Tíminn - 01.09.1978, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. septeruber 1978
5
Samstarfsyfirlýsing
Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks um stjórnarmyndun
Ríkisstjórnin telur það höfuð-
verkefni sitt á næstunni að ráða
fram úr þeim mikla vanda, sem
viö blasir i atvinnu- og efnahags-
málum þjóðarinnar. Hún mun þvi
einbeita sér að þvi að koma efna-
hagsmálum á traustan grundvöll
og tryggja efnahagslegt sjálf-
stæði þjóöarinnar, rekstrar-
grundvöll atvinnuveganna, fulla
atvinnu og treysta kaupmátt
lægri launa.
Rikisstjórnin mun leggja
áherslu á aö draga markvisst úr
verðbólgunni með þvi að lækka
verðlagog tilkostnaö og draga úr
víxlhækkunum verölags og launa
og halda heildarumsvifum i
þjóðarbúskapnum innan hæfi-
legra marka. Hún mun leitast viö
að koma i veg fyrir auösöfnun i
skjóli verðbólgu.
Rikisstjórnin mun jafnframt
vinna áð hagræðingu I rikis-
rekstri og á sviöi atvinnuvega
með sparnaöi og hagkvæmri
ráðstöfun fjármagns.
Rikisstjórnin mun vinna aö
félagslegum umbótum. Hún mun
leitast við að jafna lifekjör, auka
félagslegt réttlæti og uppræta
spillingu.misrétti og forréttindi.
Þessum meginmarkmiðum
hyggst rikisstjórnin einkum ná
meö eftirgreindum aðgerðum:
1. Samstarf við aöila vinnu-
markaöarins
Rikisstjórnin leggur áherslu á
að komið verði á traustu sam-
starfi fulltrúa launþega atvinnu-
rekenda og rikisvalds sem miði
m.a. að þvi að treysta kaupmátt
launatekna,jafna lifskjör og
tryggja vinnufrið.
Unnið veröi aö gerð þjóöhags-
og framkvæmdaáætlunar sem
marki m.a. stefnu I atvinnuþróun,
fjárfestingu,tekjuskiptingu og
kjaramálum. Jafnframt verði
mörkuð stefna um hjöönun verö-
bólgu i áföngum og ráöstafanir
ákveðnar sem nauösynlegar eru i
þvi skyni m.a. endurskoöun á
visitölukerfinu, aögerðir i skatta-
málum og nýja stefnu i fjár-
festingar- og lánamálum.
2. Efnahagsmál
2.1. Fyrstu aögeröir.Til þess aö
tryggja rekstur atvinnuveganna,
atvinnuöryggi og friö á vinnu-
markaöi og veita svigrúm til þess
aö hrinda i framkvæmd nýrri
stefnu I efnahagsmálum mun
rikisstjórnin nú þegar gera eftir-
greindar ráðstafanir:
1) Lög um ráðstafanir I efnahags-
málum frá febrúar 1978 og
bráðabirgðalög frá mai 1978
verði felld úr gildi. Laun verði
greidd samkvæmt þeim kjara-
samningum, sem siðast voru
geröir, þó þannig að verðbætur
á hærri laun verði sama krónu-
talan og á laun sem eru 233.000
kr. á mánuöi miöað við dag-
vinnu.
2) Verölag veröi lækkað frá þvi
sem ella hefði oröið m.a. meö
niðurgreiðslum og afnámi
söluskatts af matvælum sem
samsvarar 10% i visitölu verð-
bóta l.septemberog 1. desem-
ber 1978 og komið verði i veg
fyrir hvers konar verðlags-
hækkanir eins og unnt reynist.
Rikisstjórnin mun leggja
skatta á atvinnurekstur,
eyðslu, eignir, hátekjur og
draga úr útgjöldum rikissjóðs
til þess að standa straum af-
kostnaði við niðurfærsluna.
3) Til þess að koma i veg fýrir
stöðvun atvinnuveganna veröi
þegar I stað framkvæmd 15%
gengislækkun, enda verði áhrif
hennar á verðlag greidd niður
(sbr. liö 2).
