Tíminn - 02.03.1979, Síða 6

Tíminn - 02.03.1979, Síða 6
6 Föstudagur 2. mars 1979 r Wmvsm Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sióumóla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kr. 3.000.00 - á mánuöi. Blaöaprent Tvískinnungur Það er vissulega brjóstumkennanlegt, i besta falli, að lesa nú næstum dag eftir dag fáránlegar til- raunir byltingarsinnaðra manna til að ,,skýra” og meta „rökvislega” innrás Kinverja i Vietnam. Þessar ömurlegu „skýringartilraunir” bera vitni skilningsskorti og óhugnanlegum tviskinnungi i við- horfum til atburðanna. Það þarf engar langsóttar útskýringar á þvi sem verið hefur að gerast austur þar. Það þarf enga langhunda sem leiði i ljós einhver „mistök” eða ein- hverja „glapstigu” sem einhverjir ágætismenn fyr- ir sakir sósialisma sins hafi „leiðst út á”. Innrás Kinverja i Vietnam er blygðunarlaus yfir- gangur stórveldis við smáþjóð, nágranna sinn. Og það skiptir engu máli hvort kinverska keisaradæm- ið lýtur stjórn kommúnista eða annarra i þessu sambandi. Það skiptir heldur engu máli hvort rúss- neska keisaradæmið lýtur kommissörum eða Rómanoffum. Stórveldi er stórveldi, sögulega og landfræðilega, efnahagslega og hernaðarlega. Smáþjóðirnar geta látið sér i léttu rúmi liggja hvað valdhafar stórveldanna kalla sig. Nafnabreyt- ingar breyta engu um eðli stórveldis eða um það til hverra ráða það telur sér heimilt að gripa til að tryggja stöðu sina, forræði sitt, itök sin og svo kall- að öryggi. Innrás Kinver ja i Vietnam er aðeins þáttur i alda- langri sögu f jandskapar þessara rikja og þjóða. Allt tal um einhvern dýrlegan kommúnisma er út i hött. Kommúnisminn er aðeins dula sem litið felur, eink- um nú þegar helst til rækileg reynsla er af honum fengin viða um lönd. Menn hefðu vænst þess að Kinverjar héldu því fram að þeir væru nú að „frelsa” Vietnama. „Frelsunar”-kjaftæðið er orðinn fastur liður i þvættingi stórveldanna og einkum þeirra sem þykj- ast vera þúsundárariki. En blygðunarleysið er svo algert að Kinverjar segjast vera að „veita stjórnvöldum Vietnams ær- lega ráðningu”. Svona töluðu á sinni tið Cecil Rhodes, Vilhjálmur Þýskalandskeisari og Adolf Hitler. Til þess að veita einræðisstjórninni i Vietnam „ærlega ráðningu” eru fátækir ibúar þorpa og sveita drepnir og brenndir. Erlent yfirlit Spáð sögulegu þingi franskra sósíalista Rocard og Mauroy snúast gegn Mitterand ÞÓTT þing franska Sóslal- istaflokksins verði ekki haldið fyrr en I næsta mánuði, er það orðið eitt helzta umtalsefni franskra blaða. Erlendir frétta- skýrendur í Frakklandi láta sér einnig margrætt um það. Ástæðan er sú, að búizt er við svo hörðum átökum á þinginu um stefnu flokksins og forustu, að þau geti hæglega klofið flokk- inn. Því hefur veriö spáö undan- farin tvö ár, að framundan væru mikil átök um forustuna I Sósialistaflokknum. Llklegt væri þó að ekki drægi til úrslita fyrr en eftir þingkosningarnar 1978, þvi að það væri hagur deiluaðila aö fresta þeim fram yfir þær. Flokkurinn haföi mikla möguleika til að ná þá meirihluta á þingi, ásamt kommúnistum,en óbeint banda- lag var milli þeirra I siðari um- ferö kosninganna. Lengi vel var þvi spáð.að þessir flokkar næðu meirihlutanum, en þær spár brugðust eins og kunnugt er. Þaövar því eölilegt.að þessar deilur mögnuöust aö nýju eftir kosningarnar, þött ekki væri hægtað segja að flokkurinn færi illa út úr þeim, þvl að hann jók verulega fylgi sitt. 1 auka- kosningum, semfariðhafa fram slöan, hefur hann haldiö áfram aö vinna á, en bæöi stjórnar- flokkarnirogkommúnistar hafa tapaö. Þetta nægði þó ekki til þess að koma f veg fyrir að átökin innan flokksins hörðnuðu að nýju. Þau urðu ltka svo hörö á miðstjórnarfundi flokksins sem haldinn var I fyrri hluta febrúar, að minnihlutinn gekk af fundi,endeilan stóð um væntan- lega stefnuyfirlýsingu,sem lögð yröi fyrir flokksþingiö til sam- þykktar. SIÐAN 1971,þegar Mitterand