Fréttablaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 80
 Liverpool vann 3-0 útisig- ur á Charlton í gær en liðið komst á bragðið strax á þriðju mínútu þegar Xabi Alonso skoraði. Mark hans kom úr vítaspyrnu sem dæmd var á Djimi Traore, sem áður var leikmaður Liverpool, og braut á Jermaine Pennant. Heima- menn fengu nokkur fín færi en Liverpool var betra liðið í leiknum og þeir Craig Bellamy og Steven Gerrard bættu við mörkum í seinni hálfleik. Liverpool er nú í þriðja sæti deildarinnar eftir mjög góð úrslit að undanförnu en Charlton er hins vegar í næst- neðsta sæti með tólf stig en fimm stig eru í Middlesbrough sem situr í sautjánda sæti. „Það þarf að ná fram meira jafnvægi í okkar lið, það skortir talsvert á breiddina. Vonandi er hægt að bæta úr því. Við þurfum að snúa gengi okkar við svo leik- menn öðlist sjálfstraust. Það er mikil vinna framundan en liðið verður að sýna meiri ákefð og leikgleði,“ sagði Les Reed, knatt- spyrnustjóri Charlton, eftir leik- inn. Hermann Hreiðarsson var að vanda í byrjunarliði Charlton og lék allan leikinn en hann fékk mjög gott færi til að skora en skaut yfir markið. Rafael Benítez, stjóri Liverpool, gladdist yfir sigri sinna manna en vildi sem minnst tjá sig um stöðuna á töflunni. „Við tökum bara einn leik fyrir í einu og sjáum hverju það skilar,“ sagði Benítez. Arsenal lék gegn Portsmouth á heimavelli sínum og lenti liðið tveimur mörkum undir. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ekki par sáttur og var rekinn upp í stúku af dómara leiksins. Hans menn börðust áfram og á endan- um náðu þeir að skora tvívegis og niðurstaðan var jafntefli 2-2. Þessi tvö lið eru í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Mörk frá Emmanuel Adebayor og Gilberto Silva sáu til þess að Arsenal fékk stig. „Eftir að við lentum tveimur mörkum undir þurftum við að sýna ákveðni, vilja og karakter og það að við erum sérstakt lið. Það tókst og ég mun ekki geta hrósað mínum mönnum nægilega mikið fyrir það. Á endanum hefðum við getað unnið leikinn því við sköp- uðum okkur svo mörg færi. Ég var sendur upp í stúku vegna þess að ég sagði dómaranum þá skoðun mína að hann hefði ekki átt að dæma aukaspyrnuna sem gerði það að verkum að Portsmouth komst yfir. Það var mjög erfitt að kyngja því að þeir skoruðu eftir dómaramistök,“ sagði Wenger eftir leikinn. Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, sagði eftir leik- inn að hann væri sáttur með stig- ið. Ívar Ingimarsson lék allan leik- inn en Brynjar Björn Gunnarsson var ónotaður varamaður þegar Reading lá 1-2 á heimavelli sínum gegn Blackburn. „Mínir menn börðust vel og komust yfir í leikn- um. Þegar það gerðist hélt ég að okkur tækist að sigra því mínir menn virtust reiðubúnir að berj- ast af fullum krafti til að ná sigri í þessum leik. Í seinni hálfleik hrundi leikur okkar, Blackburn vaknaði til lífsins en ég er ekki sáttur við hvernig mínir menn brugðust við því,“ sagði Steve Coppell, stjóri Reading, en hans menn sitja í sjöunda sætinu og hafa komið á óvart á tímabilinu. Obafemi Martins er sífellt að finna sig betur í búningi New- castle en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Watford sem sitir í botnsæti deildarinnar. Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik kom Martins sínu liði yfir í þeim síðari en Hameur Bouazza jafnaði. Wat- ford var líklegra liðið til að ná inn sigurmarkinu en Martins gerði út um þær vonir fimm mínútum fyrir leikslok þegar hann skoraði eftir sendingu frá Damien Duff. Liverpool komst upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í gær með því að leggja Charlton örugglega að velli. Enn er þó langt í fyrsta sætið en Manchester United sem á leik í dag gegn West Ham trónir á toppnum. Bolton gerði góða ferð á Villa Park í seinasta leik gær- dagsins í enska boltanum og sigr- aði, 1-0. Það var reynsluboltinn Gary Speed sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu stundarfjórðungi fyrir leikslok. Vítið var dæmt þegar dómari leiksins taldi að hinn búlgarski Tiliyan Petrov hefði brotið á Nicolas Anelka innan teigs. Aston Villa var meira með boltann í leiknum og fékk gott færi til að jafna metin á lokakafl- anum en það tókst ekki og Bolton fagnaði sigri. Bolton hefur komið talsvert á óvart í vetur og er nú með jafnmörg stig og Arsenal sem er í fjórða sæti. Aston Villa er hins vegar í áttunda sætinu en liðið hefur gert langflest jafn- tefli í deildinni eða níu talsins. Aston Villa er það lið sem hefur fengið flestar vítaspyrnur í sumar en í gær voru það hins vegar mótherjarnir sem fengu víti og réði það úrslitum. Aston Villa var betra liðið í leiknum en að því er ekki spurt. Jussi Jaaskelainen var í miklum ham í marki Bolton og leikmenn Aston Villa fundu ekki leiðina framhjá honum. Craig Gardner og Chris Sutton fengu bestu færi liðsins til að skora. Umdeilt víti réði úrslitum Enska úrvalsdeildin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.