4) Rekstrarafkoma atvinnuvega
verði bætt um 2-3% af heildar-
tekjum með lækkun vaxta af
afurða- og rekstrarlánum og
lækkun annars rekstrar-
kostnaðar.
5) Gengishagnaði af sjávar-
afurðum verði ráöstafaö aö
hluta i Veröjöfnunarsjóð, að
hluta til útgerðar vegna
gengistaps og loks til hag-
ræðingar I fiskiðnaöi og til þess
að leysa sérstök staðbundin
vandamál.
6) Veröjöfnunargjald það sem
ákveðið hefur veriö af sauð-
fjárafurðum I ár verði greitt úr
rikissjóði.
2.2. Breytt efnahagsstefna. í
þvi skyni að koma efnahagslifi
þjóöarinnar á traustan grundvöll
*eggur rikisstjórnin áherslu á
breytta stefnu i efnahagsmálum.
bvi mun hún beita sér fyrir eftir-
greindum aðgerðum:
1) 1 samráði við aðila vinnu-
markaöarins veröi gerö áætlun
um hjöðnun verðbólgunnar i
ákveðnum áföngum.
2) Skipa skal nefnd fulltrúa laun-
þega, atvinnurekenda og rikis-
valds til endurskoðunar á við-
miöun launa við visitölu. Lögð
verði rik áhersla á að niöur-
stööur liggi sem fyrst fyrir.
3) Stefnt veröi að jöfnun tekju- og
eignaskiptingar m.a. með þvi
að draga úr hækkun hærri
launa og með veröbólguskatti.
4) Stefnt verði aö jöfnuði i
viðskiptum við útlönd á árinu
1979 og dregiö úr erlendum lán-
tökum.
5) Mörkuö veröi gjörbreytt fjár-
festingarstefna. Með sam-
ræmdum aögeröum veröi fjár-
festingu beint i tæknibúnað
endurskipulagningu og hag-
ræðingu í þjóðfélagslega arð-
bærum atvinnurekstri. Fjár-
festing 1 landinu verði sett
undir stjórn, sem marki
heildarstefnu I fjárfestingu og
setji samræmdar lánareglur
fyrir fjárfestingasjóðina I sam-
ráði við rikisstjórnina.
6) Dregið verði úr fjárfestingu á
árinu 1979 og heildarfjármuna-
myndunverði ákveðin takmörk
sett.
7) Aðhald i rikisbúskap verði
stóraukið og áhersla verði lögð
á jafnvægi i rflúsfjármálum.
8) Rflkisstjórnin mun leita eftir
samkomulagi við samtök
launafólks um skipan launa-
mála fram til 1. desember 1979
á þeim grundvelli að
samningarnir frá 1977 verði
framlengdir til þess tima, án
breytinga á grunnkaupi. 1 þvl
sambandi er rikisstjórnin
reiðubúintil að taka samnings-
réttarmál opinberra starfs-
manna til endurskoöunar,
þannig aö felld verði niður
ákvæöi um timalengd,
samninga og kjaranefnd.
9) Dregiö verði úr verðþenslu
með þvl að takmarka útlán og
peningamagn i umferö.
10) Niöurgreiðslu og niðurfærslu
verölags verði áfram haldiö
1979 með svipuöum hætti og
áformaö er I fyrstu aðgerðum
1978.
11) Lögð verði áhersla á að halda
ströngu verölagseftirliti og aö
verðlagsyfirvöld fylgist með
verðlagi nauðsynja I viöskipta-
löndum til samanburðar.
Leitað verði nýrra leiða til þess
aölækka verðlag I landinu. Sér-
staklega verði stranglega
hamlaö gegn verðhækkunum á
opinberri þjónustu og sllkum
aðilum gert að endurskipu-
leggja rekstur sinn með tilliti
til þess. Giltíistöku 8. gr. nýrrar
verðlagslöggjafar verði
frestað.
