Tíminn - 30.04.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.04.1975, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 30. april 1975. TÍMINN 13 iiii iffijif ii iii Ein þrjU bréf, sem Landfara bárust fyrir skemmstu hafa sýnilega verið send nokkrum blöðum samtlmis, þar sem þau hafa nú þegar birzt i VIsi, Þjóð- viljanum og Morgunblaðinu. Bréf þessi voru úr Borgarfirði, Reykjavik og Neskaupstað. Viö sjáum ekki ástæðu til þess að birta þau, þar eð bréfritarar hafa fengið inni annars staðar. Askja og Hekla Snúum okkur svo að öðrum bréfum, og veröur fyrst fyrir bréf frá Guðmundi P. Ásmunds- syni frá Krossi. Hann segir: „Laugardaginn 28. marz 1975 flutti Guðmundur Sigvaldason jarðfræðingur erindi i hljóð- varpiö. Það fjallaði aðallega um Oskjugosið 1875 — nokkurs kon- ar aldarminning um öskjugos- ið, og áhrif þess, mjög athyglis- vert, og fræöandi. Inn I það skaut hann sögn, er stakk I eyr- un, hún var á þá leiö, aö eitur- efni I öskjugosefnum væri ekki hið sama og I Heklu-spýju. Þvi að gadds I sauðfé hafði lltt eða ekki oröið vart á öskufallssvæöi hennar. Ef þetta er rétt heyrt og skiliö hjá mér, á að trúa þvl, að eitur- efni I Heklu-ösku valdi gaddi I sauöskepnunni. Ef Guðmundur Sigvaldason eða einhverjir aör- ir trúa þvl, þá hlýtur hann eða þeir að hafa sterk rök. En leyfist mér aö nefna aö til hafa verið ýmislegar hugmyndagötur, sem menn hafa farið, en áttaö sig og komizt á rétta leiö. Llfverur jarðarinnar munu flestar hafa sin ættar- eða erfðalög, sem fylgja þeim frá einum ættliö til annars, ef utanaðkomandi áhrif breyta ekki. Við mann- skepnurnar erum á sama báti og sauðskepnan, og má benda á mismunandi andlitsfali, háralit, vaxtarlag og limaburð. Smá dæmi: Tveir hrútar, dæt- urnar lifðu I sömu högum og húsum, dætur annars voru vart ásetningshæfar, sex vetra, sök- um skemmda I jöxlum — gadd- ur. En dætur hins náðu tlu til tólf ára aldri meö óskemmda jaxla af missliti — gaddi. Vonandi eiga bændur austan lands eitt- hvað af slnum fjárstofni, sterk- lega ætttengdan þeim, sem var fyrir öld. Sagt var frá þvl I útvarpi i marz, að menn hefðu fariö neð- an af Héraöi upp undir jökul. Fundu þeir tvær ær lifandi og fullorðinn hrút dauðan. Yngri ærin var ómörkuð, hin hafði ekki undir mannahendur kom- izt, síöan hún var lamb. Geta þessar kindur ekki kennt okkur eitthvað — og er þá hrútshaus- inn meö hornum (?) ekki und- anskilinn. Viö eigum málshátt er hljóðar svo: „Gott er aö hafa barn til blóra og kenna þvl alla klækina.” Er Hekla notuð sem skýla fyrir vanþekkingu okkar? Varla er þaö landi eða þjóð til gildisauka.” Sædýrasafnið Sveitakona, nánar tiltekið Ur austursveitum, sendir svolát- andi bréf: „Það gladdi mig að sjá I Landfara 26. marz, grein Vesturbæings um Sædýrasafn- ið. Loksins tók einhver upp hanzkann fyrir þau hrjáðu dýr, sem þar eru geymd. Ég kom I Sædýrasafnið I fyrrahaust, og get ég órhögulega hugsað mér aö nokkur manneskja meö fulla dómgreind geti haft ánægju af komu sinni þangaö. Sérstaklega fannst mér kindurnar aumkun- arlegar I sínum þröngu stíum meö gluggalausum skýlum á bak viö. Ein jata var I stiunni hjá kindunum en opin til end- anna, þannig