Fréttablaðið - 25.03.2007, Page 91

Fréttablaðið - 25.03.2007, Page 91
ÍS LE N SK A /S IA .I S /I SP 3 63 76 0 2/ 06 Tæmið póstkassa reglulega Við hjá Póstinum biðjum landsmenn um að tæma póstkassa sína reglulega. Bréfberar eiga stundum í vandræðum með að setja póst í yfirfulla póstkassa og þá verða þeir að endursenda póstinn, sendanda og viðtakanda til verulegra óþæginda. Aðstoð ykkar og tillitssemi auðvelda okkur að koma póstinum til skila, hratt og örugglega. Þjónustuver | sími 580 1200 | postur@postur.is | www.postur.is ÁRANGUR Á ÖLLUM SVIÐUM Mikið var um dýrðir þegar nýr og glæsilegur Wembley- leikvangur var vígður í gær. Það voru ungmennalið Englands og Ít- alíu sem léku fyrsta leikinn. Sextíu þúsund manns voru samankomnir á vellinum en ekki mátti hleypa fleirum inn þennan níutíu þúsund manna leikvang að þessu sinni. Áhorfendurnir þurftu aðeins að bíða í 25 sekúndur eftir fyrsta markinu en það gerði Giampaolo Pazzini sem skoraði öll þrjú mörk Ítala í skemmtileg- um 3-3 leik. David Bentley, Wayne Rout- ledge og Matt Derbyshire skor- uðu mörk Englands en mörkin í leiknum hefðu hæglega getað orðið fleiri. Fyrsta markið á Wembley kom eftir 25 sekúndur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.