Tíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 14. júni 1979 a'M'MÍ'Í! WM Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kl. 3.000.00 —á mánuöi. Biaöaprent Erlent yfirlit Nú kemur Howe vel að vera skapgóður Salt — 2 Á morgun hefst i Vinarborg fundur forseta Bandarikjanna og Sovétrikjanna, þar sem undir- ritaður verður samningur um takmörkun á ger- eyðingarvopnum þessara rikja, Salt-2-samningur- inn svonefndi. Salt-l-samningurinn, sem gerður var milli sömu rikja i stjórnartið Nixons, var spor i sömu átt. Hann var ótvirætt mikilvægur byrjunar- áfangi og ber að viðurkenna frumkvæði og frarn- sýni Nixons á þvi sviði,þótt honum væru mislagðar hendur i öðrum efnum. Salt-1 gilti aðeins til fimm ára, enda ætlað að vera upphaf að öðru meira. Við- ræður um nýjan samning voru strax hafnar á fyrra stjórnarári Fords og hafa staðið yfir stöðugt siðan. Ástæðan er m.a. sú, að það er enn meira tæknilegt en stjórnmálalegt vandaverk að gera slikan samning. Sökum áhuga beggja aðila, náðist þó samkomulag að lokum. Með Salt-2 er stigið enn stærra spor en með Salt-1 i þá átt að takmarka gereyðingarvopn risaveldanna tveggja. Af hálfu þeirra, sem vilja draga úr vigbúnaði og viðsjám, er mikil ástæða til að fagna hinum nýja samningi. Hann glæðir vonir um, að áfram verði haldið á þessari braut. Þannig verði dregið úr striðshættunni, og hinu gifurlega fjármagni, sem nú rennur til vigbúnaðar, varið til framfara og umbóta, sem geri mannlifið betra og bjartara og þó einkum hjá þeim, sem búa við mesta neyð. Salt- 2 eykur trú á, að Ragnarök komi aldrei til sög- unnar. Hvergi mun þessum nýja samningi vera öllu meira fagnað en i Vestur-Evrópu. Forustumenn allra þjóða þar hafa lýst eindregnum stuðningi við hann. Ástæðan er m.a. sú, að þeir binda við hann þær vonir, að hann greiði fyrir samkomulagi um frekari afvopnun og þá ekki sizt i Evrópu. Salt-2 nær fyrst og fremst til takmörkunar, sem gildir fyrir Bandarikin og Sovétrikin. Salt-3, sem talað er um sem næsta áfanga, myndi hins vegar ná til samdráttar gereyðingarvopna, sem snerta Vestur-Evrópu og Austur-Evrópu. Salt-2 gefur vonir um, að Salt-3 verði veruleiki. Jafnframt treystir hann þær vonir, að árangur náist á ráð- stefnunni i Vinarborg, sem fjallar um samdrátt venjulegs herafla i Mið-Evrópu. Fyrir íslendinga er gild ástæða til að fagna Salt- 2. ísland er á þvi svæði, þar sem hættan yrði mest, ef til átaka kæmi milli risaveldanna tveggja. Allt, sem dregur úr þeirri hættu, er ávinningur fyrir ís- land. Af hálfu íslendinga hljóta þvi að vera bundnar miklar vonir við það, að Salt-2 geti orðið og verði upphaf að öðru meira. Þannig hljóta ís- lendingar að hafa á þvi mikinn áhuga, að viðræður geti hafizt um samdrátt vigbúnaðar á Norður- Atlantshafi og náð tilætluðum árangri. Sá skuggi hvilir yfir Salt-2, að hann hljóti ekki nægilegt fylgi i öldungadeild Bandarikjaþings. Vonandi hendir ekki slikt slys, sem gæti orðið hlið- stætt þvi og þegar tillögu Wilsons forseta var hafn- að um aðild Bandarikjanna að stofnun Þjóða- bandalagsins. Þá væri ekki aðeins sambúð Banda- rikjanna og Sovétrikjanna stefnt i voða með auknu vigbúnaðarkapphlaupi, heldur einnig vestrænni samvinnu. Svo mikla áherzlu leggja þjóðir Vestur- Evrópu á fullgildingu Salt-2. Fjárlög hans munu valda miklum deilum HINN nýi fjármálaráöherra Bretlands, Geoffrey Howe, lagöi fram fjárlagafrumvarpiö fyrir næsta fjárlagaár á fundi neöri deildarinnar i fyrradag. Liklegt er, aö miklar deilur veröi um þaö, þar sem I þvi felst veruleg breyting frá stefnu rikisstjórnar Verkamannaflokksins. Dregiö er úr flestum útgjöldum öörum en framlögum til vigbúnaöar og almannatrygginga. Þannig er dregiö úr framlögum til at- vinnuaukningar og byggöajafn- vægis. Beinir skattar eru lækk- aöir, enda voru þeir orönir mjög háir. í staöinn eru óbeinir skatt- ar hækkaöir og þaö svo stórlega, aö reiknað er meö þvl aö verö- lag hækki um 3 1/2%. Fyrstu afleiðingar fjárlaga- frumvarpsins hljóta ótvírætt aö verða aukin dýrtiö og atvinnu- leysi, en hvort tveggja er llklegt til að mæta haröri andspyrnu verkalýöshreyfingarinnar. Rikisstjórn Ihaldsflokksins