Tíminn - 11.08.1979, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.08.1979, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 11. ágúst 1979 „Þau eru falleg, BlönduhllBar- fjöllin”. Þessi orö hefi ég heyrt oft hin siðari árin. Liklega hefi ég fyrst heyrt þau efst á Vatns- skarðinu, þegar Blönduhlið- arfjöllin sáust i fjarska, roðin aftansól, og stutt var eftir i Skagafjörðinn. Siðan hefi ég heyrt þau oftar en ég komi tölu á og á mörgum stööum. Sá, er þau mælti, var Ingibjörg Arnadóttir frá Stóra-Vatnsskarði, sem i dag verður til moldar borin I VIBimýr- arkirkjugarði. I flest skipti, er hún sá fagurt landslag og tignar- leg fjöll, komu henni i hug fjöll bernsku og æsku, og minningar hennar brutust fram i þessari ein- földu sentingu. Ég held aö ég hafi engri mann- eskju kynnst, sem hefur verið eins bundin æsku- og ættarslóðum og hún. Engin sveit og ekkert hér- að komst I hennar augum I hálf- kvisti við Skagafjörðinn. Henni fannst enginn hafa séð Island, nema hann heföi horft yfir Skaga- fjörðinn af Arnarstapa. Hún vildi að allir aðrir væru sömu skoðunar og hún um það, að hvergi væri fegurri blett aö sjá. Væri maldað I móinn móðgaðist hún hvorki né deildi, en ég held, aö hún hafi hálfvorkennt viðmælendum sin- um dómgreindarleysiö. Ingibjörg var fædd á Hólum I Hjaltadal, 17. september, 1883, og var þvi hátt á 96. aldursári er hún lést. Hún var dóttir hjónanna Árna Jónssonar frá Hauksstöðum I Vopnafirði og Guörúnar Þor- valdsdóttur frá Framnesi i Blönduhlið. Aö Árna stóöu merk- ar ættir i Vopnafirði. Hann sigldi til Kaupmannahafnar og nam trésmiði og árið 1878, er hann var tæplega fertugur, tók fólk hans sig upp og ákvað að fara til Vest- urheims. Arni ætlaði með, enda næg atvinnutækifæri i nýja heim- inum. Skipið kom við á Sauöár- króki, til þess að taka þar far- þega, en þar hitti Árni prestinn á Miklabæ, er áður hafði þjónað I Vopnafiröi. Taldi hann Arna á aö fresta förinni og byggja fyrir sig stofu á Miklabæ. Þar með skildu leiðir Arna og ástvina hans fyrir fullt og allt, þvi hann fór aldrei lengra en I Skagafjöröinn. Þar byggöi hann nokkur hús, þar á meðal kirkju I Goðdölum. Þótti hann mikill listasmiður og hafa varöveitst eftir hann fallegir munir, en einnig var hann drátt- hagur vel ög geröi vandaöar teikningar af húsum þeim, sem byiija étti. Þótti það nýmæli til sveita fyrir öld. Fleira kom til en atvinnutæki- færin að ferð Árna varð ekki lengri. 1882 kvæntist hann skag- firskri heimasætu, Guörúnu Þor- valdsdóttur frá Framnesi og bjuggu þau fyrst á Hólum, þar sem dóttirin Ingibjörg fæddist, siöan I Syöra-Vallholti, þar sem þeim fæddist sonur. Hann var Jón Arnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, d. 1977. 