Tíminn - 26.04.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.04.1977, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 26. april 1977 9 Virkjun Hvítár í Borgarfirði alþingi — meirihluti iðnaðarnefndar vill samþykkja frumvarpið, en minnihlutinn vísa til ríkisstjórnarinnar MÓ-Reykjavik — Meirihluti iönaöarnefndar neörideildar leggur til aö frumvarp til laga um virkjun Hvitár i Borgarfiröi verðisamþykkt.aö þvi tilskyldu að ekki komi neitt fram viö lokarannsóknir, sem mæli gegn hagkvæmni virkjunarinnar, aö virkjunin falli inn i samræmda heildaráætlun um virkjunar- framkvæmdir og að virkjunin veröihönnuö þannig aö fullt til- lit veröi tekiö til náttúru- verndarsjónarmiða. Meirihluta nefndarinnar skipa þingmennirnir Ingólfur Jónsson, Lárus Jónsson, Pétur Sigurðsson, Þórarinn Þórarins- son, Ingvar Gislason og Bene- dikt Gröndal. Minnihluti Iönaöamefndar leggur til aö frumvarpinu verði visað til rikisstjórnarinnar i trausti þess, aö hagkvæmni virkjunarinnar veröi rannsökuö frekar, en máliö siöan lagt á ný fyrir Alþingi ef rannsóknir verða jákvæöar. Minnihlutinn bendir á, aö meirihlutinn hafi i áliti sinu fyr- irvara um frekari rannsóknir á hagkvæmni virkjunarinnar, og viðurkenni þar með i reynd, aö máliö hafi ekki hlotiö þann undirbúning, sem nauösynlegur sé. Minnihluta iðnaöarnefndar skipar Sigurður Magnússon. Með frumvarpinu um virkjun Hvitár er lagt til, aö rikisstjórn- inni verði veitt heimild til að veita Andakilsárvirkjun leyfi til að reisa og reka vatnsaflsstöð við Kljáfoss i i Hvitá i Borgar- firði með allt að 13,5 MW afli. Það voru þingmennirnir Jón Ámason og Asgeir Bjarnason sem lögöu þetta fram, og hefur það veriö samþykkt frá efri deild Alþingis. 1 gær var málið til annarrar umræðu i neöri deild og mælti Ingólfur Jónsson þá fyrir áliti meirihluta iönaöarnefndar, sem frá er greint hér aö framan. Þá mælti Siguröur Magnússon fyrir áliti minnihluta iðnaðarnefnd- ar. Auk þeirra töluöu Jónas Amason og Ólafur Jóhannes- son, en siöan var umræöunni frestað. Þriþættur fyrirvari iðnaðarnefndar Ólafur Jóhannesson sagði, aö hann kæmist ekki hjá þvi aö láta i ljós nokkra undrun á áliti meirihluta iönaöarnefndar. Þaö væri I raun ekki annaö er þri- þættur fyrirvari. Þar væri að visu mælt með samþykkt frum- varpsins, ef ekkert 'kæmi fram viö lokarannsókn, sem sýndi að yirkjunin væri óhagkvæm. Eðli- legra hlyti að vera aö hafa rannsakaö virkjunaraðstööuna betur áður en mælt væri meö samþykkt þessa frumvarps. I öðru lagi væri fyrirvari um aö virkjunin falli inn I sam- ræmda heildaráætlun um virkjunarframkvæmdir. Sá fyr- irvari væri ekkert smáræöi. Benti Ólafur á, aö mikiö heföi verið aöhafzt i orkumálum og ýmsum hefði fundizt of mikið vera að gert. Þvi kvaöst hann hafa álitið aö nú væru þingmenn sammála um aö timi væri kom- inn aö gera heildaráætlun um á hvern hátt vinna ætti að virkjunarmálum i landinu. Reynslan heföi sýnt aö ef heim- ildarlög hefðu verið samþykkt á Alþingi væri erfitt að standa gegn þvi i rikisstjórn að sú heimild væri notuð. Þvi yröi að lita á málin i heild þegar heimildarlög væru samþykkt. Ólafur benti á það i ræöu sinni, aö rikisstjórnin heföi mik- iöunnið að orkumálum