Tíminn - 22.03.1979, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.03.1979, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 22. mars 1979 13 Ágúst Vigfússon: Lesendabréf Hugleiðing eftir lestur bóka Tryggva Emilssonar Þegarmenn lesa ævisögur, þá gagnrýna menn eðlilega eitt og annaö viðvikjandifrásögnunum. Telja ekki rétt frá sagt. Annaö hafi þeir reynt og heyrt. Þórbergur Þórðarson, hinn mikli meistari, tekur þetta mál til meðferðar i sambandi við ýmsa gagnrýni, sem fram kom viðvikjandi ævisögu Arna Þórarinssonar, Þórbergur segir að menn misskilji eðli ævi- sagnaritunar. Ævisagan er ekki sagnritun. Hún er i eðli sinu ekki annað en lýsing einstaklingsins, eins oghonum hafa komið menn og málefni fyrir sjónir. Annar einstaklingur sem lifað hefur i HJ — A föstudaginn frumsýnir Leikfélag Akureyrar, Sjálfstætt fólk, eftir Halldór Kiljan Laxnes, i endurskoðaðri leikgerö Baidvins Halldórssonar, sem einnig er leikstjóri. Upphaflega var verkið flutt i Þjóðleikhúsinu 1972 á af- mæli höfundar, en þessi útfærsla á verkinu er samanþjappaðri og styttri. Æfingar hafa staðið yfir frá þvi snemma i febrúar.og eru leikarar 15, — og einn hundur. Aðalhlutverkin eru i höndum Þráins Karlssonar: Bjartur i Sumarhúsum, Svanhildur Jó- hannesdóttir: Asta Sóllilja, Jó- hann ögmundsson Séra Guð- mundur, Sigurveig Jónsdóttir: Hallbera i Hurðarseli, Þuriður Schiöth: Rauðsmýrarmaddam- an, og Heimir Ingimarsson: Jón hreppstjóra. Annars taka allir fastráðnir leikarar L.A. þátt i þessari sýn- ingu, auk þeirra sem lausráðnir eru, og leika margir 2 hlutverk. Leikmynd er eftir Gunnar Bjarnason. Nýlokið er sýningum á Skugga- sveini, en þær sýningar urðu 23, ogStalin er ekki hér, sem sýndur var 17 sinnum. Framundan er siðan Kabarett, eftir ókunnan islenskan höfund, og kemur hann á fjalirnar um páska. Verður það lokaverkefni þessa leikárs. Aðsókn góð að menningar- dögunum AM — Menningardagar her- stöövaandstæðinga hafa verið vel sóttir og nú mun Ijósmyndssýning á myndum sem tengjast sögu hersetunnar vera komin upp á göngum Kjarvalsstaða, að þvi er Ólafur Haukur Simonarson, rit- höfundur, sagði biaðinu i gær. Sl. sunnudag var maraþonlest- ur rithöfunda og var hann vel sóttur, en þar lásu upp 22 höfund- ar, þeirra á meðal Böðvar Guö- mundsson, Ása Sólveig, Þor- steinn frá Hamri, ölafur Haukur, Birgir Svan, Helgi Sæmundsson og Jón Helgason ritstjóri. Ólafur sagði, að sem kunnugt væri heföi fallið niður kabarett Alþýðuleikhússins vegna ýmissa forfalla, en í stað þess hefði veríð efnt til sérstakrar sýningar á ,,Við borgum ekki ” eftir Dario Fo. sama umhverfi, getur litið allt öðru vísi á menn og málefni. Ræður þar skapgerö og fl. Ég get nefnt dæmi: Þegar ég var unglingur, var ég i vinnu- mennsku hjá bónda vestur i Dölum. Hjá honum leið mér vel og hefur við fáa menn falliö bet- ur. Löngu seinna kynntist ég aldurhnignum manni hér i Reykjavik. Hann hafði einnig verið vinnumaður hjá sama bónda. Ég fór að grennslast eft- irhvernig honum heföi llkað hjá honum. Þaö var ekki fögur lýs- ing. Uss, minnstu ekki á hann. Hann hafði aldrei haft verri húsbónda. Ef viö báðir heföum Aðsókn að leikhúsinu hefur verið með besta móti i vetur, og með vaxandi