Fréttablaðið - 25.03.2007, Síða 28

Fréttablaðið - 25.03.2007, Síða 28
ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 3 68 65 0 3/ 07 - Lifið heil www.lyfja.is Lyfsöluleyfishafar í Lyfju Neskaupstað og Borgarnesi Lyfjafræðingar – spennandi tækifæri Nánari upplýsingar veitir Þorgerður Þráinsdóttir, starfsmannastjóri, í síma 530 3800, thorgerdur@lyfja.is. Umsóknir sendist starfsmannastjóra á netfangið thorgerdur@lyfja.is Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Hlutverk Lyfju er að stuðla að góðri heilsu og vellíðan. Frá upphafi hefur Lyfja verið brautryðjandi í lækkun lyfjaverðs og boðið upp á ýmsar nýjungar í faglegri þjónustu. Fyrirtækið rekur apótek og heilsubúðir víðs vegar um landið ásamt því að starfrækja lyfjaskömmtun til einstaklinga og stofnana. Hjá fyrirtækinu starfa um 300 manns. Lykillinn að árangri er starfsfólkið okkar og því höfum við það að markmiði að fá hæft fólk til liðs við okkur, skapa eftirsóknarverða vinnustaði þar sem góður starfsandi ríkir og að starfsfólk fái tækifæri til að öðlast faglegan og persónulegan þroska í starfi. Einkunnarorð okkar eru áreiðanleiki, umhyggja og metnaður. Við leitum að sjálfstæðum, skipulögðum og metnaðar- fullum lyfjafræðingum sem hafa áhuga á að ganga til liðs við spennandi og framsækið fyrirtæki. Lyfjafræðingur í Lyfju Keflavík Lyfjafræðingar – tímabundin störf Vegna aukinna umsvifa getum við bætt lyfjafræðingum við okkar metnaðarfulla starfsmannahóp í tímabundin verkefni í sumar. Um er að ræða afleysingar í apótekum Lyfju á landsbyggðinni sem geta verið allt frá viku til lengri tíma. Spennandi tækifæri fyrir lyfjafræðinga sem vilja hverfa frá amstri hversdagsins og breyta til í sumar. Ýmsir möguleikar í boði. Hæfniskröfur: Háskólapróf í lyfjafræði, gilt starfsleyfi og reynsla úr apóteki. Metnaður, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð. Óskum eftir lyfjafræðingi til starfa í Lyfju Keflavík. Lyfjafræðingur annast m.a. ýmsa umsýslu í kring um lyf og lausasölulyf, afgreiðsu lyfseðla auk þess sem hann veitir viðskiptavinum og starfsfólki faglega ráðgjöf. Í boði er spennandi starf, skemmtilegur vinnustaður, gott vinnuumhverfi, samkeppnishæf laun og möguleiki á ýmsum sérverkefnum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í júní/júlí 2007 Hæfniskröfur: Háskólapróf í lyfjafræði og gilt starfsleyfi. Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Skipulögð vinnubrögð, metnaður og geta til að vinna undir álagi. Óskum eftir lyfsöluleyfishöfum í Lyfju Neskaupstað og í Lyfju Borgarnesi. Í störfunum felst m.a. að bera faglega ábyrgð á rekstri lyfjabúðarinnar, annast daglegan rekstur og umsýslu og sjá til þess að unnið sé samkvæmt lögum og reglugerðum um lyfsöluleyfi. Undir Lyfju Neskaupstað eru lyfjaútibú á Eskifirði og Reyðarfirði. Undir Lyfju Borgarnesi eru lyfjaútibú í Stykkishólmi, Grundarfirði og Búðardal. Um er að ræða spennandi störf og tækifæri fyrir metnaðarfulla lyfjafræðinga. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf í júlí/ágúst 2007. Í boði er flutningsstyrkur, niðurgreitt húsnæði, samkeppnishæf laun og skemmtilegir vinnustaðir í vaxandi bæjarfélögum. Til greina kemur að ráða í störfin tímabundið í 2-5 ár. Hæfniskröfur: Háskólapróf í lyfjafræði og gilt starfsleyfi. Stjórnunarhæfileikar, rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Áreiðanleiki, metnaður og skipulögð vinnubrögð. KÓPAVOGSBÆR Frá Vatnsendaskóla Vatnsendaskóli í Kópavogi er nýr grunnskóli sem tók til starfa haustið 2005. Næsta skóla- ár 2007-2008 verða nemendur í 1.- 9. bekk í skólanum. Í skólastarfinu er lögð sérstök áhersla á náttúrufræði og raungreinar, fjöl- breytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám. Kennarateymi vinna saman að skipu- lagningu kennslu og útfærslu námskrár. Skólinn er staðsettur í hlíð sem hallar að Elliðavatni, einni helstu náttúruperlu höfuð- borgarsvæðisins. Útikennsla, umhverfis- mennt, rannsóknarvinna og vettvangsnám eru mikilvægir þættir í skólastarfinu og er umhverfið kringum skólann kjörinn vett- vangur fyrir slíka vinnu. Virðing, vinátta, samvinna og sköpun eru einkunnarorð skól- ans. Okkur vantar til liðs við okkur á næsta skólaári 2007-2008 • Aðstoðarskólastjóra í fullt starf. Menntunar- og færnikröfur: Kennaramenntun og framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- og mennt- unarfræða eða þróunar í skólastarfi. Reynsla af stjórnun æskileg. Lipurð í mannlegum samskiptum. Reynsla af kennslu og vinnu með börnum og unglingum. • Deildarstjóra: verkefni m.a. námskrá, námsmat og sjálfsmat skólans Menntunar- og færnikröfur: Kennaramenntun og framhaldsmenntun á sviði uppeldis- og menntunarfræða eða þróunar í skólastarfi. Reynsla af stjórnun æskileg. Reynsla af kennslu og vinnu með börnum og unglingum. • Námsráðgjafa • Bókasafnskennara • Sérkennara • Heimilisfræðikennara • Íþróttakennara • Smíðakennara • Myndmenntakennara • Tónmenntakennara • Dönskukennara • Íslenskukennara í unglingadeild • Náttúrufræðikennara í unglingadeild og teymisvinnu með 1.- 7. bekk • Umsjónarkennara í 5.- 6. bekk Við leitum að metnaðarfullum kennurum sem hafa áhuga á kennslu og þróun skóla- starfs. • Stuðningsfulltrúa í fullt starf • Starfsfólk í Dægradvöl 50-60% starf Umsóknarfrestur er til 21.apríl 2007 Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf berist til skólastjóra Guðrúnar Soffíu Jónas- dóttur sem veitir nánari upplýsingar í síma 570- 4330 og tölvupósti gudrunj@vatnsendaskoli.is Upplýsingar um skólastarfið er að finna á heimasíðu skólans www.vatnsendaskoli.is www.kopavogur.is - www.job.is s mink
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.