Fréttablaðið - 28.03.2007, Side 18

Fréttablaðið - 28.03.2007, Side 18
 28. MARS 2007 MIÐVIKUDAGUR10 fréttablaðið íslenskur iðnaður Samtök iðnaðarins sendu frá sér yfirlýsingu í síðustu viku varðandi sjónvarpsauglýsingar Framtíðar- landsins, sem berst gegn stækkun álvers í Hafnarfirði. Vilja samtök- in meina að ryki sé slegið í augu fólks. Segir meðal annars að þó að rétt sé að halda því fram að þrjátíu prósent af allri álframleiðslu fari í einnota umbúðir sé það mikil ein- földun og gefi ranga mynd af eig- inleikum áls til endurvinnslu. Um sextíu prósent alls þess áls sem notað sé í einnota umbúðir sé endurunnið. Hlutfallið sé mjög breytilegt eftir löndum, allt frá 25 prósentum sums staðar í Evrópu upp í áttatíu prósent hér á landi. Þetta þýði að stærstur hluti þess áls sem notað er í umbúðir stuðli að orkusparnaði til framtíðar. Það sama verði ekki sagt um margar aðrar gerðir umbúða. Þá segir í yfirlýsingunni: „Notk- un áls í heiminum nam um 63,9 milljónum tonna árið 2005. Fram- leiðslan í heiminum það ár var hins vegar 31,6 milljónir tonna. Þetta þýðir að 32,3 milljónir tonna voru endurunnið ál. Í reynd eru um 75% af öllu því áli, sem fram- leitt hefur verið frá upphafi, enn í notkun. Þetta má fá staðfest hjá Global Aluminium Recycling, GARC.“ Samtök iðnaðarins hafa áður lýst efasemdum um fyrirhugaða atkvæðagreiðslu í Hafnarfirði um stækkun álvers í Straumsvík. Ekki af þeim sökum að Samtökin séu á móti lýðræðislegum vinnu- brögðum, heldur af því að í þessu tilviki sé um að ræða íþyngjandi afturvirkar reglur sem eru sett- ar eftir að Alcan hóf undirbúing stækkunar á grundvelli gildandi leikreglna. Ryki slegið í augu áhorfenda Framtíðarlandið berst gegn stækkun álversins og hefur látið gera sjónvarps- auglýsingar til þess. Auður Hallgrímsdóttir var ný- lega kosin í stjórn Málms, sam- taka fyrirtækja í málm- og skipa- iðnaði. Hún er fyrsta konan til að gegna því starfi og finnst sumum að þar hafi síðasta karlavígið fall- ið. Auður hefur rekið Járnsmiðju Óðins ásamt eiginmanni sínum síð- astliðin tuttugu ár. „Maður hefur auðvitað mikinn áhuga á málefn- um málmsmíði á Íslandi og vill að vegur þess iðnaðar sé sem mest- ur og bestur. Ekki vil ég nú taka undir það að þarna hafi fallið eitt- hvert karlavígi, hins vegar er það mikil framsýni að vilja fá konur í stjórn hjá félagi þar sem mjög fáar konur eru félagsmenn,“ segir Auður og bætir við að karlarnir í stjórninni hafi allir komið til sín og boðið sig hjartanlega velkomna á fyrsta fundinum. „Ég upplifði þá alla mjög jákvæða og hlakka til að vinna með þeim. Það liggur í hlut- arins eðli að hver einstaklingur hefur mismunandi sýn á hlutina og konur hafa kannski öðruvísi sýn en karlar, og þess vegna geta karlar og konur gert svo mikið af flottum hlutum saman. Þetta er augljóslega framsýnt félag sem vill gera hlutina betur.“ Sjálf vinnur Auður ekki „á gólf- inu“ eins og talað er um, heldur kemur hún aðeins að rekstri og stjórnun. Hins vegar vinnur dóttir hennar við málmsmíði. „Hún er alveg á fullu að logsjóða og skera, þannig að konur geta alveg unnið í þessu. Maður þarf ekkert endilega að vera líkamlega sterkur, heldur handlaginn. Til að starfa í þessu þarf einfaldlega að vera góður handverksmaður.“ - nrg Fyrsta konan í stjórn Málms Auður Hallgrímsdóttir ásamt dóttur sinni Hallgerði Kötu Óðinsdóttur málmiðnaðarkonu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Konukvöld Fjarðar Miðvikudaginn 28. mars frá kl. 20-23 Kynnir Gestir Lalli Grínari Siggi og Sara Gullverðlaunahafar í latín dönsum á Kobenhagen open Við ætlum að taka vel á móti konum og bjóða góð Fyrst og fremst ætlum við að skemmta okkur saman. Konur mætum og skemmtum okkur saman. Firði Hafnarfirði S: 555-4420

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.