Fréttablaðið - 28.03.2007, Side 4

Fréttablaðið - 28.03.2007, Side 4
MARKAÐURINN 28. MARS 2007 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Bakkavör Group mun styrkja við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands um fimm milljónir á ári, árin 2007, 2008 og 2009. Þetta felst í samningi um efl- ingu kennslu og rannsókna í frumkvöðla- og nýsköpunarfræð- um innan viðskipta- og hagfræði- deildar. Á móti skuldbindur viðskipta- og hagfræðideild sig til að bjóða fram kennslu í frumkvöðla- og nýsköpunarfræðum. Ávallt skulu vera kennd námskeið við deildina sem taka mið af nýjustu þekkingu í þeim fræðum. Þá skuldbindur deildin sig til að stunda reglu- bundnar rannsóknir á sviði frum- kvöðla- og nýsköpunarfræða. Stefnt er að samstarfsverkefnum milli Bakkavarar og Háskólans á þeim vettvangi. Kristín Ingólfsdóttir rektor, Ingjaldur Hannibalsson prófess- or og Ágúst Guðmundsson, for- stjóri Bakkavarar, undirrituðu samninginn í gær. - hhs Fimmtán milljónir fyrir frumkvöðla Þátttaka kvenna í frumkvöðla- starfsemi er mun minni en karla og fer minnkandi. Einungis fjórð- ungur þeirra sem stunduðu frum- kvöðlastarfsemi í fyrra voru konur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu um umfang og umhverfi frumkvöðla- starfsemi hér á landi í fyrra. Skýrsla sem þessi kemur út ár- lega, en í henni er frumkvöðla- starfsemi í um 40 löndum könnuð á samræmdan hátt. Um útgáfuna sér Rannsóknamiðstöð HR í ný- sköpunar- og frumkvöðlafræðum. Úr samanburði milli landa má meðal annars lesa að þátttaka ís- lenskra kvenna í frumkvöðla- starfsemi er sú lægsta í sam- anburðarlöndunum og að í fyrra hafi karlar verið þrisvar sinnum líklegri en konur til þess að taka þátt í slíkri starfsemi. Umfang frumkvöðlastarfsemi hér í fyrra var meira en í flestum öðrum löndum í heiminum. „Það var nokkuð meira en í hátekju- löndunum í heild, talsvert meira en annars staðar á Norðurlönd- um (að Noregi undanskildum) en sambærilegt við Bandaríkin,“ segir í niðurstöðum. Í fyrra unnu um átta prósent þjóðarinnar á aldrinum 18 til 64 ára, eða um 15 þúsund manns, að undirbúningi nýrrar viðskiptastarfsemi. „Þetta er talsvert hærra hlutfall en í öðrum sambærilegum hátekju- löndum og hefur farið hækkandi hér á landi á síðustu árum. Þró- unin er þó sú að fleiri undirbúa, en færri láta slag standa,“ segir í skýrslunni. - óká Hér taka færri konur þátt Íslenski millilagslánasjóðurinn Carta Capital Mezzanine Fund 1 skilaði 1.160 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 763 milljónir króna árið 2005. Lánasafn sjóðsins sam- anstendur eingöngu af millilags- lánum, fjármögnun sem liggur á milli hefðbundinna bankalána og eigin fjár við skuldsett fyrir- tækjakaup. Stærð þess nam 6.983 milljónum króna í árslok. Ávöxt- un á meðalstöðu lánasafns var 19,5 prósent en arðsemi sjóðsins hefur verið yfir meðalarðsemi evrópska markaðarins. Mikill vöxtur hefur verið í veitingu millilagslána í Evrópu á síðustu árum. Óx markaðurinn um 27 prósent í fyrra en Carta Capital stækkaði um 35 prósent og lánaði sem svaraði til 3,8 milljarða króna. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í minni verkefnum, lánum til smærri og meðalstórra fyrirtækja, sem hafa skilað betri arðsemi en þau stærri. Horfur eru góðar í rekstri Carta Capital fyrir árið í ár, bæði hvað varðar afkomu og stöðu verkefna. Unnið er að því að fá fjárfesta til liðs við sjóð- inn fyrir næsta fjárfestingar- verkefni. Sjóðurinn er í eigu sjóðastýr- ingarfyrirtækisins Carta Capital GP sem er í eigu íslenskra banka, sparisjóða, lífeyrissjóða, trygg- ingarfélaga og félaga í eigu fjár- sterkra einstaklinga. - eþa Íslendingar hagnast á millilagslánum Vegna flutnings á starfsemi eMax úr Hlíðarsmára í Thorvaldsens- stræti, geta orðið truflanir á net- sambandi, varar fyrirtækið við. Flutningurinn kemur til vegna kaupa WBS (Wireless Broadband Systems) á rekstrinum. Bæði fyrirtæki hafa unnið að því að byggja upp þráðlaus wiMax tölvunet. WBS hefur meðal ann- ars sett upp þráðlaust háhraðanet í sumarhúsahverfi í Grímsnesi og Grafningi. Hraðinn á netinu býður upp á ýmsa möguleika auk inter- nettengingar, svo sem