Tíminn - 22.06.1979, Side 6

Tíminn - 22.06.1979, Side 6
6 Föstudagur 22. júní 1979 tJtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón SigurOsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SiOumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kl. 3.000.00 — á mánuði. Blaöaprent Stærsta verkefnið Þótt farmannaverkfallið hafi orðið dýrt þjóðinni, er tjónið, sem hlotizt hefur af þvi ekki nema brot af þeim herkostnaði, sem hlotizt hefði af styrjöld stétt- anna, ef verkfallið hefði haldizt áfram og til viðbót- ar komið verkbann Vinnuveitendasambands ís- lands og þau samúðarverkföll, sem hefðu fylgt þvi. Þá hefði næstum öll framleiðslustarfsemi lagzt nið- ur vikum eða mánuðum saman og hreint ófriðará- stand rikt i landinu á meðan og raunar lengur, þvi að margir hefðu átt erfitt með að gleyma slikum at- burðum. Rikisstjórnin bjargaði þvi miklu, þegar hún hjó á hnútinn og setti bráðabirgðalög, sem bæði bönnuðu verkföll farmanna og fyrirhugað verkbann Vinnu- veitendasambandsins i sambandi við það. Raunar má segja, að betra hefði verið, að rikisstjórnin hefði gripið fyrr i taumana, en hið pólitiska ástand leyfði það ekki og oft þarf ástandið að versna til þess, að það geti farið að batna aftur. Vert er lika að hafa það hugfast, að óvist er, hvort rikisstjórn, sem væri öðruvisi mynduð en núverandi rikisstjórn, hefði getað komið fram slikri lagasetningu. Gliman við það ástand, sem farmannaverkfallið skapaði, hefur m.a. orðið til þess, að rikisstjórnin gat ekki sinnt öðrum verkefnum eins vel og ella. Af ýmsum ástæðum var nauðsynlegt að sjá fyrir enda- lok þess. Þess vegna hafa enn ekki verið gerðar ráð- stafanir til jöfnunar á oliuverðinu, en ranglátt væri, ef öll byrðin vegna oliuverðhækkunarinnar lenti á þeim, sem nota oliuna. Hér er um að ræða nýtt stórt vandamál, sem krefst skjótrar lausnar og leysa verður á þann hátt, að það verði ekki til að auka enn verðbólguna. Eftir lausn farmannaverkfallsins, verður rikis- stjórnin að snúa sér aftur af fullum krafti að þvi verkefni, sem hún setti sér, að yrði höfuðverkefni hennar, en það er hjöðnun verðbólgunnar. Markmið rikisstjórnarinnar var að verðbólgan kæmist niður i 30% á þessu ári, og var um skeið útlit fyrir, að þvi marki yrði náð, en siðan hefur sitt hvað skeð, bæði óviðráðanlegt og viðráðanlegt, sem hefur orðið þess valdandi, að þetta markmið hefur fjarlægzt að nýju. Nú þarf þvi að hef jast rösklega handa og reyna að komast aftur á rétta braut. Hjöðnun verðbólgunnar er ekki létt verkefni, þótt langflestir geri sér ljósa þá bölvun, sem fylgir mik- illi verðbólgu. Þegar að þvi kemur, að gera eitthvað sem stuðlar að hjöðnun verðbólgunnar, fara margir að horfa á krónutöluna eina og reikna siðan út, að hlutur þeirra geti skerzt um svo og svo margar krónur. Það var þessi krónutölublekking, sem færði Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum sigur i sið- ustu kosningum. Sérfræðingar þeirra reiknuðu út að visitöluuppbótin myndi hækka um þetta margar krónur, ef kaupsamningarnir tækju aftur fullt gildi. Þvi var sleppt úr útreikningnum að umrædd krónu- töluhækkun yrði brátt að engu, þar sem hún færi inn i verðlagið og hækkaði það. Nú mega slikar blekkingar ekki lengur standa i vegi raunhæfra aðgerða. Eftir langa reynslu ætti launþegum að vera orðið ljóst, að þeir græða ekki á verðbólgunni og þó allra sizt láglaunafólkið. Verð- bólgugróðinn fer til annarra en þeirra. Hjöðnun verðbólgunnar er einmitt mesta hagsmunamál launþega. Vegna fenginnar reynslu af verðbólg- unni, ætti að vera hægt að taka þessi mál fastari tökum en áður. Gengi og framtið núverandi rikis- stjórnar veltur á þvi, að henni verði betur ágengt i þessum efnum en fyrri stjórnum. Þ.Þ. mmmmmmmammaami Erlent yfirlit Hver verður eftir- maður Callaghans? Healy, Shore og Hattersley liklegastir EINSog nú horfir, eru mestar llkur til þess aö Margaret Thatcher verði forsætisráö- herra Bretlands til 1984, en þá lýkur kjörtimabilinu. Þing- meirihluti Ihaldsflokksins er þaö mikill, aö ekki er sennilegt, að flokkurinn veröi fyrir slikum skakkaföllum I aukakosningum, að meirihlutinn tapist. Hiö eina, sem gætibreyttþessu, væri þaö, aö Thatcher freistaðist til þess að efna til kosninga áður en kjörtlmabilinu lyki, m.a. vegna þess að skoðanakannanir væru Ihaldsflokknum hagstæöar. Þetta hentiHeathveturinn 1974. Hann lét glepjast af skoðana- könnunum og efndi til kosninga ári fyrr en hann þurfti. Spádóm- ar skoðanakannananna reynd- ust rangir og urðu