Tíminn - 11.08.1979, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.08.1979, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. ágúst 1979 5 Mistök mistakanna að halda ekki áfram við Kröflu: Aframhaldandí boranir hagkvæm- asti valkosturinn til orkuöflunar fram til aldamóta segir Gunnar Ingi Gunnarsson staðartæknifræðingur Kröfluvirkjunar meðal annars í þessu Kröfluyfirliti KRÖFLUVIRKJUN. í eftirfarandi saman- tekt vil ég reyna að draga fram þau atriði, sem ég tel máli skipta Stöövarhúsin viö Kröflu. við umræður um Kröflu- virkjun. Fyrst verður vikið að ýmsum fram- kvæmda— og rekstrar- málum, þá um gagnrýni og umbrotamál. Siðan um raforkuflutning eftir Byggðalinu, orkuspá, oliusparnað og áætlanir. Framkvæmda-og rekstrarmál. Rikisstjórnin ákvaö á sinum tima byggingu Kröfluvirlqunar og fól þaö Kröflunefnd og Orku- stofnun, auk þess sem Rarik sá um lagningu háspennulinunnar til Akureyrar. Að minu mati var þessi ákvörðun röng og hefði átt aö fela einum aöila stjórnun framkvæmda á svæðinu. Þarna voru tveir aöilar aö byggja orku- ver, annar stöövarhús og vél- búnaö oghinn gufuveitu og borholur, sitt I hvoru lagi þó þetta séu óaðskiljanlegir hlutir I gufu- orkuveri. Enda kom þaö á daginn aö Kröflunefnd gat staöiö nokkurn veginn viðsina áætlun, enda fékk hún þaö fjármagn, sem hún taldi sig þurfa, en Orkustofnun gat ekki staöiö viö sina áætlun m.a. vegna þess aö strax áriö 1975 fékk hún ekki nema hluta af þvi fjármagni sem hún taldi sig þurfa. Af þessu má sjá aö strax frá upphafi var gufuöflunarmál- um ekki sinnt sem skyldi. Ariö 1974 voru boraðar tvær rannsóknarholur (þ.e. holur 1 og 2) viö Kröflu og áriö 1976 voru boraöar holur nr. 3, 4 og 5, en á- ætlun OS geröi ráö fyrir fimm holum þaö ár. Siöan geröist þaöáriö 1976 aö vegna hættu á orkuskorti á Noröurlandi, aö þá eru sendir I Kröflu tveir stærstu borar lands ins, reyndar þegar áliöiö var sumars, m.a. vegna þess aö Jöt- unn taföist i Eyjafiröi. Boraðar vorusex holur i einni lotu og má segja að i of mikiö hafi veriö ráöist á skömmum tfma. Ljóst er aö meö slikum fram- kvæmdahraöa á borunum er ekki hægt aö nýta reynslu og upp- lýsingar frá borholu til borholu, eöa frá svæöi til svæöis, þvi varö árangur borana minni en skyldi. Um áramótin 1976—77 var búiö aö bora niu vinnsluholur á svæö- inu, auk rannsóknarholanna tveggja. Holur nr. 6,7, 9 og 11 hafa verið notaöar til raforkuvinnslu, auk svo seinna holu 12, en ekki hefur alla vega ennþá veriö hægt aö nýta holur nr. 3, 4,5, 8 og 10, m.a. vegna eftirtalinna atriða: Hola nr. 3. Gat kom á fóöringu á 70 m dýpi og var holan kæfö og fyllt meö möl.Talið er mögulegt aö gera viö holuna. Hola nr. 4. Breyttist i „sjálfskaparviti”. Taliö er aö ástæöur hafi veriö lélegur tækjabúnaöur, óstööug vatnsdæling aö bor og ranglega brugöist viö. Hola nr. 5. Vegna atburöanna viö