Tíminn - 12.04.1979, Síða 13
Fimmtudagur 12. aprll 1979
13
• Hluti breska flotans á Ermarsundi.
þvl a6 tryggja siglingaleiöina til
Indlands og sama er aö segja
um löndin viö Persaflóa. 1
Austur-Afriku voru Bretar einn-
ig aö hugsa um öryggi Indlands.
1 Astraliu höföu ýmsir stórhuga
imperialistar á prjónunum
áætlanir um aö byggja flota-
stöðvar til þess aö tryggja völd
Breta á Kyrrahafi og koma i veg
fyrir hugsanlega útþenslu Jap-
ana og jafnvel Bandarikja-
manna. Af þvi varö ekki, en alla
19. öld og langt fram á þá 20. var
brezki flotinn einráöur á höfun-
um. Hann var hald og traust
Breta og þegar striö spuröist úr
fjarlægum heimshornum
spuröu gæfir og jafnlyndir Eng-
lendingar jafnan: Hvar er flot-
inn?
Andi heimsveldisins
Nú á dögum veröa næsta fáir
til þess að mæla heimsvalda-
stefnu bót. A 19. öld þótti hún
næsta sjálfsögð. Ungir Englend-
ingar voru t.d. aldir upp til þess
aö geta þjónaö guöi og drottn-
ingunni sem bezt I fjarlægum
heimsálfum. Þeim var kennt aö
þeir væru herrar heimsins, lög-
gæzlumenn, boöberar siðmenn-
ingarinnar og umfram allt bæri
þeim aö nýta þau tækifæri, sem
heimurinn heföi uppá aö bjóöa.
Gjarnan var ungum mönnum
sögö sagan af miö- og lágstétt-
armönnum, sem höfðu yfirgefiö
heimahagana meö létta pyngju
og lagt út I hinn stóra heim i
þjónustu fööurlandsins og orðiö
voldugir og rikir menn. Slikir
menn voru góöar fyrirmyndir:
Þeir voru hraustir, dugmiklir,
liföu djarft og dóu ungir. Enginn
efi er á þvi, aö slikar sögur
höföu oft mikil áhrif og hvöftu
marga unga menn til þess aö
yfirgefa ofbyggt heimalandiö og
freista gæfunnar i fjarlægum
álfum. A hinn bóginn kom þaö
oft i ljós, aö margir Englending-
ar vissu litiö sem ekkert um
veröldina utan sinnar heima-
byggðar. Þeir vissu aö heims-
veldiö var til, töldu þaö hafa
gert öðrum þjóöum ósköp gott
og aukið velsæld Englendinga
sjálfra, en raunverulega þekk-
ingu skorti. Margar skoplegar
sögur eru sagðar af heimaln-
ingshætti og nesjamennsku
Breta á þessum árum. „Þoka á
Ermarsundi og meginlandið
einangrað”, sagði i frægri
blaðafrétt. „Land svertingj-
anna byrjar I Calais”, var fræg
skrýtla og flotaforinginn frægi
Fisher lávarður skrifaöi konu
sinni frá Frakklandi og sagöi
„(Jtlönd er hryllilegur staöur...,
ég fer þangað aldrei aftur”.
Bretar breyttu dýra- og
plönturiki heimsins
Snjallir imperialistar voru
fljótir að uppgötva, aö vegna
viöáttu heimsveldisins var allt-
af sumar, einhversstaöar i veldi
Viktoriu. Þess vegna lá næsta
beint við, að með réttu skipulagi
ræktunar og framleiðslu gátu
Bretar orðið sjálfum sér nógir
um flesta hluti, svo matvæli
sem annað. Til þess að auka
framleiðsluna hikuðu þeir ekki
við að flytja bæði plöntur og dýr
frá einni heimsálfu til annarrar.
Oft tókst þetta með ágætum og
varð til þess að nýjar nytja-
plöntur tóku aö vaxa I nýjum
löndum, þar sem þeirra var
þörf. En oft endaði þetta meö
ósköpum, nýju plönturnar
eyddu öörum, sem fyrir voru og
urðu sjálfar til einskis gagns.
Og oft tókustflutningar á dýrum
illa. Frægasta dæmið er flutn-
ingur á Irsku kanínukyni til
Astraliu þar sem þær juku svo
viðkomu sina, að plága varö af.
Og ekki má gleyma hinum
miklu þjóðflutningum, sem
Bretar stuöluðu að. Indveriar
voru fluttir til Afriku i stórum
stil, negrar til Ameriku og svo
mætti lengi telja.
öllum þessum þáttum og
fjöldamörgum öörum lýsir
James Morris i sinni ágætu bók.
Hann gerir ekki tilraun til þess
að segja sögu brezka heims-
veldisins og leggur aldrei sögu-
legt mat á viðfangsefni sitt. Enn
siöur reynir hann aö meta
heimsvaldastefnuna til góös eöa
ills. Viöfangsefni hans er aö lýsa
heimsveldinu, eins og þaö kom
mönnum fyrir sjónir og þaö
tekst honum ágæta vel. Og ekki
er minnst um það vert, aö frá-
sagnarmáti og still höfundar
erumeöágætum, liflegur, léttur
og skemmtilega kiminn.
Bók James Morris er hluti
þriggja binda verks um heims-
veldið brezka og mun vera miö-
bindiö, hiö fyrsta fjallar um
upphaf og byggingu heims-
veldisins, og hiö siöasta um
hrun þess.
Jón Þ. Þór.
Vörubifreiðastjórar
1Í:Í:Í:l!!i!ÍÍÍitU‘Í!
Sendið okkur
hjóibarða
og látið setja
VUL-CAP
kaldsólningar-
munstrið á
barðann.
b'liLlllLllI
Smiðjuvegi 32-34 - Símar 4-39-88 & 4-48-80 - Kópavogi
REIIIIIHURÐn SKHPRR
ERU SÍGILD LAUSN
Viðartegundirnar teak, eik
og álmur ávallt fyrirliggjandi.
Við sendum um land allt,
en útsölustaðir okkar
eru:
JL-húsið Reykjavík,
Húsgagnakjör Reykja vík,
Húsgagnaverziun Axels Eyjóifssonar
Kópavogi,
Nýform Hafnarfirði,
Bústoð Keflavík,
Kjörhúsgögn Selfossi,
Bólsturgerðin Skjlufirði,
Vömbær Akureyrí
Kaupfðlag Þingeyinga Húsavík,
Verzlun Elíasar Guðnasonar Eskifirði og
Egilsstöðum.
Vinsamlega sendið mér upplýsingar um skápana.
5 hentugar stærðir.
Hæö: 240 sm.
Breidd: 110 sm.
Dýpt: 65 sm.
Hæö: 173 sm
Breidd: 110 sm
Dýpt: 60 sm
Nafr
Breidd A: 175 sm.
Breidd B: 200 sm.
Hæö: 240 sm.
Dýpt: 65 sm.
Heimili
Hæð: 240 sm.
Breidd: 240 sm.
Dýpt: 65 sm.
AXEL EYJOLFSSON
HUSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 9 KÓPAVOGI SÍMI 43577
IV, G A u
if iö
Auðveldir í uppsetningu
fyrir hvern sem er.