Fréttablaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 59
Að sögn Elvars Jósteinssonar í gæludýrabúðinni Trítlu þá var jólatíminn „high season“ á árum áður. En nú er jafnari sala í gælu- dýrum. Elvar, sem hefur verið í gæludýrabransanum í kvartöld og veit um hvað hann er að tala, telur það vera vegna þess að Íslending- ar eru orðnir meira evrópskir á því. Ekki verið að draga börnin á því að eignast gæludýr eins og var. En fráleitt er þó að gæludýrin rati ekki í jólapakkana sem fyrr. Heldur betur. Og það eru tísku- sveiflur í þessum geira sem öðrum. Vinsælustu gæludýrin í jólapakk- ann þetta árið. Miklar sveiflur eru í því hversu vinsæl gæludýr hamstrarnir eru en nú virðast þeir margir hverjir lenda í því að fá slaufu um hálsinn og birtast ein- hverju barninu í jólapakka. Halda alltaf sínu. Hafa verið vin- sælli. En vera má að miklu meira úrval fugla hér á landi, og þá dýr- ari og stærri fuglar, hafi orðið til að finkurnar og selskapspáfa- gaukarnir eru ekki efstir á lista eins og oft áður. Fiskarnir taka stundum kipp í sölu að sögn Elvars. Og virðist ómögu- legt að ráða í hvað veldur að þeir eru svona misvinsælir. En það vill verða meira um að þeir seljist milli jóla og nýárs. „Þá horfir fólk kannski á hálftóm búr og áttar sig á að það þarf meira líf í þau.“ „Ég er skírð í höfuðið á tveimur konum. Ömmu minni Regínu og hins vegar frænku minni sem hét Ósk. Óskarnafnið er sem sagt ekki bara út í bláinn eins og oft er í dag með þessi stuttu og hnitmiðuðu nöfn,“ segir Regína Ósk Óskars- dóttir um nafn sitt. Að sögn Regínu þýðir nafn henn- ar drottning. „Réttnefni,“ segir Regína sem telur sig standa undir því. Auðvitað. Samkvæmt Þjóðskrá eru 143 sem bera nafnið Regína sem fyrsta eiginnafn en 36 sem annað eiginnafn. Ósk er talsvert algengara en 150 bera nafnið sem fyrsta eiginnafn og hvorki fleiri né færri en 2860 sem annað eigin- nafn. Regína var ekki algengt nafn hér áður fyrr en þó hefur færst í aukana að það sé notað. Þannig segir okkar Regína frá því að hún hafi oft farið í símaskrá þegar hún var yngri og talið nöfnin þar og voru þau yfirleitt um sextán. Regína Ósk segist hafa hitt nöfn- ur sínar og föður einnar alnöfnu sinnar sem er yngri. Sú fylgist með ferli söngkonunnar og hyggur meira að segja sjálf á söngnám. Regína segir að hún muni líklega kenna nöfnu sinni söng á næstunni. „Já, svo er búið að nefna hund í höfuðið á mér. Lítinn bulldog. Mér finnst það geðveikt fyndið. Sá hund- ur er meira að segja með heimasíðu og allt. Mér finnst það bara sætt. Hún er voða sæt tíkin.“ Nöfn manna hafa áhrif á sjálfs- myndina. Sú er í það minnsta skoð- un Regínu sem telur nafnið mikinn part af sér. „Og ég get vel ímyndað mér að menn sem bera sérstök nöfn fái örlítið meiri athygli en Guðrún og Jón. Í það minnsta er svo með marga listamenn úti í hinum stóra heimi. Að þeir breyta nafni sínu með þetta fyrir augum.“ Regína segist alla tíð hafa verið afskaplega sátt við sitt nafn. Og aldrei orðið fyrir því til dæmis að vera uppnefnd. Enda erfitt að finna eitthvað sem rímar við það. Regína pegína? „Nei, er ekki alveg að virka. Gína fína? Ekkert að því. Amma var alltaf kölluð Gína. Foreldr- ar mínir vildu einhverra hluta vegna ekki að ég yrði kölluð það og liður í því var að setja Ósk við Regínunafn- ið. Ég er bara ánægð með foreldra mína að hafa gefið mér þetta nafn.“ Ekki verður hjá því komist að nefna hinna frægu Regínu, frétta- ritarann þjóðþekkta, sem nú er fallin frá. „Jú, jú, og ekki síður samnefnt lag Sykurmola. Ekki ónýtt að eiga um sig lag. Nei, nei, ég vissi svo sem alveg um hvern það var. Þó ég væri bara átta eða níu þegar það kom fram.“ Nafnið mitt Regína Ósk Regína pegína ekki alveg að virka Vinsælustu gæludýrin Borðstofuborð 200x100 Verð áður: 69.000,- Tilboðsverð: 51.750,- Borðstofuborð 180x100 og 6 Richmond leðurstólar Verð áður: 158.000,- Tiboðsverð: 127.800,- BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 Opnunartímar: mán-fös 10:00-19:00 - lau 10:00-18:00 - sun 13:00-18:00 - www.egodekor. i s Aðventutilboð 25% afsláttur af dökkum eikarborðum Milano leðursófasett 3+1+1 Verð: 249.000,- 3+2 Verð: 220.000,- Cube leðurstóll Verð: 19.800,- Einnig fáanlegur í svörtu leðri Capri leðursófasett 3+1+1 Verð: 196.000,- 3+2 Verð: 182.000,- Sófaborð 120x65 Verð: 35.000,- Verð: 19.500,- Verð: 3.700,- Verð: 5.900,- Verð: 14.500,- Verð: 3.700,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.