Tíminn - 30.04.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.04.1975, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 30. april 1975. TÍMINN 9 Þjóðleikhúsið: SILFURTÚNGLIÐ eftir Halldór Laxness Tónlist: Jón Nordal Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Lýsing: Magnús Axelsson Leikstjórn: Briet Héðinsdóttir og Sveinn Einarsson Aðstoðarmaður leik- stjóra: Jón Júliusson Þjóðleikhúsið er 25 ára. — Frá þvi að við mundum eftir okkur hafði það staðið autt fullt að draugum og myrkri, og maður greikkaði sporið ósjálfrátt á sið- kvöldum, ef maður átti leið yfir stiginn, sem liggur milli þess og Landsbókasafnsins. Ýmsar hrollvekjandi sögur flögruðu kringum húsið. Næst fréttum við að húsið væri orðið að herstöð. Brezki herinn hafði lagt það undir sig, og húsið hélt áfram að vera dularfullt, og það hvarf hverja nótt f ógnvekjandi rökkrinu i Skuggahverfinu. • Vígsla Þjóðleikhússins Svo kom allt i einu vor. Við höfðum eignazt þjóðleikhús, og nú átti að vigja það, og enn spunnust sögur. Segja má að þá hafi rikt meiri eftirvænting en nokkru sinnifyrr og strákatorfan ræddi þetta hús lengi. Nú var ekki talað um drauga, heldur ýmislegt annað. Þeir gátu kveikt plateld, látið heil hús brenna á sviðinu, og þeir gátu látið rigna og snjóa. Um há sumarið gátu þeir látið snjóa á leiksviðinu! Þetta voru nefnd „fiff” i Vesturbænum. Já, eitt vorkvöld átti að vigja húsið. Fyrsta sýningin var fyrir boðsgesti einvörðungu, og það var enginn boðinn úr Verkó nema hann Sigurður Guðnason, sem sat á þingi. Já, Siggi Guðna var sá eini, og viðyrðumaðspyrjahann um öll fiffin á morgun, og kvöldið lagð- ist yfir með ljúfsárum trega og regni. Þetta var liklega i fyrsta skipti, sem við öfunduðum einhvern af þvi að sitja á þingi. Hann Siggi Guðna var mjög lengi að ganga i vinnuna niður i þing og heim aftur næstu dag- ana, þvi menn þurftu að spyrja um eitt og annað, hvernig farið var að þvi að brenna hús inni i Þjóðleikhúsinu og hvort það hefði snjóað. Já, það brann og það snjóaði. Já, fólkið hafði áhuga á þessu húsi, sem dregið hafði verið út úr myrkrinu og hernáminu. Ég held næstum að hver einasti fslendingur hafi séð Nýársnótt- ina þá, lika Fjalla-Eyvind, tslandsklukkuna og Gullna hlið- ið, þegar það kom. óli og Lóa (Sigmundur örn Arn- grimsson og Anna Kristin Arn- grimsdóttir). Leikmyndateiknari og leikstjórar: Sigurjón Jóhannsson, Briet Héðinsdóttir og Sveinn Einarsson. SILFURTÚNGLIÐ Á ÖÐRU KVERTÉLI Helvitið i Þjóðleikhúsinu þótti miklu betra en helvitið i Iðnó, og sama var að segja um himna- rikið, og eldurinn i Köbenhavn þótti svakalegur. Snjókoman var talin slöpp. Nýtt Silfurtúngl annað kvartél Ég hef einhvern tima heyrt, að maður gleymi aldrei fyrstu leiksýningunni, sem hann sér á sviði. Það er liklega rétt. Hún stendur fyrir þér ljóslifandi, þótt fölur skuggi gleymskunnar hylji I köldum faðmi si'num öll hin stykkin, sem þú hefur séð. Um ísíendinga gegnir dálitið öðru máli. Við, sem höfum aldur til, munum ekki einasta fyrstu sýninguna, heldur lika fyrstu sýningar Þjóðleikhússins, — svo mikill viðburður var opnum hússins. Ekki bara eldinn, þeg- ar húsin brunnu, snjókomuna og allt það, heldur lika orðin og leikendurna. Silfurtúnglinu, á fyrsta kvartéli árið 1954, vorum við hinsvegar flest búin að gleyma. Það var týnt, eins og leikfang i brúðuhaug á barnaheimili. Svo mikið man maður samt, að ljóst er, að við höfum fengið nýtt verk — endursamið verk eftir að búið var að máta það á þjóðina fyrir tveim áratugum. Vikjum nú ögn að þvi. Þegar Silfurtúnglið var sýnt árið 1954, var litið á leikinn sem innlegg i herstöðvamálin. Þetta var pólitiskur leikur, þar sem á táknrænan hátt var lýst aðsteðjandi hættu, sem sifellt vofir yfir smárikjum, sem láta bjóða sér upp á striðsmarsa stórveldanna. Það gefur auga leið, að um minna mátti nú muna en svona leik, til þess að bókmenntafræðingar landsins færu að sjá alls konar ofsjónir. Það verður lika að segjast eins og er, að á fyrsta kvartélinu var leikurinn torskildari, en hann er nú i hinni endurfluttu gerð, og þvi auðveldara þá að taka ofsjónir fram yfir staðreyndir, til þess að segja almenningi til vegar. Fjallar um vinnu