Fréttablaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 12
greinar@frettabladid.is Lausnarorðið er frelsi Margir halda að þeir sem berjast fyrir minnkandi ríkisafskiptum og lægri sköttum séu að bjóða upp á einhverjar „lausnir“. Þetta er misskilningur sem er þveröfugur við hitt sem rétt er. Frjáls- hyggjumenn boða engar lausnir. Þeir vilja bara samfélag þar sem þeir sem hafa lausnirnar fá frelsi til að prófa þær. Slík er ekki raunin þegar stjórnmálamenn, með sköttum og lögum, neyða alla til að samþykkja sínar lausnir. Þetta má útskýra með dæmi: Frjálshyggjumenn vilja að rekstri skóla verði komið á hinn frjálsa mark- að (og að skattar lækki og hamlandi skilyrðum og regl- um á rekstri skóla fækki). Þetta þýðir samt ekki að frjálshyggjumenn sem lýsa þessari skoðun sinni hafi nokkuð vit á rekstri skóla eða menntun nemenda yfir- leitt. Frjálshyggjumenn vilja einfaldlega að skólakerf- inu sé komið í hendur þeirra einstaklinga sem kunna að bjóða upp á góða menntun á hagstæðum kjörum, og að foreldrar komist í stöðu kröfuharða neytandans sem getur beint viðskiptum sínum þangað sem þeim er mætt. Allt tal um „lausnir“ frjálshyggjumanna er þess vegna tómt tal. Þótt frjálshyggjumenn, eins og aðrir, hafi oft ákveðnar hugmyndir um hvernig á að gera hitt og þetta þá er ekkert heilagt við uppástungur þeirra. Einstaklingar á hinum frjálsa markaði finna lausnir sem virka með því að prófa sig áfram í samkeppni við aðra, og á end- anum verða þær hagkvæmustu og bestu ofan á. Undantekningalaust uppfylla slík- ar lausnir kröfur neytenda enda væri enginn rekstrargrundvöllur fyrir þeim öðruvísi. Þeir sem uppfylla ekki kröfur neytenda fara á hausinn. Þessu er þveröfugt farið þegar rekstur er í höndum hins opinbera. Opinber fyrir- tæki fara ekki á hausinn á meðan ríkis- valdið hefur vald til að innheimta skatta. Illa rekin ríkisfyrirtæki og -stofnanir þrífast eingöngu í umhverfi sem hið opinbera heldur hlífiskildi yfir. Þótt dæmi séu um vel rekin ríkisfyrirtæki þá eru þau undantekningar frá reglunni. Vel rekin ríkisfyrirtæki eiga að einkavæðast og fá frelsi til að sanna sig á hinum frjálsa markaði. Þau eiga að fá að vera laus undan endalausri afskiptasemi stjórnmálamanna sem hafa engra persónulegra hagsmuna að gæta í rekstri þeirra. Illa rekin fyrirtæki, hvort sem þau eru í eigu ríkis eða einkaaðila, eða að fá að fara á hausinn. Neyt- endum öllum væri gerður stór greiði með því. Frjálshyggjumenn segja gjarnan að lausnarorðið sé frelsi. Sjálfar lausnirnar hafa þeir hins vegar ekki. Þær finnast af fólki sem dýfir hönd í kalt vatn og próf- ar hæfileika sína og hugmyndir á hinum frjálsa mark- aði. Höfundur er stjórnarmaður í Frjálshyggjufélaginu og starfar sem verkfræðingur í Danmörku Það er ekki oft sem ég sé ástæðu til að hrósa þingmönn- um Samfylkingarinnar, en það er sjálfsagt að gera það þegar það á við. Beiðni þeirra um skýrslu um fátækt barna var góð, því auðvitað eiga að liggja fyrir töluleg gögn um þetta mikilvæga mál. Stjórnvöld verða að reyna að meta með reglulegum hætti hversu mörg börn búa við fátækt, hvaða þjóðfélagshópar þurfa á mestri aðstoð að halda og hvernig best er að veita aðstoð til þeirra sem á henni þurfa að halda. Í skýrslu forsætisráðherra um fátækt barna og hag þeirra kemur fram að gagnasöfnunin og úrvinnsla gagna hafi verið mjög tímafrek vegna þess að um var að ræða frumvinnslu. Það má vænta þess að framvegis verði um reglubundna mælingu að ræða og þannig fengið mat á það hvernig okkur gengur að berjast gegn fátækt í landinu, einkum