Tíminn - 24.03.1979, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.03.1979, Blaðsíða 10
10 LMJil'l 1'(11 ; *, Laugardagur 24. mars 1979. IS .. J Segir tílvonandi danskur búhöldur og dlvonandi lifvörður Kúm er Claus Rasmussen alvanur úr heimahögum, enda ber hann sig heimamannslega aö hjá þessum tveim stöllum. AM— Undanfarna tvo mánuði hefur danskur piltur dvalið að stórbýlinu að Skarði í Landssveit hjá Guðna Kristinssyni/ í þeim tilgangi að kynna sér islenskan búskap, en hann er hér nokkurs konar skiptinemi i þessum fræðum, þvi fyrir skemmstu var íslensk stúlka, Sesselja Bjarnadóttir, í sams konar kynnisför á Fjóni. Þessi danski piltur, Claus Rasmussen, er einmitt frá Fjóni og hann hyggur á aðgerast bóndi í átthögum sínum, þegar hann hefur lokið nokkurra mánaða marséringu fyrir framan port Amalienborgar, þar sem hann á að afplána herskyldu sína, í „Den kongelige livgarde"/ en sú kvöð hefst næsta vor. Þessi tilvonandi fjónski bóndi er sonur forstjóra Fyns Andels Fodderstofforening, sem Sam- band isl. samvinnufél hefur flutt inn fóöurvöru frá. Forstjórinn fa&ir hans er reyndar einnig bóndi og elur 50 kýr og 150 svin i grennd viö brúna yfir Litlabelti. Vib gripum tækifæriö hér á dögunum og spuröum hann fá- einna spurninga um háttu danskra bænda og þess hvernig islenskir bændahættir kæmu honum fyrir sjónir. — Hvernig litist þér á aö vera islenskur bóndi, eftir þessi kynni? — Mjög vel. Ég gekk aö öllum daglegum störfum viö búskap- inn á Skaröi. Ég held aö mesti munurinn á Islenskum búskap og dönskum sé ailt þetta land- rými sem Islenskir bændur hafa, fjöll og afréttir, sem gerir þeim kleift aö hafa þennan fjölda fjár. Ég haföi varla smakkaö kindakjöt fyrr en ég kom hingaö, þvi i Danmörku höfum viö ekki margar kindur, kannski tvær eöa þrjár á hverj- um bæ til skemmtunar. Á Skaröi voru 1100 kindur. Sama má segja um hestana. Þarna á bænum er mikil hrossarækt, einir 150 hestar og riöiö út frá kl. 3-6 á hverjum degi. — Hvar ætlar þú aö búa, þeg- ar þar aö kemur? — Ég geri ráö fyrir aö taka viö jörö fööur míns. Menn þurfa aö fara I þriggja mánaöa skóla I byrjun, þegar ráöist er I búnaö- arnám 1 Danmörku, en aö þvl búnu kemur þriggja ára starf á býli. Þaö veitir svo rétt til aö fara 1 12 mánaöa landbúnaöar- skóla og aö honum loknum geta menn fengiö 200 þúsund króna lán hjá danska rikinu, til þess aö kaupa jörö og hefja búskap. Þessi dvöl mln hér var liöur I þessu þriggja ára starfsnámi, enþriggja mánaöa forskólanum hef ég þegar lokiö. — Hvernig féll þér viö tsiend- inga og islenskt veöur, — þú veist aö viö Islendingar spyrj- um hvern útlending aö þessu. — Jú, jú. Mér féll vel viö ts- lendinga. t Danmörku koma varla neinir gestir, nema boön- ir, en á Skaröi var alltaf aö koma fólk alveg upp úr þurru og án þess aö gera boö á undan sér. En mér féll ekki illa viö þetta og mér finnst tslendingar vera mjög opnir, kátir og hreinskiln- ir. (Þetta kom okkur á óvart, þvi flestir annarra þjóöa menn telja landann fáskiptinn og erfitt aö fá hann til viöræöna, hvaö þá aö hann sé kátur og hreinskilinn.) Ég læröi ekki mikiö I Islensku á þessum tima og viö töluöum mest ensku. Já, og veöriö. Mér fannst þaö eiginlega svipaö og I Danmörku og ég held aö þaö hafi veriö meiri(i) snjór þar en hér, — stundum. En þar er ekki svona hvasst. — Hvort kanntu betur viö sauí féö eöa svinin? — Mér fannst ákaflega gam- an aö kindunum og var ég ekki búinn aö segja aö mér fannst kjötiö af þeim alveg ágætt? 1 Danmörku fáum viö svinin aö- keypt sem litla grisi og ölum þá upp, 150 I senn, eins og faöir minn gerir, en höfum engar gyltur. Ég held aö þaö sé erfitt aö gera upp á milli. Mér er hins vegar minnisstætt þegar viö bööuöum allt féö á Skaröi, 1100 fjár á 12 klukkustundum. Þaö hlýtur aö vera heimsmet! — Ætlar þú aö byrja meö stórt bú? — Ja, ætli ég byrji ekki meö 30 kýr og svona 50 svin. Þaö er ekki gott aö segja. Viö kveöjum hér þennan viö- kunnanlega fulltrúa danskra bænda og árnum honum góörar feröar til ættjaröar sinnar, þar sem „beykiö speglar topp sinn I bylgjum blám” og erum þess fullvissir aö llfi drottningar hans veröur ekki hætt á sumr- inu. Margrétar drottingar Fyns Tidende átti vibtal viö Sesselju Bjarnadóttur, þegar hún kynnti sér búskapinn i heimahögum Claus. man sprog Islandsk pige var fodérmester pá Fyn Bolarnir á lslandi kunna vel aö meta tugguna úr hendl bænda, ekki siöur þótt danskur bóndi eigi I hlut. Claus reyndlst liöUekur viö hvaö sem var á Skaröi, þar á mebal tamningarreiötúra meö Kristni Guönasyni, þótt hestamennska sé ekki mikiö stunduö á Fjóni-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.