Tíminn - 22.03.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.03.1979, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 22. mars 1979 Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SIDumúla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kr. 3.000.00 - á mánuöi. Blaöaprent Selastofninn Gunnlaugur Finnsson hefur lagt fram á Alþingi athyglisverða tillögu um rannsókn á islenzka sela- stofninum og áhrifum hans á fiskveiðar og vinnslu sjávarafurða, en sérfræðingar áætla, að hann neyti árlega um 100 þús. smál. af sjávarfangi, þar af um 30 þús. smál.-af þorskafla. Þá telja sérfræð- ingar einnig, að útselurinn sé mikill sýkingarvald- ur t.d. i sambandi við hringorma. Samkvæmt tillögu Gunnlaugs Finnssonar skal rikisstjórnin láta fara fram athugun á stærð sela- stofnsins, áhrifum hans á vöxt og viðgang islenzkra fiskstofana (t.d. hrognkelsis, lax og sil- ungs), fylgni milli stærðar selastofnsins og hring- ormamagns i nytjafiski, og kostnaðarauka sem kunni að vera þvi samfara. Að athugun þessari lokinni skal tekin afstaða til þess, hvort selastofn- inum skuli haldið innan vissra marka og hvernig framkvæmdum i þeim efnum skyldi hagað, ef til kæmi. 1 þessu sambandi skulu höfð samráð við náttúruverndarsamtökog fulltrúa þeirra, sem hlunninda njóta af selveiðum. í greinargerð fyrir tillögu Gunnlaugs segir m.a.: „Það er öllum kunnugt, að selveiði hefur farið minnkandi hér við land á undanförnum árum i kjölfar verðhruns á selskinnamarkaði. Á þetta einkum við að þvi er varðar veiði útselskópa. Má heita að hún hafi lagzt niður hin allra siðustu ár. Að sögn kunnugra manna, sem fylgzt hafa með þessum þætti nátturúfarsins, hefur útsel fjölgað mjög mikið að undanförnu, enda afleiðing af minnkandi veiði. Þetta mál snertir ekki aðeins aukna veiði útsels- ins á fiski, heldur og að samkvæmt rannsóknum visindamanna er útselur mun meiri sýkingarvald- ur nytjafiska en landselur, þar sem i öllum tilvik- um fundust kynþroska þorskormar og i meira mæli i maga útsela en i landsel, þar sem ormar fundust i 75% tilvika. Að áliti fiskifræðinga er gróft áætlað að sela- stofninn neyti um 100 þús. tonna af sjávarfangi á ári, þar af um 30 þús. tonn þorskafla. Þar við bæt- ist, að hér er yfirleitt um ungfisk að ræða og þvi i reynd mun meira magn, þó ekki nema hluti hans næði fullum þroska. Allmikil rannsóknarstörf hafa verið unnin að undanförnu á þessu sviði. Hefur það ekki hvað sizt verið gert i samvinnu við og á vegum nefndar, sem skipuð var i ársbyrjun 1976 til að kanna þessi mál. í grein, sem Björn Dagbjartsson ritar nýlega i Ægi, kemur fram að nauðsynlegt er að rannsaka þessi mál mun meir til þess að fá marktækan grundvöll til að byggja á tillögur um aðgerðir. Verði það að ráði, þarf það að gerast i samráði við þá bændur, sem hlunnindi hafa af selveiði, og taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, þvi ekki má selategundum stafa eyðingarhætta af hugsanleg- um aðgerðum. Komi til þess að takmarka sela- stofna með veiði, þarf að skipuleggja hana og e.t.v. leita til þeirra sem mesta reynslu hafa i slik- um aðgerðum, en það munu vera Norðmenn. Þá þarf að athuga, hvort og hvernig hægt er að nýta kjöt og spik af selnum, t.d. til minkafóðurs eða i annað. Hugsanlega yrði arðbært að verka skinnin og framleiða innanlands ýmsar vörur, minjagripi o.fl., svo eitthvað sé nefnt”. Flutningsmaður segir að lokum, að tilgangurinn með flutningi þessarar þingsályktunartillögu sé sá, að haldgóðar upplýsingar fáist um það, hvort ástæða er til að takmarka sókn sels i okkar sameiginlega forðabúr, bæði með tilliti til magns og heilbrigðis fisksins, og upplýsinga um áhrif sýkingar á framleiðslukostnað og markaðstjón. Þ.Þ. Erlent yfirlit Hvað knúði Begin og Sadat til að semja? Skýringar rússneskra fjölmiðla AFSTAÐA Sovétrikjanna til samningsins milli tsraels og Egyptalands, sem samkomulag hefur náös- um fyrir atbeina Carters forseta, getur haft veruleg áhrif á þaö, hver fram- vinda þessara mála veröur. Eftir stjórnarbyltinguna í Iran taka hin hógværari Arabariki meira tillit til Sovétrikjanna en áöur, eins og sést á þvl, að Saudi-Arabia hefur lýst sig fúsa til aö taka upp fullt stjórnmála- sambandviöSovétrikin aö nýju. Þessi riki telja þaö æskilegt aö vera ekki eins nátengd Banda- rlkjunum og áöur, þvl að þau telja Iranskeisara hafa ekki hagnazt á þvi. Rilssneskir fjölmiölar hafa yfirleitt tekið þá afstööu, aö eft- ir umræddan samning sé aöal- deilue fnið jafnóleyst sem áöur, en þaö er framtiðarstaöa Pal- estöiuaraba. Annarlegir hags- munir Bandarlkjanna, lsraels- manna og Egypta