Tíminn - 26.04.1977, Qupperneq 8

Tíminn - 26.04.1977, Qupperneq 8
8 Þriöjudagur 26. april 1977 / Málskot til lögréttu á að vera einfaldara í sniðum en málskot tiL Hæstaréttar. - Málskot til lögréttu Reglur frumvarpsins um málskot til lögréttu frá héraös- dómi eru all ítarlegar, en bera þó keim af þeim reglum, sem gilda nú um málskot til Hæsta- réttar. Ekki er þvi ástæöa til aö rekja þær í einstökum atriöum, heldur visast i þvi sambandi til IV. og V. kafla frumvarpsins. 1 heild má segja, aö reglurnar um málskot til lögréttu séu hvorki eins formfastar né viöa- miklar og reglurnar um mál- skot til Hæstaréttar. Þannig er t.d. gert ráö fyrir þvi, aö nýjum málsástæöum og sönnunar- gögnum megikoma aö fyrir lög- réttu, þótt þau hafi ekki séö dagsins ljós I héraöi. Búast mætti viö þvl, aö a.m.k. af og til yröuteknar munnlegar skýrslur af aðilum vitnum og matsmönn um á dómþingum lögréttu. Sllkt hefur aftur á móti ekki tiökazt á dómþingum Hæstaréttar, þótt lög standi þvi i sjálfu sér ekki i vegi. Þrátt fyrir þaö taka hæstaréttardómarar afstööu til þess I dómum sinum, hvort at- vik máls teljist sönnuö, en þaö mun nær einsdæmi, aö áfrýjunardómstóll, sem ekki tekursjálfurskýrslur af aöilum, vitnum og matsmönnum, skeri úr um þaö, hvort næg sönnun hafi komið fram fyrir tilteknu málsatviki. I frumvarpinu er ekki krafizt ágripsgeröa I jafnrikum mæli og gert er i lögum um Hæsta- rétt. Þaö er aðeins i þvi tilviki, að dómsforseti telji mál torvelt yfirlits, t.d. vegna skjalafjölda, umfangs eða margbreytilegra atvika, aö heimilt er aö leggja fyrir málsaðila eöa umboös- menn þeirra aö taka saman dómságrip. Þá er lagt til, aö dómsúr- lausnir lögréttu veröi nokkru einfaldari en úrlausnir Hæsta- réttar, t.d. komi aöeins fram niöurstaöa I úrskuröi, án þess aö forsendur séu raktar. Breytingar á meðferð einka- mála i héraði Ekki veröur hjá þvi komizt aö gera stuttlega grein fyrir frum- varpi þvi til breytingar á lögum um meðferö einkamála i héraöi, sem lagt hefur veriö fyrir Al- þingi samhliöa frumvarpinu til lögréttulaga — svo nátengd eru þessi tvö frumvörp. Rétt er þó að taka það fram, aö hægt væri að lögtaka fyrrnefnda frum- varpið meö smávægilegum breytingum, án þess aö lög- réttufrumvarpiö yröi lögfest. Breytingarfrumvarpiö á lög- um um meðferö einkamála i héraði gerir I fyrsta lagi ráö fyr- ir þvi, aö sáttanefndir veröi lagöar niður. Þvi er ekki aö leyna, aö sáttanefndir gegna oröiö þýöingarlitlu hlutverki I réttarkerfinu. Sárafá mál eru lögö til þeirra og i fæstum þeirra nást sættir. Þá ber þess aö gæta, að dómurum er ætlaö aö leita sátta og hefur sá háttur gefið góða raun. Aö dómi réttarfars- nefndar þykir þvl einfaldast aö fella ákvæöi einkamálalaganna um sáttanefndir niöur, en fela dómurum I þess staö aö leita sátta. í öðru lagi er lagt til, aö tekin veröi ppp svonefndur aöalflutn- ingur mála. Fyrirmynd þessa nýmælis er sænsk, en I þessum nýja hætti felst þaö einkum, aö skriflegra gagna skal afla áöur en teknar eru munnlegar skýrslur af aöilum, vitnum og matsmönnum. Þessar munn- legu skýrslur eru aftur á móti teknar allar i einu lagi og munn- legur málflutningur fer svo fram strax á eftir. Rök fyrir þessu nýja fyrirkomulagi eru tvenns konar: Annars vegar ætti þetta aö stuöla aö mun hraöari málsmeöferö. Og hins vegarhlýturþað að vera nokkur kostur, aö mál sé flutt og þaö siðan dæmt I beinu framhaldi af munnlegri skýrslutöku, þar eö þau atriöi, er þar koma fram, ættu þá aö vera dómara og lög- mönnum enn I fersku minni. t þriöja lagi gerir réttarfars- nefnd aö tillögu sinni, aö I dóms- úrskurðum um formsatriöi o.þ.h. skuli aöeins greind niöur- staöa án nokkurra forsendna. Og sömuleiöis, aö dómar veröi stórlega styttir frá þvi, sem nú er, þannig aö þeir veröi eftir- leiöis samdir meö aöila máls eina i huga. Málsatvik, máls- ástæöur og lagarök eru aöilum yfirleitt kunn, en þaö hefur i för með sér, aö hin eiginlega at- vikalýsing I dómum félli niöur, en eftir stæöi rökstuöningur dómara fyrir niöurstööu sinni. t fjóröa lagi gerir frumvarpiö ráö fyrir þvi, aö nokkrir sér- dómstólar, þ.