Tíminn - 09.10.1979, Side 13

Tíminn - 09.10.1979, Side 13
i Dómari, Dómari i deildinni en Moss aðeins einn, þannig að möguleikar félagsins eru ekki aldeilis úr sögunni. Mikiö mega dómararnir I körfuknattleiknum taka sig á ef ekki á oft illa að fara i vetur. A nýafstöðnu Reykjavikurmöti kom það oft fyrir að dómararnir virtust alls ekki vera með, ef svo má að orði komast. Sérstak- lega var ieikur KR og Vals iila dæmdur. Var einkum áberandi hvað hinir erlendu leikmenn, og þá einkum og sér i lagi Tim Deyer komst upp með mikið kjaftbrúk við dómarana. Vera má, að dómarar séu ekki komnir i æfingu ennþá, en það verður hér með vonað fyrir hönd allra, sem áhuga hafa á körfunni, að dómaramir komist sem fyrst i æfingu og þá munu þeir væntanlega skila hlutverki • sinubeturenþeirhafahingaðtil I gert. I —SK. ■ Tveir nýliðar í landsliðshópnum — I handknattleik sem mætir Tékkum á mánudags- og þriðjudagskvöld Handknattleikssamband Is- lands boðaöi i gær blaðamenn á sinn fund og tilkynnti landsliðs- hóp þann sem leika á gegn Tékk- um. Leikirnir fara fram á mánu- dags- og þriðjudagskvöld. Tveir nýliðar eru i hópnum þeir Steinar Birgisson Viking og Bjarni Bessason úr IR. Annarslltur hópurinn þannig út á prenti: Markverðir: Jens Einarsson, Viking Kristján Sigmundsson Viking Aðrir leikmenn: Páll Björgvinsson, Víking Ólaftir Jónsson, Viking. Erlendur Hermannsson, Viking. Steinar Birgisson, Viking Þorbergur Aðalsteinsson Viking. Stefán Gunnarsson, Val. Steindór Gunnarsson, Val. Bjarni Guðmundsson, Val. Þorbjörn Guðmundsson, Val. Hörður Harðarsson, Haukum. Bjarni Bessason, IR. Ólafur H. Jónsson, Þrótti, fyrir- liði. Eins og sjá má á þessari upp- talningu er tvennt sem vekur at- hygli. Fyrir þaö fyrsta er Ólafur H. Jónsson nú aftur meö landslið- inu en án hans hefur liöiö þurft að veraoflengi. Þáeru 11 af þeim 14 leikmönnum, sem valdir eru i Val og Viking. Tékkar hafa á að skipa mjög sterku landsliöi. Island hefur oft leikiö gegn Tékkum og hefur út- koman yfirleitt alltaf veriö góð og er skemmst að minnast jafn- teflisins i B-keppninni á Spáni, en lokatölur þar urðu 12:12. Það skal tekið fram hér, að þeir leikmenn sem valdir hafa verið i landsliö 21 ársogyngri komuekki til greina i hópinn aö þessu sinni en þar á meðal eru margir sterkir leikmenn eins og Brynjar Kvar- an, Val, Atli Hilmarsson, Fram, Stefán Halldórsson, Val, Sigurður Gunnarsson, Vikingi, og fleiri. Landsliðið undir 21 árs mun leika einn leik gegn Tékkunum á Selfossi og er þaö kærkomin æfing fyrir liðið áður en það heldur i heimsmeistarakeppnina, en liðið mun leika í Danmörku. —SK. Reykjavikurmótið í körfuknattleik: Valsmenn eru bestir — sigruðu KR í úrslitaleik 83:72 Valur er Reykjavlkurmeistari i körfuknattleik 1979. Þeir léku gegn KR á iaugardag og var það úrslitaleikur mótsins. Valur sigr- aði léttilega með 83 stigum gegn aðeins 72 stigum KR. Valsmenn unnu alla leiki sina I mótinu, hlutu 10 stig. Torfi Magnússon var bestur Valsmanna I leiknum gegn KR og skoraði 27 stig, hans besti leikur Tim Dwyer var ekki i essinu sínu en það kom ekki aö sök. Hann var þó drjúgur i vörninni. Hjá KR var enginn öðrum betri. Webster var slakur að venju nema I vörn þar sem hann blokk- eraði mörg skot og tók mörg frá- köst. En sóknarleikur hans er ekki upp á marga fiska. Þrátt fyrir þaö skoraði hann mest eða 18 stig og Geir Þorsteinsson með 16. Fyrsti leikurinn á laugardag var á milli