Tíminn - 01.09.1978, Side 9

Tíminn - 01.09.1978, Side 9
Föstudagur 1. september 1978 9 GuðmundurTryggvason Tryggvason •um i Húna- Guðmundur fæddist i Klömbrum vatnssýslu 1. september 1908 og hefur því fyllt sjöunda áratug ævinnar i dag. Faðir hans var Björn Tryggvi Guðmundsson sem siðar varð bóndi á Stóru-Borg. Hann varð og er þjóðkunnur maður vegna þess að bernskuvinur hans Sigur- björn Sveinsson, segir ýmsar sögur af samskiptum þeirra og lifsreynslu i Bernskunni en sú bók var merkilegt braut- ryðjandaverk i bókmenntasög- unni á Islandi. Tryggvi var sonur Guömund- ar á Syðri-Völlum og frænd- margur i Húnaþingi. Bróðir Guðmundar á Syðri-Völlum var Björn á Marðarnúpi faðir Guð- mundar landlæknis og Ingi- bjargar á Torfalæk, móður Guð- mundar skólastjóra á Hvann- eyri og þeirra systkina. Systir þeirra Guðmundar á Syðri-Völl- um og Björns á Marðarnúpi var ölöf á Svertingsstöðum, móðir Guðmundar Sigurðssonar á Syðri-Völlum, föður SkUIa al- þingismanns og ráðherra og þeirra systkina. Fleiri voru systkini þeirra Björns á Marðarnúpi þó að of langt sé upp að telja en kunnugir vita að fjölmargt merkisfólk umfram það sem hér er nefnt er af þess- um frændgarði. Hygg ég að það fólk komi oftast nokkuð við sögu meira eðaminna þegar rakin er þróunmála með Húnvetningum á dögum siðustu kynslóöa þó að hér verði það ekki rætt. Þess skal þó getið að föðurbróðir Guðmundar Tryggvasonar var Ingimundur Guðmundsson sem var einn af fyrstu ráðunautum Búnaðarfélags Islands og mikl- ar vonir voru við bundnar á sviði búnaðarmála, en drukknaði f Hvitá i Borgarfirði innan við þritugt árið 1912. Móðir Guðmundar Tryggva- sonar var Guðrún Magnúsdótt- ir. Hún var úr Skaftafellssýslu eystri en fluttist norður og gift- ist Tryggva og bjó með honum uns hann lést vorið 1918 þegar Guðmundur þeirra var á tiunda ári en Margrét dóttir þeirra 7 ára. Guðrún hélt áfram búskap á Stóru-Borg og eignaðist siðan son með ráðsmanni sínum. Guðmundur Tryggvason vann á búi móður sinnar i æsku. Hann var við nám i Samvinnuskólan- um veturinn 1924-’25. Haustið 1928 fór hann utan og var i Þýskalandi um veturinn mest i Hamborg. Hann stundaði barnakennslu i sveit sinni nokkra vetur. Arið 1934 giftist Margrét systir hans og settist maður hennar að búskap á Stóru-Borg. Þá hvarf Guðmund- ur Tryggvason af æskustöðvun- um. Hér verður starfsferiil Guð- mundar ekki rakinn náið en þó verður að geta þeirra viðfangs- efna sem hann valdi sér. Fyrst eftir að suður kom stjórnaði hann pöntunarfélagi verka- mannafélagsins Hlifar i Hafnarfirðiuns það sameinaðist öðrum félögum i Kaupfélagi Reykjavikur og nágrennis. Þá var Guömundur Tryggvason félagsmálafulltrúi hjá Kron i nokkur ár. Seinna varð hann framkvæmdastjóri Timans og siðan starfsmaður Fram- sóknarflokksins þar til hann fluttist úr bænum og varð bóndi i Kollafirði 1948. Þar rak hann búskap þar til vorið 1961, en þá hafði hann selt rikinu jörð sina undir laxeldisstöð og fluttist þá til Reykjavikur á ný. Eftir það var hann lengstum starfsmaður fulltrúaráðs Framsóknarfélag- anna i Reykjavik. Guðmundur Tryggvason giftist 20. febrúar 1937 Helgu dóttur Kolbeins Högnasonar i Kollafirði og fyrri konu hans Guðrúnar Jóhannsdóttur kenn- ara. Þau Helga eiga fimm börn, 3 dætur og 2 syni og eru þau nú löngu fulltiða fólk sem vænta má og barnabörnin óðum að vaxa. Þegar litið er yfir starfsferil Guðmundar Tryggvasonar kemur fljótt i ljós að þar er rnaður sem hefur hneigð tii