1886 | Minning: Ingibjörg Árnadóttir frá Stóra-Vatnsskarði Fædd 17. september 1883. Dáin 1. ágúst 1979. keyptu þau Borgarey, en þar lést Arni úr lungnabólgu, 1888. Gekk Guðrún þá með þriðja barn þeirra hjóna, Árna, siðar bónda á Stóra- Vatnsskarði, d. 1971. Guðrún lét ekki bugast, enda stóöu að henni styrkir stofnar. Langafar hennar tveir voru nafn- kenndir merkisklerkar, séra Björn I BólstaðarhlIB Jónsson, og séra Þorvaldur Böðvarsson, skáld i Holti. Munu þeir, sem til ættfræði þekkja, þá vita að stór hafi frændgarður Ingibjargar verið, enda vitnaði hún gjarna til þessara forfeðra sinna, ef ætt- fræði barst i tal. Arið 1890 giftist Guðrún öðru sinni, Pétri Gunnarssyni af Skiöastaðaætt, Hann var vinsæll merkismaður er reyndist stjúp- börnum sinum frábærlega vel. Þau Guörún eignuðust þrjú börn, er upp komust. Þorvald, er lést 1924, þá bóndi á Stóra-Vatns- skarði, Benedikt, bónda á Stóra- Vatnsskarði, d. 1964 og Kristlnu, er nú lifir ein af þessum systkina- hópi 83 ára, og hefur ávallt átt heima á Stóra-Vatnsskaröi. Áriö 1899 fluttust þau Pétur og Guðrún að Stóra-Vatnsskarði, og við þann bæ kenndi Ingibjörg sig æ siðan. Á hartnær aldar æviferli hlýtur sorgin oft að knýja dyra. Astvinir hverfa af sjónarsviðinu, hver af öðrum. Barnung missti Ingibjörg fööur sinn, sem fyrr segir, en er hún var um fertugt missti hún á tveimur árum, 1922-1924, móður sina, stjúpa, bróöur og fóstursyst- ur, er hún unni mjög. Hún hét Guðrún Ingibjörg Nikódemus- dóttir og haföi komiö til fósturs á Stóra-Vatnsskarði nýfædd árið 1909. Hún var sérkennilegt barn, hvers manns hugljúfi og forvitri. Hún sagði fólki að hún yrði ekki langlif. „Ég dey, þegar hann afi minn deyr”, sagöi hún jafnan. En hún æðraöist ekki og sagði Ingi- björg fóstursystur sinni, að þegar hún væri dáin ætti hún að taka litla stúlku I fóstur. Þótt menn legðu ekki trúnað á þetta fór þó allt eftir. Unga stúlkan dó 1922, en skömmu áöur hafði afi hennar dáið. Tveimur árum siðar bauð náfrændi Ingibjargar henni dótt- ur sina til fósturs. Það var Þor- valdur Þorvaldsson á Sauöár- króki, en þau Ingibjörg voru syst- kinabörn. Litla stúlkan var skirð Guðrún aö hans ósk. Varð hún Ingibjörgu mikil huggun eftir hinn mikla ástvinamissi. Guðrún móöir Ingibjargar hafði ung stundað nám að vetrar- lagi í kvennaskóla á Viðimýri og vildi að dóttir sin nyti einnig menntunar. Ingibjörg fór til Akureyrar og nam við kvenna- skólann þar einn vetur á meðan Jón bróðir hennar stundaði nám viö Möðruvallaskóla á Akureyri. Bjó hún vel aö þeirri menntun, enda var hún aðeins upphaf sjálfsmenntunar, er varaöi ævi- langt. Þennan vetur kynntist hún skólabræðrum Jóns, sem margir urðu þjóðkunnir menn, og urðu þeir sumir hverjir æ siöan vinir hennar, þótt einn þeirra ætti eftir að verða henni hugstæöastur, sem nú skal greina. A Stóra-Vatnsskarði dvaldist hún með systkinum sinum fram á ár siðari heimsstyrjaldarinnar. Hún var ákveðin I þvi, að Guðrún Þorvaldsdóttir fósturdóttir henn- ar yrði menntunar aðnjótandi. Tvo vetur bjó hún með hana á Sauöárkróki, svo hún gæti sótt þar skóla. 