Fréttablaðið - 25.03.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 25.03.2007, Síða 18
Þ að eru margir heima á Íslandi sem telja skipta meira máli í hvernig búningum við göngum og hvaða verndartól við göng- um með en hvaða starf við innum af hendi,“ segir Ingi þegar við hefjum spjallið. Vopnaburður friðargæslunn- ar hefur verið alræmdur og sér- staklega eftir að Íslendingar fóru í teppabúð með alvæpni og tveir Afganar létu lífið, þegar sjálfs- morðssprengjumaður gerði árás. Ingi þvertekur fyrir að þeir hafi beðið bana út af ábyrgðarleysi og „hermennskutilburðum“ friðar- gæslumanna. „Þegar þetta gerð- ist fóru menn hér af vellinum oft niður í bæ. Þá var hættustig- ið talið mjög lágt og engin svona árás hafði átt sér stað áður. Það er hluti af friðargæslu að blanda geði við heimamenn. Fólk, sem hafði enga innsýn í málið, dæmdi þá sem lentu í þessu þannig að þeir hafi verið þarna að leggja líf sitt að veði í teppakaupum. Fjöl- miðlar kusu að rangtúlka þenn- an atburð, frekar en að rannsaka hann,“ segir hann. Ingi telur að störf og verkefni friðargæslunnar hefði mátt kynna betur til fjölmiðla, til að koma í veg fyrir háværa umfjöllun. „En það sem mér finnst sorglegast er að þeir fréttamenn, sem helst hafa tekið að sér að kynna þessi verkefni, þeir jafnvel blekktu menn um tilgang fararinnar, til þess að fá upplýsingar sem síðan voru rangtúlkaðar og gáfu ranga mynd af starfinu. Friðargæslan fékk aldrei að njóta sannmælis.“ Ingi segir heimildarmyndina sem gerð var um friðargæsluna „skammarlega“. „Fólk heldur að ég sé með geltandi vélbyssu uppi í fjalli að skjóta mann og annan frá níu til fimm. En í grunninn er þetta ósköp svipað starf og þegar ég var rekstrarstjóri suður í Keflavík. Ég hef til dæmis aldrei þurft að grípa til vopna, þótt ég hafi gengið um vopnaður í þrjú ár.“ Vopnaburður kemur starf- inu alls ekki við, segir Ingi. Hins vegar er hann nauðsynlegur í ótryggu umhverfi eins og í Afgan- istan. „Ef eitthvað kemur fyrir þá er betra að ég sé vopnaður. Í Af- ganistan hefur einn Íslending- ur látið lífið, vissirðu það? Það var hjúkr- unarfræðingur á vegum Rauða krossins. Hann var óvopnaður. Það er einfald- lega frekar ráðist á óvopnað fólk hér og það er staðreynd.“ Því hefur verið haldið fram að til þróunaraðstoðar skilaði meiri ár- angri að láta fé af hendi rakna til góðgerðarstarfsemi, en að vera með friðargæslu. Ingi segir þetta sjónarmið fremur vanhugs- að. „Staðreyndin er sú að friðar- gæslan og það starf sem við vinn- um hér á Kabúl-flugvelli, er grund- völlur þess að hægt sé að senda aðstoð og koma henni til skila. Allar samgöngur hér byggjast á þessum velli. Það er engin leið að koma mat eða fötum á endastöð án flugvallarins. Þegar Íslend- ingar komu hingað fyrst, þá stóð flugvöllurinn ekki undir þessu. Því er það gífurlega mikilvægt uppyggingar- og hjálparstarf að halda þessari lífæð opinni.