Fréttablaðið - 28.03.2007, Side 32

Fréttablaðið - 28.03.2007, Side 32
80% AAA 57%B A N K A H Ó L F I Ð Í nýjasta tölublaði Vísbendingar veltir ritstjóri blaðsins fyrir sér afdrifum þeirra sem ná árangri í lífinu, hvort árangurinn kunni að draga úr fólki kraft eða hafa jafnvel neikvæð áhrif síðar á æviskeiðinu. Þannig virðist eftirlaunafrumvarp þingmanna benda til að þeir eigi erfitt með að fá góða vinnu að þing- mennsku afstaðinni. Velt er upp spurningunni hvort það sama eigi við í viðskiptum. „Margir eru kannski „kalnir á hjarta“ eftir að hafa náð (eða ekki náð) á tindinn. En þeir eiga þó oft peningana eftir. Og líklega er skárra að vera ríkur og dapur en fátækur og dapur.“ Forgengileiki hamingjunnar Frændur okkar hjá Royal Bank of Scotland hafa skikkað starfs- menn sína til að opna launareikn- ing hjá bankanum. Fjölmiðlar í Bretlandi segja starfsmenn bankans, sem kjósa að halda launareikningi sínum opnum hjá samkeppnisaðilum, eiga yfir höfði sér áminningu. Starfsmenn Royal Bank of Scotland hafa brugðist heldur illa við þessari ósk yfirstjórnarinnar og hafa í tíma og ótíma kvartað til verka- lýðsfélaga vegna málsins. Þótt þetta þyki nokkur nýlunda í Skotlandi er raunin önnur hér því heyrst hefur að vænst sé til þess að starfsmenn flestra fjár- málafyrirtækja hér hafi launa- reikning sinn hjá launaveitand- anum. Annað væri nú undarlegt. Skotarnir seinir til VR hefur ákveðið að lækka félagsgjöld félagsmanna úr einu prósenti af heildarlaunum í 0,7 prósent hinn 1. júlí næstkom- andi eftir að aðalfundur sam- þykkti tillögu þess efnis. Þetta er gert í kjölfar þess methagn- aðar sem varð á rekstri VR í fyrra en félagið hagnaðist þá um 980 milljónir, eða um 38 þúsund krónur á hvern félags- mann. „Lækkun félagsgjaldsins til framtíðar er því liður í því að láta félagsmenn njóta þessarar góðu rekstrarafkomu,“ segir í frétt frá VR. Gaman verður að sjá hvort önnur stéttarfélög skili jafngóðu búi og VR fyrir nýliðið starfsár og hvort atvinnurek- endur krefjist sambærilegra lækkana við gerð næstu kjara- samninga. Þeir greiða nú 1,4 prósenta mótframlag til VR. Engin kreppa hjá VR Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 www.hirz lan. is Skrifstofuhúsgögn ....á miklu betra verði ! Hæðarstillanleg skrifborð frá kr. 31.300 Samstæðan kr. 56.400 Beyki Kirsuber Hlynur Hnota Dönsku Prima línunni má raða saman á ótal vegu. Níðsterk og endingargóð húsgögn á mjög góðu verði, til afhendingar strax. SPRON Verðbréf Peningamarkaðssjóður SPRON 15,2% ávöxtun* H im in n o g h a f / S ÍA – 9 0 7 0 3 5 6 Langflottastur! *Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 01.09. 2006 til 01.03. 2007.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.