Tíminn - 12.04.1979, Síða 14
14
Fimmtudagur 12. april 1979
Alternatorar
1 Ford Bronco,
Maverick,
Chevrolet Nova,.
Blaser,
Dodge Dart,
Playmouth.
Wagoneer
Land-Eover,
Ford Cortina,
Sunbeam,
Flat,
Datsun,
Toyota,
VW, ofl. ofl.
Verð frá
kr. 17.500.-.
Einnig:
Startarar,
Cut-Out,
Anker,
Bendixar,
Segulrofar,
Miöstöövamótorar
ofl. I margar
teg. bifreiöa.
Póstsendum.
Bflaraf h.f.
S. 24700.
Borgartúni 19.
Tollvörugeymslan
Aðalfundur
Aðalfundur Tollvörugeymslunnar h.f.
verður haldinn að Hótel Loftleiðum,
Kristalsal, föstudaginn 20. april 1979 kl.
17.00
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Lagabreyting (Hlutafjáraukning).
3. önnur mál.
Stjórnin
Hjólbarðasólun, hjólbarðasala
og öll hjólbarða-þjónusta
N’ú er rétti timinn til
að senda okkur
hjólbaröa til
sólningar
Eigum fyrirliggjandi
flestar stœröir
hjólbarða,
sólaöa ofi
nýja
Mjög
gott
verð
’flsruno (t sportvöruverzlun
AUSTURVERI Háaleitisbraut 68 Simi 8 42 40
SERVERZLUN
HEST AMANNSINS
AÐEINS VANDAÐAR VÖRUR
VERZLIÐ í SÉRVERZLUNINNI
PÖSTSENDUM
Kvikmyndahornið:
Hvað verður í
kvikmyndahúsum
um páskana?
Aö þessu sinni er Kvik-
myndahorniö helgaö kynningu
á páskamyndum kvikmynda-
húsanna í Reykjavlk. S.l.
sunnudag var fjallaö um tvær
páskamyndir, þe. Silfurrefina
IRegnboganum og Vlgstirniö i
Laugarásbió. þannig aö þær
eru ekki teknar meö I þessu
yfirliti.
Þegar þetta er ritaö er ekki
ljóst hvaöa mynd Hafnarbió
sýnir um hátiðarnar, en ýmis-
legt bendir til þess að þaö
verði kvikmynd Michael Lind-
say-Hogg Nasty Habits með
Glendu Jackson, Melindu
Mercouri, Geraldinu Page og
Anne Jackson. Nasty Habits
er gamanmynd um valdaátök
I nunnuklaustri.
Fjalakötturinn, kvikmynda-
klúbbur framhaldsskólanna,
sýnir fræga tónlistarmyndi
Monterey Pop með Janis
Joplin.Jimi Hendrix, Mamas
and Papas, Otis Redding, The
Who o.fl.
GK
' W'x'
. w í
5HÁSKÖJ
Heljar-
menniö
Þaö munu vera um þaö bil 45
ár síöan teiknimyndaserian um
Superman sá fyrst dagsins ljós.
Feöur Supermans voru
teiknararnir Jerry Siegel og Joe
Shuster sem nú eru 64 ára.
Báöir búa þeir viö knöpp kjör,
annar I Los Angeles en hinn I
New York. Páskamynd Há-
skóiabiós Superman.sem byggö
erá teiknimyndaseriunni þeirra
færir þeim hvorki guli né græna
skóga vegna þess aö þeir afsöi-
uöu sér höfundarréttinum fyrir
all löngu siöan.
Kvikmyndin um Superman er
látin byrja árið 1948 á þvi að
Jor-El,einn af meölimum þings
reikistjörnunnar Krypton fær
þrjá af mönnum hershöfðingj-
ans Zod dæmda fyrir landráð.
Þingið skellir hins vegar skolla
eyrum við aðvörunum Jor-El
um.að plánetan sé i þann veginn
að dragast að sólinni sem hún
snýst i kringum. Aður en þær
hamfarir eiga sér stað senda
Jor-El og kona hans Laura son
sinn til jaröarinnar. Vegna sér-
stakrar byggingar frumanna i
likama sonarins er hann gæddur
ofurmannlegum krafti. Barn-
laus hjón Marta og Jonathan
Kent sem búa I einu af miörikj-
um Bandarikjanna finna dreng-
inn og ala hann upp. Eftir dáuða
Jonathans birtist drengnum
andi Jor-El sem tekur hann i 12
ára námsferð um geiminn. Þri-
tugur að aldri snýr hann til baka
til jarðarinnar sem Clark Kent,
hlédrægur blaðamaður á Daily
Planet sem er gefið út I borginni
Metropolis. Ekki llöur á löngu
þar til upp kemur orðrómur um
einhvern furðufugl sem sést hafi
á flugi yfir borginni og láti til sln
taka þegar hætta steðjar aö Ibú-
um Metropolis.
Christopher Reeve sem Superman
Aðalhlutverk I þessari dýr-
ustu kvikmynd sem gerð hefur
verið (kostnaðurinn nemur 35
milljónum dollara) eru I hönd-
um Marlon Brando (Jor-El),
Christopher Reeve (Superman)
Margot Kidder og Gene Hack-
man. Leikstjóri er Richard
Donner, en kvikmyndahandritið
er skrifað af 4 aðilum þeirra á
meðal Mario Puzo. Sagt er að
tæknin sem notuð er I kvik-
myndinni tæki öllu fram jafnvel
þeirri sem notuð var I Close En-
counter of the Third Kind og
2001.
Þess má geta að væntanleg
innan skamms er Superman 2
en hún var tekin um leið og fyrri
hlutinn sem nú verður sýndur I
Háskólabiói. GK
Tónabíó
Annie
Hall
Páskamynd Tónabiós Annie
Hall er án efa I hópi þeirra
kvikmynda sem mest er
spunnið I af þeim sem reyk-
vlsk kvikmyndahús bjóöa upp
á aö þessu sinni.
Leikstjóri og höfundur
handrits Annie Hall er hinn
frægi Woody Allen. Sögusviö
kvikmyndarinnar er þaö um-
hverfi sem Allen er borinn og
barnfæddur i,Manhattan eyja I
New York. Hún fjallar um
ástarsamband og sambúð
grinistans Alvy Singer
(Woody Allen) og söngkonun-
ar Annie Hall (Diane Keaton).
Likt og hjá flestu ungu fólki er
búskapurinn hnökralaus I
upphafi en þegar frá llður og
mesta nýjabrumið af taka
sambúðarerfiðleikar aö gera
vart við sig sem valda þvi að
Annie yfirgefur Alvy og flytur
til Los Angeles.
Kvikmyndin Annie Hall
hefur hvar vetna hlotið mikla
aðsókn og góða dóma. Sjálf-
sagt er megin ástæðan fyrir
hinum jákvæðu viðbrögðum
við myndinni sú á hversu
raunsæjan og hreinskilin hátt
húnfjallarum samskipti karls
og konu, sem lifa i nútima
þjóðfélagi sem viðurkennir
jafnrétti kynjanna I orði en
ekki á borði.
Gallinn við kvikmyndir
margra ameriskra grinista er
oft sá að þeir skjóta yfir mark-
ið. Þessu er ekki til að dreifa
um Annie Hall. Woody Allen
notar háðið I myndinni sem
tæki til að vekja athygli á
ýmsu,sem betur má fara og á
þann hátt að grinið verður
aldrei afkáralegt heldur eðli-
legur þáttur I persónulegustu
kvikmynd hans til þessa.
GK
Úr kvikmyndinni Annie Hall.
Diane Keaton og Woody Allen.