Fréttablaðið - 28.03.2007, Side 28

Fréttablaðið - 28.03.2007, Side 28
MARKAÐURINN 28. MARS 2007 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Debenhams á Drottningargötunni var lokað um miðjan janúar. Strax eftir lokun var hafist handa við að breyta búðinni. Åke Hellqvist og hans fólk breytti búðinni í verslunarmiðstöð tísku fyrir ungt fólk á níu vikum. „Við gerðum þetta á íslenskum hraða,“ segir Åke og glottir þreytulega, en yfir- vinnugleði þar í landi er ekki sú sama og þekkist á Íslandi. Allt er að smella fyrir kvöldið og von á fjölda gesta. „Kändisarnir“ eins og Svíar kalla fræga fólkið tínist inn eftir rauða dreglinum. Debenhams náði ekki fótfestu á markaðnum. Jón Ásgeir Jóhannesson segir að Debenhams hafi eftir að það komst í einkaeigu sett stefnuna á Bret- land og svo vaxtarmarkaði. Áherslan hafi því ekki orðið á fyrirbæri eins og verslunina í Stokkhólmi. Baugur og Arcadia tóku því höndum saman og settu vörumerki sín fyrir ungt fólk á einn stað. „Þetta er spennandi verkefni og ef þessi tilraun gengur upp munum við halda áfram að opna slíkar verslanir í helstu stórborgum,“ segir Jón Ásgeir. Vöruhúsið er í eigu Baugs og fékk nafnið SOUK. Nafnið er fengið frá Austurlöndum og þýðir markaðstorg eða samkomustaður. Hugmyndin er að búa til deiglu tísku og lífsstíls ungs fólks í mið- bæjum stórborga. Reyndar má leika sér með nafn- ið og lesa það „so UK“ enda eru vörumerki húss- ins bresk. Verslunarmiðstöðin fyllist hratt af fólki og Åke og Gunnar Sigurðsson, sem stýrir smásölufjár- festingum Baugs, stíga á svið og ávarpa gesti með tilheyrandi þökkum til þeirra sem lagt hafa nótt við dag til að hægt sé að halda upp á daginn. Gest- ir taka nýrri búð vel og suðið í afgreiðslukössun- um byrjar þegar, enda margir sem ekki standast freistinguna að kaupa svolítið í leiðinni, enda þótt samkoman sé meira hugsuð sem partí. - hh Markaðstorg í miðju Stokkhólms Baugur og Arcadia sameina krafta sína í nýju vöruhúsi í Stokkhólmi. Souk heitir það og þýðir samkomustaður eða markaðstorg. G ra fik a – markviss dreifing – Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími 412 7500, www.distica.is Skúlagata 17 • 101 Reykjavík • Sími: 566 8800 • www.vidskiptahusid.is Áhugasamir hafið samband við: Fyrirtækjasvið Viðskiptahússins annast: • Kaup og sölu fyrirtækja eða rekstrareininga og samrunaferli. • Kaup og sölu á fasteignum þeim tengdum og byggingalóðum fyrir atvinnuhúsnæði, landareignum og bújörðum. • Fjármögnun verkefna. Hörð Hauksson Gsm: 896 5486 • Atla Viðar Jónsson Gsm: 898 2533 og Gísla Bogason Gsm: 863 0509 Höfum til sölumeðferðar nokkur hótel m.a. á höfuðborgarsvæðinu og á austurlandi Jafnframt leitum við að góðu hóteli í Reykjavík fyrir fjársterkan aðila Fr um Nú geta fyrirtæki skilað staðgreiðslu skatta beint til RSK í gegnum fyrirtækjabanka SPRON og sparað sér tíma og fyrirhöfn. Kynntu þér málið á spron.is A RG U S / 07 -0 23 5 Staðgreiðsla skatta – einfalt mál! Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON, í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is NÝTT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.