Tíminn - 01.09.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.09.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. september 1978 3 Jón Eggertsson. Bjarni Jakobsson. Óskar Vigfússon. Stjómarmeim sérsambanda ASt á fundi i gær: Jón Snorri. Guöjón Jónsson. Vonir um gott samstarf við nýju stjórnina AM — Kl. 16 i gær hófst i Lindar- bæ fundur miðstjórnar og stjórna sérsambanda ASl Blaðamaður og ljðsmyndari Timans brugðu sér á staðinn og hleruðu eftir hvernig hljóðið værii fulltrúunum, en sem kunnugt er var fundarefnið að ræða drög að ályktun vegna við- ræðna nefndar um væntanlegar aðgerðir I efnahags- og kjaramál- um, við foringja nýrrar rikis- stjórnar. Fyrstan hittum við að máli Jón Agnar Eggertsson frá Borgar- nesi. Jón kvaðst vera ánægður með fyrirætlanir nýju stjórnar- innar um „samningana I gildi”. Hvað varðaði hið nýja launaþak, taldi hann að erfitt væri að segja hvar mörkin ættu að liggja, en þó væri auðvitað augljóst að undir þvi lægju allir launaskalar ASl. Hann kvaðst gera sér vonir um að gott samstarf mætti nást milli nýju stjórnarinnar og launþega og lagði áherslu á að ýmsar fé- lagslegar úrbætur mætti virða til jafns við kauphækkanir, og að æskilegt væri að hin nýja stjórn sýndi rögg af sér á þeim vett- vangi. En mestu varðaði að sá kaupmáttur, sem samningarnir gera ráð fyrir, héldist næsta ár. „Ég er heldur bjartsýnn,” sagði Jón Snorri Þorleifsson ,,og á von á að gott samstarf megi takast við nýju stjórnina”. Þá sagði hann það fagnaöarefni að samningarnir héldust i gildi og hvaðlaunaþakið snerti, væri auö- séð að það hlyti að valda ó- ánægju meðal þeirra sem fyrir skerðingu yrðu af þeim sökum, þótt ASl taxtarnir væru fyrir neðan það. Verkalýðs- hreyfingin hlyti að vænta meira af stjórn sem þeirri er nú sest að völdum, — „en”, sagði Jón Snorri, „samningsrétt- urinn er i höndum einstakra fé- laga og þau eru auðvitað óháð þvi sem þessi samkoma hér kann að samþykkja og munu auðvitað ákvaröa, eins og ástæður gefa efni til þegar fram i sækir”. „Hvað mörg atriði varðar, held ég að verkalýðshreyfingin megi vel við una, svona almennt”, sagði óskar Vigfússon,formaður Sjómannasambands Islands. „Hins vegar minni ég á að kjara og samningamál minni umbjóð- enda eru ööru visi upp byggt, og i þeirra málefnum rikir enn óvissa.” Ekki vildi óskar upplýsa hverjar meginkröfur sjómanna- samtökin mundu gera til hinna nýju valdhafa. Guðjón Jónsson, formaöur Landssambands járniðnaðar- manna kvað sér litast vel á horf- urnar. „Við höfum náð þvi fram vona ég, að nú verði kjaraskerð- ingarlögin afnumin og það er mikill sigurfyrir verkalýðshreyf- inguna i kjaramálum og ekki sið- ur siðferðislegur sigur”. „Enn hef ég ekki séð ályktun viðfæðunefndarinnar ”, sagði Bjarni Jakobsson, formaöur IÐJU, ,,en ég legg áherslu á að kaupmáttur haldist. Annars hlýt- ur verkalýðshreyfingin að biða átekta og sjá hver framvinda mála verður”. Ályktun fundar miðstjómar og stjóma landssambanda ASl: Aðildarsamtök framlengi kjarasamninga í eitt ár Á sameiginlegum fundi miðstjórnar ASÍ og stjórna landssam- banda innan ASÍ i gær, var samþykkt eftirfar- andi ályktun, með 57 at- kvæðum gegn einu, en 85 manns sátu fundinn. Voru það einkum fulltrúar sjómanna og verslunarmanna, sem hjá sátu: Sameiginlegur fundur mið- stjórnar Alþýðusambands íslands og stjórna landssam- banda innan ASl, haldinn I Lindarbæ fimmtud. 31. ágúst 1978, ályktar eftirfarandi i tilefni af fundi viðræðunefndar Alþýðu- sambandsins með forystumönn- um þeirra stjórnmálaflokka, sem nú standa að stjórnarmyndunar- viðræðum: Fundurinn lýsir sig samþykkan þeirri jákvæðu afstööu, sem tekin var á fundi miðstjórnar ASl þ. 29. þ.m., varðandi hugmyndir þær sem forystumenn flokkanna settu fram, þ.e. 1) að samningarnir, sem gerðir voru á sl. ári taki gildi frá 1. september n.k., en sett verði þak á greiöslu visitölu. 2) Hinn 1. desember n.k. verði samningarnir framlengdir um 12 mánuöi, þ.e. til 1. desember 1979, án grunnkaupshækkana, en með vísitölu samkvæmt framansögðu. 