Tíminn - 22.03.1979, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.03.1979, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 22. mars 1979 n ■æ. \ Arni Gubmundsson og félagar hans úr KR lentu i kröppum dans gegn Fram i gærkvöldi. Chivers enn seldur Martin Chivers var i gærkvöldi seldur til 2. deildarliösins Brighton fyrir 15.000 sterlings- pund. Chivers hóf feril sinn hjá Southampton, envarsiöan seldur til Tottenham. Frá Tottenham lá leiö hans til Servette i Sviss og þaöan til Norwich i haust. Þar hefur hann hins vegar ekki náö aö festa sig i sessi og var þvi seldur frá Norwich i gær. Chivers hefur skoraö 211 mörk i 420 deildar- leikjum i Englandi. [OOGOQQOOi Ungu Framlj ónin voru hársbreidd frá sigri! Leikirnir i körfuboltanum i vet- ur hafa margir hverjir veriö óhemju spennandi, en leikur Fram og KR i undanúrslitum bik- arkeppninnar i Hagaskólanum I gærkvöldi slær þá alla út. Eftir mikinn barning og framlengdan leik, tókst KR aö vinna 88:87. Staðan i hálfleik var 46:43 Fram i vil. Leikurinn var allt frá upphafi mjög vel leikinn þótt ekki væri mjög mikill hraöi i honum. Fram- arar beittu svæðisvörn strax og virtist þaö koma KR-ingum nokk- uö úr jafnvægi. Fram haföi undir- tökin allt frá upphafi og þeir kom- ust i 10:2 eftir skamma stund og siöan leiddu þeir 28:18 og 40:31. Munurinn varö siöan aöeins þrjú stig i hálfleik. Menn bjuggust almennt viö þvi, að Framararnir myndu brotna niður i seinni hálfleiknum undir aukinni pressu, en svo varö ekki. Framarar juku muninn strax i upphafi seinni hálfleiksins i 7 stig — 54:47 en KR jafnaöi þann mun fljótlega i 55:55, en tókst ekki aö ná forystu fyrr en 7 minútur voru til leiksloka — 67:66. Upphófst þá einn sá mesti daraðardans sem maður hefur séö i vetur. KR haföi frumkvæðið lokakaflann og leiddi alltaf með 1-2 stigum. Þegar 20 sek. voru eftir af leiknum var staðan 77:77 og Framarar höföu boltann. KR-ingar beittu stifri pressuvörn og þegar 14 sek. voru eftir fengu Framarar innkast. Boltinn var gefinn á Flosa Sigurösson, en hann missti bolt- ann og KR-ingar náöu honum og sendu hann fram á völlinn á John Hudson. John Johnson elti hann uppi og braut á honum. Fimmta villa Johnson, þrjú vitaskot til KR og aöeins 8 sek. eftir. Hudson skoraöi af öryggi úr báðum skot- unum og Framarar brunuöu upp I von og óvon. Þegar 3 sek. voru eftir reyndi Flosi úr hæpnu færi, en ofani fór boltinn — 79:79 og leiktiminn rann út rétt á eftir. Framlenging og Framarar án Johnson. Flosi náöi forystu fyrir Fram 81:79, en Hudson jafnaöi metin 81:81. Björn Magnússon kom Fram yfir enn á ný, en Einar Bolla jafnaöi úr tveimur vitum. Gunnar Jóakimsson kom svo KR yfir 85:83, en Björn Jónsson jafn- aöi fyrir Fram þegar 75 sek. voru eftir. Gunnar Jóakims náöi for- ystu fyrir KR 86:85 úr viti — ann- aö skot hans mistókst. Hudson jók muninn i 88:85 þegar 64 sek. voru eftir. Þegar 35 sek. liföu af tfman- um skoraði Þorvaldur Geirsson 87:88. KR fékk boltann en skref voru dæmd á Gunnar þegar 23 sek. voru eftir. Þrátt fyrir aö Fram heföi boltann það sem eftir var leiktimans tókst