Tíminn - 30.04.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.04.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. april 1975. TÍMINN 3 Börn og fjölmiðlar veröa á meðal umræðuefna á fjölmiðiaráðstefnunni. (Timamynd Róbert) Flugfreyjur meðfízku sýningu og kaffisölu gébé—Rvlk — 1. maf efnir félag flugfreyja, Svölurnar, til kaffi- og kökusölu, tizkusýningar og happ- drættis i Vikingasalnum að Hötel Loftleiðum kl. 14:30. Agóðanum að þessu sinni verður varið til styrktar fjölfötluðum börnum. A tfzkusýningunni, sem verður tvisvar um daginn kl. 15:00 og 16:30, verða sýnd föt frá tizku- Nýr formaður í Félagi fram- leiðslumanna AÐALFUNDUR Félags fram- reiðslumanna varhaldinn nýlega. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf. Fráfarandi formaður, Jón Haukur Sigurðsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs i hans stað var Haraldur Tómasson kjörinn formaður félagsins. Auk Haraldar skipa stjórnina Viðar OtteSen varaformaður, Halldór Malmberg ritari, Óskar Magnússon gjaldkeri og ómar Hallsson spjaldskrárritari. verzlununum Evu, Fanney, Basar og Parinu I Reykjavlk. Kynnir verður Svanhildur Jakobsdóttir. Félag fyrrverandi og niiverandi flugfreyja, Svölurnar, var stofnað fyrir einu ári, og er eitt af mark- miðum þess að vinna að velferð- armálum þeirra sem litils mega sin I þjóðfélaginu, og þá einnig að viðhalda sambandi milli flug- freyja, eins þó að þær séu hættar störfum. í félaginu eru tæplega 100 konur. Fundur er þar haldinn mánaðarlega, nema yfir sumar- mánuðina. A þvi eina ári, sem félagið hefur starfað, hefur þvi orðið vel ágengt I fjáröflunarstarfsemi sinni. A sl. ári var efnt til markaðar, þar sem bæði notaðir og nýir munir voru til sölu, en þá safnaðist 350.000 þúsund krónur, til Fæðingardeildar Landspital- ans og var upphæðinni varið til tækjakaupa. Það voru hvorki meira né minna en 95 flugfreyjur sem bökuðu kökur fyrir 1. mai, svo nógu girnilegt brauð ætti að vera á boröum á Hótel Loftleiðum, meðan horft er á tizkufatnaðinn. Samningafundur féll niður vegna veðurs BII—Reykjavík — Sáttasemjari boðaði fulltrúa Verkalýðsfélags Vestmannaeyja til fundar i gær kl. 2, en eins og kunnugt er felldi Verkalýðsfélagið i Eyjum sam- komulagsdrögin, sem niu manna nefnd ASl og vinnuveitendur gerðuásinum tima. Siðan hefur verið beðið eftir aðgerðum sátta- semjara, sem loks lét til skarar skriða i gær, — þá var ekki flogið til Eyja, og sitja samningamenn þar enn, og komast ekki til borg- arinnar. Að sögn Flugfélagsins átti að athuga um flug kl. 7 i morgun. Verkalýðsfélagið i Eyjum greip til verkfallsaðgerða við útskipun til að leggja éhrzluá að samnings- gerð yrði hraðað og standa þær verkfallsaðgerðir enn. Ökugjald 20% hærra en mælar sýna VEGNA breyttra ökutaxta leigu- þessa hefur verið gefin út sérstök bifreiða sýna gjaldmælar þeirra gjaldskrá, sem gilda mun þar til ekki rétt ökugjald um þessar timi vinnst, til þess að breyta mundir, og er rétt gjald 20% gjaldmælunum til samræmis við hærra