Tíminn - 11.08.1979, Side 6

Tíminn - 11.08.1979, Side 6
6 Laugardagur 11. ágúst 1979 WÍMMM Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: bór- 'arinn bórarinsson og Jón Sigurósson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15 slmi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 180.00. Áskriftargjald kr. V 3.500 á mánuði. Blaöaprent. J Hve lengi ræður formúlan? Allir þeir sem hugleiða málefni þjóðarinnar hljóta að sjá að það er vitaskuld fásinna að fara að borga út almenna kauphækkun um næstu mánaða- mót. Sú hækkun verður innan mjög skamms tima tekin aftur með hvers kyns verðhækkunum, vegna þess að þjóðarbúið og þar með atvinnureksturinn i landinu stendur alls ekki með þvilikum blóma að almennar kjarabætur geti átt ser stað. Þetta vita allir. Verkalýðsforystan veit það. Atvinnurekendur og framleiðendur vita þetta. Rikisstjórnin veit það, og alþýða veit það sennilega betur en allir hinir. En samt á að gera launþegana hlægilega með þvi að borga þetta út. Samt á að fara enn einn hringinn i þessari lokleysu. Siðan koma beiðnimar um hækk- anir. Fyrst mun verðlagsnefnd og rikisvaldið reyna að sofa á þeim. Siðan verða þær heimilaðar eftir dúk og disk, þegar framleiðslan þyrfti i raun og veruað fá ennþá meiri hækkanir til að standa undir sér. Og fólkið spyr: Af hverju er þetta svona vitlaust? Svarið er: Vegna þess að þessum málum er stjórnað með formúlu en ekki skynsemi. Formúlan heitir visitala, og i fyrra staðfesti almenningur þessa bjálfaformúlu með kosningasigri þeirra flokka sem ekki vildu skynsamlega stjórn þessara mála. Snemma á siðastliðnu ári reyndi þáverandi rikis- stjórn að slá á mestu verðbólguþensluna með ábyrgum aðgerðum. Þeim aðgerðum var svarað eins og um einhverjar ægilegar kúgunar- og ofbeldisaðgerðir væri að ræða. Hér hófst hreinasta skálmöld til að koma i veg fyrir að febrúarlögin og bráðabirgðalögin i maí gætu náð tilskildum árangri með bættu atvinnuöryggi, minni verðbólgu og fullum bótum fyrir láglaunafólkið. Þáverandi rikisstjórn tókst ekki að sannfæra almenning um alvöruna i þessum málum. Liklega verðum við að viðurkenna að aðgerðirnar i febrúar 1978 og i mai sama ár hafi verið of vægar, ekki nógu harkalegar til þess að sýna allri alþýðu fram á það hvilikt ástandið var orðið og i hvilikt óefni stefndi. Ætla má að nú, siðsumars 1979, hafi allir lært af reynslu siðastliðins árs. Ætla má að jafnvel sig- urvegararnir frá þvi i fyrra hafi tekið út nokkurn þroska af þvi að vinna með ábyrgum og þjóðlegum umbótamönnum. Vonandi er það svo, og sýnir að góðir kennarar geta komið flestum eitthvað áleiðis. Þó hefur það kvisast að sumir þessara manna séu enn að gaspra um að „vernda” kaupmáttinn. Ein hverjir eru enn að stæra sig af þvi að villa um fyrir fólki um ástand efnahagsmálanna. Einhverjir eru enn i dag að reyna að ljúga þvi að fólki að oliukrepp- an, staða rikissjóðs og horfurnar i atvinnurekstr- inum gefi tilefni til stéttabaráttu á þessu ári. Þó hefur það kvisast að sumir þessara manna séu enn að gaspra um að „vemda” kaupmáttinn. Einhverjir eru enn að stæra sig af þvi að villa um fyrir fólki um ástand efnahagsmálanna. Einhverjir eru enn i dag að reyna að ljúga þvi að fólki að oliu- kreppan, staða rikissjóðs og horfurnar i atvinnu- rekstrinum gefi tilefni til stéttabaráttu á þessu ári. Þeir sem sliku halda fram hafa ekki reynst menn til þess að horfast i augu við staðreyndimar. Þeir sem nú halda þvi fram að einhverjar kjarabætur felist i kauphækkunum 1. september eru óábyrgir og virða þjóðarhag, atvinnuöryggið og afkomu þjóðarinnar að vettugi. Fólkið á ekki að hlusta á slika menn. Js Haraldur Ólafsson: Erlent yfirlit Ognarstj órn, sem enginn vildi vita af Um siöustu helgi hrökklaöist enn einn haröstjórinn frá völd- um i Afriku. 