félagsstarfa. Draumur hans hefur alltaf verið sá að eiga þátt sjötugur i vekjandi umræðum sem leiða mættutil nýrra dáða á þann veg að mannlífið yrði betra eftir en áður. Hann er fyrst og fremst samvinnumaður mótaður af þeirri lifeskoðun að með sam- vinnu náist jöfnuður og réttlæti ef á annað borð menn ganga vakandi að verki. Honum gefur sjón hversu mannlifið megi vera réttlátt, farsælt og gott ef samaner unnið og hugsjón sam- vinnunnar höfð að leiðarljósi. Það hygg ég að hann hafi notiö sin jafnti þessum félagsstörfum hvort sem hann vann fyrir sam- vinnufélög eða Framsóknar- flokkinn þvi að honum virtist lit- ill munur á hvort væri vænlegra til árangurs. Hugsjón hans hefur alltaf verið sú að menn beri gæfu til að haga málum sin- um svo að engir komistaö til að hrifsa til sin eða draga sér um- boðslaun og ómaksþóknun um- fram eðlileg verkalaun. Þvi er þaðað vonum að honum blöskri og það veki honum furðu þegar skólaðir menn tala um að sam- vinnustefna eigi sér engan hug- sjónagrundvöll. Það held ég að komist næst þvi að gera Guð- mund Tryggvason orðlausan og fátt munhonum meiri skapraun en finnist honum örla á þvi að slikrar hjátrúar gæti hjá ein- hverjum innan Framsóknar- flokksins. Guðmundur Tryggvason hefur undraverða gáfu til að tala um fyrir mönnum. Mig hefur ekki undrað annað meir I kynnum minum við hann en þetta einstæða lag á að sann- færa menn um að hann hefði rétt fyrir sér. Trúlega hefur hann ekki notið sin til fulls i þeirri iþrótt hin siðari ár þvi að heilsa hans hefur ekki verið svo góð sem ákjósanlegt væri en vandfundinn mun þó jafnoki hans I þeirri grein að telja mönnum hughvarf. Ég hef þekkt heimili þeirra Guðmundar og Helgu i fulla þrjá áratugi enda dvalið þar langdvölum og á þaðan margs að minnast. Sjálfs min vegna vona ég að heyra um ýmis kon- ar hugmyndir til mannlifs- bótaog framfara. Þjóð minni óska ég þess að niðjar þeirra hjóna starfi undir merki þeirra hugsjóna sem best hafa reynst samtið vorriog þeir þori að trúa þvi eins og Guðmundur Tryggvason að það sé hægt að bæta heiminn. H.Kr. Kæri vinur og félagi. Aðeins nokkur orð til þess að þakka þér þá leiðsögn sem ég hef orðið aðnjótandi vegna kynnanna við þig. Umburðarlyndi þitt og góðvild gagnvart samferðar- mönnum er eitt af þvi sem hvað mestan lærdóm er hægt að draga af og nokkuð sem allir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Ég óska þér og fjölskyldu þinni allra heilla og vona að þU afsakir þetta. Hittumst heilir. EinarFreyr. Heillaósk frá SUF I dag er öðlingurinn og heiöurs- maðurinn Guðmundur Tryggva- son sjötugur. Kynni min og Guð- mundar hafa ekki orðið með þeim hætti að ég geti skammlaust rakið uppruna hans og æviferil. Hins vegar hefur myndast milli okkar ljúft og létt andlegt samband eins og hlýtur að vaxa milli Guðmund- ar og allra sem hann umgengst. Guðmundur er einn þeirra manna, sem hefur náð meistara- tökum á samræðulistinni meö sterkum persónulegum einkenn- um. Helst má likja þvi viö það þegar sagt er um mikla lista- menn, að þeir hafi fundið sinn eiginn stíl. Guðmundur hefur náð þeim áfanga i sinni list að hann er engum likur. A sinn hæga og kýmna hátt leggur hann málum lið eða leggst gegn þeim. Með orðgnótt og föstu valdi á móður- málinu verður lag hans meö þeim hætti að viðmælendum hans fest- ist i minni. Það er til siðs i greinum af þessu tagi að hæla mönnum upp I hástert, allténd uppundir stert- inn, og finna þeim fátt til foráttu. Þó ég feginn vildi