3) Sett veröi nefnd til þess aö fjalla um endurskoðun vlsitölu- kerfisins með þátttöku ASl. Fundurinn minnir á þá baráttu, sem verkalýðssamtökin hafa háð á sl. sjö mánuðum gegn kjara- skerðingarlögum frá i febrúar og mai i þeim tilgangi að fá sólstöðu- samningana i gildi. Fundurinn fagnar þvi að nú sé i sjónmáli að sú barátta skili árangri, þannig að samningarnir taki gildi á ný. Gengið erútfrá þvi: að aðgerðir i efnahagsmálum verði ekki látnar skerða þann kaupmátt launa, sem að var stefnt með kaupgjaldssamn- ingunum frá i júni 1977. að allar aðgerðir stjórnvalda miði að þvi að tryggja fulla at- vinnu I landinu. að væntanleg rikisstjórn hafi fullt samráð við verkalýðs- hreyfinguna um félagslegar aðgerðir svo og um aðgerðir I efnahagsmálum, einkum skatt- lagningu, niðurgreiðslu vöru- verðs og annað sem haft getur veruleg áhrif á kaupmátt launa. Sérstök áhersla er lögð á: að tryggingabætur aldraðra og öryrkja hækki að minnsta kosti til samræmis við hækkun launa verkafólks að endurskoðun lifeyrissjóöa- kerfisins verði hraðað eins og unnt er, þannig að allt launa- fólk njóti verðtryggðs lifeyris að félagslegar ibúðabyggingar verði efldar i samræmi viö tillögur samtakanna að bætt verði úr þeirri brýnu þörf sem er fyrir aukna dag- vistunarþjónustu. að komið verði til móts viö kröf- ur samtakanna um úrbætur á sviði vinnuverndar að stuðningur við fræðslustarf verkalýðssamtakanna veröi aukinn, þannig að það njóti hliðstæðra fjárveitinga og annað fræðslustarf i landinu. Fundurinn samþykkir að leggja til við aöildarsamtök Alþýðusam- bands Islands að þau framlengi kjarasamninga sina i eitt ár, til 1. desember 1979 á ofangreindum grundvelli. Sighvatur Björgvinsson: Skammtímalausnir Lúðvíks duga ekki það ættu vinstri menn að hafa lært af reynslunni HEI —„Já, ég greiddi atkvæöi á móti þvi að Alþýöuflokkurinn tæki þátt i þessari ríkisstjórn á grundvelli þess samkomulag sem náðst hefur um aðgerðir I efnahagsmálum. Ég er á móti þvf að flokkar með 40 þingmenn á bak við sig, sem eru búnir að tala saman I tvo mánuði, myndi slðan rikisstjórn til ársins 1979”, sagði Sighvatur Björgvinsson við Timann I gær. „Það var eitt af stefnumálum okkar að draga úr óráðsiu i rikisfjármálum, sem hefur valdið hefur að rlkissjóður skuldar Seðlabankanum 20 milljarða og nú viröist stefnt að þvi að auka þessa skuld um a.m.k. 3 milljarða til áramóta. Þá er ég líka á móti þvl að A1 þýðuflokkurinn eigi hlut að þvi, aö á árinu 1979 vanti aðra hverja krónu, sem þarf til að greiða niður vöruverð, eftir gefnum loforðum. Þótt allt verði keyrt á fullu i tekjuöflun á næsta ári, vantar samt i ríkissjóð aðra hverja krónu sem til þarf. Hvorki er samkomulag um tekjuöflun, né hvernig eigi að beita fjármagninu til að greiða verðbólguna niður. Afleiðingarnar hljóta að verða áframhaldandi óðaverö- bólga, eins og við höfum þekkt!! — Hvað átti að gera? — Alþýðuflokkurinn lagði fram tillögur til aö leysa dæmið yfir bæði 1978 og 79 og Þjóðhags- stofnun samþykkti að þær væru raunhæfar. A þær var ekki fall- ist. Hins vegar hefur þvl verið lofað aö samkomulag kunni að nást um að framkvæma þetta I rikissjóninni. En miöaö við fyrri reynslu tel ég hæpið að fara i rikisstjórn á grundvelli slikra loforöa. — Voru ekki Alþýöu- og Framsóknarflokkar nokkuð sammála um efnahagsaðgerðir I upphafi viðræðna? — Jú, ég held að það sé ekki tiltakanlegur ágreiningur milli þeirra flokka um efnahagsaö- gerðir. En spurningin er hvaða aðgerðum ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir. — Er það sem þú ert óánægð- ur með þá komið mestan part frá Alþýðubandalaginu. — Já, það eru einfaldlega komnar þær hugmyndir frá Al- þýðubandalaginu, að þaö sé hægtaðstjórna efnahagsmálum á tslandi út frá skammtíma- lausnum Lúðviks Jósepssonar. Og það ættu vinstri menn aö vera búnir að læra af reynsl- unni, að er gersamlega útilokað. — Spáir þú stjórninni þá ekki langra lifdaga? — Um það vil ég ekki segja, þvi það fer ekki sist eftir þvi hvaða árangri viö Alþýðu- flokksmenn — vonandi með stuðningi Framsóknarmanna — náum i þvi að berja fram innan rlkisstjórnarinnar þau sjónar- mið, sem okkur hefur ekki tekist að berja fram i stjórnarmynd- unrviðræðunum. Ég llt ekki á að mitt hlutverk sé að fella þessa rikisstjórn, heldur að standa mjög hart að þvi, innan Alþýðu- flokksins og utan, að þessi sjón- armið fái framgang I rlkis- stjórninni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.