Fréttablaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 70
„Við þekkjum öll dæmi þess að sársauki á borð við tannverk á til að hverfa er athyglin beinist nógu eindregið að einhverju öðru, jafnvel þótt meinsemdin sem sársaukanum olli sé söm við sig.“ Ofmetin og vanmetin rit Kristín Ómarsdóttir rithöf- undur segir að mögulega séu jólin tími nostalgíunnar enda sé þá tími upprifjun- ar því árið sé brátt á enda. Kristín gefur út bókina Jólaljóð í minningu ömmu sinnar. Sjálf segir Kristín að það fari eftir árferði hversu mikil jóla- stelpa hún er. „Það eru ákveðin atriði sem ég held í heiðri: taka til, þvo þvott, kaupa jólatré og skreyta það, eiga góðan mat, hrein náttföt og sængurver. Sjá til þess að allt sé hreint, eða þannig – það er auðvitað aldrei allt hreint,“ segir hún. Hugmynd- ina að bókinnni rekur hún til tón- listarfólksins sem gerir jólaplöt- ur og jólalög. „Ég er bara að herma eftir tónlistarfólkinu,“ segir hún og kímir, „en ég geri þetta ekki í ágúst eða júlí. Þetta er skrifað á stund og stað.“ Flest ljóðanna voru skrifuð á jólunum í fyrra og í bókinni bera þau titla á borð við „Jólakjóllinn“, „Hakka- vél“ og „Hreindýr“. „Þetta eru ekkert sérstaklega persónuleg ljóð, ég myndi halda að þau væru algjörlega fyrir utan mína persónu,“ segir skáldið og áréttar að þarna séu ekki neinar minningar eða persónuleg endur- lit á ferð. „Það getur þó verið að ég noti nostalgíuna sem ákveðinn stíl. Á þessum tíma, í lok ársins fer maður að rifja upp og hugsa, reyna að sjá eitthvað samhengi – sem ég held reyndar að sé ekki til.“ Auk jólalegra ljóða eru þarna vetrarleg ljóð og hátíðleg, kank- vís og brellin en líka stuttir leik- þættir sem Kristín kenn- ir við „karókíleikhús“. „Mig hefur alltaf langað til að gera leikþætti sem fólk getur flutt í heima- húsum. Það þarf ekkert marga, hugsanlega bara eina manneskju, bara leikendur. Kannski er þetta rosaleg stjórnsemi en þetta er ákveðið form sem ég hef verið að vinna með og mun líklega halda áfram að gera,“ segir Kristín. Hún vinnur jöfnum höndum með sögur og leikrit en kveðst alltaf fást við ljóðin inn á milli. „Stundum hef ég gleymt þeim of lengi en ég hef hug á því að ein- beita mér aðeins að þeim núna og gefa út fleiri ljóðabækur innan skamms.“ Í bígerð er einnig óbeint framhald skáldsögunnar Hér sem kom út árið 2004 en þar endurnýjar höfundurinn kynni sín við eina af aðalpersónum bók- arinnar. Kristín er einnig í ritnefnd hins nýstofnaða bókmenntatímarits Stínu ásamt rithöfundunum Guð- bergi Bergssyni og Kormáki Braga- syni en útgefandi þess er Bók- menntafélagið Drápuhlíð. Hún vill þó eigna sér sem minnstan heið- ur af því merka riti enda segist hún alveg vita ómöguleg í sam- starfi. „Þess vegna vinn ég ein. Það hefur bara sýnt sig að það gengur ekki að vinna með mér,“ segir hún og kveðst vera ráðrík, óþolimóð og skapstygg. „Ég er líka dramatísk og frek, misskil fólk og á erfitt með að segja hug minn. Það vandar málið enn meira og ef ég segði hug minn þá yrði þetta jafnvel enn flóknara. Ég finn held- ur engan milliveg, því miður,“ segir Kristín sem aukinheldur viður- kennir að vera nokkuð dómhörð. „Ég á ekki von á því að stunda mikið samstarf í framtíðinni. Ég treysti engum en samt treysti ég fólki. Ég er orðin svo tortryggin, ég er tor- tryggin í ljósi heimsviðburða en um leið er maður farin að skilja að eini kosturinn er að treysta, vera góður og ekki hræddur við ógn- ina.“ Hún ber samstarfsmönnum sínum á ritinu Stínu þó afar vel sög- una og segir þá mikla friðarsinna. Þó Kristín segist ekki geta unnið með öðrum elskar hún samt mannmergð og kveðst hafa gaman af þessum annasama tíma á aðventunni. „Ég er dálítið fyrir múgæsingu og lifi mig inn í hana,“ segir hún og brosir. „Við þurfum líka fleira fólk. Þess vegna vil ég opna landið alveg því íslenskan þarf á því að halda að fleiri tali hana en þrjúhundruð þúsund manns, að fleiri noti tungumálið, teygi það og togi. Mér finnst að við ættum að stefna á milljónina sem fyrst ef hægt er að útvega öllum atvinnu og veita þeim ókeypis íslenskukennslu.“ Hún áréttar að allir hafi þörf fyrir fólk þó hún sé mismikil. „Nunnurnar hafa líka sagt að það sé svo mikill einmanaleiki hérna á Íslandi. Það er kannski vegna þess að við erum svo fá. Það eru fleiri mögu- leikar á að eignast vini eða kynn- ast einhverjum sem hugsar eins og maður sjálfur ef það er fleira fólk.