utan heimilis Silfurtúnglið fjallar i raun og veru um mjög einfalda hluti. Það fjallar einfaldlega um vinnu utan heimilis. Um það, hvort „hundhversdagsleg manneskja er reiðubúin að láta fara með sig á óvenjulegan hátt” (99) og þann boðskap sem segir: „Ef náttúran hefur gefið manni eitthvað umfram aðra menn, þá á maður það ekki leingur sjálfur. Heimurinn á það.” (43) Sá sem sett hefur saman dálitla visu, dálitið lag, hættir að vera manneskja og verður að númeri. Tilboðin um vinnu utan heimilis streyma inn, og leikurinn snýst þá um að velja og hafna. Þetta er auðskilið mál. Allir skilja þennan leik i nýju kvartéli, og verðmætamat okk- ar skýrist til muna. Hitt skiptir almenning svo minna máli, hvernig menningarfrömuðum landsins gengur að reyra leikinn niður i hina samnorrænu spennitreyju, sem þeir hafa flutt inn sér til viðurværis. Orðinu ofaukið? Um breytingarnar, sem gerð- ar hafa verið á Silfurtúnglinu, verður ekki fjallað hér að öðru leyti en því, að nú nýtur það sín langtum betur. I leikhústizku nútlmans, þar sem handrit virð- ast einkum talin til trafala og snjall texti telst naumast skipta öllu máli lengur við uppsetningu leikhúsverka, þá sannast hið öndverða og gagnstæða hér. Lif- andi orð, málfar, sem i senn er skáldlegt og einfalt lifir lifi sinu I leiknum, og fylgir þér svo eftir út úr leikhúsinu. Texti verksins fýkur sem sé ekki af þér i fyrstu vindrokunum utan við leikhúsið, heldur fer með þér heim, og þegar þú ert háttaður oni rúm hjá konunni, leggst hann yfir brjóst þitt og veldur þér vöku. Gunnar Dal skáld sagðist aldrei fljúga, þvi sálin kæmi ekki yfir hafið fyrr en eftir tvo daga, og hann gat ekki afborið þessa sálarlausu daga, eftir að flugvélin var lent hinum megin við hafið. Eitthvað þessu likt gerist á öðru kvartéli Silfurtúnglsins, — leikurinn heldur áfram, lengi eftir að sýningunni lýkur og byrjar kannski fyrst eftir að þú gengur út i myrkrið og storminn að lokinni sýningu. Við óskum Halldóri Laxness til hamingju með þennan leik. Leikstjórn og leikendur Vikjum svo að Þjóðleikhús- inu. Sviðsetningin — leikstjórnin Isa (Ingunn Jensdóttir) og Mr. Peacock (Hóbert Arnfinnsson). — var fagmannlega unnin og hnitmiðuð. Hugsanlegt er þó að „absúrd” uppsetning hefði hentað betur. Sönglög passa ekki endilega við kvæði, þótt bragliðir fari saman i ljóði og lagi. Ljóð og lag verða að fljúga i svo til sömu hæð. Sama gildir um leikaðferðir. Ýmsir háleitir hlutir i skáld- skap þessa verks njóta sin illa i hversdagsleika og „raunveru- leika” uppfærslunnar. Þó skal það játað, að margt nýtur sin vel i þessari hógværu túlkun Þjóðleikhússins á verkinu, og ýmsir leikarar ná sinu bezta, svo sem LÖA (Anna Kristin Arngrimsdóttir), FEILAN Ó. FEILAN forstjóri (Erlingur Gislason), og ISA saungmær (Ingunn Jensdóttir). LAUGI (Valur Gislason) var skemmtilegur og „kiljanskur” með hænsn sin og svani. RÖRI (Guðmundur Magnús- son) komst betur til skila en áð- ur. Róri er hins vegar stilbragð, fremur en persóna. Liking, sem á einfaldan hátt gerir saman- burð á morði og samningi um söng. Yfir leiknum er öryggi (sýningunni sem heild), og áhorfendur áttu allan timann i önnum. Einna glæfralegast var lokaatriðið, þar sem bókstaf- lega mátti engu skeika, en hófsöm túlkun i leik og leik- stjórn skilaði þvi atriði með prýði, og leikurinn fór með þér heim út i myrkrið, sama myrk- ur og gleypti Lóu og Róra, eftir að búið var að drepa yndið. Um aðra leikendur er það að segja, að þeir gerðu flestir hlut- verkum sinum góð skil. Má þar nefna ÓLA (Sigmund örn Arn- grimsson) og MR. PEACOCK (Róbert Arnfinnsson). Um hinn siðarnefnda er það að segja, að það virðist svo sem sama hvaða viðfangsefni leihúsið fær honum, hann stend- ur fyrir sinu — og vel það. Hitt er svo annað mál, að það verk- aði dálltiö'truflandi að sjá hann i þessu hlutverki, eða alheims- forst jórann, þvi Róbert lék OLA i fyrri sýningu verksins i Þjóð- leikhúsinu. Það rifjar of mikið upp fyrir þeim er sáu fyrsta kvartél leiksins og veikir stöðu hans i verkinu. Jónas Guðmundsson. F"eilan ó. Feilan, forstjóri I Uni- versal Consert Inc. (Erlingur Gislason).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.