“ Framlag Íslendinga er einung- is dropi í hafið á flugvellinum í Kabúl. Ingi telur að hlutfallslega skili friðargæslan afar góðu starfi og upphæðin skipti ekki höfuð- máli. „Ég held að það sé aldrei hægt að meta hjálparstarf bara í krón- um og aurum eða mannfjölda. Mælikvarðinn er alltaf hvernig þetta skilar sér á leiðarenda. Það er hægt að leggja mikinn pening í aðstoð og hún skilar sér illa. Svo er hægt að leggja lítinn pening og hann skilar sér vel. Það sem Ís- lendingar eru að gera hér hefur skilað sér mjög vel. Það sem skiptir höfuðmáli er að það er að skila sér til langtímauppbygging- ar sem mun nýtast þjóðinni sem við erum komin til að hjálpa. Upp- hæðin verður alltaf umdeilanleg, en henni þarf að vera vel varið til góðra verka, þannig að við höfum sáð til framtíðar en ekki verið með tímabundið verkjalyf.” Fyrr í vikunni varð blaðamaður vitni af því þegar bandarískur kaf- teinn leitaði til Inga vegna starfs sem þurfti að vinna til að koma framkvæmdum af stað. Vandinn var sá að starfið var utan vinnu- áætlunar. Ingi ráðlagði honum að hliðra til í áætlunum, án þess að brjóta reglur beinlínis, og ráða heimamenn til framkvæmdar- innar fyrir lítið fé. Nokkurn tíma tók að útskýra fyrir kafteininum að þetta væri hægt. Ingi segir að svona reddingar séu í karakter Ís- lendinga, þegar hann er spurður hvort aðrar þjóðir en Íslendingar séu ekki betur til þess fallnar að reka flugvöll í Kabúl. „Lítið samfélag eins og Ísland gerir menn að mörgu leyti hæfari til að koma að svona rekstri, því heima eru menn vanari að vinna á fleiri en einu sviði og geta bjarg- að sér. Að redda því sem þarf að redda. Þegar lítið er til af tækjum og búnaði og takmörkuð úrræði til að vinna úr, þá eru þeir sem eru vanir að vinna á mörgum sviðum betur settir en til dæmis marg- ir nágrannar okkar. Þar er vinnu- reynsla og verksvið hvers og eins mun þrengri en hjá okkur. Þetta skilar sér því mjög vel í svona starfi.“ „Fjölskyldulífið er vissulega slit- ið í tvennt. Mesta fórnin er að vera fjarri og missa af lífi sinn- ar fjölskyldu. Að vera 7.000 kíló- metra að heiman hefur náttúru- lega áhrif á fjölskyldulífið, því er ekki að neita. Svona starf getur enginn tekið að sér nema í sátt við sína fjölskyldu. Það er ekki bara fórn okkar að koma hing- að út, heldur fórn þeirra sem eru heima að taka á sig aukna ábyrgð. Makar, sérstaklega, þurfa að taka við öllu búnu þegar við sem erum hér erum ekki til staðar.“ „En að vinna við svona upp- byggingu er mjög gefandi. Ég hef aldrei fengið annað en blíðar móttökur og þegar maður kemur aftur hingað út eftir brottveru þá er manni fagnað eins og ættingja. Þannig finnst manni maður vera að skila miklu meira en í vinnu þar sem maður stimplar sig bara inn og út. Þetta er hugsjón og það verður að vera hugsjón hjá þeim sem eru að gefa sig í þetta. Þeir verða að gera það af alefli og af sannri trú fyrir starfinu. Ef þú ert hér bara í vinnu þá er erfitt að réttlæta þessa fjarveru frá fjöl- skyldu og vinum.“ Friðargæsluliði svarar fyrir sig Fólk heldur að ég sé með geltandi vélbyssu uppi í fjalli að skjóta mann og annan frá níu til fimm. En í grunninn er þetta ósköp svipað starf og þegar ég var rekstrarstjóri suður í Keflavík. Allt frá því að sprengju- árás varð í teppabúð í Afganistan árið 2004 og heimildarmynd um störf friðargæslunnar í landinu var frumsýnd skömmu síðar, hefur aðgangur fjölmiðla að starfinu í Kabúl verið lítill. Klemens Ólafur Þrastarson heimsótti friðargæsluna í Af- ganistan og ræddi við Inga Þór Þorgrímsson, forsvarsmann Íslend- inga við stjórnun flug- vallarins í Kabúl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.