holu 4 var ekki hætt á þaö aö bora nr. 5 I fulla dýpt, fyrr en nýir öryggislokar væru komnir. Þegar svo átti aö dýpka holuna næsta ár var kominn sveigur á fóðurrör, þannig aö borstangir komust ekki niöur. Holan er nú notuö til aö mæla vatnsborös- stööúna I jöröinni og gæti gefiö nytsamlegar upplýsingar um þaö. Hola nr. 8. Er hrein efri kerfis hola og þvi of köld til nýtingar. Holan er nýtanleg til ýmiss konar mælinga, auk þess sem hún gæti veriö gagnleg sem vatns- gjafi vegna borframkvæmda. Hola nr. 10. Útfellingar viröastloka holunni á skömmum tima en hún er tveggja kerfis hola. Þetta er I raun eina holan þar sem ekki einhver augljós atriöi koma I veg fyrir aö hún sé not- hæf. Allar aörar holur hafa si'nar „eölilegu'orsakir. Út frá áöursögöu getur hver og einn metiö borárangur viö Kröflu. Ég tel aö skýringa sé aö leita m .a. Imiklum framkvæmdahraöa áriö 1976. Þá er þaö viöurkennt að háhita- svæöi geta veriö mjög frábrugöin hvert ööru og má segja aö ekkert svæöi á íslandi (etv. I öllum heiminum) sé eins og Kröflu- svæöiö meö sin tvö kerfi, mikla dýpt og mikinn hita. Þetta vissu menn ekki um fýrir og vegna mikils framkvæmdahraöa nýttist ekki reynslan. Hins vegar eru menn inni á þessu nú og þvi meö miklu meiri þekkingu til áframhaldandi bor- ana. Ég tel að eölilegur borfram- kvæmdahraöi sé 3—4 holur á ári, en þaö fer einnig saman með hæfilegri sumarnýtingueins bors. öllum má vera þaö ljóst aö gufa fæst ekki án borana og þótt yfir- borösrannsóknir séu mikilvasgur þáttur I jaröhitaleit, þá breyta þær engu um staðsetningu næstu tveggja borhola, sem viö töldum aö bora ætti nú i haust. Þvi er ekki hægt aö fresta borframkvæmdum á þeirri forsendu. A hverju einasta hausti hafa verið gerðar áætlanir fyrir fram- kvæmdir næsta árs og lagöar fyr- ir rikisstjórnina til ákvöröunar. Fáar ákvaröanir hafa komiö og flestar þegar langt er liöiö á sum- ar. Frá árinu 1976 hefur þvi ekkert markvisst veriö unniö viö gufu- öflun fyrir virkjunina og engin langtimastefna veriö mörkuö. „Krafla” er eitthvaö sem allir vilja tala um en enginn bera ábyrgö á. Reksturinn 1978 varö mögu- legur eftir aöhægt var aö herja út dýpkun á holu nr. 9 og reksturinn 1979varö mögulegur eftir borun á holu nr. 12, eftir viögerö á holu 11. 1 bæöi skiptin, þ.e. árin ’78 og ’79 eru þaö siöbúnar ákvaröanir áranna á undan sem bjarga 6—8 MW rekstri hálft áriö ’78 og óvfet hvaö lengi núna. Meö slikum hringlandahætti og ákvaröanaleysi tel ég aö eigi ekki aö stjórna fyrirtæki og meö þessum vinnubrögöum beri rlkis- stjórnin alla ábyrgð á hvernig málum er nú komiö viö Kröflu- virkiun. Gagnrýni. Ýmsir menn hafa gagnrýnt ýmislegt eöa allt varöandi Kröfluvirkjun. Gagnrýni á fullan rétt á sér, sé hún sett fram á skipulegan rökstuddan hátt. Þaö vill oft vanta aö svo sé og sumir eru bara á móti. Þannig viröist þaö t.d. vera