Tíminn - 09.05.1979, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.05.1979, Blaðsíða 2
 Miðvikudagur 9. mai 1979 Tyrkir spila út trompum sínum — gefa engin vilyrði um framhald á herstöðvaasamningum við Bandarikin Ankara/Reuter — Sérlegur sendimaöur Carters Banda- rikjaforseta hvarf i gær frá Tyrklandi þar sem hann hefur verið að leita hófanna um framlengingu samnings við Tyrkland um bandariskar herstöðvar þær, sem meöal annars gegn þvi mikilvæga hlutverki að fylgjast með hernaöarumsvifum Sovét- raanna. Virðist svo sem sendimaður Carters hafi horfið á braut frá Tyrklandi án þess að hafa hlotið endanlegt svar. í Tyrk- landi rikir nú mikið efnahags- legt öngþveiti og einnig póli- tiskt, og samtimis hafa at- burðirnir i Iran haft það i för með sér að mikilvægi aðstöðu Bandarikjamanna I landinu hefur vaxið um allan helming. Bulent Ecevit forsætisráð- herra Tyrklands sagði eftir fund við sendimann Carters að Bandarlkjastjórnf heföi enn ekki svarað ótvirætt kröfum Tyrkja um efnahagslega og. hernaðarlega aðstoð en Tyrkir litu á svör 1 þeim efnum sem fyrsta skilyrði vilyrðis um áframhaldandi aðstöðu Bandarikjahers I landinu. Carter álitur mjög mikil- vægt nú að ná samningum við Tyrki strax og einnig um byggingu fleiri eftirlitsratsjáa Ilandinu til að vega upp á móti þeim sem Bandarikjamenn misstu I tran. Að visu fullyrða bandarlsk stjórnvöld að þeir hafi með núverandi aðstöðu I Tyrklandi næga möguleika á að fylgjast með athöfnum Sovétmanna, en Carter álltur þó nauðsynlegt að ná sam- komulagi strax til þess að auð- velda baráttuna við þingið um SALT 2 samninginn, en sex og hálfs árs vinna gæti farið til ónýtis segði þingið nei, sem enn sem komið er, er allt eins llklegt. Ljóst er þó að þegar sendi- maður Carters fór frá Ankara I gær hafði ekkert miðað I samkomulagsátt enda óllklegt annað en Tyrkir geri sér fulla grein fyrir aðstöðu sinni um þessar mundir til að fá það sem þeir vilja frá Bandarlkja- mönnum. Bandariskar eftirlitsstöðvar I Tyrklandi. Flokkur Kreisky hlaut 95 þingsæti Vín/Reuter — Þegar utankjör- staðaatkvæða höfðu verið talin I Austurrlki I gær kom i ljós að sósialistaflokkur Bruno Kreisky kanslara hafði tapað einum manni frá þvl er búist var viö er öll önnur atkvæði höfðu veriö talin nema 130 þúsund utankjör- staðaatkvæði. Sósialistaflokkurinn hefur eft- ir sem áður þægilegan meiri- hluta yfir stjórnarandstöðuna eða sjö þingsæti, hlaut alls 95 þingsæti og bætti viö sig tveim- ur þingmönnum frá kosningun- um 1975. Stjórnarandstaðan hefur nú 88 þingmenn og þar af hefur Ihaldsflokkurinn 77 þing- sæti. Samkvæmt stjórnarskrá Austurrikis mun stjórn Kreisky segja af sér I dag. Þar er þó að- einsum formsatriði að ræða þar sem stjórnin kemur til með að sitja áfram. Austurríkismaður verður framkvæmdastjóri Evrópuráðsins Strasbourg/Reuter — Austur- rlski stjórnmálamaðurinn Franz Karasek var I gær kjör- inn aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins með mjög naumum meirihluta. I Evrópuráðinu á 21 land full- Svíar ríða á vaðið Manila/ Reuter — Svlar urðu I gær fyrstir þjóöa til að bjóöa framlag sitt I sjóö, sem fjallaö hefur veriö um að stofna á ráð- stefnu rlkra þjóða og fátækra 1 Manila, en markmiö sjóðsins yrði að hjálpa þróunarlöndum við að komast inn á verslúnar- markaöi með framleiðsiu sina. Sænski viðskiptaráðherrann, Hadar Cars, sem situr ráöstefn- una bauö I gær framlag Svia til þessa sjóðs en lét þó i ljós efa- semdir um að Sviar gætu lagt eins mikið fram I framtlðinni til þessa verkefnis og ráð væri fyrir gert I hugmyndum að stofnun sjóðsins. Ekki er búist við að margar aðrar þjóðir bjóöi jafn greiðlega framlag sitt til fyrsta áfanga sjóösstofnunar- innar og Svíar hafa gert. trúa og hlaut Karasek 78 atkvæði gegn 74 atkvæðum sem sendiherra Svla I London, Olof Rybdbeck, hlaut. Er Karasek annar Austurrlkismaðurinn sem hlýtur þetta embætti síðan ‘Evrópuráðiö var stofnað árið 1949. Hann mun taka við störf- um 17. september næstkomandi af hinum v-þýska Georg Kahn - Ackermann. ísraelsmenn felldu brúð- kaupsgestina Carter