“ Að lokum bendir hún á að þetta sé einnig sérstakt hags- munamál fyrir rithöfunda því les- endum fjölgi jú ef fleiri tala tungumálið. „Ég held að þeir eygi von um að þá seljist fleiri bækur. Ég held að öll skáld langi til þess að fleiri lesi bækurnar þeirra.“ Missum ekki af lestinni! Nýlega var sagt frá þörfu og virðingarverðu átaki til kynningar á íslenskri tónlist erlendis. Þar er verið að fylgja eftir mörgum góðum sigrum og opna nýjar dyr. Þetta skref er holl áminning okkur bók- menntafólki um að átaks er þörf á þessu sviði hjá okkur. Verði það ekki gert er hætt við að Íslendingar missi af lestinni, enda eru hin Norðurlöndin óðum að skjóta okkur ref fyrir rass. Einmitt núna, þegar við erum vitni að blómlegri bókaútgáfu á jólamarkaðnum, er rétt að beina athygli að þessu. Norrænar bókmenntir hafa nú farið sigurför á bókamarkaði heimsins í þrettán ár. Það var sumarið 1993 sem bækurnar Veröld Soffíu eftir Jostein Gaarder og Lesið í snjóinn eftir Peter Høeg unnu óvænta sigra á erlendum markaði. Síðarnefnda bókin hefur síðan komið út á 34 tungu- málum og selst í meira en 20 milljónum eintaka. Veröld Soffíu hefur verið gefin út á rösklega 50 tungumálum og selst í 40 milljónum eintaka og var mest selda bók í heimi árið 1995. Þessi árangur kom erlendum bókaútgefendum í opna skjöldu og þeir beindu sjónum sínum að norðrinu: Hvað skyldi leynast þar sem hentaði til útgáfu sunnar í heimi? Margir af helstu höfundum okkar hafa notið góðs af þessum áhuga og verk þeirra verið þýdd á fjölda tungumála. Það nægir að fara tuttugu ár aftur í tímann til að sjá hvílík grundvallarbreyting hefur orðið á aðstæðum íslenskra nútímabókmennta. Undanfarin ár hafa spennusögur verið í forystu í hinni norrænu sókn. Þar hefur Henning Mankell farið fremstur, en bækur hans hafa komið út á 35 tungumálum og selst í meira en 25 milljónum eintaka. Fast á hæla honum fylgja núna konur einsog Liza Marklund og Karin Fossum sem tekið hafa forystu í spennusagna- skrifum í Skandinavíu, en Arnaldur Indriðason er ekki langt undan enda náð frábærum árangi á erlendum markaði (sbr. nýlega grein í tímaritinu Nordisk litteratur). Áhuginn á norrænum bókmenntum á sér öðru fremur markaðslegar rætur, einsog ljóst verður þegar hugsað er um þessa gerólíku höfunda; það eru ekki auðfundin sameiginleg einkenni á bókum þeirra. Útgefendur eru hjarðdýr, sem kunnugt er. Þeir fundu sér beitarlönd á níunda áratugnum á auðugum gresjum suður-amerískra bókmennta, í hálfan annan áratug hafa þeir leitað norður til okkar. Þetta getur auðveldlega breyst, áhuginn beinst annað – til dæmis til Japan og Kína, einsog margt bendir til núna. Það bætir heldur ekki úr skák að of mikið hefur verið um lukkuriddara á markaðnum sem hafa reynt að ná sem hæstum fjárhæðum útúr útgefendum fyrir eitt verk, jafnvel ólesið, en huga ekki að uppbyggingu höfundarferils. Slíkt getur auðveldlega hefnt sín þegar fókusinn fer annað. Íslenskir útgefendur hafa staðið sig mjög vel á sumum sviðum í þessu, en margt er líka óunnið. Bandaríski markaðurinn hefur að mestu verið lokaður íslenskum höfundum, að Halldóri Laxness og Ólafi Jóhanni undanskildum (og hver veit nema Arnaldur slái í gegn þar líka), og það er heldur ekki hægt að ætlast til þess að einkaaðilar hafi heildar- hagsmuni íslenskra bókmennta að leiðarljósi. Þess vegna hafa öll hin Norðurlöndin farið þá leið að styðja myndarlega við útflutning á sínum bókmenntum með öflugum kynningarskrifstofum sem kostaðar hafa verið af opinberu fé. Þar er unnið kynningarefni, þýðendum sýnd ræktarsemi, bókmenntum komið á framfæri við erlenda útgefendur – líka þeim sem ekki koma út hjá stóru forlögunum og njóta kynningar- starfs þeirra. Þýðingar eru styrktar svo um munar, en til þess horfa erlendu forlögin mjög, enda telja þau töluvert umstang því samfara að ráða góðan þýðanda úr þessum sérkennilegum málum sem töluð eru í norðrinu. Fullkominn sofandaháttur er eina orðalagið sem hægt er að hafa um hina opinberu afstöðu hérlendis til útflutnings á bókmenntum. Bókmenntakynningarsjóður hefur að vísu verið starfræktur hér um nokkurt skeið og hefur sannarlega gert sitt besta, en fjárveiting til hans er svo lítil að svarar hér um bil til þýðingar- og útgáfukostnaðar 3-4 bóka á ári í hóflegu upplagi. Þegar markaðsáhuginn breytist aftur, einsog óhjákvæmilegt er, er hætt við að mörg Norðurlöndin hafi fest sína helstu höfunda varanlega í sessi á erlendum mörkuðum, meðan Íslendingar hafa misst af þessu einstæða tækifæri til að styrkja stöðu þeirrar listgreinar sem aflað hefur þeim mestrar frægðar úti í heimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.