meö þær tvær holur sem bora átti i haust. Ég hef aldrei fengiö þaö fram, af hverju hætt var viö þær og þætti gaman aö fá svar viö þvi. Var þaö etv. vegna þess aö f jár- lög rikisins voru aö fara úr bönd- unum? Eöa er þaö eitthvert gamalt mein frá þvi aö Kröfhi- nefnd sá um byggingu stöövar- húss? Og hvað geröi hún svona vitlaust þá? Ekki sá hún um bor- framkvæmdir. Eöa er þaö núverandi yfirstjórn (Rarik), sem er ómöguleg, og gildirþaöþá einungisi mále&ium Kröfluvirkjunar? Nei, ég tel aö þó þaö hafi ein- hver vandamálveriöá timum KN og OSséuþau úrsögunni núna og þau vandamál eru léttvæg miöaö viö vandamáliö sem skapast af stefnu—og ákvaröanaleysi rikis- stjórnarinnar. Umbrotamál. lbeinu framhaldi af áöursögöu, koma umræðurnar um jaröum- brotin viö Leirhnjúk. Þar er um færri áþreifanlegar stæröir aö ræöa og þvi' er mönnum fr jálsara „aö hafa bara skoöun”. Eftirfarandi atriöi ættu menn þó aö hafa i huga er þeir hindra frekari gufuöflunarframkvæmdir viö Kröfluvirkjun á slikum for- sendum: a) Háhitasvæöi eru flest i eöii sinu virk svæöi. b) Gufuafisstöövar eru þvi ein- ungis staösettar á virkum svæö- um. c) Engar áþreifanlegar sann- anir eru fyrir þvi aö mannvirki viö Kröfluvirkjun hafi skemmst i undangengnum umbrotum. d) Málefni og umræöur um Kröfluvirkjun hafa oftast veriö rædd, meö hálfan hugann upptek- inn af þvi aö hér sé allt aö fera undir hraun, enda hafa fjölmiölar og ýmsir gert i þvi aö halda um- brotaumræðum á lofti. e) Bjarnarflag er sýnilega meira umbrotasvæöi en Leirbotn- ar en þar hefur veriö boruö ný hola i sumar auk þess sem tvær holur hafa veriö hreinsaöar. Þá var gefið vilyröi fyrir borun ann- arrar holu I haust úr oliusparnaö- arpakkanum. (Er þaö annars oliusparnaöur aö bora eftir gufu fyrir Kisiliöjuna?) Varöandi öll þessi umbrotamál er gott aö vera vitur eftir á og geta sagt: „Sjáiö þiö, sagöi ég ekki.” Enda höfum viö hér á svæöinu heyrt allar hugsanlegar útgáfuraf jaröumbrotum: Hraun getur flætt neöanjaröar frá Leir- hnjúk noröur 1 Gjástykki, suöur i Bjarnarflagogetv. lengra. Hraun getur komiö upp hvar sem er allt frá sunnan viö Hverfjall og norö- ur I öxarfjörö og fyllt alla dali og gil. Þaö getur komiö sprengigos og fimm metra öskulag falliö á stuttum tima, einhvern timann einhvers staöar. Sem sagt, þaö er nánast ekkert sem getur ekki gerst og má meö sanni segja aö sumir hafi baktryggt sig vel. Þrjár stofnanir hafa meöhönd- um ýmis konar rannsóknir á þessu sviöi. Rannsóknirnar eru fyrst og fremst visindalegs eölis og kærkomiö tækifæri fyrir jarö- visindamenn. Þaö eina hagnýta, og þaö ber aö viröa, sem komiö hefur út úr þessu fyrir hinn al- menna borgara, Kisiliöjuna og Kröfluvirkjun, er aö hægt er aö segja meö nokkurri nákvæmni hvenær næstu umbrot veröa. Hef- ur þaöekki siöur gildi fyrir fólkiö i Mývatnssveit og Kisiliöjuna, en fyrir