Tíminn - 24.03.1979, Síða 19

Tíminn - 24.03.1979, Síða 19
Laugardagur 24. mars 1979. 19 (^^^mt ^ flokksstarfið Framsóknarvist veröur að Hótel Sögu, Súlnasal. miðvikudag- inn 28. mars. Spilaðar verða tvær umferöir og dansað siðan til kl. 1. Húsið er opnað kl. 20.00. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Reykjavíkur. Mosfellssveit- Kjalarnes-Kjós! Fjölskylduskemmtun verður I Hlégarði, sunnudagskvöldiö 25. mars kl. 20.30. Spiluð verður slðasta umferðin i spilakeppni Framsóknarfélags Kjósarsýslu. Sá sem hæstur verður eftir 3. kvöldin hreppur ferð á vegum Samvinnuferða og Landsýnar, einnigverðaþrenneinstaklingsverölaun,3 fyrir karla og 3 fyrir konur. Kaffi verður i hlénu. Hinn frábæri skeipmtikraftur, Jóhannes Kristjánsson skemmtir með eftirhermum og fleiru. Kristján B. Þórarinsson stjórnar spilamennskunni. Allir velkomnir. Árshótíð Framsóknarfélaganna í Reykjavík Arshátið Framsóknarfélaganna i Reykjavik verður haldin i Sig- túni laugardaginn 31. mars. Arshátiðin hefst með borðhaldi kl. 19.30. Frábærir skemmtikraftar hafa ofan af fyrir gestum og loks verður stiginn dans. Miðapantanir i sima 24480 milli kl. 9 og 5. Nánar auglýst siðar. Framsóknarfélögin I Reykjavik. FUF, Reykjavík Félagsfundur miðvikudaginn 28. mars kl. 20.30 að Rauðarárstíg 18 (kaffiteriu). 1. Starfsáætlun félagsins næstu tvo mánuði. Formenn nefnda gera grein fyrir áætlunum. 2. Aðalfundur miðstjórnar 30.3 3. önnur mál Fundarstjóri Jósteinn Kristjánsson F.U.F. Orðsending til Framsóknarmanna í Reykjavík og nógrenni Félag ungra Framsóknarmanna mun selja páskaegg á skrifstof- unni Rauðarárstig 18. Pantanir eru teknar hjá Katrfnu Marius- dóttur framkvæmdastjóra F.U.F. Styrkið Félag ungra fram- sóknarmanna. F tt p Keflavík — Viðtalstími Bæjarfulltrúarog varafulltrúar veröa til viðtals mánudaginn 26. mars n.k. kl. 17.30 — 19 i Framsóknarhúsinu. Framsóknar- VIST að Hótel Sögu Súlnasal Síðasta umferðin verður miðvikudaginn 28. mars Að venju verða spilaðar tvær umferðir og dansað siðan til kl. l. Húsið er opnað kl. 20.00. Framsóknarfélag Reykjavikur Allir velkomnir Kammersveit 0 Einu sinnifórhin frægi sænski skordýrafræðingur, Lindroth, sem nú er nýlátinn, til Banda- rikjanna, og vildi þá m.a. heim- sækja kollega sinn i Harvard, sem var ennþá frægari. En hon- um til undrunar virtist hinn ameriski ilugnameistari ekkert glaöur aö hitta hann, tók kveöju hans fálega, og varð stutt i sam- talinu. Þegar út af skrifstofunni kom bar Lindroth sig illa undan móttökunum við einkaritara Harvardprófessorsins, sem hafði skýringu á reiðum hönd- um: Hún sagöi, að hinn læröi fræðimaður teldi minni sitt vera orðið svo fullt af flugnaheitum og annarra skordýra, aö fyrir hvert nýtt nafn eöa heiti, sem viö bættist, eins og t.d. „Lind- roth”, gleymdi hann einni fiugu, og það vildi hann fyrir enga muni. Olafur Andresson Kveöja frá sveitunga. 1 dag kveðjum viö Kjósverjar oddvita okkar og forystumann, Ólaf Andrésson 1 Sogni, en útför hans verður gerð frá Revnivalla- kirkjú kl. 2. Hann andaðist á heimili sinu 13. þessa mánaöar. Olafur Andrésson var fæddur 26. des. 1909 aö Bæ I Kjós. For- eldrar hans voru hjónin ólöf Gestsdóttir og Andrés Ólafsson, sem lengi bjuggu í Bæ, en siðan á Neðra-Hálsi. Eru börn þeirra jafnan kennd viðþann bæ, en þau voru 13 talsins sem upp komust. Mér er móðir þessara systkina sérstaklega minnisstæð, þegar ég sem unglingur kom að Neöra- Hálsi, þar sem hún dvaldi hjá son um sinum, Oddi og Gisla, siðustu ár sin. Mérfannsthúnhafa bjart- an og höföinglegan svip, og staf- aöi frá henni vinsemd og glaðleg- ri hlýju. Andrés faðir þeirra var dáinn fyrir mina tið, en hann hafði verið greindur hæfileika- maður og vinsæll hjá sveitungum sinum. Hafa mannkostir þessara mérkishjóna erfst i rikum mæli til barna þeirra. Óiafur Andrésson fór á Bænda- skólann á Hvanneyri, og lauk þar búfræðiprófi árið 1935. 