Tíminn - 12.04.1979, Page 9

Tíminn - 12.04.1979, Page 9
Fimmtudagur 12. april 1979 9 ATLI MAGNÚSSON: En á meðan ein ályktunin rek- ur aðra og tillögubestu nefndir bera upp ný ráö og æðrast yfir að ekki fæst peningur til aö hrinda þeim fram, frekar en vant er og alltaf verður, eru góðu heilli til aðilar, sem hafa lægra um sig,en aðhafast þvi fleira.og sanna þannig, þótt i smáu sé, hverju privatframtak- ið fær áorkað, þegar hinir opin- berlega til settu eru frá vandan- um gengnir i einum saman talanda. Enn nýr vottur þessarar teg- undar athafnasemi eru þau drungalegu spilaviti fyrir börn, sem á siðustu misserum hafa skotið upp kolli hér og hvar um bæinn og nú er sótt fast á að koma upp i barnflestu úthverf- unum. Þarna er boðið upp á kúluspilskeppnir undir gleri eða kappakstra á skermi, sem tapast sjálfkrafa, en eru glædd- ir ævintýrabjarma með smá blossum eða eldglæringum, og sem lýsa upp ofboðslega málaða súpermenn, þá örskotsstund sem liöur, áður en allt saman slekkur á sér. Tíst á hátíðni,eins og úr rottubúri, á að minna á rafeindir eða geimferðir. Ekki er vandi að skilja, aö svona nokkuö höfðar til barna- skaparins og væri það ekki vegna annars en löngunar til að bregöa fæti fyrir meinlaust gaman, væri það vottur um mikið fúllyndi að amast við glerkössunum. Aftur á móti er það sá örvinglunarsvipur friski reykviski æskulýöur er auðteknari bráð þeim mönnum, sem vilja gildra fyrir auraráö hans með sliku móti, en t.d. fylliraftar i Málmey eða Hull. Vert er að ráðleggja uppalend- um að láta sér verða litið inn á þessi leiðinlegu afdrep eitthvert kvöldið, rökkvuð af tóbaks- brælu, en troðin unglingum og slangri af smælingjum á barnaskólaaldrinum, þar sem þau standa stjörf af tilgangs- lausri eftirvæntingu i kring um hriktandi spilið, en hinir hverfinu verði hlfft við þessum ófögnuði, en áhugi er að sjálf- sögðu á meðal „fiskimann- anna” að leggja netin þar sem sildartorfan er þéttust og taka hana þannig i návigi. í borgar- ráði hefur verið á ferð hugmynd um aö takmarka aðganginn við vissan aldur, en vert að minna á að svipuð yfirdrepsskapar- ákvæöi hafa gilt um þá kassa, sem Rauði krossinn hefur um árabil rekið út um borg og bý, málefni sinu til skammar og einkum hafa þrifist fyrir at- Landlæknirinn ritar bréf til fjölmiölanna nýlega í tilefni af Alþjóðlega heilbrigðisdeginum þann 7. april sl. og gerist þar þess einkar hógværlega hvetj- andi, að landsmenn athugi nú sinn gang i keppninni eftir ryksugum og utanlandssiglingu, en brögð gerast að þvi", að spitalarnir séu látnir taka litiö lasin börn til umönnunar, vegna álags á foreldrunum, sem ekki geta vikiö úr yfirvinnu sinni. Nú eru ekki tök á þvi i stuttri grein sem þessari er ætlað að vera, aö byrja að bollaleggja um allt yfirvinnufárið á Islandi. Hins vegar mættu menn hugleiða hvort ástæða sé til að láta þaö átökulaust aö börn sem eru við fulla heilsu, en þurfa vegna álags á foreldrunum að hafa ofan af fyrir sér án nokkurrar handleiöslu þeirra séu ofurseld einhverjum kaupahéðnum, sem sjá sér peningavon I vegaleysi þeirra. Þótt engar vonir standi til að nefndir finni nein patent til úrbóta á vandræðum þessa unga fólks, sem liggja njörvuö inni I varla leysanlegum rembihnútum félags og atvinnulífs I landinu,er ekki þar með sagt að þörf sé á aö gera illt verra. t tilefni af alþjóölegum heilbrigöisdegi á barnaárinu, er þvi tilvalið að leggja til atlögu gegn spilavitunum og eitur- verkunum þeirra og halda áfram að hugsa upp eitthvaö þarfara handa börnunum að sýsla, jafnt þótt ekki komi upp viö leitina annað en einhverjar ályktanir, sem enginn hlustar á. Þær eru þó alltaf meinlausar. einskisnýtis, sem hvilir á þessu æskulýðsstarfi, sem mest kval- ræöi er upp á að horfa. Kassar eins og þessir eru auövitað ekki fundnir upp I gær og hafa þekkst lengi i útlöndum, og þá einkum i litilsigldari bjórstofum eöa matsölum, sem hættar eru að gera sér rellu út af áliti sinu. Þennan hugblæ framandi lágstéttallfs hefur lika heppnast óaðfinnanlega að laða inn að gafli á nýju spilasölun- um, og eftir þvi betur sem hinn krúkkuðu hlma álengdar. Samtök fólks I Breiöholti hafa sent yfirvöldunum bréf, þar sem borin er fram ósk um aö beina smákrakka. Aö öðru leyti hljóta góðir menn að vona aö Framfarafélagi Breiðholts megi verða að ósk sinni. Mikiö hefur verið um það rættog skrifað um það í blöðin, hvert vandamál þeir unglingar eru, sem ekkert hafa sér til afþreyingar og engan samastað eiga í óteljandi frístundum eftir skólann. Þótt brugðið hafi verið á ráð eins og þau að halda þeim böll á sérstökum stöðum,eða eggja þá til að mæta í tómstundahöllinni og splæsa þar vír eða koma í skák, þá hrífur það hvergi nóg til þess að leysa vandamáliðog enginn veit fyrr en þeir eru komnir í hersingum á vettvang á Hallærishorninu eða öðrum jafn óæskilegum stað með eitt eða tvö pör af lögregluþjónum lónandi í kring á hæfilegu færi. Spilakassarnir Sá besti frá JAPAN Frá 1. maí verður P. Stefánsson hf. með einkaumboð á íslandi fyrir Mitsubishi Motor Corporation í Japan. Þá bjóðum við hinn frábæra GALANT SIGMA sem farió hefur sigurför um heiminn, vegna framúrskarandi gæða og öryggis. Verð kr. 4.185.000.- Miðað við gengisskráningu 12. 3.1979 Fyrsta sending til afgreiðslu í maí P. STEFÁNSSON HF. SÍÐUMÚLA 33 — SlMI 83104 • 83105

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.