heldur þvi hins vegar fram, aö þetta muni breytast, þegar frá líöur, þvi að hin nýja fjármála- stefna muni hvetja atvinnurek- endur og framleiðendur til auk- ins framtaks. Tfú hennar viröist sú, aö áöur en ástandiö geti batnaö, þurfi það aö versna. DEILUR þær, sem viröast framundan I Bretfandi um fjár- málastefnuna og fjárlögin, munu mjög snúast um nýja fjármálaráöherrann, þar sem hann mun veröa helzti talsmaö- ur rlkisstjórnarinnar, ásamt Thatcher forsætisráöherra. Þaö mun koma sér vel fyrir Geoffrey Howe, aö hann er skapgóður og rýkur ekki upp á nef sér, þótt hann lendi i deilum. Hins vegar þykir hann ekki mikill ræðugarpur. Ræöur hans eru fluttar I eins konar samtals- formi og skortir þann stil, sem yfirleitt einkennir ræöuhöld í brezka þinginu. En þær þykja rökfastar og frekar sannfær- andi, ef menn fást til aö hlusta á þær. Þess vegna hafa ýmsir blaðamenn likt honum viö Bald- win, sem talaöi á svipaðan hátt og þótti ekki mikill ræöumaöur fyrren útvarpiö kom fil sögunn- ar. Þá naut hlnn rólegi og sann- færandi ræöustlll hans sln vel. Ræöumennska Howe hefur ekki átt upp á pallborðið hjá brezkum blaöamönnum. Sú saga gengur, aö einu sinni hafi þingfréttamaður sent blaði sinu svofellda orðsendingu: Stöövið prentunina — Howe er ekki algerlega leiöinlegur — Margir þingmenn eru vakandi. En þótt ræöumennska Howes hljóti þannig gagnrýni blaöa- manna, nýtur hann vinsælda Geoffrey Howe þeirra. Hann er vingjarnlegur I umgengni viö þá eins og aðra, svarar greiölega spurningum þeirra og reynir slöur sen svo aö foröast þá, eins og er háttur margra forustumanna. Þessi kostur hans mun hafa átt sinn þátt I þvi, að Thatcher fól hon- um fjármálaráðherraembættið. GEOFFREY HOWE er Walesbúiaðuppruna, fæddur og uppalinn I Wales. Afi hans var einn af brautryöjendum verka- Iýðshreyfingarinnar. Hann kom syni sinum, föður Geoffreys, til mennta og varö hannvelmetinn málflutningsmaöur. Geoffrey ákvaö aö fylgja I fótspor hans. Eftir aö hafa lokiö námi viö menntaskólann i Winchester og slðar viö lagaskóla i Cambridge, hóf hann mál- flutningsstörf og vann sér brátt mikið órö á þvl sviöi. Ein helzta starfsgrein hans var aö fást viö mál, sem höföu risiö út af slys- um á vinnustaö. Þegar hann hóf afskipti af stjórnmálum, voru tekjur hans af lögmannsstarfinu taldar a.m.k. rúm 20 þús. sterlingspund. Howe fékk snemma áhuga á stjórnmálum. Hann bauð sig fram til þings 1955 og 1959, en féll i bæöi skiptin, enda I vonlitl- um kjördæmum. Hann náöi fyrst kosningu á þing 1964, en féll I kosningunum 1966. Ariö 1970 var hann aftur kosinn á þing og hefur átt þar sæti slöan. Þegar Heath myndaöi stjórn sina 1970, geröi hann Howe fyrst að rikissaksóknara, en slöar verölagsmálaráöherra. Síðara starfiö var ekki vænlegt til vin- sælda, og fékk Howe aö reyna það. Hann slapp þó frá þvi nokk- urn veginn klakklaust. Þegar Howe hóf afskipti sln af stjórnmálum, var hann talinn til frjálslyndariarms íhaldsflokks- ins, en hefur siðar færzt til hægri. Hann var þó ekki talinn eins íhaldssamur og Thatcher og Keith Thomas. Þegar Heath beið ósigur fyrir Thatcher I formannskjörinu 1975, gaf Howe kost á sér til formanns I siðari umferöinni og fékk 19 atkvæöi. í reynd var hann talinn eiga meira fylgi, en fékk ekki fleiri atkvæöi, þar sem kosning hans var talin vonlaus. Af þessu má þó ráöa.að hann var búinn aö vinna sér verulegt álit flokks- bræöra sinna. Þess vegna sætti það ekki gagnrýni, heldur þótti sæmilega ráöiö,þegar Thatcher fól honum starf fjármálaráö- herra I skuggaráðuneyti sinu. Howe þykir frábær starfs- maður. Hann er sagöur geta unniö vikum saman 18-20 klukkustundir á dag, ef hann þarf að skila ákveönu verkefni. Sagt er, aö honum láti vel aö hlusta á tónlist við vinnuna. Kona Howes, Elspeth, hefur haft veruleg afskipti af félags- málum, og hefur m.a. látiö rétt- indamál kvenna til sin taka. Þau eiga fjögur börn. Heppnist Howe vel I embætti fjármálaráðherra, þykir koma til greina aö hann erfi sæti Thatchers sem formaöur 1- haldsflokksins, þegar þar aö kemur. Þ.Þ. Þ.Þ. Elspeth og Geoffrey Howe

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.