Tíminn - 15.08.1979, Qupperneq 1

Tíminn - 15.08.1979, Qupperneq 1
Rfkisstjórnin óskar eftir formlegum samningaviöræöum við Norömenn um Jan Mayen: Norömenn viðurkenni helm ingsrétt íslendinga Kás — I gær náðist loks- ins samkomulag i ríkis- stjórninni um að óska eftir viðræðum við Norð- menn um Jan Mayen málið/ eftir að Alþýðu- bandalagsmenn höfðu tvívegis farið fram á frestun þess. I samþykkt ríkisstjórnarinnar er gengið út frá þvi, að is- lendingar muni ekki viðurkenna 200 mílna efnahagslögsögu Norð- manna við Jan Mayen, nema samningar hafi áð- ur tekist um nýtingarrétt þessara tveggja þjóða á svæðinu, bæði hvað snert- ir auðlindir hafsins og sjávarins. Er sérstaklega tekið fram, að við það skuli miðað að viðurkenn- ing fáist á helmingsrétti Islendinga til veiði fisk- stofna á svæðinu. Verður viðræðunefnd skipuð næstu dagana, ef jákvætt svar fæst frá Norðmönnum, og muni sitja í henni fulltrúar allra stjórnarflokkanna, ásamt full- trúa frá stjórnarandstöðunni. Alþýðubandalagsráðherrarnir fengu þvi framgengt að ekki verður um ráðherranefnd að ræða, þar sem þeir töldu sig ekki eiga heimangengt þessa dagana. Væntanlega verður þvl Lúðvik Jósepsson, fulltrúi Al- þýðubandalagsins I Landhelgis- nefnd, fulltrúi þess flokks f við- ræðunefndinni. i gær sendi Benedikt Gröndal, utanrikisráðherra, skeyti til Osló, þar sem formlega er fariö fram á viðræður við Norðmenn. Ekki er búist við svari fyrr en seinni hluta dags i dag. Þó að svar Norðmanna verði algjör- lega jákvætt, má búast við að viðræðurnar sjálfar hefjist ekki fyrr en I byrjun næstu viku, þar sem eftir á að ganga frá ýmsum formsatriðum, svo sem fyrir- komulagi viðræönanna, stað þeirra og tima. ,,Það er meginatriðið að við- ræðurnar verði ákveðnar, og Norðmenn stöðvi loðnuveiðarn- ar. Þegar þetta tvennt er fengiö, þá skiptir tlminn ekki lengur eins miklu máli”, sagði Bene- dikt Gröndal I samtali við Tim- ann I gær, en árdegis I dag heldur hann utan til Danmerkur f opinbera heimsókn. Benedikt er væntanlegur aftur til landsins nk. laugardag, en á meðan gegnir Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, embætti utanrikisráðherra. Von á sérstakri bókun forsætís ráðherra, Þrír á mótíog tveir með- mæltír AM — ,, Ég mun senda frá mér bókun vegna þessa máls innan skamms og hennar gæti verið að vænta eftir fimmtudagsfund í ríkisstjórninni", sagði ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra, þegar blað- ið spurði hann í gær álits á friðun Bernhöftstorfunn- ar. Forsætisráðherra vildi ekki ræöa efni þessarar bókunar strax, en dró ekki dul á að hann væri ákvörðun menntamálaráð- herra ósammála. „Það er mishermi hjá mennta- málaráöherra, að mikill meiri- hluti hafi veriö fyrir þessu innan stjórnarinnar,” sagöi Ólafur. „Af viðstöddum voru þrir á móti og tveir með og tveir tóku ekki af- stöðu til þess hvort málið ætti að koma til Alþingis.” Stjórnvöld synja beiðni um hækkun fargjalda SVR Veldur óhjákvæmilega sam- drættí í rekstri SVR segir i haröoröri ályktun frá borgarráði Kás- Þrátt fyrir að útlit sé fyrir allt að eins milljarðs króna rekstrarhalla á Strætisvögnum Reykjavík- urá þessu ári, hafa stjórn- völd, þ.e. samgönguráðu- neytíð og ríkisstjórn, synjað borgaryfirvöldum um hækkun á fargjöldum strætisvagna. Á fundi borgarráðs í gær, var samþykkt harð- orð ályktun að því tilefni. I henni segir m.a.: „Borgar- ráð mótmælir mjög ein- dregið synjun stjórnvalda á beiðni um hækkun strætisvagnanna til að geta haldið uppi nauðsynlegu almenningsvagnakerfi. Telur borgarráð enn brýnna nú vegna sihækkandi bensinverðs að strætisvagnarnir geti rekið sem besta þjónustu. Fáist ekki eðlileg hækkun á far- gjöJdum strætisvagna til sam- ræmis viö aörar hækkanir, hlytur það ohjákvæmilega að valda samdrætti I rekstri þessa nauð- synlega þjónustufyrirtækis.” Verður Amason / Asgeir ekki með Hættan af að eyðimörk gegn Hollandi kjamorkunni — sjá bls. 6 — sjá bls. 11 — sjá bls. 8-9

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.