afleiðingarn- ar ekki aðeins þær, að thalds- flokkurinn missti þingmeiri- hluta sinn, heldur missti Heath flokksforustuna ári siöar, þegar Thatcher bar sigur af hólmi. Sú breyting gæti aö s jálfsögöu orðið, að Thatcher forfallaðist af einhverjum ástæðum og nýr maður tæki við forustunni. En Ihaldsflokkurinn héldi samt stjórninni áfram. Þar sem yfirleitt er nú reikn- að með þvi, að þingkosningar verði ekki i Bretlandi fyrr en að fimm árum liðnum, þykir ólik- legt, að James Callaghan stjórni næstu kosningabaráttu af hálfu Verkamannaflokksins. Callaghaner oröinn 67 ára gam- all og yrði orðinn 72 ára 1984. Flestar likur þykja benda til, að hann dragi sig i hlé áöur og þaö sennilega fyrr en siðar til þess að gefa nýjum formanni tæki- færi til að sýna sig. Þetta getur nokkuð ráðizt af þvi, hvenær Callaghan telur heppilegt tæki- færitS aðfá þannmann kjörinn, sem hann telur æskilegastan eftirmann sinn. SAMKVÆMT reglum Verka- mannaflokksins er formaöur {ángflokksins jafnframt for- sætisráöherraefni flokksins. Að sjálfsögðu er það þingflokkur- inn sem velur sér formann og hafa aðrar stofnanir flokksins ekki áhrif á það val. Uppi eru kröfur um, að forsætisráöherra- efni flokksins sé ekki valið á þennan hátt og formaöur þing- flokksins þurfi ekki endilega aö vera forsætisráðherraefni flokksins. Óliklegt er þó talið, að þessu verði breytt. Kosningin á formanni þingflokksins gildir meöan hann vill gegna starfinu. Callaghan verður þvi að segja af sér tilþess að nýtt formanns- kjör geti fariö fram. Þegar flokkurinn er I stjórnarandstöðu, hefur skapazt sú hefð, að þingflokkurinn velji tólf menn, sem mynda svokall- að skuggaráðuneyti flokksins. Formaður þingfloldcsins skiptir svo meö þeim verkum. Val þessara tólf manna þykir jafaan nokkur atburður, þar sem það getur verið visbending um framtiðarforustuna i flokknum. Þetta val hefur nýlega fariö fram I þingflokki Verkamanna- flokksins og þykir gefa nokkra vlsbendingu um væntanlegan eftirmann Callaghans. Eins og búizt hafði verið við, hlaut Denis Healy, fyrrv. fjár- málaráöherra.flestatkvæði eða 153 atkvæði, en þingmenn flokksins eru 268. Healy er 61 árs eða sex árum yngri en Callaghan. Fréttaskýrendur telja, að Healy hafi þvi meiri möguleika til að verða valinn eftirmaður Callaghans, sem hann dregur sig fyrr til baka. Annar I rööinni var John Sil- kin, fyrrv. landbúnaðarráð- herra, sem þótti halda fast á málum Breta á vegum Efna- hagsbandalagsins. Það styrkir Silkins, aö vinstri menn flokks- ins munu geta sætt sig betur við hann en Healy, þvi að hann hef- ur staðið að mestu utan við deil- ur innan flokksins. Silkin er lika yngri en Healy eða 56 ára. Hann fékk 148 atkvæði. Þriöji I rööinni var Peter Shore, fyrrv. umhverfismála- ráðherra. Hann fékk 136 at- kvæði. Hanner55áragamall og hefur mjög vaxið I áliti á siðari árum. Það virðist vaxandi álit, aö Shore sé vel til forustu fall- inn. Fjórði i rööinni var enginn annar en góðkunningi Islend- inga úr siðasta þorskastriöinu, Roy Hattersley. Hann fékk 133 atkvæði. Hattersley er lang- yngstur þessara fjórmenninga. Hann var aðstoðar-utanrikis- Hvenær hættir Callaghan? ráðherra, þegar hann tók þátt i viðræðunum við Islendinga, en þá var Callaghan utanrikisráð- herra. Þegar Callaghan varð forsætisráðherra, gerði hann Hattersleyað verðlagsmálaráð- herra, þar sem hann þótti reyn- ast vel I erfiðu starfi. Alit hans hefur mjög fariö vaxandi og hann er oft nefndur sem for- mannsefni og forsætisráðherra- efni, en þó tæpast strax eftir Callaghan. Sérstaka athygli vakti, að David Owen, fyrrv. utanrikis- ráðherra, varö tiundi I röðinni og þykir það viss ósigur fyrir hann og geta útilokað hann sem formannsefni. Hann fékk 101 atkvæði. CALLAGHAN hefur nú skipt verkefnum milli tólfmenning- anna, sem þingflokkurinn valdi. Healy heldur áfram sama starfl og hann haföi, þ.e. að hann verður f jármálaráðherra skuggaráðuneytisins og hefur þvi aðstöðu til að vera mikiö i sviðsljósinu. Sama gildir um Peter Shore sem veröur utan- rikisráðherra skuggaráöu- neytisins, en utanrikismál ber oft á góma iþinginu. Þetta þykir styrkja verulega stöðu hans. Hattersley fékk fyrra embætti Shores og veröur umhverfis- málaráöherra, en umhverfis- málin eru einnig oft rædd I þing- inu. David Owen fékk orkumál- in I hlut sinn, en þau eru ekki slður ofarlega á baugi og má hann þvi sæmilega við una, þótt hannheföi helzt kosið utanrikis- málin. þ.Þ. Healy og Hattersley wmmmmmm

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.