Fram og IS. Var sá leikur spennandi lengi framan af og það var ekki fyrr en á siðustu sekúndu að Ingi Stefánsson tryggði IS eins stigs sigur með hnitmiðuðu langskoti. Lokatölur urðu 78:77. Stigahæstir hjá liðunum voru Trent Smock hjá IS með 36 stig og Johnny Johnson hjá Fram með 29 stig. Þá léku 1R og Ármann, og er skemmst frá þvi að segja, að IR- ingar voru mun betir i þeirri viðureign, enda mótstaðan ekki frá nema einum manni, Danny Shous, sem að þessu sinni skoraöi 63 stig. Þess má geta að hann skoraöi aðeins 20 stig i fyrri hálf- leik á meðan þeir Kolbeinn Kristinsson og Kristinn Jörunds- son „dekkuðu” hann en i þeim siöari, þegar ungu og óreyndu leikmennirnir fengu að reyna sig, skoraði hann sem sagt 43 stig. Jón Indriöason („Madman”) vakti ó- skipta athygli I leik þessum vegna látbragða sinna á vellinum, en hann hitti vel að þessu sinni og skoraði mest eða 22 stig. Lokatöl- ur urðu 105:90 fyrir 1R, en segja má, að IR hafi sigrað Danhy Shous, slikir eru yfirburðir hans i Armannsliðinu. —SK. Kristján Ágústsson tekur hér eitt af mörgum fráköstum sínum i leikn- um gegn KR á laugardag. Timamynd Róbert Stórsigur hj á Benfica Benfica, portúgalska liðið sem flestir tslend- ingar kannast við frá því að liðið lék gegn Val i Evrópukeppninni á Craca, sem sfnum tíma sigraði andstæðing sinn stórt um helgina. Þeir sem urðu fyrir barðinu á þeim var lið Estoril en Benfica sigraði 3:1. Porto er enn i efsta sæti deild- arinnar meö 13 stig en Benfica er i öðru sæti með 12 stig. Þá koma tvö liö meö 11 stig en þaö eru Belenses og Sporting Lissa- bon. öll liðin hafa leikið sjö leiki þannig að útlit er fyrir spennandi keppni I portúgölsku knattspyrnunni. úrslit i öðrum leikjum um helgina urðu sem hér segir: Porto-Beira Mar Roi Ave-Guimaraes Setubal-Uniao De Leira Portimonense-Belenenses Braga-Sporting Espinho-Varzim, 3:0 1:1 . 1:0 1:2 2:3 2:0 SK, Pétur Pétursson heldur hér á skó er hann vann sér til eignar sem markhæsti leik- maður tsiandsmótsins áður en að hann hélt til Hollands. Nú keppir Pétur aö gull- skónum sem veittur er þeim Ieikmanni sem skorar flest mörk I Evrópu. Ahorfendur Feyenoord fóru illa með hann á laugardag er þeir „stálu” af honum tveimur mörkum. endum tvistrað með og hundum Pétur Pétursson og félagar i Feyenoord voru heldur betur i sviðsljósinu um helgina þegar liðið var að leika á útivelli gegn Nac Breda. Ekki var liðin nema klukkustund af leiknum þegar annar linuvörðurinn fékk matardisk i höfuðið frá einum áhorfenda Feyenoord. Þeir ólátaseggirnir höföu haft nokkrun formála að þessum ólátum þvi er þeir komu til bæjarins brutu þeir allt og brömluðu á járnbrautarstöð einni og varð lögreglan aö tvistra hópnum með kylfum og hundum. Nokkrir tugir voru handteknir. Þegar linuvöröurinn varð fyrir þessu óhappi var staðan 2:0 fyrir Feyenoord og haföi Pétur þá skorað bæöi mörk sins liðs. Þessi ólæti kunna að hafa slæmar afleiöingar i för með sér fyrir Feyenoord þvi svo getur hæglega farið aö liðið verði dæmt I sektir og missi auk þess nokkra heimaleiki og getur það vegið þungt i þeirri miklu og tvi- sýnu baráttu sem nú er i knatt- spyrnunni i Hollandi. Blaðinu tókst ekki aö ná sam- bandi við Pétur eftir leikinn þar sem hann hélt rakleitt til Pólands þar sem hann leikur með landsliðinu gegn Póllandi á fimmtudag. —SK. Þriöjudagur 9. október 1979 ÍÞRÓTTIR IÞR0TTIR

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.