Tíminn - 06.07.1979, Side 6

Tíminn - 06.07.1979, Side 6
6 Föstudagur 6. júli 1979 r v Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þor- arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, fram- kvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaóamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð ilausasölu kr. 180.00. Áskriftargjald kr. 3.500 á mánuði. Blaðaprent Léttvæg orð Að undan förnu hefur fátt vakið meiri undrun manna en kostuleg skrif Alþýðublaðsins um Hæsta- rétt íslands. Þessi skrif eru að sjálfsögðu gersam- lega úr lausu lofti gripin, allar staðhæfingar stað- leysur og án nokkurs tilefnis. Er almenningi ráð- gáta hvað veldur slikum undrum. Það er oft sagt að réttvisin mali seint, en eins og sannast hefur hérlendis malar réttvisin örugglega. Reynsla Islendinga hefur verið sú, góðu heilli, að dómstólarnir eru fyllsta trausts verðir. Þetta kom ekki sist fram nú fyrir fáum árum þegar háværar kröfur risu hér um flýtiréttarfar og óvandaðan málatilbúnað. Hæstiréttur íslands hefur allt frá upphafi lagt þyngstu áherslu á vönduð og öguð vinnubrögð og rækilega könnun allra þeirra gagna sem fram koma og allra málsatvika. Alla tið hefur og verið lögð á það áhersla að dóminn skipuðu frábærir lögmenn, vammlausir og vandir að virðingu sinni. Fram á þennan dag hefur þetta tekist. Sannleikurinn er reyndar sá, að endanlegir úr- skurðir Hæstaréttar á grundvelli rækilegrar könn- unar gagna og atvika hafa verið það bjarg sem rétt- visi og mannréttindi hafa hvilt á. Þannig má minna á, að enda þótt rannsóknarnauðsyn hafi krafist frelsisskerðingar einstaklinga um hrið hafa þeir getað sótt skaðabætur til islenska réttarkerfisins að málslyktum. Nú á undan förnum árum hafa að ýmsu leyti skapast nýjar og áður óþekktar aðstæður i dóms- málum. Margir voru þeirrar skoðunar að réttar- kerfið myndi ekki standast þessa erfiðleika, og að sönnu naut það takmarkaðrar athygli fjárveitinga- valdsins. Undir öflugri og réttsýnni forystu Ólafs Jóhannessonar var hafið starf að margháttuðum umbótum og framförum á þessu sviði, og þessi framsókn i dómsmálum heldur enn áfram. Fjárveitingar hafa verið auknar, mannafla hefur verið fjölgað, nýir dómstólar verið stofnaðir og nýrri skipan komið á málefni rannsóknarlögregl- unnar, svo að dæmi séu nefnd.Sú gagngera megin- breyting hefur einnig verið gerð, að komið hefur verið á aðgreiningu rannsóknarvalds og dómsvalds, þannig að dómendur fella úrskurð sinn á grundvelli fram lagðra gagna en vinna ekki sjálfir að rannsókn mála. Með þessu hefur verið stefnt að enn þá vand- aðari vinnubrögðum, rækilegri undirbúningi og þeirri innri gagnrýni sem réttarrikið hvilir á. Hver sannsýnn maður sér við athugun reynslu og röksemda, að aðför að Hæstarétti íslands er hneykslanleg. Hver sannsýnn maður hlýtur og að geta séð i hendi sér að alhæfðir hleypidómar um lögmannastéttina i heild eru óforsvaranlegir. Og sérhver maður sér umsvifalaust að freklegt gelt að viðkunnum sæmdarmanni og virtum fræðimanni, Ármanni Snævar, forseta Hæstaréttar, er bókstaf- lega fyrir neðan allar hellur. Almenningur er furðu sleginn yfir sliku tiltæki. Sjálfsagt er ástæðulaust að ýfast þrátt fyrir þetta. Orð þess manns, sem alræmdur er fyrir þekkingar- leysi um dómsmál og skilningsleysi um réttvisi, verða léttvæg talin. JS Erlent yfirlit Sundrang republikana getur hjálpaö Carter Sameinast þeir að lokum um Ford? Reagan, ConnaUy, uaker og Ford ÞÓTT vegur Carters forseta sé ekkimikillum þessar mundir að mati bandariskra kjósenda ef dæma má eftir skoðanakönn- unum, er engan veginn vist, að republikönum veitist auðvelt aö sigra hann I forsetakosningun- um næsta haust, ef hann verður aftur i framboði fyrir demó- krata. Þaö hefur ekki gerzt síðan 1932, aö þjóökjörinn for- seti félli i kosningum, en þá átti heimskreppan þátt I þvi að Hoover beið ósigur fyrir Roose- velt. Oliumálin geta að visu skapað visst kreppuástand i Bandarikjunum.en þó vart I lik- ingu við það sem var 1932. Tak- ist Carter að komast sæmilega frá þeim getur staða hans verið orðin allt önnur og betri næsta haust. Annaö kemur hér einnig til greina, en það er óeining republikana um forsetaefnin. Þegar hafa sjö menn beint eða óbeint gefið kost á sér sem for- setaefni,sem allir erutaldir geta komið til greina og munu keppa hart i prófkjörunum, að ótöldum nokkrum öðrum, sem fyrirfram þykja vonlausir um aö ná út- nefningu. 