hafi ráöiö samningagerðinni en ekki áhugi á lausn sjálfrar deilunnar. Þetta sjónarmiö er greinilega túlkað I grein eftir rússneska fréttaskýrandann Vladimir Simonov, en i henni segir m.a. á þessa leiö: „Viö skulum reyna að skoða þessa atburði frá sjónarmiði allra þeirra aöila, sem þeir varða. Bandaríkin: Það veikti hernaðarlega stöðu Bandarikj- anna f öllum Mið-Austurlönd- um, er Iran hætti aö gegnahlut- verki bandarlsks varðmanns við Persaflóa.Bandarikin hafa ekki aðeins glatað lran, heldur tekið sér stööu við hlið Frelsis- samtaka Palestínuaraba, slitið öll tengsl við tsrael og eyðilagt Cento. lranska byltingin eflir múhameðska trúarvitund i öðr- um Arabalöndum. Gamalgróin stuöningsriki Vesturveldanna, eins og t.d. Saudi Arabla, koma bandarískum stjórnviSdum ó- þægilega á óvart með sjálfstæð- ri utanrikisstefnu sinni, neita jafnvel afdráttarlaust aö styöja „andann frá Camp David”. Við þessar aðstæður er Is- raelsk-egypzki samningurinn mikilvægari fyrir Bandarikin heldur en nokkru sinni fyrr. Hann getur oröið uppistaða nýs bandarískssinnaðs bandalags í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs, en að mótun þess vinna menn eins og Harold Brown varnarm álaráðherra Bandarikjanna, „orkukóngur- inn” James Schlesinger og áhrifamikil sveit bandarlskra öldungadeildarþingmanna. Persónulega þarfnaðist Carter og Sadat bandarlski forsetinn sárlega nýs kraftaverks til þess að stööva flóö ásakanaum vanhæfi utanrlkisstefnu hans. Eftir aö Teng Hsiao-ping haföi gert Washington að spilaviti þar sem hann spilaöi sitt „bandarlska spil ”, þurftu bandarisk stjórn- völd aö færa sönnur á það eins fljótt og þau gátu, að það heföi af þeir ra hálfú aðeins veriö and- artaks veikleiki. En um fram allt, þá eru nýjar forsetakosningar, árið 1980, ekki langt undan. Meö tilliti til þeirra kom mat bandarlska Gyöingaráðsins á för Carters til landanna fyrir botni Miðjarðar- hafs á réttum tlma, en þaö kall- aði hana „djarft og skapandi frumkvæði.” tsrael: Iran stöðvaði olíusölu til Israels, en hún fullnægöi helmingnum af olíuþörf lands- ins. Af þvl leiðir aö þvi fyrr sem Israelsk-egypzki samningurinn verður undirritaður, þeim mun betra: Hannmunopnaleiöinaað ollulindum Sfnai. Hinn væntan- legi samningur gerir einnig ráð fyrir, aö Bandrlkin fái tvær her- stöðvar á Slnai' og flotastöð I grend viöHaifa. Og allt þetta fá þau I skiptum fyrir laglega upp- hæð, 4000 milljónir dollara, sem nota skal til þess aö flytja Is- raelskt herlið brott frá Slnai, og stjórnvöld I Washington hétu 2000 milljón doDara aöstoö á ári næstu fimm árin. Þvl ekki að flýta sér að samþykkja „mála- miðlunartillögur” Bandarlkj- anna aö samningi við Egypta, og það þvl fremur, sem Israels- menn eru meðhöfundar að málamiðlunartillögunum? Egyptaland: Sadat óttast þaö, aö hans blöi sömu örlög og Iranskeisara, ef honum vinnst ekki timi til að koma sér undir verndarvæng stjórnvalda I Washington. I kjölfar atburö- anna i Iran er starf bandarlsks varðliðs í löndunum fyrir botni Miöjaröarhafs og I Afrlku laust. Það væri ekki svo slæmur svar- leikur viö vaxandi einangrun Kairóstjórnarinnar meðal Arabaþjóöa, aö ráða sig I þetta starf meö tilstyrk ógrynnis vopna, sem Bandarlkin bjóða fram. En stjórnvöld í Washington munu þurfa að gripa til pyngj- unnar áöur en Egyptar gefast þeim alveg á vald. Egypzki for- setinn vill fá milli 10.000 og 15.000 milljónir dollara I sinn hlut frá Bandarikjunum, V- Þýskalandi og Japan. Annaö hvortkemur „Carteráætlunin” í stað „Marshalláætlunarinnar” eða ekki verður um að ræða neitt Camp David-samkomu- lag.” SIMONOV segir, að þannig séu í stuttu máli þau þrjú sjónarmiö og þær þrennskonar röksemdir, sem sameiginlega séu forsenda fyrir árangri af „vefjarskyttuför” Carters. Viö erum hér vitni að ágætu dæmi um úrlausn eigingjarnra hags- muna, segir hann. En á sllk lausn eitthvað sameiginlegt meö lausn á vandamáli land- anna fyrir botni Miðjarðarhafs? Aðilarnir kunni að hafa reynst snjallir pólitlskir ráðabruggar- ar en ekki „miklir þjónar friöarins” eins og Begin kafiar þaö. Eftir sem áöur sé eftir aö leysa aðaldeiluefnin, sem séu staöa vesturbakkans og Ghaza- svæöisins og framtlð Palestlnu- araba þar. Meöan þannig sé á- statt sé ekki hægt að fagna neinni lausn, heldur vofi hér yfir sama hættan og áður. Næstu daga muni viðbrögð Arabaland- anna leiöa I ljós, að þessi mál verði ekki friðsamlega leyst, nema fullt tillit sé tekiö til Palestinuaraba. Annað sé hættuleg óskhyggja. Þ.Þ. Weizman og Brown, varnarmálaráöherrar israels og Bandarikjanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.