1 þetta sinn sá ill- raemdasti, Francisco Macias Nguema, forseti til llfstlöar I Miöbaugs-Gíneu, meistari menntunar, visinda og menn ingar, svo nefndir séu nokkrir titla hans. Miöbaugs-Ginea er gömul spænsk nýlenda, en hlaut sjálf- stæöi 1%8. Hét áöur Rio Muni. Landiö er litiö, aöeins um 28 000 ferkilómetrar aö stærö og liggur meginhluti þess milli Gabon og Kamerún. Annar hluti þess er eyjan Fernando Po, sem forset- inn skýröil höfuöiö á sér og heit- ir hún nú: Macias Ngu- ema-eyja. Þar er hWuöborgin Mala bo. íbúarnir eru rúmlega fjögur hundruö þúsund aö tölu, og skiptast i tvo stóra ættftokka, Bubi og Fang, og eru hinir siöarnefndu fjölmennari. Landiö var meöal hinna betur stæöu í Afriku er þaö fékk sjálf- stæöi. Þar er ræktaö mikiö af kakó, kaffi og banönum, en ein verömætasta útflutningsvaran er timbur. Kakó-framleiöslan gaf lika mikiö i aöra hönd, en nú hefur hún minnkaö verulega. Þau ellefu ár, sem landiö hefur veriö sjálfstætt undir stjórn Macias Nguema hefur rikt þar ógnaröld, sem viö fátt veröur likt. Lengi vel reyndi spænska stjórninaö þagga niöur allar frengir frá landinu og hroöalegum aögeröum valdhaf- anna. Spánverjar áttu mikilla hagsmuna aö gæta I landinu, og m.a. var timburverzlunin þar aö mestu i þeirra höndum. Þó fór svo, aö spænskir fjölmiölar neituöu aö þegja um þaö, sem fram fór, og 1977 sleit Spánn stjórnmálasambandi viö Miö- baugs-GIneu. Var þaö I oröi kveönu gert vegna niörandi um- mæla Nguema um Juan Carlos Spánarkonung. Eftir aö fréttist um, aö herliö undir forystu Mbasogo ofursta heföi steypt Nguema af stóli til- kynnti spænska stjórnin aö hún myndi þegar I staö taka upp eölilegt samband viö landiö og veita þvi efnahagsaöstoö eftir föngum. Spánverjar hafa hins vegar neitaö aö hafa átt nokkurn þátt i uppreisninni, en þrálátur orörómur um þaö er á kreiki. Amnesty International, Bandalagiö gegn þrælahaldi og alþjóöanefnd lögfræöinga hafa hvaö eftir annaö birt skýrslur um ógnaröldina i Miö- baugs-GIneu, byggöar á fram- buröi flóttafólks þaöan. Hefur landinu veriö lýst sem alls- herjar fangabúöum. Samkvæmt upplýsingum, sem fyrir liggja hafa á undanförnum árum 50 000 manns veriö teknir af lifi I landinu. Þaö er há tala hjá 400 000 manna þjóö. I yfirlýsingunni, sem upp- reisnarmenn gáfu eftir aö Ngu- ema var farinn frá völdum segir: „þorp eru yfirgefin, neyö rikir, ólöglegar handtökur voru daglegt brauö, fimmtlu til sextiu manns voru teknir af lifi á dag vegna imyndaöra sam- særa”. Landiö er nær gjaldþrota. Forsetinn var þó duglegur aö útvega reiöufé. Fyrir þremur árum hrapaöi rússnesk flugvél I fjalllendi I Miöbaugs-Gineu. Nguema sendi Sovétstjórninni reikning upp á 75 000 dollara „vegna skemmda á fjall- inu” . Fyrir nokkrum árum varö spænska stjórnin aö greiöa 100 000 dollara I lausnargjald fjTÍr kennara og sex trúboöa „sem unnu meö heimsvalda- sinnum”. Nguema predikaöi framfarastefnu, og kúbanskir hernaöarráögjafar héldu til I landinu, sem var „framvarö- stöö I baráttunni vjÖ^ Tieims- valdasinna”. Nýjusni fregnir herma, aö Nguema sé i heima- þorpi sinu ásamt nokkrum Evrópumönnum og hernaöar- ráögjöfum frá Kúbu. Nguema fæddist áriö 1924. Hann er af Fang-ættbálknum, sem dreiföur er um þrjú lönd: Miöbaugs-GIneu, Gabon og Kamerún. Hann náöi völdum I landinu eftir aö hafa boriö sigurorö af helzta keppinaut sinum er Spánverjar yfirgáfu landiö. Hann viröist hafa veriö haldinn ofsóknarbrjálæöi, og óttazt, aö hinir fornu nýlendu- herrar væru i þann veginn aö leggja landiö aftur undir sig. 1 þessari meira og minna Imynduöu baráttu viö heims- valdasinna hélt hann uppi stöö- ugum aftökum á landsmönnum sinum. „Þaö er alltof dýrt aö nota skotvopn til aö taka fólk af lifi”, lét hann hafa eftir sér. Venjulegasta aftökuaöferöin var aö berja fórnarlömbin i hel. Ungliöasveitir önnuöust af- tökur. Áttatiu af hundraöi íbúanna i Miöbaugs-Gineu eru kaþólskir. Nguema baröist hatramlega gegn kirkjunni. Hann kraföist þess, aö kirkjan tæki upp oröin ,d nafni Macias forseta, sonar og heilags anda, en Páfagaröur vildi ekki, — af skiljanlegum ástæöum, fallastá þá breytingu á signingu og bænagjörö. Þá fangelsaöi Nguema fjölda presta og hrakti þá á alla lund, og setti loks lög I fyrra, þar sem starfsemi kirkjunnar var bönnuö. Þetta hraöaöi straumi flóttamanna úrlandinu, og er nú taliö, aö þriöjungur þjóöarinnar hafi flúiö til nágrannarikjanna, þar sem margir eiga frændum aö fagna. Astandiö I mörgum rikjum Afriku er fariö aö minna á endurreisnartímann. Harö- stjórar risa upp, og aörir harö- stjórar hrekja þá burt. Frelsiö er lofaö, en felst oftast i þvieinu aö skipta um ógnarstjórn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.