fátækt barna. Vandi er að mæla fátækt, þannig að hægt sé að nota slíka mælingu að gagni. Ýmsir mæli- kvarðar eru til og enginn einn er algildur. Það er hægt að rífast endalaust um slíka mælikvarða, gagnsemi þeirra og nákvæmni. En það er ekki hægt að deila um það að það er til fátækt í okkar samfé- lagi rétt eins og í öðrum. Það er hvorki hægt að reikna fólk til fátæktar né frá henni og fátækt er sár fyrir þá sem við hana búa, hvað sem öllum opinberum mæli- kvörðum líður. Það má vissulega finna ýmislegt að aðferðinni sem beitt er til að mæla fátækt barna í skýrslu forsætisráðherra en það breytir ekki því að samkvæmt henni má ætla að 6,3% íslenskra barna hafi verið innan fátæktar- marka árið 2004. Full ástæða er til þess að taka þá niðurstöðu alvar- lega. En það er jafnframt ástæða til að skoða hvað hefur verið gert til að lækka þetta hlutfall frá árinu 2004 og eins er nauðsynlegt að hafa í huga aðrar niðurstöður sem finna má í skýrslunni. Í fyrsta lagi kemur það fram í skýrslunni að ef ekki kæmu til aðgerðir í skatta – og bótamálum myndi fátækt barna mælast yfir 12%. Barnabætur leika stórt hlut- verk í því að ná þessu hlutfalli niður um helming. Það skiptir því miklu máli að frá árinu 2004 hafa barnabætur verið hækkaðar mjög mikið sem og tekjuskerðingar- mörk barnabótanna. Þessar aðgerðir skiptir miklu máli og þegar hún verður öll kominn til framkvæmda þá er ekki vafi á því að hlutfall barna sem býr við fátækt mun lækka verulega. Í öðru lagi er sú staðreynd leidd fram í skýrslunni að aukinn kaup- máttur allrar þjóðarinnar á árun- um 1994 til 2004 hefur leitt til þess að reiknuð fátæktarmörk hafa hækkað um allt að 50% á þessu tímabili. Árið 1994 bjuggu 6% barna við fátækt samkvæmt þess- ari mæliaðferð. Tíu árum síðar er hlutfallið óbreytt en hagur þeirra sem minnst eiga hefur batnað umtalsvert. Fyrir þá sem hafa úr minnstu að spila er þetta kannski mikilvægast. Hvort sem fátækt er mæld með þessari aðferðinni eða hinni þá hlýtur það að skipta mestu máli að þeir sem eru fátækir hafi nú úr meiru að spila en fyrir 10 árum síðan. Þessi staðreynd dreg- ur hins vegar ekkert úr mikilvægi þess verkefnis að berjast áfram gegn fátækt, en það er mikilvægt að átta sig á þessu. Mæliaðferðin sem stuðst er við felur í sér þá skekkju ef svo má að orði komast að þó allri þjóðinni vegni vel, þó tekjur allra hækki verulega á ákveðnu tímabili, þá mælast jafn margir fátækir áfram. Þetta skekkir til dæmis allan alþjóðleg- an samanburð. Í þriðja lagi var jákvætt að sjá í þessari skýrslu að samfélagið okkar virðist hafa þann mikla kost að barnafjölskyldur festast ekki í fátækt. Hópurinn sem mældist fátækur árið 2000 var skoðaður sérstaklega og síðan kannað hversu margar fjölskyldur sem voru í þeim hópi það ár voru það ekki árið 2004. Í ljós koma að ¾ þeirra fjölskyldna sem töldust fátækar árið 2000 voru það ekki lengur árið 2004. Hörmulegt hefði verið ef það væri svo í okkar sam- félagi að fátækar barnafjölskyld- ur ættu engan möguleika á því að vinna sig út úr fátækt. Skýrslan varpar ljósi á hvaða hópar barnafólks það eru sem lík- legastir eru til að búa við fátækt á hverjum tíma, hún er því gagnlegt innlegg í baráttunni gegn fátækt í landinu. Í þeirri baráttu skiptir miklu að beina aðstoð hins opin- bera í rétta farvegi þannig að skattfé nýtist sem best. En mestu skiptir að efnahagslífið sé öflugt, atvinnuleysi lágt og að laun og kaupmáttur vaxi jafn og þétt. Það ásamt öflugu menntakerfi eru bestu leiðirnar sem við höfum til að búa til samfélag þar