Skipulag og rekstur inn-
flutningsverlunarinnar veröi
tekiö til rækilegrar rannsókn-
ar. Stefnt verði að sem hag-
kvæmustum innflutningi á
mikilvægum vörutegundum,
m.a. með útboðum.
Úttekt verði gerð á rekstri
skipafélaga I því skyni að
lækka flutningskostnað og þar
með almennt vöruverö i land-
inu.
Fulltrúum neytendasamtaka
og samtaka launafólks verði
gert kleift að hafa eftirlit með
framkvæmd verðlagsmála og
veita upplýsingar um lægsta
verð á helstu nauðsynjavörum
á hverjum tima.
12) Verðjöfnunarsjóður fisk-
iðnaöarins verði efldur til aö
vinna gegn sveiflum I sjávarút-
vegi.
13) Skattaeftirlit verði hert og
ströng viðurlög sett gegn skatt-
svikum. Eldri tekjuskattslög-
um veröi breytt meö hliðsjón af
álagningu skatta á næsta ári og
nýafgreidd tekjuskattslög tekin
til endurskoðunar.
Sérstakar ráðstafanir verði
gerðar til að koma I veg fyrir að
einkaneysla sé færð á reikning
fyrirtækja.
3. Önnur mál
3.1. Landbúnaður. Stefnt veröi
að sem hagkvæmustu rekstrar-
formi og rekstrarstærö búa og að
framleiðsla landbúnaðar vara
miðist fyrst og fremst við innan-
landsmarkað.
Skipuð veröi samstarfsnefnd
bænda og neytendasem stuöli aö
aukinni fjölbreytni i búvörufram-
leiðslu og til samræmingar ósk-
um neytenda með aukna innan-
landsneyslu að marki.
Endurskoðað verði styrkja- og
útflutningsbótakerf i land-
búnaöarins með þaö aö marki aö
greiöslur komi bændum að betri
notum en nú er.
Lögunum um Framleiðsluráð
landbúnaðarinsveröibreytt, m.a.
á þann hátt aö teknir verði upp
beinir samningar fulltrúa bænda
og rikisvaldsins um verðlags-,
framleiðslu- og önnur hagsmuna-
mál landbúnaðarins. Jafnframt
verði Framleiösluráði veitt
heimild til að hafa með verðlagn-
ingu áhrif á búvöruframleiðslu i
samræmi við markaðsaðstæður.
Rekstrar- og afurðalánum
verði breytt þannig að bændur
geti fengið laun sin greidd og
óhjákvæmilegan rekstrarkostnað
svipað og aðrir aðilar fá nú.
3.2 Fiskveiðar og vinnsla.
Stjórnun fiskveiða og fiskvinnslu
verði endurskoðuð og gerð áætlun
um sjávarútveg og fiskiðnað.
Miðist hún við hagkvæma og arð-
sama nýtingu fiskistofna án þess
að þeim verði stefnt i hættu. Stað-
bundin vandamál verði tekin til
sérstakrar meðferðar og leyst
markvisst og skipulega. Ct-
flutningsverömæti verði aukin
með betri nýtingu, aukinni
vinnslutækni, meiri fjölbreytni i
afla, afurðum og öflugri sölu-
starfsemi.
Gerð verði úttekt á rekstri út-
flutningssamtaka i fiskiðnaði
fyrirkomulagi hans og hag-
kvæmni.
3.3 Iðnaður Unniö verðir að
áætlun um islenska iðnþróun og
skipulegrirannsókn nýrrar fram-
leiðslu sem hentar hérlendis.
Samkeppnisaðstaða islensks
iðnaðar verði tekin til endur-
skoðunar og spornað meö opin-
berum aðgerðum gegn óeðlilegri
samkeppni erlends iðnaðar m.a.
með frestun tollalækkana. Is-
lenskum iðnaði verði veitt aukin
tækniaðstoð til hagræðingar og
framleiðniaukningar og skipuleg
markaðsleit og sölustarfsemi
efld.
3.4. Orkumál. Mörkuð verði ný
stefna i orkumálum með það að
markmiðið aö tryggja öllum
landsmönnum næga og örugga
raforku á sambærilegu verði.