að kindurnar gátu gengið eftir henni endilangri, og spillt fóðrinu, sem þær og sýni- lega geröu, enda var yfirbragð þeirra vanlíðunarlegt og ullin kyrkingsleg. Þarna voru einnig hrútar sér I stlu og engin jata sjáanleg hjá þeim. Þar var fóðr- inu fleygt I eitt horn stíunnar. Sömu sögu var aö segja um geiturnar, þeim var gefið undir sig. Ég hafði orð á þessu viö yfir- mann safnsins, að mér fyndist kindurnar ósællegar. Þaö taldi hann mikla fjarstæðu, og sagöi, að gestir safnsins heföu svo gaman af aö fóðra dýrin á ýmsu, sem þeir hefðu meðferö- is, og taldi þau lifa I vellysting- um. Þennan dag voru þarna engir gestir utan ég og mitt fylgdarlið, en ef aðaluppistaða fóöursins frá gestanna hálfu er tyggigúmml og logandi slga- rettustubbar, þá er varla von á góðu. Refirnir virtust okkur geöbil- aðir, þeir voru mjög ljótir útlits og æddu um búrin linnulaust fram og aftur, ýlfrandi og skrækjandi. A þó nokkuö stóru afgirtu svæði var einn kalkúnhani, hvort sem hann hefur nú boðið sér þangaö sjálfur, eöa átt að gera svona vel viö hann. Þá hefði mér fundizt réttmætara, að geiturnar og kindurnar hefðu fengið það svæði. Annars finnt mér engin þörf aö vera að parraka kindur þarna yfir sumartímann, þær sjást svo vlöa meö vegum landsins. Bændum þykir illt að þurfa að byrgja fé sitt I rétt yfir sólarhring, — hugsuð ykkur llð- an kinda að vera lokaðar I þröngri stlu alla sumarmánuö- ina. Ég kom þarna I þurru og góöu veðri, en ljótt hlýtur að vera um að litast I stiunum I rigningu og illviörum. Ég vil svo eindregið taka und- ir það, sem Vesturbæingur segir um lög og reglur um meðferð dýra I landinu, — ég skora á þá, sem eiga að sjá um að þeim sé framfylgt, aðhrista af sér slenið og gera skyldu slna.” JOLBARÐAR Kja ra 825x20/12 Nylon 19.530 verð 900x20/14 1000x20/14 21.830 27.320 28.560 29.560 31.320 1000x20/16 1100x20/14 1100x20/16 Full dbyrgo d sólningunni 8ÓUreNVfrHE Sendum póstkröfu Nýbýlavegi 4 Kópavogi Sími 4-39-88 Bifreiðaeigendur Þessa dagana seljum við alla sólaða hjól- barða með niðursettu verði. Afsláttur frá 5-20% Sem dæmi má nefna: 560x15 á krónur 2.970 155x14 á krónur 3.040 725x13 á krónur 3.510 700x13 á krónur 3.510 640x13 á krónur 3.090 Sendum um allt land gegn póstkröfu. Barðinn Armúla 7 — Simi 3-05-01. Gúmmivinnustofan Skipholti 35 — Simi 3-10-55. Skrifstofustarf — Birgðavarsla Óskum að ráða mann til birgðavörslu, skrifstofustarfa o.fl. i véladeild áhalda- hússins i Borgartúni 5. Þekking á vélum og nokkur ensku- kunnátta nauðsynleg. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að berast fyrir 10. mai n.k. Vegagerð rikisins Borgartúni 5 — Reykjavik. Óska eftir að kaupa Ijósavél 20-30 hestöfl, nýja eða notaða, helzt vatns- kælda. Upplýsingar i simum 92-2107 eða 92-2600. Húseigendur — Bæjar- og sveitarfélög Það eru Bacharach mælitækin sem notuð hafa verið með bestum árangri við nýtni- mælingar oliukynditækja. Bacharach umboðið, Helgi Thorvaldsson, Háagerði 29, Reykjavik, simi 34932. 