26. des 1939 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Kristinu Jakobsdóttur frá Sogni. Hófu þau búskap I Sogni árið 1943, og hafa búið þar siðan. Fljótlega eftir að þau hjón hófu búskap i sveitinni, kom i ljós aö Olafur naut mikils trausts sveit- unga sinna, og voru honum falin margvisleg trúnaöarstörf fyrir sveitarfélagið. Þaö er ekki til- gangurinn með þessum linum, aö telja það allt upp, þvi við sveit- ungar hans þekkjum störf hans, heldur til að minnast hans með virðingu og þakklæti fyrir liína tið. Þegar viö, sem vorum I sveitar- stjórn með Ólafi, komum saman til að minnast fallins foringja okkar, var okkur efst i huga þakklæti fyrir ánægjulegt sam- starf undir hans stjórn, sem ein- — í Sogni kenndist af sanngirni og dreng- skap hans. Þaö var von okkar, að við gætum starfað i þeim anda afram. Það hefur verið ánægjulegt og lærdómsríkt að starfá með ólafi að félagsmálum, og hygg ég að fleirum hafi fundist það en mér. Hafi komið fyrir vandasömmál að fást viö, hefur það veitt öryggiskennd að hafa svo reyndan mann og hygginn sem Ólaf i forystu, til aö íeysa úr þeim. Þó margvlsleg störf hafi hlaöist á Ólaf i Sogni I sveitinni, þá hefur hann einnig verið kvaddur til starfa út á við.i samtökum bænda.Ekkiþætti mér óliklegt að þeir sem þekkja verkin hans best á þeim sviöum, muni minnast hans aö leiðarlokum. Nú á seinni árum hefur hann verið aö segja af sér hinum ýmsu félagsstörfum sem hann hafði með höndum um dagana, enda búinn að gegna sumum þeirra i áratugi. Eflaust þætti mörgum nóg á einn mann lagt, að sinna öllum þeim aukastörfum sem á ólaf hafa hlaöist, þó hann heföi ekki öðru starfi að sinna Hka, en hann hefur fyrst og fremst veriö bóndi, sem þurft hefur aö annast bú sitt heima fyrir, eins og aðrir bændur. 1 þvi sambandi er skylt að minna á, aö Ólafur hefur ekki búiö einn. Hefur Kristin kona hans, staöið viö hliö manns sins i bliöu ogstríðu, af sinum alkunna dugnaöi og myndarskap. Þó ánægjulegt sé að minnast starfa Ólafs fyrir sveit si'na, er hitt ekki siöur, aö minnast hans sem félaga og samferðarmanns í daglegu Ufi fólksins. Ég minnist meðánægju samverustunda með honum, þar sem hann lffgaöi upp á félagsskapinn með gamansemi og skemmtilegum tilsvörum, og þægilegri framkomu sinni. Ef menn tóku saman lagið á góöri stund, léthann ekki sitt eftir liggja. þvi hann hafði góða söng- rödd, sem öllum fannst gaman aö heyra. Þurfti hann hvorki vin né örvandi efni til, því það var hon- um eölilegt aö taka þátt i gleði sveitunga sinna. Þá var gaman aö heyra hann halda ræöur við hátíðleg tækifæri, þar sem sam- an fór gaman og alvara. En þaö var ekki oft sem hann gerði þaö, þvi Ólafur var hlédrægur maöur að eðlisfari, og ekki fyrir að láta á sér bera. A þeim árum sem Karlakór Kjósverja starfaöihér i sveit und- ir stjórn Odds á N.-Hálsi, var Ólafur öflugur liðsmaður kórsins, og ekki sfður i' kirkjukór Reyni- vallakirkju, sem Oddur bróðir hans stjórnar lika. Þær eru orðn- ar margar guðsþjónusturnar sem Ólafur hefur sungið viö á undan- fórnum áratugum, og vert er aö þakka. Viö þau þáttaskil sem nú verða i málum okkar Kjósverja, vil ég þakka fyrir góðar stundir sem ég hef átt ISogni, ogég hygg, aöþeir mörgu, sem notiö hafa gestrisni og veitinga þessara ágætu hjóna, séu sama sinnis. Kristín og Ólafur i Sogni hafa alið upp tvö kjörbörn. Loft Hannes f. 28.sept.1944 og Jódisi f. 17.nóv.l949. Þá hefur fjöldi barna ogunglingadvalið á heim- ili þeirra gegnum árin, um lengri eða skemmri tima. Hafa þau un- að hag