Fréttablaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 86
Hjátrúarfull í góðu hófi Á heimasíðu kvikmyndafyrirtækis- ins Poppoli er að finna nokkuð und- arlegt viðtal við kvikmyndaleik- stjórana Dag Kára Pétursson og Ólaf Jóhannesson. Við fyrstu sýn mætti ætla að það hefði andað köldu á milli þeirra félaga en þeir hefðu ákveðið að grafa stríðsöxina. „Þetta er þekkt mál. Ég hef alltaf verið á móti stefnu hans í kvikmyndum og aldrei skilið af hverju hann hefur fengið öll verðlaun en við engin,“ útskýrir Ólafur þegar Fréttablaðið innti hann eftir sáttaumleitunum þeirra á milli. „Við höfum unnið mikið saman en rifist eins og hund- ur og köttur þess á milli,“ heldur Ólafur áfram. Þessi meinti ágreiningur kvik- myndaleikstjóranna kemur eflaust mörgum spánskt fyrir sjónir enda kemur það á daginn við nánari eft- irgrennslan að viðtalið er skáld- skapur frá upphafi til enda. Fjöldi kvikmynda er nefndur á nafn sem aldrei hafa verið gerðar og ljóst að vinskapur þeirra á milli hefur aldrei verið meiri. Dagur Kári aðstoðar Ólaf við gerð handritsins að kvik- myndinni Stóra planið sem byggð er á bók Þorvalds Þorsteinssonar, Við fótskör meistarans, en það eru þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Eggert Þorleifsson sem leika aðal- hlutverkin. „Ég réð Dag bara til að hafa stjórn á honum,“ segir Ólafur og hlær að þessu græskulausa gríni félaganna. „Þetta er náttúrlega bara bölvað bull milli tveggja góðra vina,“ bætir Ólafur við. Ólafur og Dagur Kári sættast ...fær trúbadorinn Jojo fyrir að gleyma ekki hinum gleymdu yfir jólahátíðirnar en hann ætlar að spila fyrir vistmenn á réttargeðdeildinni Sogni Gemma Taylor, sterkasta kona Bretlands, og Benedikt Magnússon, sterkasti maður Íslands kynntust á kraftakeppni í mars og felldu hugi saman. Nú búa þau saman á Íslandi og búa sig undir frekari stórræði í heimi kraftlyftinga. Gemma Taylor hefur unnið keppnina um sterkustu konu Bret- lands tvö ár í röð og lenti í öðru sæti í keppninni Sterkasta kona heims sem haldin var á Norður-Írlandi í júlí í fyrra. Á árinu kynntist hún Benedikt Magnússyni, sem er sterk- asti maður Íslands eins og kunnugt er, og með þeim tókust ástir. „Við hittumst á Arnold Classic mótinu í mars,“ segir Gemma. „Það er mót sem Arnold Schwarzenegg- er stendur fyrir og er sterkasta kraftakeppni í heiminum um þessar mundir. Ég var að koma af stað tímariti um kraftakonur og tók þess vegna viðtal við Benna og þannig kynntumst við.“ Benedikt náði heimsmetinu í réttstöðulyftu á móti í Finnlandi í nóvember í fyrra, með 440 kílóa lyftu. Þetta gerði honum kleyft að taka þátt í Arnold Classic keppn- inni. „Hann náði fimmta sæti og það var frábær árangur,“ segir Gemma. „Hann er mjög hæfileikaríkur og sterkur og á framtíðina fyrir sér í þessu. Svo náði hann sjöunda sæti í keppninni Sterkasti maður heims, sem var haldin á Íslandi í nóvem- ber. Næsta keppni hans verður Arn- old Classic í Úkraínu 29. desember og svo verður önnur slík í Banda- ríkjunum í mars.“ Gemma tekur undir að krafta- mennska sé ekki hin dæmigerða atvinnugrein. „Þessi atvinna er mjög ólík því sem fólk þekkir, en af því að við erum bæði í þessu eigum við auðvelt með að skipuleggja okkur. Við eyðum miklum tíma í þjálfun og leggjum mikla áherslu á heilbrigði og næringu. Með þessu getum við hjálpast að,“ segir Gemma. Lífið á Íslandi leggst vel í Gemmu. „Næsta keppnin mín verð- ur 20. desember, en það er keppni í þremur tegundum kraftlyftinga hjá Gym 80. Mig langar að reyna að slá Íslandsmetin í þessum greinum,“ segir hún. Brauðrist úr stáli og með FM útvarpi. Fallegt gamaldags útlit. Ristar samlokur og hitagrind fylgir með Kr.12.900,- Tilvalið í sumarbústaðinneða eldhúsið 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.