en mælarnir sýna. Vegna hinn nýja ökutaxta. Fjölmiðlanotkun barna og heimsmynd fréttaskeytanna meðal efnis d rdðstefnu um rannsóknir d íslenzkum fjölmiðlum HHJ—Rvik — Hvernig er fjöl- miðlanotkun barna háttað, og hver er útbreiðsla og notkun dag- blaða I Reykjavlk og hvaða heimsmynd gefa fréttaskeytin okkur? Um þetta og fleiri rann- sóknir á fjölmiðlasviðinu verður fjallaðá ráðstefnu, sem Félagsvis indafélag tslands og Námsbraut I þjóðfélagsfræðum efna til á sunnudaginn. Markmið ráðstefn- unnar er að kynna hluta þeirra rannsókna á Islenzkum fjölmiðl- um, sem framkvæmdar hafa verið s.l. tvö ár, en siðan munu fræðimenn og starfsmenn á þessu sviði ræða þessi mál. Ráðstefnan verður haldin i stofu 301 i Arnagarði og hefst kl. 13,30. Dagskrá ráðstefnunnar er svolátandi: Fyrst setur dr. Olafur Ragnar Grimsson prófessor ráð- stefnuna. Þá flytur Þorbjörn Broddason lektor erindi um fjöl- miðlarannsóknir. Siðan talar Aðalbjörg Jakobsdóttir B.A. um fjölmiölanotkun barna, Þor- björg Jónsdóttir B.A. um út- breiðslu og notkun dagblaöa I Reykjavík og Stefán A. Halldórs- son B.A. um heimsmynd frétta- skeytanna og Islenzka hliðverði. Siðasta erindið flytur Sigurveg Jónsdóttir B.A. og fjallar það um fréttaval I rfkisútvarpinu. Þá taka við hring- borðsumræður um viðfangsefni og framtiðarmarkmið Islenzkra f jölmiölarannsókna. Auk flytjenda erinda veröa þátt- takendur i umræðunum Eiður Guðnason, fréttamaður, Jónas Kristjánsson, ritstjóri, Helgi H. Jónsson, fréttastjóri, Margrét Bjarnason, blaðamaður, Margrét Indriðadóttir, fréttastjóri, Sighvatur Björgvinsson, ritstjóri og Svavar Gestsson, ritstjóri. 1 ráði er, að gefa erindin út á bók I haust. Aðalfundur Starfsmannafélags ríkisstofnana: 649 ATKVÆDI GEGN 178 BH—Reykjavik — Einar ólafs- son, starfsmaður hjá ATVR, var I fyrrakvöld endurkjörinn for- maður Starfsmannafélags rikis- stofnana á fjölmennum aðalfundi félagsins, sem haldinn var I Sig- túni. Hlaut Einar 649 atkvæði, en aðalgagnrýnandi hans, Jóhann Guðmundsson, starfsmaður hjá Landspítalanum, hlaut 178. Hafði fundurinn vakið þó nokkra athygli vegna baráttu Morgun- blaðsins og VIsis fyrir kjöri stjórnar félagsins, og af þessu til- efni hitti Tíminn Einar Ólafsson að máli og innti hann frétta af starfi félagsins og aðalfundinum. — SFR er stærsta félagið innan BSRB, sagði Einar ólafsson, — og telur tæplega 3000 félagsmenn. Félagið er þriðja stærsta stéttar- félag i landinu, en um leið tvi- mælalaust það fjölbreyttasta hvað viðkemur störfum og laun- um. Félagsmenn spanna allan launastiga rikisstarfsmanna. Félagið er landsfélag og vinnu- staðir, sem skrifstofa félagsins þarf að hafa samband við, eru á þriðja hundrað, en af reynslu margra ára hvila hin eiginlegu félagslegu störf og félagslegu tengsl á trúnaðarmannaráði félagsins, sem samanstendur af um 120 manna úrtaki úr stofnun- um og faghópum. Við inntum Einar eftir starf- semi SFR á siðastliðnu ári og kvaðhann eftirfarandi hafa m.a. komið fram i skýrslu fráfarandi stjórnar á