1941 var svo ákvéðið að Guðrún færi I Kvennaskólann i Reykjav. Þó var þar einn Þránd- ur I Götu. Vegna styrjaldarinnar var svo gifurlegur húsnæðisskort- ur i Reykjavik að hvergi var unnt aö fá inni og skyldmenni, sem gjarna vildu greiða götu þeirra, gátu ekkert húsnæði losaö. Voru þvi horfur á að ekkert yrði af þessari skólagöngu. En þá fékk Ingibjörg dag einn bréf frá einum af Möðruvallaskólasveinunum frá Akureyri, er hafði frétt af vandkvæðum hennar. Hann hafði raunar alltaf haldið kunnings- skap viö hana og systkini hennar og oft gist á Vatnsskarði á feröa- lögum. Það var Jónas Jónsson frá Hriflu. Þau hjónin Guörún Stefánsdóttir og Jónas bjuggu þá i Sambandshúsinu meö dætrum sinum, en fyrir dyrum stóðu flutningar i nýtt ibúðarhús sem nú heitir Hamragarðar. Jónas bauð þeim mæðgum að koma til sin. Þær gætu notaö sama eldhús- ið og þau hjónin og þau ætluöu að láta þeim eftir svefnherbergi sitt og sofa sjálf I stofunni. Þessu ein- stæöa vinarbragði þeirra hjóna gleymdi Ingibjörg aldrei, enda hygg ég, að það sé einsdæmi, þeg- ar einn valdamesti maður þjóðar á I hlut. Lýsir það kannski betur stórbrotinni tryggð Jónasar við vini sína en langt mál. Vinátta þeirra hélst á meðan bæði lifðu. I hvert skipti, sem þær mæðgur fluttu sig um set i höfuðborginni, kom Jónas til þess aö lita eftir þvl að vel færi um þær. Eftir þetta átti Ingibjörg að mestu heima I Reykjavik, en þó dvaldi hún mikið nyröra, siðustu árin I sumarleyfum Guörúnar fósturdóttur sinnar. Guðrún hóf nær strax að loknu kvennaskóla- námi störf hjá Innflutningsdeild Sambands islenskra samvinnu- félaga og hefur starfað þar siöan. Ingibjörg reyndist henni sem besta móðir og fáir hafa fengið fósturlaunin betur goldin en hún. Umhyggja Guðrúnar fyrir henni var svo einstök, að þvi lýsa engin orð. Ég kynntist Ingibjörgu ekki fyrr en hún var oröin áttræð, er við Guðrún Ingibjörg Arnadóttir, bróöurdóttir hennar, giftum okk- ur. Ingibjörg var þá enn létt á fæti og kvik i hreyfingum og minnið ó- skert. Það var einstök unun að hlusta á hana segja frá. Það var ekki nóg með að hún hefði frá mörgu aö segja, heldur hafði hún sérstakt lag á þvi að færa frá- sagnir sinar i svo einfaldan og skrumlausan búning að liðnir timar og gengnar kempur stóðu manni lifandi fyrir hugskotssjón- um. Það var sama hvort I hlut áttu förumenn I lok siðustu aldar eða fyrirmenn þjóðfélagsins. All- ir hlutu þeir lika að njóta sann- mælis hjá henni. Allir voru þeir góðir frá skaparans hendi, hún gat vorkennt ólánsmönnum, en slæmir voru þeir ekki. Sliku fólki er gott að kynnast. Um þetta geta margir borið, ekki sist þeir fjölmörgu unglingar, sem dvöldust á Stóra-Vatnsskarði á sumrum hjá henni og systkinum hennar. Ljósasta dæmiö um það, hvers þeir mátu hana, er að allir kölluðu þeir hana frænku, skyldir sem óskyldir. Og það var óþarft að segja „Ingibjörg frænka”, frænkunafniö eitt dugði til þess að allir vissu við hvern var átt. Hún var með fádæmum barngóð, um það geta min börn dæmt og munu þakklát geyma minningu hennar i huga sér. Gestrisnin var lika ein- stök. Aldrei var nógu vel við neinn gert. Fyrr á árum tiðkaöist sá siður á Vatnsskarði, að þegar gestur kvaddi var lagt á gæðing- ana og honum fylgt út úr landar- eigninni og stundum vel það hvort sem I hlut átti vinur eða ókunnug- ur. Eftir að bilarnir komu til sög- unnar tók Ingibjörg sér gjarna far með gestunum góöan spöl og gekk svo heim. Var þó ákaflega gestkvæmt og margir sem gist- ingar báöust á Vatnsskarði, áður en samgöngur komust I nútima horf. I Reykjavik varð að nægja að fylgja gesti út á götu. Siðustu árin fór ellin að marka sin spor. A hverju ári fór Ingi- björg þó I Skagaf jörðinn sinn. SIB- ast vorum við saman á Stóra- Vatnsskaröi um hvitasunnuna i vor, þegar frændi hennar var fermdur. Þá var fariö að liða að endalokum. Minniö var orðið sama og ekkert, staðir og stundir runnu saman i eina heild. En ef hún sá Grisafellið eða Valadals- hnjúkinn gladdist hún og vissi að hún var á heimaslóðum. 