síma, sjón- varpssendinga og annars. Þá hefur eMax einnig sett upp háhraðanet utan höfuðborgarsvæðisins. - óká eMax flyturH U G T A K V I K U N N A R VARIN STAÐA eða það sem á ensku kallast hedge position er hugtak sem notað er fyrir kaup fjárfesta, eða stöðu sem ver þá gagnvart allri eða hluta af markaðasáhættu vegna eigna- eða skuldastöðu. Þannig geta innflytjendur varnings sem greiða þarf fyrir í erlendum gjaldmiðlum minnkað óvissu í rekstri sinum með því að gera framvirka samninga við fjármálastofnanir um gjaldmiðilskaup og losnað þar með við gengisáhættu. Eins er varin staða algeng við verð- bréfakaup þar sem fjárfestar kaupa til dæmis sölurétt á viðkomandi verð- bréf á ákveðnu verði og takmarkað með því fyrir fram hugsanlegt tap af fjárfestingu sinni, varið stöðu sína. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Enginn stjórnmálaflokkanna hefur í hyggju að hækka tekjuskatt á fyrir- tæki. Skiptari skoðanir eru um inn- heimtu fjármagnstekjuskatts. Þetta kom fram á morgunverðar- fundi Viðskiptaráðs Íslands með stjórnmálamönnum og athafna- konum á Grand hótel Reykjavík í gær. Í ljósi umræðu um að konur geti með atkvæðum sínum ráðið úrslitum kosninga í vor var yfir- skrift fundarins Atkvæði kvenna. Fimm athafnakonur ræddu hags- munamál starfsvettvangs þeirra og lögðu svo fram eina spurningu hver til stjórnmála- mannanna. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur grundvöll fyrir því að lækka skattprósentuna í tekjuskatti fyrirtækja niður á bilinu tíu til fimmtán prósent. Sagðist hann telja mjög mikil- vægt að fjármagnstekjuskattur hækkuðu ekki. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokks- ins, sagði aðalatriðið að tryggja að hér væri sam- keppnishæft umhverfi sem gerði það að verkum að fyrirtæki kysu sér að vera hér á landi. Hann taldi skynsamlegt að skoða innheimtulágmark fjármagnstekjuskatts. Varðandi skattlagningu á fyrirtæki þyrfti að skoða betur aðstæður sprota- og nýsköpunarfyrirtækja. Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, sagði flokkinn engin áform hafa um að hækka tekjuskatt en rætt hefði verið um að hækka fjármagnstekjuskatt í tólf prósent. Margrét Sverrisdóttir, varaformaður Íslands- hreyfingarinnar, taldi að mikilvægt væri að lækka tekjuskatt á fyrirtæki heldur en að hækka. Einnig væri mikilvægt að laða fyrirtæki til landsins og hafa hagstæða umgjörð um atvinnulífið. Hún sagði skatta- umhverfið þurfa að vera með þeim hætti að Ísland væri samkeppnis- hæft við önnur lönd og byði helst betur. „Frekar viljum við hafa mörg fyrirtæki sem borga lága skatta heldur en fá skattpínd fyrirtæki.“ Þá sagði hún afar mikilvægt að Ís- lendingar misstu ekki bankana úr landi. Mikilvægt væri að skapa þeim hagstætt umhverfi, reyna að fjölga þeim og stefna að fjármálamiðstöð hér á landi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægast að jafnvægi næðist í íslensku efna- hagslífi. Það væri mikilvægara en fjármagns- skattsprósentan eða tekjuskatturinn. Hún segir Samfylkinguna ekki hafa sérstakar fyrirætlanir um að hækka fjármagns- eða tekjuskatt. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, segir flokkinn ekki hafa hugmyndir um að hækka eða lækka fjármagnstekjuskatt. Hins vegar hafi hann viðrað hugmyndir um að leggja niður fjármagnstekjuskatt á fjármagnstekjur við visst skref en hækka hann í fjórtán prósent við annað skref. „Það er eðlilegt að skoða einhvers konar skiptingu á fjármagnstekjuskattinum. Það er líka eðlilegt að þeir sem hafa eingöngu fjár- magnstekjur borgi hluta þeirra í útsvar.“ Þær Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Við- skiptaráðs, Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbanka Íslands, Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla, Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri Sóltúns, og Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, lögðu fram spurningarnar. Flokkarnir vilja ekki hækka tekjuskatt Forsvarsmenn stjórnmálaflokkannna fengu fimm mínútur hver til að svara fimm spurningum íslenskra athafna- kvenna á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í gær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.