sinum vel þar og haldiö tryggö við heimiliö. Nú á siðustu árum hefur bróðursonur Kristin- ar, Hannes Ragnarsson, dvaliö hjá þeim Sognshjónum. Hefur mér sýnst þau reynast honum eins og foreldrar. Kann hann bet- ur viö bústörfin I sveitinni en borgarlifiö. Undanfarið hafa verkin flt á hans heröum aö verulegu leyti, en ólafur varö fýrir heilsutjóni fýrir nokkrum árum og hefúr ekkigetað unniö erfiðisvinnu siðan. Hefur sam- starf þeirra verið báöum gott. Var gaman aö sjá húsbóndann létta lund hins unga manns með góðlátlegri glettni sinni. Er miss- ir hans sjálfsagt ekki minni en fjölskyldu Ólafs. Megi minning um goðan dreng, draga úr sökn- uði þeirra. Stjórnandi Kammersveitar- innar á þessum tónleikum var ungur Svii, Sven Verde, sem stofnaði ka mmersveitina Musica Sveciae áriö 1970, og stóð fyrir þvi að Þorkell Sigur- björnsson semdi kammerverk sérstaklega fyrir þá feðga Wil- helm og Ib Lanzky-Otto. Það verk varð WIBLO, samsett út upphafsstöfum nafna þeirra feöga, ogfrumflutt I Stokkhólmi I fyrra. „Verkið er i einum þætti og fjallar um 3 litil stef, kynnir horniö eitt, pianóiö annaö og strengjasveitin þriðja. Svo skiptast þessir aöilar á stefjum, meðvinsemd, oftast nær”, segir tónskáldið I efiiisskrá. WIBLO er semsagt fyrir pianó (Wilhelm Lanzky-Otto), horn (Ib) og strengjasveit, en heldur alvöru- eöa innihaldslitiö við fyrstu kynni. Þaö er sannariega rétt stefna hjá tónskáldum aö skrifa fyrir afburða hljóöfæraleikara — Mózart, Brahms og margir fleiri stunduöu þetta, og sköpuðu þannig ódauðleg Hsta- verk. En það er i sjálfu sér ekki nóg að tileinka verk frægum eöa snjöllum hljóöfæraleikurum, þvíverkin veröaaðgeta staðiö á eigin fótum, þegar fram i sækir. Annars virðist það vera stefna miöaldra tónskálda vorra, með- vituö eða ekki, að semja fyrir hiö liðandi augnablik, aö marka spor í sandinn. Ondvegisverk kvöldsins var að sjálfsögðu Brahms-trióið sem Rut Ingólfsdóttir (fiöla) lék meðþeim feðgum. Sá flutningur var verulega fin kammermúsik og mikil ánægja á aö heyra, enda stóðRut fyllilega fyrir sinu i þessum hópi. 20.3. Siguröur Steinþórsson Alþingi 0 arfjölda nýrra einbýlishúsa á undanförnum árum. Frádráttarheimild sú, sem gert er ráð fyrir i frumvarpi þessu, er hugsuö þannig, aö fundið sé hversu stór hundraðs- hluti af kostnaðarverði hefö- bundins húss á tilteknu bygg- ingarstigi er söluskattsfrjáls vinna. Sami hundraöshluti af heildarsöluverði verksmiöju- framleidds húss á sama bygg- ingarstigi yrði siðan leyfður til frádráttar heildarsöluverði þess áöur en söluskattur er reiknaö- ur. Miðaö við þessar forsendur má ætla að tekjutap rikissjóðs af frumvarpi þessu og reglugerö þeirri, er i kjölfar þess fylgdi, yröi milli 130 og 170 milljónir króna á heilu ári, miðað við verðlag ársins 1979, og að 40-50% af heildarsöluverði þeirra gerða einingarhúsa, sem nú erualgengastar, yrðu undan- þegin söluskattinum. Kúrdar 0 nánar framtiöarstjórnarfar hjá öörum kynþætti I Iran sem á umliðnum árum hefur heimtað aukna sjálfstjórn en það eru Turkomanar i norðaustur- héruðum landsins við landa- mæri Sovétrlkjanna. t Þökkum hlýhug og vinarþel við andlát og útför Páls Sigurðssonar frá Arkvörn i Fljótshliö. Einnig færum viö starfsfólki Hrafnistu þakkir fyrir veitta umönnun nú siðustu árin. F.h. vandamanna Sigfús Sigurðsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns mins, fööur okkar, tengda- föður og afa Brynjólfs tJlfarssonar, Stóru-Mörk. Guðlaug Guöjónsdóttir, Hanna Kristin Brynjólfsdóttir, Benedikt Sigurbergsson, Ulfar Brynjólfsson, Rósa Aöalsteinsdóttir, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Jón Þorkell Rögnvaldsson og barnabörn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.