1 hópi þessara sjö manna er enginn,sem ber það langt af hinum, að hann þyki sjálfsagður. Baráttan milli þeirra er þvi likleg til að veröa löng og ströng. Margir fréttaskýrendur telja að Ford, sem var ekki kosinn heldur tilnefndur sem forseti af þinginu, hefði haft mikla mögu- leika til að ná kosningu 1976, ef ekki hefðu orðið jafn hörð átök milli hans og Reagans í próf- kjörunum. Þaö þykir einnig ósennilegt, aö Nixon hefði náð kosningu 1968, ef demókratar heföu gengið samhentir til kosninganna, en mikil óeining reis I rööum þeirra I sambandi viö prófkjörin. Veröi það reyndin hjá repu- blikönum nú, að þeir veröi mjög ósammála um forsetaefnin og skiptist I harðsnúnar fylkingar um þau, getur þaö tryggt Carter sigur í forsetakosningunum, þrátt fyrir litlar vinsældir. EINS OG ER virðist útilokað að spá því hvert forsetaefni republikana verður. Ronald Reagan, fyrrum rikisstjóri I Kaliforniu, hefur mest fylgi samkvæmt skoöanakönnunum, en þaö virðist fara minnkandi sakir aldurs hans, enda er hann kominn fast að sjötugu. Hann hefur lika fengið skæðan keppi- naut, sem keppir við hann um hægra fylgið, þar sem er John Connally, fyrrum ri"kisstjóri fyrir demókrata I Texas. Connally er ekki aðeins yngri en Reagan, heldur enn meiri ræðuskörungur og á ýmsan hátt litrlkari persónuleiki. Hann var i flokki demókrata, þegar hann var rikisstjóri i Texas, og sat sem gestur við hlið Kennedys George Bush forseta.þegar hann var myrtur. Siðar gekk hann I flokk repu- blikana og var fjármála- ráöherra i stjórn Nixons. Hann þótti reynastvel sem rikisstjóri og fjármálaráðherra og getur þvistátaðaf reynslu sinni. Hann er mikill fylgjandi hins svo- nefnda frjálsa markaöskerfis og harðsnúinn andstæðingur kommúnista. Orðrómur hefur gengið um, aö hann muni reyna að fá Alexander Haig sem vara- forsetaefni sitt, ef hann hlýtur útnefningu. Þriöja forsetaefnið, sem sæk- ist einkum eftir fylgi hægri manna er Bob Dole öldunga- deildarþingmaöur frá Kansas, en hann var i' framboði 1976 sem varaforsetaefni republikana. Fjórði hægri maðurinn, sem hefur gefið kost á sér sem for- setaefni, er Phil Crane, sem á sæti í fulltrúadeild Bandarikja- þings fyrir kjördæmi i" Illinois. AF ÞEIM mönnum, sem þeg- ar hafa gefiðkost á sér til fram- boðs fyrir republikana verður helzt að telja John Anderson heyra til frjálslyndari armi þeirra, en hann á eins og Crane sæti I fulltrúadeildinni fyrir kjördæmi i Illinois. Þótt Ander- son sé talinn mætur maður, en það gildir um Crane einnig, þykir hann ekki sigurvænlegur i prófkjörunum. Þingmenn i full- trúadeildinni hafa yfirleitt ekki reynzt það. Miklu meiri eru taldir mögu- leikar Howards Baker, sem tal- inn er standa heldur nær frjáls- lyndari arminum en hinum hægri. Baker er oröinn vel þekktur. Hann nýtur verulegs álits sem formaöur þingflokks republikana í öldungadeildinni, en sumir fréttaskýrendur segja að hann muni tæpast þykja nógu forsetalegur. Oðru máli gegnir um George Bush, sem hefur svipaða póli- tiska stöðu og Baker, en þykir svipmeiri persónuleiki. Hann átti um skeið sæti I fulltrúa- deildinni sem þingmaður fyrir kjördæmi i Texas og þótti vel af sér vikið, þegar hann náði kosningu þar, þvl að hann er noröurrikja-maður að uppruna. Bush hefur gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum, m.a. verið yfirmaður CIA og sendifulltrúi Bandarikjanna i Peking. Hann er eini yfirstjórnandi CIA, sem hefur komiztklakklaust frá þvi. Ýmsir fylgismennFords forseta munu fylkja sér um hann. Ford mun ekki taka þátt i prófkjörunum, enhefur látiðorð að þvi liggja, að verði mikil sundrung á flokksþinginu, sem endanlega velur frambjóðanda, kunni hann að takast framboðiö áhendur.efþingiðfer þessá leit við hann. Ef til vill, veröur þaö þrautalendingin. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.