1 lok júni hófst hennar fyrsta og eina sjúkrahúslega. Hún lést i Landakotsspitala 1. ágúst. „Kveð ég fagran fjörðinn Skaga....” verður sungiö yfir moldum hennar i Vlðimýrar- kirkjugarði i dag. Raunar er það þó ekki rétt. Hún mun aldrei kveðja Skagafjöröinn sinn. Hún er aðeins komin heim úr langri för, þangað sem hún hafði sjálf kosiö sér hinsta hvilurúm við hlið genginna ástvina. Og I bláma þeirrar framtiðar, sem hvorki á sér stundir né staði, munu þau brosa þar við henni, Blönduhliðarfjöllin. Magnús Bjarnfreösson Minning: Guðlaug Alda Jónasdóttir Fœdd 19. 7. 1959 Dáin 2. 8. 1979 Þaö var lifsglaður mannvæn- legur hópur með eftirvæntingu I augum og óráðna framtið i far- angrinum, sem brautskráöist úr Samvinnuskólanum að Bifröst 10. mai sl.Þessi hópur hafði dvalist samvistum að Bifröst i tvo vetur og kynnst þar náið við þann leik og starf, sem jafnframt jafnan fer fram I skóla og á heimavist. Eng- an grunaði við skólaslitin að eftir þrjá mánuði mundi dauðinn höggva skarð i þennan hóp og hann myndi ekki eiga eftir að hittast allur aftur hérna megin grafar. Hinn 2. ágúst lést Guðlaug Alda Jónasdóttir eftir stutta sjúkdóms- legu. Guðlaug Alda var borin og barnfædd á Húsavik, dóttir Jónasar Þorsteinssonar og Kristjönu Benediktsdóttur. AB loknu námi I barna- og gagn- fræðaskólanum á Húsavik, hélt hún til náms að Bifröst og settist i fyrsta bekk haustið 1977 ásamt 34 öðrum ungmennum viös vegar að af landinu. Guðlaug Alda var ekki I hópi þeirra, sem fljótust var I viðkynningu I þessum hópi. Hún kynntist smám saman og áður en skólatiminn var allur var hún orðin hinn trausti félagi, sem sifellt vann á. Sem nemandi haföi Guðlaug Alda til að bera marga þá kosti, sem kennarar telja eftirsóknar- verðasta, vandvirkni I allri vinnu, er við kom náminu og hafði þar tamið sérreglusöm vinnubrögö og umgengnishættir á heimavist voru til fyrirmyndar. Með sama traustleikanum leysti hún af hendi þau trúnaðarstörf,sem henni voru falin I félagslifi. Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir, er stundum sagt. Þetta orðatiltæki er okkur, venjulegu fólkinu, litt skiljanlegt. Flestum hlýtur að finnast það hið æðsta hnoss að fá að taka þátt i hinu daglega amstri þessa heims frá bernsku til elliára. Þvi setur okkur hljóð, er almættið lýstur sprota sinum aö ‘ þvi er virðist af órannsakanlegri tilviljun og fyrir veröur ung stúlka, sem átti svo márgt eftir ógert. Fyrir hönd starfsfólks og nemenda Samvinnuskólans aö Bifröst veturna 1977-1978 og 1978- 1979 votta ég foreldrum og öörum ættingjum Guðlaugar Oldu dýpstu samúð. Haukur Ingibergsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.