Kröfluvirkjun. Auövitaö er þaö Ijóst aö hafa veröur þessi umbrot i huga viö mat á stööu mála I sveitinni en ekkertnýtt er fram komiö nú sem útiloka ætti frekari boranir. Flutningur eftir Byggðalinu. Byggöalinan frá Grundartanga noröur og austur aö Hryggstekk er nú 523 km löng. Orka er tekin útá fimm stöðum þ.e. Brennimel, Vatnshömrum, Laxárvatni, Ak- ureyri og Hryggstekk. Flutningsgeta linunnar er töluvert háö þvi aö launaflsflæöiö geti veriö sem réttast. Einnig er spennustýring linunnar nauösyn- leg til aö tryggja viöunandi rdcstrarástand. Kröfluvirkjun er mjög vel staö- sett I kerfinu varöandi þessi at- riöi, og eru allir sérfræöingar um linurekstur sammála um þaö aö rdcstur Byggöalfnunnar sé allur miklu auöveldari meö Kröflu- virkjun i gangi. Rarik hefur, fyrir ekki mjög löngu siöan gert áætlun um þaö, aö veröi ekki hægt að reikna meö Kröfluvirkjun i gangi, þurfi aö reisa á næstu tveimur árum um- fangsmikil þéttivirki á Akureyri og I Hryggstekk, sem á verölagi næsta árs kosta 2,3 milljarða. Væri rekstur Kröfluvirkjunar tryggöur þarf aö visu á næstu ár- um aö setja upp þéttivirki, en þau gætu veriö mun einfaldari og ó- dýrari. Varöandi orkuflutning má þaö lika ljóst vera aö kostnaöur viö hann getur veriö töluveröur. Eftir aö Byggöalinan hefur nú veriö i rekstri um nokkurn tima, ættu raunverulegar tölur um töpin aö liggja fyrir hjá Rarik. T.d. hvað fór mikil orka, yfirákveöiö tima- bil, noröur frá Vatnshömrum og hvaö kom mikið inn á Laxárvatni á sama tfma? Hvaö er t.d. meðal- talskostnaöur yfir ákveöiö tima- bil, noröur frá Vatnshömrum og hvaö kom mikiö inn á Laxárvatni á sama tima? Hvaö er t.d. meöal- talskostnaöur yfir ákveöiö tima- bil, aö flytja 1 MW frá Geithálsi og aö Hryggstekk? Orkuspá og oliusparnaður Samkvæmt orkuspá orkuspá- nefndar (spá A) vantar um 143 Gwst. áriö 1980 og 275 Gwst 1981. Hér er gert ráö fyrir aö vél 1 i Hrauneyjarfossi komi inn um áramót 1981-82, Vestfiröir tengist kerfinu I byrjun árs 1980 og aö Kröfluvirkjun sé ekki i gangi. Ef gert er nú ráö fyrir þvi aö hægt væri aö framleiöa þessa orku meö oli'u mundi þaö kosta á verölagi 1980: 143 Gwst x 50 kr/kwst x 1,35 = 9.652 milljaröa 1980 275 Gwst x 50 kr/kwst x 1,35 = 18.562 milljaröa 1981 (Ath. 1 Gwst = 1 . 10.6 kwst.) Ef fariö væri eftir áætlun um boranir viö Kröflu, þ.e. 2 holur 1979, 3 holur 1980 og 4 holur 1981 gæti framleiöslugeta Kröfluvirkj- unar oröiö 60 Gwst 1980 og 100 Gwst. 1981. Nú er orkuskorturinn nær ein- göngu yfir vetrartimann, segj- um 6 mán. og á þvi t&nabili kem- ur framleiösla Kröfluvirkjunar beint fram sem oliusparnaöur: Fyrir 1980: 30 Gwst. x 50 kr/kwst. x 1,35 = 2.025 Mkr. Fyrir 1981: 50 Gwst. x 50 kr/kwst. x 1,35 = 3.375 Mrk. reiknað á verölagi næsta árs. A svipaöan hátt má reikna út aö Framhald á bls 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.