þeim ekki aö skora þannig að KR stóö uppi, sem sigurvegari. Framarar eiga þó mikið hrós skiliö. Skortur á leikreynslu varö þeim fjötur um fót að þessu sinni, en þeir hafa framtiðarliöi á aö skipa. Hjá þeim var Johnson bestur, en skaut allt of mikið. Björn Jónsson átti stórleik og þeir Omar, Flosi og Þorvaldur áttu allir mjög góö- an leik. Hjá KR var Jón Sig. bestur. Hudson var þokkalegur en Gunn- ar, Arni og Birgir áttu sæmilegan leik. Einar var slakur svo og Garðar. Stig KR: Hudson 40, Jón 24, Birgir 7, Gunnar 7, Einar 6 og Arni 4. Stig Fram: Johnson 42, Björn J. 14, Flosi 13, Þorvaldur 10, Ómar 4 og Björn 4. Maður leiksins: Björn Jónsson, Fram. Ensku liðin tarundu út — West Bromwich og Ipswich slegin út i gærkvöldi Ensku félögin biöu mikið afhroö I Evrópukeppninni i gær. 1 fyrra- dag sló Borussia Manchester City út og i gær slógu Barcelona og Red Star Ipswich og WBA út úr keppnunum lika. Aður en lengra er haldiö skulum viö skoða úrslit- Evr.keppni meistaraliða Malmö-Wisla.........4:1 (5:3) Grasshoppers-Forest... 1:1 (2:5) Dresden-Austria Vin.... 1:0 (2:3) Evr.keppni bikarhafa Banik-Magdeburg.....4:2 (5:4) Beveren-Inter Milan.... 1:0 (1:0) Servette-Dusseldorf .... 1:1 (1:1) Pétur leikur í kvöld Pétur Guðmundsson mun leika með islenska landsliöinu i körfu- knattleik í kvöld en þá hefst sendiherraheppnin. Landsliðiö var tilkynnt i gærkvöldi og er þaö þannig skipaö Pétur Guömundsson Univ. of Washington Gunnar Þorvaröarson, UMFN Geir Þorsteinsson, UMFN Jón Sigurösson, KR Garöar Jóhannsson, KR Kristinn Jörundsson, tR Jón Jörundsson, iR Kolbeinn Kristinsson, ÍR Kristján Agústsson, Val Þorvaldur Geirsson, Fram Þetta landslið mun leika fyrir tslands hönd i landsleikjunum, sem háöir veröa I april. Leikurinn i kvöld hefst kl. 20 i Hagaskólanum og veröur vafalit- ið fjölmenni til mætt til að sjá Pétur Guömundsson sýna listir sinar. Barcelona-Ipswich...1:0 (2:2) UEFA KEPPNIN Dukla-Hertha..........1:2 (2:3) Duisburg-Honved.......1:2 (4:4) WBA-Red Star..........1:1 (1:2) Borussia-Man. City....3:1 (4:2) Það sem mest kom á óvart i öll- um keppnunum var stórsigur Malmö yfir Wisla Krakow. Þaö var Ljungberg sem átti allan heiðurinn af sigrinum, en hann skoraði 3 mörk. Staöan I hálfleik var þar 0:0. O’Neill skoraöi fyrir Forest en Sulser (viti) fyrir Grasshoppers, og Forest er öruggt áfram. t Evr. keppni bikarhafa datt Ipswich út. Heredia skoraöi eina mark leiksins og Barcelona fer Framhald á bls 15. Sunderland hetja Arsenal — þegar Lundúnaliðið lagði Southamnton að velii í gærkvöldi Alan Sunderland var hetja Ar- senal á Highbury I gærkvöldi, þar sem Lundúnaliöiö vann góöan sigur (2:0) yfir Dýrlingunum frá Southampton i 8-liöa úrslitum ensku bikarkeppninnar. Sunder- land átti stórleik — skoraöi bæöi mörk liösins á 32. og 77. min. Ar- senal mætir Úlfunum — gamla liöinu hans Sunderland i undanúr- slitunum. Charlie George, fyrrum leik- maöur Arsenal lék meö Southampton aö nýju, en hann hefur átt viö meiösli aö strföa aö undanförnu. George sem var keyptur til The Dell á 350 þús. pund var lélegur og Southampton komst aldrei nálægt þvi aö skora, svo miklir voru yfirburöir „Good old Arsenal”. Úrslit I ensku knattspyrnunni I gærkvöUi uröu þessi: 1. DEILD: Derby —Bolton 3:0 2. DEILD: Wrexham — Burnley .... 