aðalfundinum: — Félagiðhefurrekið skrifstofu sina i svipuðu formi og áður, með hálfum öðrum starfsmanni. Sannar það, að almennur áhugi er rikjandi i félaginu og félagsmenn taka mikinn þátt i störfum félags- insoghafa mestan áhuga á þvi að sinna sinum málum sjálfir. Nokkrar deildir innan félagsins hafa haldið uppi fjölþættri starf- semi, og verið i góðum tengslum við stjórn og skrifstofu félagsins. Langmesta starf stjórnarinnar hefur á liðnu starfsári farið i samningamálin, en félagið semur Viðræður um menntunarmál hjúkrunar- stéttarinnar BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi fréttatilkynning frá stjórn- um Hjúkrunarnemafélags Is- lands og Félags hjúkrunarfræði- nema við Háskóla Islands: „Und- anfarið hafa átt sér stað viðræður milli fulltrúa félaganna um menntunarmál hjúkrunarstéttar- innar. Stjórnir félaganna leggja áherzlu á, að samræma beri grunnnám i hjúkrunarfræðum, þar sem óæskilegt megi telja að tvær meginstefnur riki i' mennt- unarmálum stéttarinnar. Stjórnir félaganna hyggja á áframhald- andi samstarf, og eru einhuga um að láta ekki ágreining um einstök atriði girða leiðina að sameigin- legu markmiði, sem er: bætt hjúkrunarmenntun i landinu.” bæði við rikið og fjölda hálf-opin- berra stofnana fyrir félagsmenn sina. Þá inntum við Einar eftir fund- inum sjálfum, og kvað hann þar mikla gagnrýni hafa komið fram á störf stjórnarinnar. — Ég held, að það hafi varla verið til þær vammir eða skammir, sem ekki hafa verið bornar á fráfarandi stjórn. Spunnust af þessu hinar fjörugustu umræður, en dómur fundarins var sá, að fráfarandi formaður var endurkosinn með 649 atkvæðum, en aðalgagnrýn- andinn Jóhann Guðmundsson fékk 178 atkvæði. Að öðru leyti fóru kosningar þannig, að kjörin voru i stjórn: Agúst Guðmundsson, Landmæl- ingar rikisins, Érla Valdimars- dóttir, Landspitalanum, Guð- björg Sveinsdóttir, Landspitalan- um, Guðmundur Sigurþórsson, Innkaupastofnun rikisins, Ólafur Jóhannesson, Veðurstofu íslands og Sigurður Ó. Helgason, Toll- stjóraskrifstofan. Varastjórnina skipa: Guðrún Agústsdóttir, Hjúkrunarskóla Islands, Elis Jónsson, Vegagerð rikisins og Þórólfur Jónsson, Rafmagnsveit- um rikisins. Einar ólafsson. Akranes — Atvinna Starf launafulltrúa á bæjarskrifstofunni á Akranesi er hér með auglýst laust til um- sóknar. Starfið, sem veitist frá 1. júni n.k., er fólg- ið i undirbúningi gagna vegna útreiknings launa i skýrsluvél. Umsóknir, er greini frá aldri menntun og fyrri störfum,berist undirrituðum fyrir 15. mai n.k. Akranesi 29. april 1975 Bæjarritarinn á Akranesi. AAatreiðslumenn Allir iðnlærðir matreiðslumenn sem ekki vinna í iðn sinni eru beðnir að hafa sam- band við skrifstofu félagsins miðvikudaga og fimmtudaga milli kl. 2 og 5 siðdegis, að Óðinsgötu 7, Reykjavik, simi 1-97-85. Félag matreiðslumanna. Þrjá drengi, 5, 6 og 12 ára vantar pláss i sveit á góðu heimili hjá barngóðu fólki. Þurfa ekki að vera á sama bæ. Simi 91-18826.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.