sem öll börn hafa jöfn tækifæri í lífinu, óháð efnahag foreldra þeirra. Að því marki eigum við að stefna. Fátækt barna H ópur ungra karlmanna fer um og áreitir jafnaldra sína á almannafæri þangað til þolinmæði þeirra brestur og orðaskipti leiðast í handalögmál og ofbeldis. Orsökin er óljós, segir lögregla. Eineltisbragurinn á átökunum blas- ir við. En við bætist að deiluaðilar eru af tveimur kyn- þáttum, tala tungumál svæðisins með ólíkum hreim. Deilan á sér djúpstæðan grunn í kynþáttahatri – rasisma. Óvild í garð útlendinga er landlæg í Evrópu. Þegar héraðsbönd hins staða og forna landbúnaðarsamfélags bresta og íbúar fara á flakk um löndin vex hún hratt ef jarðvegur er frjór: samfélagið hefur um langa hríð gengist upp í eigin ágæti og sérstöðu fyrir atbeina og orðræðu þjóðrembumanna og lýðskrumara. Ef hallar á einhvern hóp samfé- lagsins eykst hættan á að upp spretti aðgangsharðar klíkur sem eiga það eitt haldreipi í lífinu að þeim séu ein örlög búin í ljósi litarháttar, lífshátta, menntunarleysis. Að undanförnu hafa borist hingað upp fréttir af íslenskum karl- mönnum sem lenda í átökum við danska jafnaldra sína. Stundum rata slíkar fréttir í fjölmiðla, stundum ekki. Danskt samfélag býr við þær aðstæður nú að rasismi veður þar uppi. Sömu sögu er að segja í Þýska- landi, Frakklandi, Póllandi og víðar um Evrópu. Andúðin beinist að nánast hverjum þeim sem er aðkominn í þessum löndum, jafnvel þó hann hafi alið þar allan sinn aldur og sé af innflytjendum í þriðja lið. Landnemaþjóð eins og Íslendingar fer ekkert varhluta af þessu, jafnvel þó hún reki upphaf sitt til fólksflótta úr þéttbýlum löndum og eigi bæði keltneskan og norrænan uppruna. Jafnvel þótt hingað hafi frá alda öðli drifið fólk víða að: Englendinga, Frakka, Hollend- inga, Norðmenn, Færeyinga, Þjóðverja og gyðinga. Allt það fólk hefur gengið inn í íslenskt samfélag og auðgað okkar rann. Sumt hefur hald- ið áfram leit sinni að heimahögum, annað horfið inn í þjóðarbrotin sem hér settust að í upphafi. Og á síðari tímum hafa komið hingað menn frá Suðaustur-Asíu, Serbar, fólk af persneskum stofni og arabískum. Jafnvel þeldökkir menn, þó rasisminn íslenski standi svo djúpum rótum að rétt hálf öld sé liðin frá því blökkumönnum var bannaður aðgangur að veit- ingastöðum í Reykjavík og stjórnvöld óskuðu sérstaklega eftir því við ameríska herinn, að hér væru ekki þeldökkir menn – og jafnvel hinir hefðu ekki nema takmarkaðan aðgang um landið sem þeir áttu að verja. Fyrir rúmum tveimur áratugum þegar rasistar í Bretlandi svöluðu lund sinni með því að hella bensíni inn um bréfalúgur fólks sem átti ættir að rekja til Indíalanda og bera eld að, sagði Salmon Rushdie sem þá var óþekktur höfundur í heiminum, að vandinn væri ekki þeirra lituðu: rasisminn væri vandi okkar, þeirra hvítu, heimamanna gömlu Evrópu. Og enginn gæti leyst þann vanda okkar nema við sjálf. Og næstu dægrin þegar við höfum hátt um kristið innræti okkar er þess hollt að minnast að í jólaguðspjallinu er greint frá fæðingu barns sem er af heimilislausu flóttafólki komið, fólki sem bjó í her- setnu landi þar sem ríkur rasismi skildi að kynþætti. Sjálf verðum við að þreifa í vitund okkar eftir þeim hugmyndum sem ala af sér andúð á öðrum kynþáttum, andúð á öðrum, skilja hvern- ig við mismunum fólki eftir litarhætti og svokölluðu þjóðerni. Það er okkur hollt svo við skiljum betur hvernig við mismunum hvort öðru eftir kyni, aldri og félagslegri stöðu. Yfirburðir hvíta kynstofnsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.