Fréttablaðið - 28.03.2007, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 9
KENNSLA Á VINNUSTAÐ
Meginmarkmiðið er að auka færni
kennara á vinnustað. Fjallað verður
um skipulag vinnustaðanáms með
hliðsjón af ferilbókum greinanna
og um ávinning af innleiðingu fer-
ilbóka. Þátttakendur fá þjálfun í
kennslufræði vinnustaðanáms auk
viðtals- og samskiptatækni.
Námskeiðið hefst 13. apríl að Hall-
veigarstíg.
FÆÐUÓÞOL OG FÆÐU-
OFNÆMI Tilgangur námskeiðs-
ins er að upplýsa þátttakendur um
fæðuofnæmi og fæðuóþol, ein-
kenni og meðferð. Fjallað verður
um helstu fæðuofnæmisvaka og
úrræði hvað varðar fæðismeðferð
og matreiðslu. Námskeiðið hefst
hinn 26. apríl í Hótel- og matvæla-
skólanum.
MATREIÐSLA Á GRÆN-
METISFÆÐI Grunnnám-
skeið í matreiðslu á grænmetis-
fæði. Matreiddir eru grænmetis-
réttir þar sem aðaluppistaðan er
ferskt grænmeti, kryddjurtir, baun-
ir og linsur. Kynntar verða ýmsar
matvörur sem eru algengar í mat-
reiðslu grænmetisfæðis, líkt og
tófú, sojakjöt, bankabygg, baunir,
linsubaunir og kúskús. Farið verður
yfir notkun krydda og kryddjurta
og ýmsar eldunaraðferðir kynntar.
Námskeiðið hefst hinn 17. apríl í
Hótel- og matvælaskólanum.
HLJÓÐ OG HLJÓÐDEYF-
ING Í LOFTRÆSTIKERF-
UM Farið er yfir helstu fræðilega
þætti varðandi hljóð. Þá er farið í
einfalda hljóðútreikninga og síðan
fjallað um uppruna hljóðs í loft-
ræstikerfum og aðgerðir gegn
hljóðmyndun. Námskeiðið er
nauðsynlegt fyrir alla sem fást við
hönnun og uppsetningu loftræsti-
kerfa. Námskeiðið hefst hinn 30.
apríl að Hallveigarstíg 1.
GIFSVEGGIR Á nám-
skeiðinu er fjallað um uppbygg-
ingu gifsveggja. Farið í uppsetn-
ingu gifsveggja og vinnuaðferð-
ir við klæðningu með gifsplötum.
Kynntir hljóðeinangrandi gifs-
veggir. Kynnt klæðningarefnið
gifs, verkfæri, festingar og hjálp-
artæki. Námskeiðið hefst hinn 14.
apríl og er haldið að Skipagötu 14
á Akureyri.
HJÓLASTILLINGAR OG
BÚNAÐUR Námskeiðið skipt-
ist í nokkra þætti. Farið er yfir upp-
byggingu hjólabúnaðar og hjóla-
horna og framkvæmd skoðun-
ar og stillinga á hjólabúnaði. Gert
er mat á hugsanlegum skekkj-
um í burðarvirki og farið yfir útfyll-
ingu hjólastöðuvottorðs. Áhersla
er lögð á verklegar æfingar. Nám-
skeiðið hefst hinn 4. maí í Bíl-
greinahúsinu.
ÖKURITAR 1 Námskeiðið
skiptist í nokkra þætti. Farið er ítar-
lega í virkni og prófanir ökurita og
lestur aksturskorta. Farið yfir útfyll-
ingar úttektarblaða og merkingar
ökurita. Fjallað verður um innsigli
og um lög og reglur er fjalla um
ökurita og notkun þeirra. Nám-
skeiðið hefst hinn 12. apríl í Bíl-
greinahúsinu.
Nánari upplýsingar á www.idan.is
Námskeið á
vegum Iðunnar
Samtök iðnaðarins kynntu í byrjun
október í fyrra íslenskan prentiðn-
að á árlegri bókasýningu í Frank-
furt, Frankfurter Buchmesse.
Sýningin er sú stærsta sinnar teg-
undar í heiminum en kynningin á
íslenskum prentiðnaði fór fram
á kynningarbás Félags íslenskra
bókaútgefenda.
Í tilefni sýningarinnar var hrint
af stað vefsíðunni www.si.is/ice-
landprint. Þar má finna ýmsar
upplýsingar á ensku um íslenskan
prentiðnað og fyrirtæki sem starfa
innan geirans á Íslandi. Væntan-
lega munu Samtök iðnaðarins þróa
þessa hugmynd frekar fyrir bóka-
sýninguna í Frankfurt sem haldin
verður í október á þessu ári.
Bókasýningin í Frankfurt á sér
langa sögu. Árið 1949 fór fyrsta
eiginlega sýningin fram en þó
má segja að sagan nái nærri 500
ár aftur í tímann, til þess þegar
Johannes Gutenberg
umturnaði prentiðninni.
Síðan þá hefur Frankfurt
og svæðið um kring ein-
kennst af grósku í bóka-
útgáfu og prentiðnaði.
Bókaútgefendur leita
út fyrir landsteinana
Vefsíðan www.si.is/icelandprint
var sett á laggirnar í tilefni bóka-
sýningar í Frankfurt.
íslenskur iðnaður fréttablaðið
010100101010
0101010ATGC10101010ATGC
1010ATG
01010A
10ATG
01010101010ATGC1010
01010ATGC10ATGC0
0101010ATGC
010ATGC1010
ATGC01010A
Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja - Samtök sprotafyrirtækja - Samtök upplýsingatæknifyrirtækja
Framtíðin felst í hátækni
Sjá áskorun til ríkisstjórnarinnar og stefnu SI og tillögur á www.si.is