á.m. sjó- og verzl- unardómur og ýmsir fasteigna- dómar, veröi lagöir niöur. Flestir lögfræöingar eru and- vigir sérdómstólum, nema gild rök búi aö baki slikri skipan. Astæöurnar eru margar, m.a. sú, aö óvissa getur rikt um þaö fyrir hvaða dómstól skuli leggja tiltekiömál. Þá eru sérdómstól- ar nær óhjákvæmilega skipaöir fleiri dómurum en einum, hvort sem um er aö ræöa hin stærri eöa smærri mál. Þetta leiöir aftur til þess, aö málsmeöferö fyrir sérdómstólum dregst oft og einatt á langinn. Fleiri atriði mætti tina til, en þess gefst þvi miöur ekki kostur aö sinni. En öll atriði frum- varpsins stefna aö þvi aö gera dómskerfiö einfaldara og máls- meöferö hraöari en tiökazt hef- ur. Kostirnir fleiri en gall- arnir. Engin dul skal dregin á þaö, aö skiptar skoöanir eru um ágæti þeirra frumvarpa, er gerö hefur veriö grein fyrir að fram- an. Flestir þeir, sem látiö hafa álit sitt I Ijós, eru þó sammála um þaö, aö frumvörpin stefni bæöi I rétta átt, þótt e .t.v. mætti breyta þeim I einstökum atriö- um. Slikt er eölilegt, enda yröi án efa seint hægt aö gera þau svo úr garði, aö allir væru ánægöir. Sú gagnrýni hefur heyrzt, aö kostnaöur aukizt til muna viö lögtöku frumvarpsins til lög- réttulaga. Þetta er eflaust rétt. En þá ber aö Hta á þaö að dóm- Hæstiréttur aö störfum. stólarnir hafa, eins og sakir standa, alls ekki undan. Sem dæmi mætti nefna þá staöreynd, aö málsaöilar I venjulegu einka- máli þurfa aö biöa I eitt til eitt og hálft ár frá þvi máli er stefnt til Hæstaréttar og þar til dómur gengur. Þetta er aö sjálfsögöu ófært, ekki sizt i verðbólgu þeirri, sem geisað hefur hér á landi aö undanförnu. Og þess sjást m.a.s. merki, aö löggjaf- inn sjálfur, þ.e. Alþingi, sé far- inn að vantreysta dómstólunum til aö skera úr réttarágreiningi, meö þvi aö fela stjórnvöldum þaö hlutverk. Með lögréttufrumvarpinu — og reyndar frumvarpinu til breytinga á einkamálalögunum — er stefnt að þvi aö snúa þess- ari þróun viö. Öliklegt er aftur á móti, aö lagabreytingar einar nægi til aö gera dómstólana hæfari til aö sinna upphaflegu hlutverki sinu, heldur veröur jafnframt að koma til fjölgun dómara og annarra starfs- manna viö dómstólana, svo og bættur aöbúnaður og tækjakost- ur þeirra. Frumvarpiö til lögréttulaga á siöast en ekki sizt aö létta álagi af Hæstarétti. Sem fyrr segir tekur þaö drjúgan tima aö fá mál leitt til lykta hjá þessum æösta dómstóli landsins. Þvi er þó ekki um aö kenna, aö hæsta- réttardómarar sitji aögeröa- lausir, öðru nær. Málafjöldinn er einfaldlega oröinn svo mikill, að ekki er hægt aö ætlast tií þess, aö dómstóll á borö viö Hæstarétt ráði með sæmilegu móti viö allan þann fjölda. Þess vegna ber brýna nauösyn til aö létta álagi af réttinum og er stofnun tveggja dómstóla i lik- ingu viö lögréttur aö likindum farsælasta lausnin á þeim vanda. Meö tilkomu þeirra er fyrst hægt aö búast viö þvi, aö Hæstiréttur geti sinnt fyllilega þvi hlutverki. sem æösta dóm- stól landsins ber, þ.e. aö kveöa eingöngu upp dóma I vanda- sömustu og viöamestu dóms- málum, sem upp spretta I þjóö- féláginu. SÍÐARI HLUTI Frumvarp til lögréttulaga . A að gera dómstólum landsins kleift að sinna hlutverki sínu, m.a. með því að létta álagi af Hæstarétti Eiríkur Tómasson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra: Sáttanefndir verði lagðar niður, enda orðnar þýðingarlitlar í réttarkerfinu. - Fjölga verði starfsliði við dómstólana og bæta aðbúnað þeirra samfara fyrirhuguðum lagabreytingum - J Sjó- og verzl- unardómur — svo og nokkrir fasteignadómar — verði lagðir niður til að ein- falda dómskipan - Munnlegur málflutningur fari fram í beinu framhaldi af munnlegri skýrslutöku.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.