Tíminn - 09.10.1979, Page 9

Tíminn - 09.10.1979, Page 9
Þriöjudagur 9. október 1979 9 HM!Sí!í'.Í'. Félag ungra framsóknarmanna leitar hugmynda launþega: Leitum nýrra sparnaðarleiða „Teljum hægt að spara I rikisrekstri án þess að ráðast á launin eða minnka þjónustuna” HEI — Félag ungra framsóknarmanna i Reykjavik hefur tekið til meðferðar það stór- mál, hvernig spara megi i rekstri fyrir- tækja án þess að lækka laun eða minnka þjón- ustu. I framhaldi af þvi hefur FUF nýlega sent starfsmannafélög- um allra rikis- og borgarstofn- ana bréf, þar sem segir m.a.: „FUF i Reykjavik hefur áhuga áþviaðleita til almennra launþega um hugmyndir til lausnar hinna margþættu vandamála sem stjórnvöld þurfa að glima við. Það er trú félagsins að með þvi móti sé mögulegt að auka virkt lýöræði i landinu og treysta samstöðu al- mennings til lausnar alvarlegra vandamála. Spurningar dagsins eru: Hvernig bæta má stöðu rikissjóðs og draga Ur verðbólgu án þess að auka stöðugt álögur á almennt launafólk? Á að draga úr framkvæmdum hins opin- bera? Hvar er hægt að spara? Hvernig getur ykkar stoftiun stuðlað að minnkuðum Utgjöld- um hins opnbera?” „Við i stjórn FUF teljum að það sé hægt að spara á rikis- stofnunum, án þess að það bitni á launum starfsfólksins eða á þjónustu stofnananna. Til þess þurfi fyrst og fremst að ná sam- stöðu og vilja meðal starfsfólks- ins,” sagöi formaður FUF Jó- steinn Kristjánsson um ástæð- una fyrir þessu bréfi. Jósteinn sagði að með bréfinu væri ætlunin að freista þess að vekja áhuga hjá starfsfólki stofnananna á að taka höndum saman til raunhæfra aðgerða, sem leitt gætu til sparnaöar. Aöspurður kvaðst Jósteinn sannfærður um vilja fólks til aö koma til móts við rikiö i sparn- aði, með öðrum aðferðum en þeim að ráðast á launagreiösl- ur, þvl þaö væri engin lausn. Reyndar væri gallinn sá að allt of margir heföu fengið það óæskilega uppeldi að það væri segir formaöur FUF allt i lagi að eyöa og sóa. Breyt- ing þyrfti þvi fyrst og fremst að eiga sér staö i hugsunarhætti fólks. Jósieinnsagöi að nokkrir aöil- ar sem fengið hefðu þetta bréf hefðu þegar haft samband við FUF-stjórnina. Hefðu þeir sýnt þessu máli mikinn áhuga og þakkað FUF frumkvæðið. Ætl- unin væri að boða formenn starfsmannafélaganna fljótléga saman til fundar til að heyra álit þeirra og skoðanir á hugsanleg- um árangri. Tómas stjómar fundi um Kampucheu Þegar skýrsla her jarþingsfundi, föstu- íslands hjá SÞ, fundi um kjörbréfanefndar um daginn 21. september stundarsakir. Myndin Kampucheufulltrúana sl., stjórnaði Tómas Á. hér með er tekin við það var til umræðu á alls- Tómasson, fastafulltrúi tækifæri. „Vonandi að menn hafi vitkast” — sagði Vilmundur, sem reiknar með stórauknu fylgi i næstu kosningum HEI — „Við treystum þvi, að við munum bæta mjög verulega við okkur fylgi I nýjum kosningum, annars værum við varla að þessu”, svaraði Vilmundur Gylfason spurningu um það,hvaö hann teldi batna með nýjum kosningum. — 1 stjórn meö hverjum álitur þú að Alþýðuflokkurinn komi frekar sinum málefnum fram, eða býst þú við að flokkurinn fái hreinan meirihluta? — Varla ennþá, en auðvitað hlýtur stjórnmálaflokkur aö hugsa þannig, þeim mun betri út- komu sem hann fær i kosningum, þvi sterkari er hann. Af mistök- unum veröa menn að læra og viö trúum þvi aö kjósendur séu sama sinnis. — Teldir þú samvinnu viö Sjálfstæðisflokkinn betri? — Ekki var það aö sjá árin 1974-78. En fyrst og fremst er á- byrgöarlaust aö stjórn sitji I 60% verðbólgu. Siöan - verð * ur framhaldið að að ráðast af úr- slitum kosninganna, og vonandi að menn hafi vitkast. Hjálmar fékk lausn í gær Kás — I gær veitti Ragnar Arn- alds, menntamálaráöherra, Hjálmari Arnasyni, nýsettum skólastjóra Grunnskóla Grinda- vikur, lausn frá embætti, eftir aö uppsagnarbréf Hjálmars hafði legið i salti yfir helgina, I þeirri von að hann skipti um skoöun. Nú er þvi komin upp sú staöa, eftir allt fjaðrafokið, að Grindvik- ingar eru skólastjóralausir. Or henni eru tvær leiðir, annars veg- ar sú, aö embættið veröi auglýst, náttúrlega með löglegum fyrir- vara, og veitt i framhaldi af þvi, eða sett verði I stööuna án auglýs- ingar i eitt ár. Skólanefnd Grunnskóla Grindavikur kemur saman til fundar siðdegis I dag ásamt fræðslustjóra Reykjanesumdæm- is, þar sem tillaga veröur gerö um málsmeöferö til mennta- málaráðherra. Sveitaheimili 32ja ára gömul stúlka óskar eftir að komast á gott sveita- heimili (ekki langt frá Reykjavik) sér til hvlldar og hress- ingar. Til greina kæmi að veita tilsögn i ensku og dönsku (stúdentspróf.) Simi 35698. Framhaldsstofnfundur félags áhugafólks og aðstandenda þeirra sem eiga við geðræn vandamál að striða verður haldinn i kvöld9. október kl. 20.30 i Hreyfilshúsinu. U ndir búningsst jórn NORRÆNA HÚSIÐ Norræn menningarvika 1979 í kvöld kl. 20:30 Sænski rithöfundurinn 0. kynnir og les úr verkum sínum JERSILD í sýningarsölum stendur yfir sýning á listaverkum eftir CARL-HENNING PEDERSEN " Þroskahjálp á Vesturlandi Aðalfundur félagsins verður haldinn i Snorrabúð, Borgarnesi laugardaginn 13. október og hefst kl. 14. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Opið kl. 14 til 19 I bókasafni og anddyri hússins er sýning á myndskreytingum við ævintýri H. C. ANDERSENS Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ Stjórnin.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.