biður þá að hætta árásum Beirut-Tel Aviv-Washington/ Reuter — tsraelsmenn gerðu i gærfþriðja daginn I röð, miklar sprengjuárásir úr lofti á flótta- mannabúMr Palestlnuaraba I Llbanon. Þessar aðgerðir Israels- manna mæta nú stöðugt vax- andi andúð og beindi stjórn Bandarlkjanna þvi til tsraels- manna I gær að hætta árásun- um. I tilkynningu Bandarikja- stjórnar var þó sagður góöur skilningur á því að þessar að- gerðir beindust gegn hryðju - verkamönnum sem ósjaldan hefðu fórnað saklausum manns- llfum. Einnig var Israelsmönn- um þökkuð yfirlýsing þeirra um að þeir vildu stuðla að samein- uðu Libanon. Þá undirbýr nú öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ftind um málið, að kröfu Llbanonsstjórn- ar. Yasser Arafat leiðtogi PLO hefur hótað Israelsmönnum, að Pa le stln us kær ulið ar m u n i h ef na þessara árása grimmilega I landi tsraelsmanna sjálfra. Að sögn hernaðaryfirvalda I ísrael beindust árásir þeirra I gær að búðum palestlnskra hryðjuverkamanna, en stjórn- völd i Llbanon fullyrtu, að allir þeir, sem fórust, hafi verið Libanonmenn er setið hafi brúð- kaupsveislu I þann mund er árásin var gerð. Þróunarlöndin gera kröfur — á alþjóðlegri ráðstefnu um verslun og viðskipti Manila/ Reuter — Nú stendur yfir mánaðarlöng ráðstefna rikra þjóða og fátækra I Manila á Filippseyjum og settu þróun- arlöndin I gær fram „ofboösleg- an” kröfulista, að sögn Reuters- fréttastofunnar. Segja fulltrúar þróunarland- anna, að aðeins skorti pólitiskan vilja til aö breyta þvl efnahags- ástandi I veröldinni, að hin rík- ari lönd veröa stöðugt ríkari og hin fátækari stöðugt fátækari. A kröfulista þróunarlandanna eru meðal annars þessi atriöi: Að verndaraðgerðum ríkari þjóöa linni og þróunarlöndunum verði gert kleift betur en nú er, að komast inn á markaði með framleiðslu slna. Að stuðlað verði aö stofnun markaðs- bandalaga um ákveðin hráefni svo sem OPEC er fyrir olluna. Skorður verði settar risafyrir- tækjum, sem teygja sig með framleiöslu sina um alla veröld. Stórlega verði aukin framlög rlkari þjóða til þróunarlanda, meðal annars aukið framlag Bandarlkjanna, Frakklands, V- Þýskalands og Japans um 25% næstu þrjú árin. Og mjög aukin aðstoð við fátækustu löndin I orkumálum. írakar og Frakkar skipta á olíu og vopnum Paris/ Reuter — trak mun inn- an skamms undirrita 1,5 billjón dollara kaupsamning viö Frakkland um meðal annars 100 Mirage orrustuþotur og önnur fullkomin vopn I skiptum fyrir oliu, upplýsti franskur stjórnar- talsmaður I gærdag. Eru Frakkar um þessar mundir að undirbúa för hátt- settrar sendinefndar til Bagdad til að gera út um samninga þessa. Hafa trakar áður keypt vopn af Frökkum, en meö samningi þessum munu þau vopnakaup að minnsta kosti þrefaldast, að sögn kunnugra. Undanfarið hafa þeir mest byggt á sovéskum skriödrekum og orrustu- og sprengjuflugvél- um, en þeir vilja ekki vera of háðir einhverju einu rlki og hafa þvl ákveðið að dreifa vopna- kaupunum meira en verið hefur. SALT 2 líklega undirritaður í Stokkhólmi 13. til 15. júní mm ERLENDAR FRETTIR U msjón — Kjartan Jónasson - WAshington/ Reuter — Banda- rlskir og sovéskir fulltrúar hafa nú lagt slðustu hönd á$ALT 2 samkomulag rlkjanna og voru I gær að koma sér saman um hvenær og hvar samningarnir verði undirritaðir, hermdu á- reiðanlegar fréttir I Bandarikj- unum I gær. Sexoghálft ár er nú liðiö frá því samningaviðræöur um þennan lið afvopnunar milli risaveldanna hófust og I gær komu saman á fund Cyrus Vance utanrikisráðherra Bandarikjanna og Anatoly Dobrynin sendiherra Sovét- rikjánna I Bandarikjunum til aö leggja siðustu hönd á samkomu- lagið. Búist er viö samkomulagi I dag um að samningurinn sé núna i höfn og hvenær og hvar hann verði undirritaður. Frá Moskvu hafa þær fréttirþegar borist, að ráðamenn þar muni kjósa Stokkhólm sem vettvang undirritunar meöal annars vegna lélegs heilsufars forset- ans. 1 sænska útvarpinu var þaö og í gær haft fyrir satt að SALT 2 samningurinn yrði undirritað- ur IStokkhólmi 13. til 15. júni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.