0:1 Leicester — Fulham .... 1:0 Alan Sunderland Rakaraslagur í Höllinni í kvöld t kvöld kl. 19.30 munu KR-ing- ar gangast fyrir mjög fjöl- breyttri handknattleikshátfö i Laugardalshöilinni. Er hátiöin framlag handknattieiksdeildar KR á 80 ára afmæli félagsins, sem er núna i aprfl. KR-ingar boöuöu til blaöa- mannafundar i vikunni eld- hressir aö vanda og þar voru fulltrúar flestra þeirra, sem munu taka þátt i hátiöinni. Ætl- unin er aö hátiðin hefjist meö blæstri Skólahljómsveitar Kópavogs og mun hún siöan leika eftir þvi, sem ástæöa þykir til. A eftir þvi atriöi munu 5. flokkar KR og Fram leika knattspyrnu, en leikir ungu strákanna eru jafnan bráð- skemmtilegir á aö horfa því hvergi er áhuginn og atorkan jafnmikil. Þriðja atriði kvöldsins mun veröa leikur i handknattieik á miili „Oldboys” KR og FH, en i liöunum verða ýmsir frægir kappar, sem geröu garðinn frægan hér á árum áöur. Þessi félög háðu marga hildi á árun- um 1955-60 og meðal leikmanna i kvöld veröa þeir Ragnar Jóns- son, Birgir Björnsson, örn Hall- steinsson og Hjaiti Einarsson úr FH. Frá KR koma Karl Jóhannsson, Reynir Olafsson, Guðjón Ólafsson, sem hefúr skapað sér nafti sem Vlado Stenzel sundknattleiksins, Heinz Steinmann og Siguröur Óskarsson svo einhverjir séu nefndir. Ekki er aö efa aö enn lifir i gömlum glæöum hjá köpp- unum, en Karl Jóhannsson er enn á fleygiferö i 1. deildinni eins og flestum er kunnugt. Nýstárlegasta atriöi kvölds- ins veröur vafalitiö handbolta- leikur á milli meistaraflokks KR I kvennaflokki og banda- risku körfuknattleiksmann- anna. Veröur vafalitiö gaman aö sjá tilþrif þeirra i handbolta, en þeir hafa hingaö til ekki kunnaö mikiö fyrir sér i þeirri iþrótt. Mun öll vikan hafa fariö i þaö aö kenna þeim reglurnar. A eftir þessum leik veröur svo aöalviðureign kvöldsins — „Tröfl” á móti „Tittum”. Leika þar tvö úrvalsiiö, annaö skipaö mjög grönnum og léttum leik- mönnum — hitt skipaö leik- mönnum sem eru ekki undir 85 kg á þyngd og mun Valsliöiö svo gott sem allt vera I þeim hópi. I „Léttara” liöinu veröa menn eins og t.d. Ólafur Jóhannesson, Gústaf Björnsson, Atli Hilmars- son, Bjarni Guðmundsson o.fl. Hilmar Björnsson mun velja „tröllin” en Jóhann Ingi Gunn- arsson mun sjá um val „Titt- anna”. Ekki er aö efa aö þetta veröur skemmtileg viöureign. Svavar Gests og Guömundur Jónsson — báöir gallharöir KR-ingar— munu sjá um kynn- ingará milli atriöa, en rúsinan i pylsuendanum veröur viöureign Egils rakara, KR-ings, og Pét- urs rakara, Valsmanns. Munu þeir ætla sér aö heyja vita- keppni. Pétur sagöi á blaöa- mannafundinum: — Ég rass- skelli Egil, en Egill svaraöi fyr- ir sig á stundinni og sagöi: — Ég tek niöur um Pétur. Hvernig svo sem einvigi rak- aranna fer er öruggt aö engum ætti aö leiöast á þessari hand- boltahátiö KR-inga i kvöld. Umsjén: Sigurður Sverrisson|

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.