Komið veröi á fót einu lands-
fyrirtæki er annist meginraforku-
framleiöslu og raforkuflutning
um landið eftir aöalstofnlinum.
Fyrirtæki þetta verði i byrjun
myndað með samruna Lands-
virkjunar, Laxárvirkjunar og
orkuöflunarhluta Rafmagns-
veitna rikisins. Það fyrirtæki
yfirtaki allar virkjanir I eigu
rikisins og stofnlinur.
Gerö verði áætlun um raforku-
þörf ograforkuöflun til næstu 5-10
ára. I þvi sambandi veröi endur-
skoöuö framkvæmdaáætlun um
Hrauneyjarfossvirkjun málefni
Kröfluvirkjunar verði tekin til
endurmats og tryggt viðunandi
öryggi Vestfjaröa og Austurlands
I orkumálum.
Viðræöunefnd við erlenda aðila
um orkufrekan iðnaö veröur lögö
niður enda hefur rlkisstjórnin
engin áform um aö heimila inn-
streymierlends áhættufjármagns
i stóriöjufyrirtæki.
3.5. Hagræðingarmál. Banka-
kerfið verði tekið til endur-
skoöunar og rikisbönkum fækkað
i tvo. Skipulag oliusölu og vá-
tryggingarmála endurskoðað og
leitaö hagræðingar. Athugað
veröi að tengja lyfjaverslun heil-
brigðisþjónustu og setja hana
undir félagslega stjórn.
Endurskoðuð verði lög um
Seðlabanka íslands og stööu hans
i stjórnkerfinu.
3.6 Byggðastefna. Byggða-
stefnu verði fram haldið með
svipuðum þunga og verið hefur.
Áhersla verði lögð á hagræðingu
og endurskipulagningu atvinnu-
greina um land allt og lausn
staðbundinna vandamála þar
sem atvinnuvegir eiga i sérstök-
um erfiðleikum eða búseta i
hættu.
Skipulag og starfshættir
Framkvæmdastofnunar rikisins
og fleiri opinberra aðila veröi
Framhald á bls. 19.
VIDOPNUMIDAG
MEÐ FRUMSYNINGU KL16
„Stórglœsileg
sjning, sem á vafa-
laust eftir að vekja
umtal..
ólafur Laufdal, Hollywood
Tuttugu og þrír fataframleiÖcndur,
Karon, Módelsamtökin og félagar úr
Hárgreiðslumeistarafélagi íslands og
Sambandi íslenskra fegrunarsér-
fræðinga, hafa einsett sér að koma
öllum rækilega á óvart á FÖT ’78.
Sýndar verða nýjungar í innlendri
fataframleiðslu i sérstökum sýningar-
deildum, en á sýningarpalli verður sér-
sýning á hárgreiðslu, sérsýning á
snyrtingu, og síðast en ekki síst
STÓRGLÆSILEG TÍSKUSÝNING.
ISIENSK
FOT/78
LAUGARDALSHOLL
1,—10. SEPTEMBER
■
I ■ ■
—=5S
AKRAPRJÓN HF.
ÁLAFOSS HF.
ARTEMIS SF. NÆRFATAGERÐ
BLÁFELDUR HF.
BÓT HF.
ELGUR HF.
FATAGF.RÐIN HF.
FOT HF.
GRÁFELDUR HF.
HENSON — SPORTFATNAÐUR HF.
HILDA HF.
KARNABÆR HF.
KLÆÐI HF.
LEÐURSMIÐJAN
LEXA HF.
MAX HF.
NÆRFATAGERÐIN CERES HF.
PAPEY HF.
R. GUÐMUNDSSON
SJÓKLÆÐAGERÐIN HF.______
SKINFAXI HF.____________
SPORTVER HF.___________
VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS HF.
Opið virka daga kl. 17—22.
Laugardaga og sunnudaga kl.
14—22.
Aðgöngumiðaverð: kr. 700
fyrir fullorðna
kr. 300 fyrir börn