Tíminn - 12.04.1979, Page 15
Fimmtudagur 12. aprll 1979
mmm
15
A1 Pacino I Dog Day After-
Gestapoforinginn Von Berkow (Malcolm McDowell) að störfum IkvikmyndinniThe Passage.
Hættuleg
sendiför
Gamla bió sýnir flunku nýja
breska kvikmynd sem heitir
Hættuleg sendiför (The
Passage). Hún gerist á striðs-
árunum og er um baska sem
tekur aö sér fyrir mikla fjár-
fúlgu aö flytja virtan visinda-
mann, prófessor Bergson, frá
Frakklandi til Spánar. Þegar
myndin gerist hafa Þjóöverjar
hernumiö stóran hluta Frakk-
lands og þeir hafa litinn áhuga á
þvi, aö Bergson gangi þeim úr
greipum. Baskanum haföi skil-
ist aö hann ætti aö flytja
Bergson einan og þegar hann
kemst aö þvi aö prófessorinn er
meö konu og tvö börn vill hann
hætta viö allt saman. Þaö
veröur þó úr aö hann tekur
verkiö aö sér og lendir hópurinn
i margvfslegum erfiöleikum og
heldur óskemmtilegum sam-
skiptum viö Gestapo á flóttan-
um frá Frakklandi.
The Passage er gerð eftir
skáldsögu Bruce Nicolaysen.
Leikstjóri er J.Lee Thompson
og i aöalhlutverkum eru
Anthony Quinn, James Mason
og Malcolm McDowell.
Fyrir yngri kvikmyndahúsa-
gestina sýnir Gamla bió Walt
Disney gamanmynd sem ber
nafnið Gussi. Hún er um fer-
fættan júgóslavneskan asna
Gussa, sem gæddur er rikum
hæfileikum til stórafreka i ame-
riskum fótbolta. Hank Cooper
stjórnandi fótboltaliðsins
„Kjarnorkukarlar” fær asnann
til Bandarikjanna i þvi skyni aö
bjarga liði sinu úr fallhættu.
Ekki er ástæða til að ætla annað
en Gussi geri sitt besta I mynd-
inni.
Það eru Edward Asher og Don
Knotts sem bera hitann og
þungann af þvi að skemmta
áhorfendum með þvi að fara
meö aðalhlutverkin I Gussa.
G.K.
-Donna Summer I Thank God It’s Friday.
Guði sé
lof,það er
kominn
föstu-
dagur
Þaö fyrirbrigði sem valdið
hefur byltingu á skemmtana-
máta ungs fólks á þeim áratug
sem senn er á enda eru diskó-
tekin. Þau hafa þotið upp eins
og gorkúlur á fjóshaug um all-
an heim og nánast leyst gömlu
góðu hljómsveitarböllin af
hólmi. Diskótekin eru það sem
gildir og þangað þyrpist ungt
fólk til að skemmta sér.
Eins og vænta mátti hefur
diskótekiö oröiö umhverfi
nokkurra kvikmynda s.s.
Saturday Night Feversem hér
var sýnd s.l. haust. Páska-
mynd Stjörnublós, Thank God
It’s Fridayer af svipuðu tagi
og Laugardagskvöldsfárið.
Hún gerist á einu föstudags-
kvöldi i diskóteki. Þangað fara
allir sem vettlingi geta valdiö,
annað hvort i ævintýraleit eða
til að taka þátt I diskódans-
keppni. Þetta ákveðna kvöld
er fyrirhugaö að The
Commondoresskemmti.en um
tima er allt útlit fyrir að af þvi
geti ekki orðið vegna þess aö
hljóöfæri hljómsveitarinnar
hafa týnst.
Með aöalhlutverk i Thank
God It’s Friday fara Valerie
Landburg, Terri Nunn, Click
Vennera og Donna Summer.
GK
Bankarán
um miðjan
Þann 22. ágúst 1972 um nón-
leytiö byrjuðu útvarpsstöövar
I New York að flytja óvenju-
legar fréttir. Tveir menn
höfðu tekið litið bankaútibú á
Manhattan á vald sitt og héldu
12 manns I gislingu. Til-
gangurinn var aö afla fjár til
að kosta kynskiptingaraögerð
á vini annars bankarækningj-
ans, þannig að þeir gætu
gengið I hjónaband. Tvi-
menningarnir komast hins
vegar aö þvi að reiöufé er af
skornum skammti I útibúinu.
Til að freista þess að ná settu
marki snúa þeir sér að fjöl-
miölunum og reyna að afla sér
samúöar almennings. I nokkr-
ar klukkustundir beinist at-
hygli ibúa New York að
bankaræningjunum og mál-
staö þeirra.
Þetta er f stuttu máli sögu-
þráöur myndarinnar Dog Day
Afternoon sem Austurbæjar-
bló frumsýnir annan i pásk-
um. Leikstjóri er Sidney
Heimsstyrjöldin
síðari í máli og
myndum
Páskamynd Nýja biós er dá-
litið sérkennileg að þessu sinni.
Hún heitir á frummáli All This
And World War 2,leikstýrð af
Susan Winslow,
1 kvikmyndinni er timabil
seinni heimsstyrjaldarinnar
tekið til skoöunar frá ýmsum
sjónarhornum. Þaö er gert meö
þvi að skeyta saman frétta-
myndum, heimildarmyndum og
leiknum myndum frá þessum
árum. Tónlistin sem flutt er I
kvikmyndinni er eftir þá félaga
John Lennon og Paul McCart-
Lumet,sem þekktur er fyrir
kvikmyndirnar The Anderson
Tapesog Serpico. Frank Pier-
son er höfundur handrits og er
sagt aö það lýsi mjög vel
sálarástandi bæöi þeirra sem
ræna banka og ekki siöur
þeirra.sem lenda i þvi að vera
haldið i gíslingu. Kvikmyndin
fjallar einnig um ýmiss viö-
kvæm mál eins og réttinda-
baráttu kynvillinga, sem viða
er ofarlega á baugi.
Dog Day Afternoon hefur
yfirleitt hlotið_ mjög góöa
dóma,en i aöalhlutverkum eru
A1 Pacino, sem þekktastur er
fyrir leik sinn i myndunum um
Guöfööurinn, James Brodrick
og Charles Durning.
GK
ney en leikin af ýmsum lista-
mönnum, m.a. Ambrosia, The
Bee Gees, Four Seasons,
Frankie Laine, Rod Stewart og
Tinu Turner.
Páskamynd númer tvö i Nýja
bíói er teiknimynd um tusku-
brúöurnar önnu og Andi auk
fleiri leikfanga sem litil stúlka
Marselle á. Þau eru gædd þeirri
náttúru að vakna til lifsins þeg-
ar aörir gefa sig Óla Lokbrá á
vald. Samkvæmt upplýsingum
forráöamanna Nýja biós á þessi
mynd erindi til ungra sem eldri.
GK
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
SérhæfÓ þjónusta.
AÖstoÓum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
E-T
LokuÓ
vökvakerfi
= HEÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA