Fréttablaðið - 25.03.2007, Side 11

Fréttablaðið - 25.03.2007, Side 11
Nú erum við aldeilis í klandri, hugsaði ég þar sem bátskænan skoppaði á öldutoppunum og regn- ið buldi á bátsverjum. Við vorum stödd á Viktoríuvatni, ferðafélag- ar frá Íslandi og Úganda, eftir við- burðaríka heimsókn til Kalangala- eyja. Á heimleiðinni hrepptum við mikið þrumuveður sem gerði þessa ánægjulegu heimsókn að hinni mestu svaðilför. Ekki var laust við að sjóveiki gerði vart við sig og varð mér að orði að starf utanríkisráðherra væri svo sannarlega meira en fundasetur og formlegar athafnir. Að lokinni fyrstu heimsókn minni til Afríku er margt sem brennur á ferðalanginum. Í aðra röndina er sárt að sjá þá neyð sem víða ríkir í fátækustu lönd- um heims, en í hina röndina fyllist maður lotningu og virðingu fyrir heimafólki, sem með sterkum vilja og ótrúlegri lífsgleði reynir að bæta líf sitt og barna sinna. Það eftirminnilegasta við heim- sóknina voru konurnar sem ég hitti. Hvort sem þær voru ráð- herrar, þingmenn eða konur að berjast fyrir bættu lífi fyrir sig og sína, fann ég að framtíð Afríku býr í krafti kvennanna. Mér þótti líka gaman að eftir því var tekið að sendinefndin frá Íslandi var að- eins skipuð konum og þetta varð oft tilefni fjörugra umræðna um stöðu kvenna almennt. Stefnu ríkisstjórnarinnar um aukningu framlaga til þróunar- mála hefur verið fylgt eftir af festu. Þróunarsamvinna er í dag ein meginstoð utanríkisstefnu Ís- lands. Á síðasta ári námu framlög til málaflokksins 0,27% af verg- um þjóðartekjum, samanborið við 0,18% árið áður. Þetta er mikil hækkun, sem þýðir að Ísland nálg- ast það meðaltal sem önnur iðnríki leggja til þróunarmála. En betur má ef duga skal. Takmarkið er að ná 0,35% markinu árið 2009 og að mínu mati á ekki að staldra við þar, heldur stefna áfram og uppfylla markmið Sameinuðu þjóðanna um að 0,7% þjóðartekna renni til þró- unarsamvinnu. Því markmiði tel ég raunhæft að ná árið 2015. Nýverið lagði ég fram á Al- þingi skýrslu um skipulag þróun- arsamvinnu Íslands. Núverandi fyrirkomulag hefur þjónað okkur ágætlega í aldarfjórðung, en nýjar leiðir og breyttar áherslur í al- þjóðlegu þróunarstarfi kalla á að við skoðum með gagnrýnum hætti hvernig þessum málum verði best háttað til framtíðar. Utanríkisráðuneytið fer með stefnumótun í þróunarsamvinnu og Þróunarsamvinnustofnun Ís- lands (ÞSSÍ) með yfirstjórn tví- hliða verkefna í samstarfslöndum Íslands. Báðir aðilar starfa með frjálsum félagasamtökum og með viðskiptalífinu og utanríkisráðu- neytið fer með framkvæmd frið- argæsluverkefna. ÞSSÍ er heim- ilt að starfa með alþjóðastofnun- um, en utanríkisráðuneytið hefur fyrirsvar í málefnum þeirra. Endurskoðunin leiddi því í ljós að núverandi fyrirkomulag er flók- ið og felur í sér verulega skörun innan stjórnsýslunnar. Þegar horft er til framtíðar þarf að forðast enn frekari skörun og tvíverknað. Á ferð minni til Úganda sá ég hversu mikilvægt starf ÞSSÍ vinn- ur þar í landi. Sú þekking á þró- unarsamvinnu og málefnum þró- unarlanda sem hefur byggst upp innan stofnunarinnar er mjög dýr- mæt og hana þarf að varðveita. Það gerum við hins vegar ekki með óbreyttu fyrirkomulagi, þar sem starfsemi ÞSSÍ er aðskilin störfum utanríkisráðuneytisins. Sú leið sem ég tel skynsamlegasta fæli í sér samruna ÞSSÍ og utanríkisráðuneytisins. Ennfremur yrði sett á fót þróunarsamvinnu- ráð, sem í sætu fulltrú- ar Alþingis, félagasam- taka, viðskiptalífs og fræðistofnana. Þróun- arsamvinnuráðið yrði ráðgjafar- vettvangur fagaðila um stefnu og áherslur í þróunarmálum, en svip- að fyrirkomulag er algengt í ná- grannalöndunum. Með þessu fyrirkomulagi fengist heildarsýn á þróunarsamvinnu Ís- lands. Veruleg sam- legðaráhrif myndu nást, m.a. hvað varð- ar mannauðsstjórn og fjársýslu. Auðveld- ara yrði að framfylgja áherslum Íslands vegna alþjóðlegra skuldbind- inga og sú þekking og mannauður sem hefur skapast á þróunarmál- um myndi samnýtast til heildstæðrar umfjöllunar um málaflokkinn. Jafnframt myndi breytt fyrir- komulag einfalda samstarf stjórn- valda við frjáls félagasamtök sem verða sífellt virkari þátttakendur á sviði þróunarsamvinnu og neyð- ar- og mannúðaraðstoðar. Síðast, en ekki síst, er ég þeirrar skoðun- ar að mörg tækifæri felist í sam- starfi við viðskiptalífið. Þörf þró- unarlandanna fyrir fjárfestingu og tækniþekkingu er mikil og við eigum að virkja útrásarvilja og nýsköpun íslensks viðskiptalífs þróunarlöndunum til hagsbóta. Á sama tíma vil ég efla at- beina Alþingis enn frekar og um- fjöllun þess um þróunarmál. Til dæmis hefur borið á því að þró- unarmál falli í skuggann af um- deildari utanríkismálum þegar reglubundnar skýrslur utanrík- isráðherra eru ræddar á Alþingi. Þessu þarf að breyta, t.d. með auknu samráði við utanríkismála- nefnd og að þróunarsamvinnan verði rædd sérstaklega í þingsöl- um a.m.k. einu sinni á ári. Nú er skammt til þingkosninga. Það kemur því í hlut nýrrar ríkis- stjórnar og þings að taka endan- lega afstöðu til þeirrar niðurstöðu sem skýrslan geymir. Skýrslan er innlegg í umræðu sem mikil- vægt er að fari fram og leiði til farsællar niðurstöðu sem sátt geti ríkt um. Málefnið er svo sannar- lega mikilvægt og fagleg sjónar- mið eiga að ráða ferðinni. Skýrsl- una má nálgast á vefsetri utanrík- isráðuneytisins, þar sem einnig er hægt að koma á framfæri ábend- ingum og skoðunum um málefnið. Höfundur er utanríkisráðherra. Stuðningur Íslands er mikils metinn Það eftirminnilegasta við heimsóknina var konurnar sem ég hitti. Hvort sem þær voru ráðherrar, þingmenn eða konur að berjast fyrir bættu lífi fyrir sig og sína, fann ég að framtíð Afríku býr í krafti kvennanna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.