tókst aö ryöja hinum gömlu for- ingjum flokksins úr vegi, og ná völdunum I flokknum, hefúr hann rlkt þar sem eins konar einræðisherra. Þótt Mitterand hefði áður tilheyrt Ihaldssamari flokki, haföi hann forustu um aö Sósialistaftokkurinn setti sér róttækastefnuskráogstefndi að kosni ngabandalag i við kommúnista. Óneitanlegt er, að þessi stefnubreyting hefur um skeið styrkt flokkinn verulega. Hann hefur stöðugt veriö aö auka fylgi sitt og hefur I slðustu kosningum fengiö mun meira fylgi en kommúnistar, öfugt við það sem áður var. Þaö hefur hins vegar ekki nægt til þess að hnekkjameirihluta borgaralegu flokkanna. Yngri menn I flokkn- um halda þvl þess vegna fram, Michel Rocard aö þrátt fyrir þessa fylgisaukn- ingu sé stefna flokksins röng, þvi að hún afli honum ekki fylgis frá borgaralegum flokk- um, heldur frá kommúnistun- um. Flokkurinn eigi þess vegna að draga úr róttækni sinni og hætta samstarfi við kommún- ista. Sá, sem hefur gerzt helzti talsmaður þessarar stefnu, er Michel Rocard, sem er nýliði 1 flokknum og var áður leiðtogi flokks.sem var lengra til vinstri en Sósialistaflokkurinn. Um þá Mitterand hefur verið sagt að Rocard komi frá vinstri og stefni til hægri, en Mitterand komi frá hægri og haldi áfram að stefna til vinstri. Rocard.sem er 48 ára gamall, gekk I Sósialistaftokkinn fyrir fimm árum og hefur hafizt þar til mikilla áhrifa, svo að hann þykir nú ógna yfirráðum Mitterands. Hann virðist ekki slöur stefna hátt en Mitterand, þvi að hann bauð sig fram í for- setakjörinugegn Pompidou 1969, en þá freistaöi Mitterand ekki gæfunnar, en haföi áður boðið sig fram gegn de Gaulle. Stoar keppti Mitterand svo viö Gis- card 1974. Mitterand vill gjarn- an freista gæfunnar I forseta- kosningum i þriðja sinn eða 1981, en Rocard mun þá telja sig sigurvænlegri, þar sem hann hafi aðeins fallið I forseta- kosningum einu sinni en Mitterand tvisvar. Annar maður, sem oft hefur verið nefndur sem hugsanlegur arftaki Mitterands, er Pierre Mouroy, borgarstjóri i Lille. Hann er 50 ára. Hann hefur veriö náinn samverkamaður Mitterands, en nú virðist það vera aö breytast. A FUNDI miðstjórnar flokks- ins, sem áður er sagt frá, stóðu þeir Rocard og Mauroy saman gegn Mitterand. Mitterand vildi fylgja áfram óbreyttri stefnu, en hinir tveir vildu færa stefnu flokksins nær miðju stjórnmál- anna ef svo mætti segja, þótt hann yrði áfram vinstra megin viðhana. Eftir mjög harðar um- ræður, fór fram atkvæða- greiðsla og reyndust 41 fulltrúar fylgja Mitterand en 35 þeim Rocard og Mauroy, sem gengu af fundi eftir atkvæðagreiösl- una. Það er I framhaldi af þessu,að spáð er hörðum átökum á flokksþinginusem haldið verður I Metz I fyrrihluta apríl. Þau átök munu ekki aðeins snúast um stefiiuna,heldurlika um for- ustuna og þá óbeint um það, hvert á að vera forsetaefni flokksins 1981. 1 þeirri sam- keppni getur það háð Mitterand nokkuð, að hann verður oröinn 65 ára, þegar forsetakosningarnar fara fram og 72 ára þegar kjör- timabilinu lýkur. Það virðist þó fjarri honum að láta aldurinn hamla sér. Þ.Þ. Og svo eru menn uppi á Islandi að reyna að gefa þessu atferli stórveldis einhverjar „skýringar”! Mönnum verður að spyrja: Hvað hefðu þessir menn sagt ef stórveldið væri vestrænt riki hvitra manna? Ætli þeir hefðu talið sig þurfa langra „út- skýringa” við? Meðan Bandarikjamenn drápu og brenndu allt niður i svörð þar eystra, öllum mannheimi til skelf- ingar og sjálfum sér til ævarandi minnkunar, þá voru byltingarsinnaðir menn ekki að velta þvi fyrir sér hverju gegndi um svo greipilegt og hryllilegt framferði rikis, sem einu sinni kallaði sig hinn „góða granna” og þóttist bera „kyndil frelsisins”. Bandarikjamenn voru einfaldlega hundskamm- aðir eins og þeir áttu skilið. Af hverju eru islenskir menn nú að reyna að drepa glæpum Kinverja á dreif? Mauroy og Mitterand JS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.