöa annan veg, þegar allt kemur til alls”. Grein sinni lýkur Korionov meö þvi aö vitna til kinversks spakmælis sem segir, aö erfitt sé aö veiöa tvo ála, jafnvel meö tveim höndum. Þetta eigi vissir stjórnmálamenn, bæöi i Kina og Bandarikjunum eftir aö reyna. Teng Hsiao-ping Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.