aðsókn, — betri fjárhagsafkoma. skrifað ævisögur okkar og lýst þessum manni, hefðu það oröið mjög andstæðar frásagnir. Fólk hefði spurt hverju skal trúa. Það skal tekiö fram, að þessi aldraði kunningi minn var að flestra dómi ágætismaður, dug- legur og verklaginn, svo ekki hefur vankunnátta hans til verka veriö ágreiningsefni. Agúst Vigfússon. En hvernig stóð þá á þessari andúð sem var á milli þessara manna? Skýringin er einfald- lega sú, að þeir áttu ekki skap saman. , Þegarégles ýmsar frásagnir eldri manna um ævikjör og aldarfar — atburði sem geröust fyrir 50-60 árum, er eitt að mér finnst einkennilegt, þaö er hvað ástand og jafnvel lif sviðhorf var ólikt i hinum ýmsu landshluL um. Einar mest umtöluðu og um- deildu bækur nú upp á siðkastið eru bækurTryggva Emilssonar, Fátækt fólk og Baráttan um brauðið. Þessar bækursegja frá óskaplegri örbirgð og allsleysi fjölda fólks á Noröurlandi á uppvaxtarárum Tryggva. En þær segja ltka frá ótrúlegu miskunnarleysi og harðýðgi viö smælingja. Sama kemur einnig fram i bók Helgu Nielsdóttur, „þegar barn fæöist”. Ýmsir hafa orðiö til að mótmæla skrif- um Tryggva og efast um sannleiksgildi þeirra. Ekki dettur mér I hug aö jafn grandvar maður og Tryggvi er, segi visvitandi rangt frá. Ég þekki hann að visu ekki mikið, en þau kynni benda I þá átt, aö hann megi ekki vamm sitt vita. Nei, þvl miöur, svona hefur ástandiö veriö á mörgum stöð- um. En sem betur fór var þetta ekki alls staðar svona. Ég hef allt aðra sögu aö segja frá uppvaxtarárum minum. A milli okkar Tryggva eru aðeins sjö ár. Þaö er ekki neitt haf. Við tilheyrum sömu kynslóðinni. Ég átti ekki sterkan ættstofn að styöjast við, frekar en Tryggvi, naut hvorki fóöur né móður. Hlaut samt, hjá vandalausum, hið besta og ástúðlegasta uppeldi. En heppni mln var máske sérstök. Ég þekkti náið allan suöurhluta Dalasýshi, svo aö segja hvert einasta heimili. Aldrei heyröi ég talað um sult neins staðar og ég fullyröi aö þaö var óþekkt fýrir- brigði að fólk hefði ekki nægi- legt að boröa. Að ég tali nú ekki um þá svlvirðu að svelta fólk, þegar nógur matur var til. Aldrei heyrði ég talað um illa meðferö á börnum, gamal- mennum né öðrum smælingj- um. Ég er viss um að fjölmargir jafnaldrar minir, sem ólust upp þar vestra, munu segja þaö sama. Hvernig stendur þá á þessum reginmun? Ég veit þaö ekki. Lltilástæöa er til að halda að Dalabændur hafi verið rlkari en aðrir. í þeim hluta sýslunnar, sem ég þekkti til, var t.d. ekkert sjávargagn. Nei, hér hlýtur eitthvaö annað að koma til. Annaö lifsviðhorf. Ég veit þaö ekki. Ég tekþaö enn fram að ég ber engar brigður á frásögn Tryggva. En viö lestur hans merku bóka, varð mér tltthugsað til æskuáranna og umhverfis i Döl- um vestur, og ekki get ég aö þvl gertaöoftlæöistfram Ihugann: Skelfing varstu heppinn aö alast upp hjá svona góðu fólki. Hann er hættur störfum, og notar j timann til aö siela ^Og Tibbs fór sem Hver er I aðstoðarmaöur hans, og<?þá ástæöanl bjóst viö að taka við J fyrir árás‘ bátinn'i Varningur hans var lafar verömætur — > lyf og læknisáhöld. „Sjálfstætt fólk” á Akureyri e K.oq Features SyrvKate. Inc . 1978 World ngnts resgr/ed.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.