á siöustu árum. Iönaöarráöherra væri hins vegar upptekinn viö um- ræður I efri deild og gæti þvi ekki tekiö þátt i þessum umræö- um. Slikt væri óeöliiegt, og ætti ekki aö afgreiöa máliö án þess að vita hans hug til þess. Hann hefði flutt á vegum rikisstjórn- arinnar frumvörp, sem fælu i sérnokkra stefnumörkun á sviöi orkumála. Hins vegar væri alls ekki ljóst á hvern hátt virkj- unaráform i Hvitá kæmu heim við aöra áætlanir i virkjunar- málum. Aö lokum undirstrikaöi Ólafur þaö, að hann væri alls ekki meö þessu að standa i vegi fyrir að Borgfiröingar fengju áhuga- málum sinum framgengt. Aöal- atriöiö væri, aö allar athuganir lægju fyrir áður en ákvaröanir væru teknar og hann gæti alls ekki fallizt á þau vinnubrögö, sem hér væru viðhöfö. Rúmgóður ódýr Fíat Fíaf 125p Til kl. sýnis í dag 10-5 A fundi efri deildar alþingis I gær var frumvarpiö um Póst- og slmamál afgreitt til þriöju umræöu og einnig var frum- varpiö um Alþjóöagjaldeyr- issjóöinn afgreitt til þriöju umræðu. Þá mælti Gunnar Thoroddsen fyrir frumvarpinu um Járnblendiverksmiöju í Hvalfiröi, en þaö frumvarp var afgreitt frá neöri deild fyrir helgi. Þá var á fundi neöri deildar samþykkt sem lög frá Alþingi frumvarpiö um mat á slátur- afuröum. Þá var frumvarpiö um skylduskil til safna af- greitt frá deildinni til efri deildar vegna breytinga, sem gerðar voru á frumvarpinu I neöri deild. Sömuleiöis var frumvarpiö um skotvopn o.fl. afgreitt til efri deildar. Loks var á fundi neöri deildar frumvarpiö um aö selja Hús- einingum á Siglufiröi húsnæöi Tunnuverksmiöju rlkisins af- greitt til þriöju umræöu. Aö þessum afgreiöslum loknum var fundum deilda frestaö, en hófust aftur slö- degis og stóöu fram á kvöld. m CHEVROLET TRUCKS Höfum til sölu: Tegund: Arg. Verð í Þús. Volvo 244 de luxe 76 2.600 Volvo 142 70 1.000 G.M. Rally Wagon 74 2.700 Pontiac Le Mans Coupe 77 3.600 Toyota Crown station 74 2.100 Chevrolet 'Malibu Classic 75 2.500 Chevrolet Chevette sjálf sk. 76 2.000 VW Passat L 74 1.475 Volvol44sjálfsk. 71 1.200 Öpel Delvan 71 50« . Saab96 71 800 Sunbeam 1250 72 650 Chevrolet Vega station 74 1.550 Opel Caravan 72 1.250 Chevrolet Blazerskuldabr. 72 1.900 Scout II 6 cyl. beinsk. 74 2.200 Saab96 72 950 Vauxhall Viva 72 650 Skania Vabis vörubif r. '66 1.500 Austin Mini 76 850 Mazda 616 74 1.250 Chevrolet Blazer Cheyenne 74 2.900 vauxnaii viva de luxe 75 1.150 Audi 100 LS 76 2.50Ó Mazda 929 4ra dyra 75 Véladeild ÁRMÚLA 3 ■ SÍMJ 38900 — Hámarkshraði 155 km. — Bensín- eyðsla um 10 lítrar per 100 km. — Kraftbremsur með diskum á öllum hjólum. — Radial-dekk. — Ryðvörn. — Tvöföld framljós með stillingu. — Læst bensínlok. — Bakkljós. — Rautt l'jós í öllum hurðum. — Teppalagður. — Loftræstikerf i. — öryggisgler. — 2ja hraða miðstöð. — 2ja hraða rúðu- þurrkur. — Raf magnsrúðusprauta. — Hanzkahólf og hilla. — Kveikjari. — Litaður baksýnisspegill. — Verkfæra- taska. — Gljábrennt lakk.— Ljós i far- angursgeymslu. — 2ja hólfa kabora- tor. — Synkronesteraður girkassi. — Hituð afturrúða. — Hallanleg sætis- bök. — Höfuðpúðar. FIAT EINKAUMBOD A ISLANDI Davíð Sigurðsson h.f. Síðumula 35 Simar 38845 — 38888

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.