draga fram einhverja agnúa á Guðmundi, þá er mér maðurinn aö skapi. Kynni okkar spruttu vegna þess að starfsvettvangur Guðmundar hefur verið hjá Fulltrúaráöi Framsóknarfélaganna i Reykja- vik. Þar hefur hann unnið af elju og hollustu um langt árabil. Þó hefur Guðmundur engra þræll verið. Skoðanir hans á atvikum og málum eru eindregnar, og hefur hann yndi af þvi að ræöa þær og rökstyðja. Einkenni hins sanna tslendings prýða Guðmund. Hann er ljóð- elskur, viðlesinn og umburðar- lyndur meðborgurum sinum, þéttur fyrir i sókn og vörn. Sumir menn eru þannig vaxnir til innrætis að þeir gamlast ekki. Likaminn hrörnar en lifsvitund og gleöi er samstiga æskunni og nýjum timum. Þess vegna á Guð- mundur einkar létt með að um- gangast ungt fólk og i þannig hópi tala allir sama mál. Guðmundur er sjálfkjörinn heiðursfélagi ungra framsóknarmanna og þarf engin atkvæði um það. Ég sendi Guðmundi bestu óskir minar og annarra ungra fram- sóknarmanna. Við viljum njóta samvista þinna sem lengst. Megir þú lifa svo lengi sem þú hefur nennu til og gleði af. Vinir Guðmundar munu sam- fagna honum, viðstöddum eða fjarstöddum, að Rauðárárstig 18 i dag. Pétur Einarsson. Framhald á bls. 19 Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, tankbifreið og nokkrar ógangfærar bifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 5. sept. kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrif- stofu vorri kl. 5. SALA VARNARLIÐSEIGNA Frá Vistheimilinu Sólborg, Akureyri Okkur vantar kennara að þjálfunarskóla heimilisins nú þegar. Einnig þroskaþjálfa eða fóstrur. Upplýsingar i sima 96-21757 gm | m 10 CHEVROLET TRUCKS Höfum til sölu: Teqund. Galant G.L. station Ch. Impala Opel Record Scout II V-8sjálfk. G.AA. Blazer Ch. AAalibu Vauxhall Viva Opel Record Chevrolet Vega st. Datsun 1200 Ch. Nova 4 dyra sjálfsk. Blazer Volvo 245 DL sjálfsk. V.W. Passat Chevrolet AAalfbu Plymouth Fury station Scout Dick-up Volvo 144 De Luxe Bronco V-8 beinsk. Chevrolet sendif eröa Vauihall Viva D.L. Fiat128 Ch. Nova sjálfsk. Ch. AAalibu VW sendiferðabif. Peugeot 504 Scout 11 6 cyl.beinsk. Vauxhall Viva Ford Cortina 1600 4d Ch. Nova. Willys jeppi m/blæju Opel Record2ja d. sjálfsk Fiat 128 Datsun disel Toyota Celica m/vökvast. Ch. Blazer m/Dieselv. ára. '75 '75 '73 '74 '76 '66 '74 '76 '74 '73 '74 '74 '76 '74 /2 '75 '78 '74 '77 '74 '73 '75 '75 '72 '74 '75 '71 '76 '76 '73 '73 '71 5 gira '75 '72 1900 VerA í bús 2.300 4.000 1.850 3.00C 5.600 900 1.500 2.900 1.800 1.100 2.400 3.600 4.000 2.000 1.700 4.400 3.300 3.100 2.750 4.400 2.200 850 1.950 3.100 2.200 1.550 2.800 1.500 750 3.500 3.100 2.100 680 1.100 2.400 2.800 '74 '77 Véladeild ÁRMÚLA 3 SÍMI 38800 Bændur — Verktakar Til sölu Zetor 4718, dráttarvél, árg. ’77 og Hydor loftpressa, árg. ’74. Vélin er keyrð c.a. 1000 tima, pressan ekin c.a. 3500 tima, selst ásamt miklum fylgihlutum, selst annað hvort saman eða i sitt hvoru lagi. Upplýsingar i sima 7-20-62. Frá Menntaskólanum í Reykjavík Skólinn verður settur mánudaginn 4. sept. kl. 14. Nemendur safnist saman við skólahúsið, laust fyrir kl. 14. Rektor. Útboð Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i lagningu Vogaæðar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut lOa, Keflavik og á Verkfræðistofunni, Fjarhit- un h.f. Álftamýri 9, Reykjavik, gegn 20 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, fimmtudaginn 14. sept. kl. 14.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.