0 Flutningar einnig að úti á landi eru verzlun- arsvæði og byggðir vlðast tiltölu- lega smáar einingar, þannig að þeim hentar betur aö hafa örar samgöngur og geta tekið vörur jafnóðum,eftir þvi sem þær eru notaðar, heldur en aö liggja með mikið fé I stórum vörusendingum á milli strjálla ferða strandferða- skipanna. Fjármagn hvers konar er orðið það dýrt i dag, að vext- irnir greiða rlflega mismuninn á flutningsgjaldi með skipi eða bil. 9. Ekki vil ég fara út i að deila við Guðjón um hvaö er hyggileg fjármálastjórn og hvað ekki, um þaö atriði verða menn seint sam- mála hér á landi. En mér skilst, að Guðjón vilji leggja minna i vegi og nota peningana heldur til að styrkja Rikisskip. Hræddur er ég um,að ef vegirnir væru ekki, þá væru lika tekjurnar litlar — þannig aö litið yrði afgangs handa Guöjóni. Venjulegur stór vöru- flutningabill greiöir llklega um 300.000 kr. á ári I þungaskatt, og býst ég við að rikissjóð muni um þaö fé.þegar allt er saman komiö. Nú,þá mætti litillega drepa á það, af hverju skuli þurfa að styrkja einn atvinnurekstur gegn öörum, eru ekki allir jafnnauð- synlegar einingar i þjóðarheild- inni, mætti jafnvel segja. Væri ekki skynsamlegt að hætta viö fyrirtæki, sem borgað er með ár eftir ár og nota féð sem sparast til að laga vegakerfið? Það munar um minni upphæð heldur en það. Gpðjón vill láta leggja niður lang- leiðaflutninga, sem hann nefnir svo, og vitnar þar til aðgerða,sem gerðar voru af hálfu rikisins I Þýzkalandi og hann telur til fyrir- myndar. Nú, Guðjón fer þarna villur' vegar. Flutningar hér á landi eru ekki langleiöaflutningar i raun og veru, hér er aðeins um að ræða vegalendir, sem bifreiðar eru látnar sjá um flutning á I flestum löndum, og einnig i Þýzkalandi. Þá vill Guðjón láta alla þungavöru, sekkjavöru og slikt um borö i skipin og telur til mikilla bóta. Um þetta er það að segja, að þessi vara er að mestu leyti flutt með skipum i dagrog myndi þvi þessi aðgerö lltið bæta reksturinn hjá Rikisskip. 10. 1 þessum lið kemur Guðjón Teitsson með ýmsar tillögur til úrbóta á rekstri skipanna, en flestar virðast kalla á meiri pen- inga, sem virðist vera svo litið af. Nærtækara virðist manni,að það væri frekar reynt að spara i rekstri fyrirtækisins, t.d. með þvi að minnka yfirbygginguna, fækka á skrifstofunni niður i 1 fram- kvæmdastjóra, sem þá ynni einn- ig með hinu fólkinu, og tvær af- greiðslustúlkur, ef til vill einn sendil, en þó gæti framkvæmda- stjórinn ef til vill annazt þaö. Bókhaldið mætti fela einhverri bókhaldsskrifstofu fyrir væga upphæð. Siðan mætti reka skipin eftir fastri áætlun yfir veturna til þeirra staða sem þörf þætti. Mætti þá sleppa þeim stöðum, sem væru i vegasambandi, og aúka feröafjöldann á hina, sem væru lokaðir. Sumartiminn yrði notaður til viðhalds og ferða með ákveðna farma á ákveðna staði á fullu gjaldi, og þannig reynt að nýta hverja ferð til fullnustu. Siðan er til hin leiðin i þessu máli sem öðrum, hún er sú að leggja niður Rikisskip og fela Eimskip.Hafskip og Sambandinu að annast flutninga á sjó eftir þörfum, I samvinnu við vöruaf- greiðslur vöruflutningabifreiö- anna, sem þá önnuðust af- greiðsluþjónustuna. Miklar likur eru fyrir þvi að þetta væri bezta og ódýrasta launsin fyrir þjóðar- búið. Kópavogi,10. apríl 1975 Björn ólafsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.